Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Side 33
FÖSTUDAGUR -4. ÁGÚST 1989. 45 Afmæli Agnar Breiðfjörð Kristjánsson Agnar Breiðíjörö Kristjánsson leigubifreiðarstjóri, Þórsgötu 15A, Reykjavík, verður fimmtugur á mánudaginn. Agnar fæddist að Hóli í Hvamms- sveit í Dalasýslu og var búsettur í Dalasýslu til 1955. Barnaskóla- fræðslu fékk hann að mestu í far- skóla og á einkaheimili Steinunnar Þorgiisdóttur á Breiðabólstað á Fellsströnd en tvö síðustu skólaárin var Agnar í heimavist í Laugaskóla í Sælingsdal. Þá stimdaði hann nám við Bændaskólann á Hólum 1955-56. , AgnarvarísíldáSiglufirðisumr- in 1956, ’57 og ’58. Hann starfaði hjá Samvinnufélagi ísfirðinga, hjá Sölt- unarstöðinni Nöf og hjá Síldarút- vegsnefnd. Þá vann hann iðnverka- störf hjá Álafossi og Ölgerð Egils SkaUagrímssonar. Agnar var bif- reiðarstjóri hjá Steypustöðinni hf., Verki hf. og Breiðholti hf. Hann stundaði sjómennsku á togurum og bátum í nokkur ár og var þar af þrjú ár á Flateyri. Þá starfaöi hann hjá ísal í tvö ár og var bifreiðar- stjóri hjá verslunardeild SÍS. Agnar var næturvörður hjá SÍS og hjá Miklagarði. Hann stundaði leigu- bílaakstur hjá Steindóri og fyrir ýmsa aðila í níu ár en hefur ekið leigubíl á eigin vegum sl. fjögur ár, á Hreytli í eitt ár og á BSR í þrjú ár þar sem hann ekur enn. Agnar er einn af stofnendum Sjálf- stæðisfélags Fella- og Hólahverfis. Hann var trúnaðarmaður Dags- brúnar hjá Verki hf. og átti þá sæti í trúnaðarráði Dagsbrúnar. Agnar kvæntist 21.1.1989 Guð- rúnu Þórönnu Ingólfsdóttur, starfs- stúlku á Hjúkrunarheimilinu Skjóh í Hafnarfirði, f. 15.5.1955, dóttur Ingólfs Eðvarðssonar, sjómanns á HeUissandi, sem lést 7.11.1967, og Guðnýjar Þórarinsdóttur húsmóður en hún er nú búsett í Reykjavík. Sonur Agnars, sem síðar var ætt- leiddur, er Kristján, f. 11.11.1960. Annar sonur Agnars er Birgir Breiðfjörð, f. 8.3.1973. Böm Guðrúnar eru Ingólfur Eð- varð Skarphéðinsson, f. 25.8.1974; HaUdóra Kristín HaUdórsdóttir, f. 14.4.1980, og Guðný HaUdórsdóttir, f. 14.7.1983. Alsystir Agnars er María Krist- jánsdóttir, f. 22.9.1943. Uppeldis- systkini hans eru Hulda Jófríður Óskarsdóttir, f. 7.2.1931, starfsmað- ur í samgönguráðuneytinu, en hún á tvo syni; Marínó Óskarsson, tré- smiður í MosfeUsbæ, f. 20.10.1933, og Gréta Óskarsdóttir, húsmóðir í Ohio í Bandaríkjunum, f. 7.11.1935. Foreldrar Agnars: Kristján Breið- fjörð Jakobsen, búsettur í Noregi lengst af, og Hildur HaUdórsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 1.1.1915. Kristján var sonur Hans Eberg Jakobsen, sjómanns frá Helsing í Noregi, og konu hans, Maríu, ljós- móöur og saumakonu, sem stofn- setti fyrstu sérkjólaverslun lands- ins, Kjólaverslunina Elsu, sem lengst var til húsa við Laugaveginn. María var dóttir Kristjáns, b. og sjó- manns á Efra-VaðU á Barðaströnd, síðast á BUdudal, Þórðarsonar, b. í Haga á Barðaströnd, Jónssonar, b. og hreppstjóra í Haga, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Ingibjörg Jóns- dóttir, verslunarstjóra í Kúvíkum í Reykjafirði í Strandasýslu, Salo- monssonar, og konu hans, Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur, prests á Skinnastað, Jónssonar, föður Gunn- ars á Ærlæk, ættföður Skíða-Gunn- ars-ættarinnar. Móðir Maríu var Sigríður Jónsdóttir, b. í Rauösdal, Guðmundssonar, b. og hreppstjóra í Litluhlíð á Barðaströnd, Guð- mundssonar, b. í Litluhlíð. Móðir Sigríöar var Helga Einarsdóttir, b. á Hreggsstöðum, Jónssonar, lög- sagnara í Æðey, Einarssonar, lög- réttumanns á Hreggsstöðum, Gunn- laugssonar, prests á Stað á Reykja- nesi, Snorrasonar. Móðir Einars var Kristín Gísladóttir, prófasts í Vatns- firði, Einarssonar, prófasts og skálds í Heydölum, Sigurðssonar. Fósturforeldrar Agnars: Óskar Kristjánsson, b. á Hóli í Hvamms- sveit og Vatni í Hofshreppi en í Reykjavík eftir 1960, f. 27.11.1896, og kona hans, Theodóra Guðlaugs- dóttir húsmóðir, f. 29.12.1900 (systir Jónasarskálds). Foreldrar Óskars voru Kristján Þórðarson, b. á Breiðabólstað á Agnar Breiöfjörð Kristjánsson. Fellsströnd, ogkonahans, Sigur- björg. Foreldrar Theodóru voru Guð- laugur Guðmundsson, prestur á Staö í Steingrímsfirði og víðar, og kona hans, Margrét Jónsdóttir. Agnar veröur aö heiman á af- mælisdaginn en tekur á móti gest- um sunnudaginn 20.8. í orlofshúsi nr. 10 í Ölfusborgum. Svavar Páll Óskarsson Svavar Páll Óskarsson vélstjóri, til heimilis að Hvoh í Garði, verður fimmtugur á sunnudaginn. Svavar fæddist í Bakkakoti í Rangárvahasýslu og ólst upp á Sel- fossi og í Borgarfirði eystra. Hann lauk barnaskólaprófi og tók vél- stjórapróf frá Fiskifélagi íslands 1961. Svavar var í sveit hjá afa sínum og ömmu í Borgarfirði eystra, þeim Sigurjóni Bjarnasyni og Guðfmnu Þórðardóttur. Dvaldi hann þar sum- arlangt frá sjö ára aldri og árið um kring eftir að bamaskólanámi lauk. Hann kynntist þar öllum almennum sveitastörfum, auk þess sem hann hóf þar sjómennsku sína 1955 á opn- um trihubátum. Svavar fór á sína fyrstu vetrarvertíö til Vestmanna- eyja 1958 og var þar hjá Eyjólfi Gíslasyni frá Bústöðum. Hann var síðan vélstjóri hjá Þorsteini Einars- syni frá Nýjabæ í Garði 1959-87 og síðan með Sveini Bjömssyni í Garði á vetrum en rær nú á sumrin á eig- in trihu sem hann á með bræðrum sínum, Reyni og Ama. Svavar gekk í Vélstjórafélagiö 1971 og er nú varaformaður þess, auk þess sem hann gegnir ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir félag- ið. Þá er hann einn af stofnendum Litla leikfélagsins í Garði og gegnir þar ýmsum trúnaðarstörfum, er m.a. gjaldkeri félagsins og ljósamað- ur. Svavar hóf búskap með Sigríði Björgu Halldórsdóttur haustið 1963 en þau giftu sig 17.5.1964. Sigríður Björg er húsmóðir og starfsmaður á leikskóla, f. 4.5.1945, dóttir Halldórs Guðfinnssonar smiðs og Ingibjargar Ámadóttur húsmóður, en Halldór og Ingibjörg búa á Odda í Borgar- firði eystra. Svavar og Sigríður eiga tvö böm. Þau em Friðrik Steinar Svavarsson, f. 5.9.1965, nemandi og sjómaöur í Reykjavík, og íris Inga Svavars- dóttir, f. 14.12.1966, verkakona í for- eldrahúsum. Unnusta Friðriks Steinars er Hólmfríður Vala Áma- dóttir en stjúpdóttir hans er Máney Sveinsdóttir. Sonur írisar Ingu er Birgir Páh Marteinsson. Systkini Svavars: Kristinn Óskarsson, sjómaður í Keflavík, f. 2.3.1941, í sambýh með Önnu Skúla- dóttur, en hann á þijú böm frá fyrra hjónabandi; Ámi Óskarsson, sjó- maður í Keflavík, f. 31.5.1942, í sam- býli með Hrönn Óskarsdóttur; Dís Óskarsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 10.10.1943, og á hún þrjár dætur; Svanhvít Óskarsdóttir, húsmóðir í Bandaríkjunum, f. 4.11.1944, gift Keny Sedurck og eiga þau tvö böm; Reynir Óskarsson, sjómaður og verkamaður í Garðinum, f. 19.9. 1947; Guðfmna Óskarsdóttir, hús- móöir í Bandaríkjunum, f. 11.2.1948. Hálfbróðir Svavars, samfeðra, er Eiríkur Óskarsson. Foreldrar Svavars em Friðrik Óskar Sigurjónsson, sjómaður í Garðinum, f. 1914, og kona hans, Salvör Páhna Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 1917, af Víkingslækjarætt. Svavar verður erlendis á afmæhs- daginn. Til hamingju með afmælið 4. ágúst 85 ára 60 ára Ingvetdur Pálsdóttir, Þórsgötu 2, Reykjavík. Eyjólfur Jómundsson, Ömólfsdal, Þverárhliöarhreppi. Eyjólfur Kristjánsson, Þrastahrauni 4, Hafharfiröi. Kristbjöm Eyda), Kleppsvegi 138, Reykjavík Jón William Servell, Karlagötu 13, Reykjavik. 80 ára Friógerður Gunnarsdóttir, Seljavegi 17, Reykjavík. Andrés Pétursson, Gretösgötu 69, Reykjavík. 50 ára 75 ára Kristín Friöfiimsdóttir, Hrannarstíg 14, GrundarfiröL Kristjana Björnsdóttir, Berta Fr. Hreinsson, Leifsgötu 14, Reyiqavík. Sólbraut 17, Selljamamesi. Hjörtur Ágúst Magnússon, Dalseli 6, Reykjavik. 70 ára 40 ára Haukur Jakobason, Helgugötu 3, BorgamesL Kristín dóhanna Guómundsdóttir, Hátúni 4, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á Holiday Inn frá klukkan 15-19 á aimælisdaginn. Björk Baldvinsdóttir, Reykjavöllum, Reylgahreppi. Egill Helgason, Skógargötu 17, Sauöárkróki. Þorsteinn Hauksson, Vogalandi 7, Reykjavík. Halldóra HaUdórsdóttir, Leiísstöðum, Öngulsstaöahreppi. Helga Sigurðardóttir, Fjóluhvammi 6, HafnarflrðL Jón Jóhannsson, Skólabraut 18, Hóimavík Stefán Kristjánsson, Ysta-Koti, Vestur-Landeyjum. Hundrað ára: Erlendsína Helgadóttir Erlendsína Helgadóttir, Kirkjugerði 5, Vogum í Vatnsleysustrandar- hreppi, verður hundrað ára á þriðjudaginn. Erlendsína er fædd í Litlabæ á Vatnsleysuströnd og ólst upp á sama stað. Hún hlaut enga menntun, utan að læra hjá móður sinni lestur, skrift og kristinfræði, en sóknarprestur fylgdist með heimanámi barna (húsvitjaði). Störf voru bundin við heimahaga þar th hún hafði aldur og þrek til að fara í vinnumennsku innan sveitar.jafnt sem utan. Allan sinn búskap bjó hún í fæðingarhreppi sínum, utan þrjú árin fyrstu að hún bjó á Þver- felli í Lundarreykjadal í Borgar- firði. Erlendsína giftist 9. maí 1909 Magnúsi Jónssyni, f. 2. september 1881, d. 17. febrúar 1963. Foreldrar Magnúsar vom Jón Jónsson, b. f Gufunesi í Mosfehssveit, og kona hans, GuðlaugTómasdóttir. Þau hjónin fluttu frá Þverfelh (er þau höfðu haft á leigu) að Hahdórsstöð- um í Vatnsleysustrandarhreppi sem þau keyptu. Erlendsína og Magnús keyptu síðan jörðina Sjónarhól í Vatnsleysustrandarhreppi 1926 og að lokum byggöu þau hús í Vogum og bjuggu þar uns hann lést. Er- lendsína bjó áfram ein i fimmtán ár þar th hún seldi og fluttist th dóttur sinnar og tengdasonar að Kirkj u- gerði 5 í Vogum og dvelur þar enn. Börn Erlendsínu og Magnúsar eru Helgi, f. 16. mars 1910, d. 31. mars 1962, sjómaður á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, kvæntur Val- gerði K. Guömundsdóttur, seinni kona hans var Guðbjörg Magnús- dóttir; Guðjón, f. 11. júh 1912, d. 23. janúar 1913; Ragnhildur, f. 26. des- emher 1913, gift Kristmundi Guð- mundssyni, verkamanni í Hafnar- firði; Gúðjón, f. 9. mars 1918, d. 6. febrúar 1983, síðast húsvörður í Ytri-Njarðvík, kvæntur Kristjönu E. Jónsdóttur; Anna Dagrún, f. 21. ágúst 1919, gift Gunnlaugi Kristjáns- syni, d. 1962, sjómanni í Hafnar- firði, seinni maður Önnu er Valgeir Vhhjálmsson, kennari í Rvík; Guð- rún Lovísa, f. 18. desember 1922, gift Guðmundi Björgvini Jónssyni, verkstjóra í Vogum; Guðlaug, f. 20. september 1924, d. 29. júh 1943; Sig- urveig, f. 22. janúar 1928, gift Leifi Kristjánssyni, vinnur í Skipasmíða- stöð Njarðvíkur; Þórður Magnús- son, f. 2. október 1929 (móðir hans er Guðríður Guðfinnsdóttir), og Sesselja, f. 22. desember 1932, d. 2. júlí 1934. Systkini Erlendsínu eru Guðrún, f. 14. nóvember 1884, d. 12. mars 1917, gift Guðmundi Ólafssyni, f. 10. sejptember 1885, d. 7. janúar 1947, b. í Vogatungu í Rvík; Guð- laugur, f. 22. febrúar 1887, d. 31. mars 1952, sjómaður í Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 21. aprh 1887, d. 10. febrúar 1971, og Jón, f. 27. júní 1895, d. 30. desember 1986, verkamaður og smiður í Hafn- arfirði, kvæntur Höhu Kristínu Magnúsdóttur, f. 18. febrúar 1884, d. 16. júlí 1985. Foreldrar Erlendsínu voru Helgi Sigvaldason, b. í Litlabæ á Vatns- leysuströnd, og kona hans, Ragn- hhdur Magnúsdóttir. Helgi var son- ur Sigvalda, b. á Hahdórsstöðum á Vatnsleysuströnd, Helgasonar, b. í Alviðru í Ölfusi, Ámasonar, b. í Þorkelsgeröi í Selvogi, Bjarnasonar, b. á Öndverðamesi, Þorlákssonar, b. á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka, Bergssonar, lögréttumanns á Hjaha, Benediktssonar. Móðir Sigvalda var Sigríður, systir Guðríðar, langömmu Hahdórs Laxness. Sig- riður var dóttir Þorvalds, b. í Al- viðru, Þorsteinssonar og konu hans, Guðrúnar Guömundsdóttur, lög- réttumanns á Hrauni í Ölfusi, Haf- hðasonar. Móðir Helga var Anna Erlendsdóttur, b. á Hahdórsstöðum á Vatnsleysuströnd. Ragnhhdur var dóttir Magnúsar, guhsmiðs á Vanangri í Vestmanna- eyjum, föður Túbals, föður Ólafs Túbals hstmálara. Magnús var son- ur Eyjólfs, b. í Fljótsdal í Fljótshhð, Oddssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöllum, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Hahdórssonar, ætt- fóður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Margrétar var Ingunn Jóns- dóttir, b. í Bolholti, Þórarinssonar, ættföður Bolholtsættarinnar. Móðir Ragnhhdar var Guðrún Guðmunds- dóttir, b. í Vatnahjáleigu í Landeyj- um, Benediktssonar og konu hans, Guðrúnar Vigfúsdóttur, b. á Berg- þórshvoh, Magnússonar, b. á Kirkjulandi, Ólafssonar. Móðir Magnúsar var Guðfinna Magnús- dóttir, prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Jónssonar, prests á Breiðabólstað, Sigurðssonar, pró- fasts á Breiðabólstað, Einarssonar, prófasts og skálds á Breiöabólstað, Sigurðssonar. Móðir Guðlaugar var Erlendsína Helgadóttir. Guðlaug Jónsdóttir, b. í Vindási, Bjamasonar, bróður Ólafs á Fossi. Móðir Guðlaugar var Ástríður Jónsdóttir, systir Ingimner. Er- lendsína tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Glaðheimum í Vog- um kl. 15-19 á afmæhsdaginn en frábiður sér ahar gjafir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.