Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Page 31
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989.
43
Kvikmyndir
Hanna
og
Barbera
Að undanfórnu hefur íslenska
ríkissjónvarpið skemmt yngstu
kynslóðinni rétt fyrir kvöldfréttir
með teiknimyndum um þá félaga
Tomma og Jenna. í lok þáttanna
kemur fram að myndirnar séu
framleiðsla og hugarsmíð tveggja
manna að nafni Hanna og Barbera.
Raunar eiga sjónvarpsáhorfendur
að þekkja þessi nöfn vel því þetta
eru sömu aðilamir og stóðu að baki
teiknimyndunum um Fred Flint-
stone og félaga hans Barney.
Þeir félagar eru nú tæplega átt-
ræðir og eiga í ár 50 ára starfsaf-
mæli sem hefur verið haldið upp á
með húllum hæi í Hollywood. Þeir
láta ekki aldurinn aftra sér og eru
enn virkir í gerð teiknimynda. En
hvernig væri að fræðast svolítið
um þessa tvo öldnu heiðursmenn
og hvernig stóð á því að þeim datt
í hug að framleiða teiknimyndir
um mús og kött sem áttu eftir að
ná svona miklum vinsældum.
Fortíðin
Bill Hanna fæddist í New Mexico
og eins og með svo margan mann-
inn var aldrei ætlunin að fara út í
skemmtanaiðnaðinn. En hvort sem
það var tilviljun eða ekki þá slasað-
ist Hanna þegar hann var að vinna
í byggingarvinnu við að reisa
Pantages kvikmyndahúsið í Holly-
wood á tímum kreppunnar. Hann
gat ekki unnið erfiðisvinnu lengur
og leitaði því að léttu starfi sem
hann fékk hjá Pacific Title & Art.
Þar aðstoðaði hann frumkvöðla
teiknimyndanna, þá Rudolp Ishing
og Hugh Hartman. „Ég lærði hand-
bragðiö frá þeim Hartman og Ish-
ing,“ var haft eftir Hanna. „Þegar
ég var orðinn 21 árs var ég farinn
að semja tónlist fyrir teiknimyndir
ásamt því að leikstýra þeim.“
Nokkru síðar ákvað Hanna að
skipta um vinnustað og fluttist yfir
til risans MGM sem handritahöf-
undur og leikstjóri. Enn gripu ör-
lögin í taumana því þar hitti hann
Joe Barbera árið 1937 sem var upp-
rennandi teiknari.
Skemmtanaiðn-
aðurinn heillar
Þeir Hanna og Barbera eru ólíkar
Hér taka þeir Hanna og Barbera
við Emmy-verðlaununum 1988.
manngerðir sem er ef til vill ástæð-
an fyrir því hvers vegna þeim hefur
gengið svo vel að starfa saman.
Hanna er opinskár og hefur gaman
af að vera í sviðsljósinu meðan
Barbera er sá sem sér um að allar
hugmyndirnar og að draumarnir
verði að veruleika.
Barbera fæddist í Brooklyn. Móð-
ir hans var heilluð af skemmtana-
iðnaðinum sem náttúrlega hafði
töluverð áhrif á Barbera á ungl-
ingsárum hans. Barbera minnist
þess þegar hún sótti þá bræðurna
sérstaklega í skólann til að fara
Kvikmyndir
Baldur Hjaltason
með þá til að sjá Jack Benny og
aðra fjöllistamenn skemmta. Því
má segja að Barbera hafi alist upp
í skugga skemmtanaiðnaðarins.
Nýtækni
Ástæðan fyrir því að Barbera
lenti líka hjá MGM var sú að kvik-
myndaverið hafði áhuga á að hefja
framleiðslu á teiknimyndum og
bað Ted Sears að útvega sér hæfi-
leikaríkt fólk til starfa. Einn þeirra
var Joe Barbera sem hóf störf með
aðeins 4.500 kr. vikulaun.
Fyrsta verkefnið, sem þeir félag-
ar unnu að í sameiningu, var Puss
Gets the Boot. Árangurinn lét ekki
á sér standa og hlaut myndin tiln-
efningu til óskarsverðlauna. Þeir
félagar beittu þar nýrri tækni sem
gekk undir nafninu „afmörkuð
teiknun" sem síðar ruddi sér til
rúms hjá sjónvarpinu. Barbera
teiknaði ekki alia myndasöguna í
réttri tímaröð, eins og var venja,
heldur lét hann Hanna fá frum-
teikningar sem hann síðan færði
beint yfir á filmu. Vandinn var að
tengja þær rétt saman við atburða-
rásina því sama teikningin gat
komið fyrir mörgum sinnum í
myndinni. Kosturinn við þessa
tækni var að þeir félagar gátu kom-
ist af með 1200 teikningar í stað
26000 sem var vaninn fyrir teikni-
mynd af 'þessari lengd. Fred Qu-
imby, sem þá var yfirmaður teikni-
myndadeildar MGM, hreifst af
þessari tækni og fyrirskipaði þeim
Hanna og Barbera að vinna áfram
að þróun hennar. Þetta varð
kveikjan aö samvinnu þeirra fé-
laga. Barbera teiknaði myndirnar
sem þurfti og Hanna myndaði þær
síðan og tímasetti. Þannig starfa
þeir félagar enn í dag.
Tom og Jerry
Þó að fáir kannist við Puss Gets
the Boot þá var hér um að ræða
fyrstu myndina um þá félaga Tom
og Jerry. Myndin þótti óstjórnlega
fyndin og var ákveðið að gera aðra
mynd en jafnframt að breyta nafn-
inu í Tom and Jerry.
Upphaflega ætluðu þeir Hanna
og Barbera að kalla sögutietjurnar
Jinx og Jasper. „Við ætluðum-að
vera öðruvísi“ hefur verið haft eft-
ir Barbera. „Hins vegar hefur
reynslan leitt í ljós að einfaldleik-
inn gefur alltaf besta raun.“
Velgengni þeirra Hanna og Bar-
bera gerði það að verkum að stofn-
uð var sérstök deild í kringum þá
hjá MGM þar sem þeir sátu and-
spænis hvor öðrum í ein tuttugu
ár. En hvernig var samstarfið?
„Við rifumst mikið,“ segir Barbera.
„Fyrstu vikuna, sern við unnum
saman, slógumst við í orðsins
fyllstu merkingu. Síðan höfum við
ekki talað saman. Það er leyndar-
málið að velgengni okkar.“ Eftir
að hafa vjðurkennt að hann væri
að spauga svaraði Barbera þessari
spurningu blaðamanns Variety af
meiri ábyrgð. „Við höfum aldrei
rifist svo neinu nemi. Við berum
virðingu hvor fyrir öðrum og kom-
Hér eru þeir Hanna og Barbera að vinnu árið 1939.
um alltaf fram af tillitssemi hvor
við annan.“
Vinnuhestar
Það má segja að þeir Hanna og
Barbera séu vinnuhestar mikhr því
meðan þeir unnu hjá MGM fram-
leiddu þeir sjö til átta teiknimyndir
árlega og var sýningartími þeirra
yfirleitt um 67 mínútur. Þeir urðu
síðan að stytta myndirnar niður í
5 mínútur vegna sparnaðaraðgerða
MGM kvikmyndaversins.
En árið 1957 dró til tíðinda. MGM
lokaði teiknimyndadehd fyrirtæk-
isins og þeir Hanna og Barbera
stóðu uppi atvinnulausir. Þeir á-
kváðu þó að halda áfram að vinna
saman og reyndu að komast að hjá
sjónvarpinu. Vandi þeirra lá í þvi
að MGM átti höfundarréttinn að
Tom og Jerry. „Viö undirrituðum
samninga við MGM þess efnis að
þeir ættu allt sem við ynnum fyrir
þá. MGM átti allt efnið um Tom og
Jerry og við vorum eins og hverjir
aðrir launþegar," hefur verið haft
eftir Barbera. En fátt er svo með
öhu illt að ekki boði nokkuð gott
því enn í dag fá þeir einhveijar
greiðslur þegar teiknimyndir um
Tom og Jerry eru sýndar.
Sjálfstæður
rekstur
En þeir Hanna og Barbera voru
ekki lengi að koma undir sig fótun-
um. Þeir undirrituðu samninga við
Screen Gems um gerð tveggja
teiknimynda sem átti að fjalla um
kött og hund að nafni Ruff and
Reddy. Það var ekki fyrr en með
næstu teiknimyrid að nöfn þeirra
urðu verulega þekkt en sú mynd
var The Huckleberry Hound Show,
þar sem björninn Yogi leit fyrst
dagsins ljós. Þessi teiknimyndaser-
ía hófst 1958 og tveimur árum síðar
vann hún til Emmy-verðlauna. Síð-
an kom hver teiknimyndaserían á
fætur annarri með persónum sem
alUr þekkja vel enn í dag. Þetta eru
The Flintstones, Yogi Bear, sem
var framhald af The Huckleberry
Hound Show, Quick Draw McGraw,
Top Cat og svo The Jetson. Það er
alveg ótrúlegt hverju þessir öldnu
heiðursmenn hafa komið í verk og
skapað margar eftirminnilegar
teiknimyndafígúrur.
ífullufjöri
Þaö má segja.að sjónvarpið hafi
hjálpað þeim Hanna og Barbera
mikið því þeir framleiddu mikið af
teiknimyndum fyrir sjónvarp.
Þetta var unnt vegna þeirrar tækni
sem þeir beittu, því þeim tókst að
ná niður framleiðslukostnaði svo
að sjónvarp hafði efni á að kaupa
teiknimyndir þeirra.
Það var svo 1966 að Taft Broad-
casting keypti fyrirtæki þeirra.
Þótt upphæðin væri ekki há á
bandarískan máta var þetta í fyrsta
sinn sem þeir Hanna og Barbera
fengu einhverja peninga á milli
handanna. „Viö voru aldrei neinir
kvikmyndajöfrar, vaðandi í pen-
ingum,“ segir Hanna. „Við vorum
venjulegir launþegar eins og aðrir
teiknarar sem unnu með okkur.
Margir teiknarar hjá okkur höfðu
hærri laun heldur en við.“ Þeir
Hanna og Barbera starfa enn hjá
fyrirtækinu og segjast ekki hafa
yfir neinu að kvarta. En hverjar
eru nú uppáhaldsteiknimyndafíg-
úrur þeirra félaga? Hanna heldur
mest upp á The Flintstones meðan
Yogi Bear er í uppáhaldi hjá Bar-
bera. Þann 17. júlí sl. var frum-
sýndur tveggja tíma þáttur í
Bandaríkjunum sem gerður var til
heiðurs þeim félögum. Hann ber
nafnið A Yabba Dabba hátíðar-
höldin sem lýsir einna best hve
stórt framlag þeir Hanna og Bar-
bera er orðið til skemmtanaiönað-
arins. B.H. / (Heimildir: Variety)
Hér á landi eru þeir Hanna og Barbera líklega þekktastir fyrir teikni-
myndapersónuna Fred Flintstone ásamt þeim Tom og Jerry.