Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Qupperneq 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989. Verslunarmaimahelgin: Þórsmörk, Húnaver og Eyjar trekkja Svo virðist sem Þórsmörk muni ætla að verða einn vinsælasti staður- inn um þessa verslunarmannahelgi. Nú þegar hafa 1200 tii 1500 manns bókað sig í ferðir þangað. Mjög margir munu einnig leggja leið sína á rokkhátíðina í Húnaveri því að þangað höfðu 500 tíi 600 manns skráð sig á hsta og svipaður fjöldi hafði þegar keypt miða. Á Umferðarmiðstöðinni fengust þær upplýsingar að sala til Vest- mannaeyja væri einnig mjög góð en ekki eins mikil og undanfarin ár. Töluvert mikið var að gera á BSÍ í morgun en þó er aðalsalan eftir, þvi að rútumar fara flestar ekki fyrr en upp úr fimm í dag. Gætu sölutölur breysttalsvertþangaðtil. -GHK Vestmannaeyjar: Mikil ölvun Mikil ölvun var í Vestmannaeyjum í nótt og má segja að margir hafi byrjað þjóðhátíð þá. Að sögn lögregl- unnar hefur oft verið fleira fólk í Eyjum á fimmtudegi fyrir þjóöhátíð. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakst- ur og þá fengu fjórir að gista hjá lög- reglunni. -SMJ DV kemur næst út þriðjudaginn 8. ágúst. Smáauglýsingadeild DV er opin til kl. 22. í kvöld og mánudaginn 7. ágúst frá kl. 18 til 22. Lokað laugardag og sunnudag. Síminn er 27022. Góða ferð og akið varlega! Kgntucky Fried Chicken Opið i kvðld til kl. 22. Lokað laugardag og sunnudag. Opið mánudag 11-22. Úlfar Thoroddsen, sveitarstjóri Patrekshrepps: Gengur ekki í einum yrsnum - fiskvinnslan því ekki í gang í bráð Úlfar Thoroddsen, sveitarstjóri Patrekshrepps, sagði í samtali við DV í morgun að nefndin sem kom til viðræðna við stjómarmenn í Reykjavík í fyrradag hefði átt spjallfund með einum af sfjómar- mönnum atvinnutryggingasjóös útflutningsgreina í gær. „Þetta var bara spjall en reyndar var talað mn að við sæktum um til þeirra þegar heimavinnunni hjá okkur er lokið,“ sagði Úlfar. „Það era vissir möguleikar i stöðunni án þess að gefin hafi verið nokkur loforð. Því miðm- ganga svona hlut- ir ekki fyrir sig í einum grænum. Auðvitað hefði þaö veriö best svo að hægt væri aö koma öllu af stað aftur. Viö þurfum fyrst aö ná skipunum aftur svo að fiskvinnslan geti haf- ist. Þau þurfa að fara á uppboð. í framhaldi af því munum viö ganga tíl samninga við væntanlega kaup- endur. Undir það verðum viö að vera búnir þegar að því kemur. Stærstu lánardrottnarnir koma sennilega til með að leysa eignimar til sín. - Er fiskvinnsluhúsið á staðnum gallað eða þarfnast það endurbóta? Það sem á vantar er að fjúka end- anlegri uppbyggingu hússins. Efni til þess vora ekki til á sínum tíma. Hér er um að ræða lokafrágang að utan, ísgeymslu hefur ekki veriö lokið - þar er aðeins „kassinn“ fyr- ir hendi. Einnig var aldrei fram- kvæmdur nema bráðabirgðafrá- gangur á þakinu - það lekur núna. Auk þess er um ýmislegt smálegt að ræða sem ekki sést við fyrstu sýn,“ sagöi Úlfar. Úlfar sagði að dauft væri nú yfir byggðarlaginu eins og reyndar hef- ur verið síðastliðna níu mánuði. Saltfiskvinnsla mun þó vera þokkaleg, eins og hann sagði, en gæftir heföu verið slæmar bjá handfærabátunum vegna þrálátrar suðvestanáttar. En skipin - þau era annars staðar. -ÓTT Þeim brá í brún, íbúunum við Norðurbrún i Reykjavik, þegar þeir komu út að bilum sínum í gær en þá höfðu einhverjir pörupiltar gert sér það að leik að stinga á dekkjunum undir bílunum. Þarna búa margir aldraðir borgar- ar og því ekki spennandi fyrir þá að þurfa að skipta um dekk við þessar kringumstæður. Ekki höfðu sökudólgarn- ir fundist i morgun. DV-mynd JAK Kaupmannahöfn: íslendingar dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Tveir íslendingar, þeir Sævar Þór Óskarsson og Kristinn Rafn Hjalta- son, vora í vikunni dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hass- og amfetamínsmygl frá Hollandi til Danmerkur, Noregs ogíslands. Dóm- inn munu þeir afplána í Danmörku en að afplánun lokinni verður þeim vísað úr landi. Eiturlyfjasmyglið hófst árið 1987 en það ár fluttu þeir félagar 78 kíló af hassi frá Hollandi um Danmörku til tveggja viðtakenda í Noregi. Árið 1988 smygluðu þeir 900 grömmum af hassi til Islands og í janúar á þessu ári reyndu þeir smygl á 500 grömm- um af amfetamíni til Danmerkur í samvinnu við Hollending. Fyrir rétti báru þeir Sævar Þór og Kristinn Rafn að þeir hefðu ekki hagnast á eiturlyfjasmyglinu. Arið 1986 hefðu þeir lagt á flótta til Danmerkur frá Hollandi, þar sem þeir hefðu fyrst kynnst verslun með eiturlyf af eigin raun eftir að hafa lent í slæmum félagsskap. Ekki hefðu þeir átt frumkvæðið að eiturlyfja- smyglinu heldur hefðu þeir verið þvingaöir til þess af öðrum. -J.Mar ísaQarðardjúp: Tveir suður með sjúkraflugi Mjög harður árekstur varð um klukkan 23 í gærkvöldi við Ísaíjarð- ardjúp. Þá lentu tveir bílar saman með þeim afleiðingum að fimm manns sem í þeim voru slösuðust. Meiðsh þriggja vora Util en ástæða þótti til að senda tvo menn suður á Borgarspítala með sjúkraflugi af ótta við innvortis meiðsli. Samkvæmt upplýsingum á Borgarspítalanum voru meiðsU þeirra ekki alvarleg. Lögreglan á ísafirði hefur nú aö- gang að björgunarbátnum Daníel Sigmundssyni og fyrir vikið tók mun skemmri tíma að komast á slysstað með lækni og aðra aðstoð. -SMJ LOKI Það er eins gott að ferða- töskur Magnúsargleymist ekki áflugvellinum! Um allan heím alla daga arnarflug töf KLM Lágmúla 7, Austurstræti 22 (S 84477 & 623060 Veðurspá á laugardag og sunnudag. Veðurspá á mánudag. Veðrið um helgina: Léttskýjað fram á mánudag Veðurstofan gerir ráð fyrir ágætisveðri mestaUa helgina. Á morgun og sunnudag verður hæg breytileg átt og víðast léttskýjað inn til landsins en sums staðar þokuloft við ströndina austanlands og vestan. Hiti verður 12-16 stig á laugardag en 10-18 stig á sunnudag. Á mánudag fer hann að þykkna upp með vaxandi suðaustanátt, fyrst vestan til. Um kvöldið verður rigning um sunnan- og vestanvert landið en semúlega þurrt norðanlands og austan. Hiti verður 9-13 stig vestanlands en 11-16 stig norðaustanlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.