Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST .1989.;
Fréttir
_______________________________________________DV
Hreppsnefndin hafnar urðun í Álfsnesi:
Býður þess í stað fram
svæði við Arnarholt
Hreppsnefnd Kjalarneshrepps
samþykkti meö þremur atkvæöum
gegn tveim á fundi í gær aö hafna
þeirri tillögu aö uröa sorp í Álfsnesi
á Kjalarnesi. Aö sögn Jóns Ólafsson-
ar oddvita var þessi ákvöröun tekin
vegna andstööu íbúanna.
„Þá gerði hreppsnefndin einnig þá
samþykkt aö bjóða í staðinn svæöi
noröan Arnarholts til sorpurðunar
en þaö svæði hefur áöur borið á-
góma,“ sagði Jón. Þetta svæöi norö-
an Arnarholts er talsvert noröar en
Álfsnesið og er .um 12 km akstur
þangað frá Alfsnesi. Jón sagöi aö íbú-
ar við Arnarholt heföu ekki lýst
neinni andstööu viö urðun á sorpi
þar og ljóst væri aö ekki yrði byggt
þar í langan tíma.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur
fengið munnleg skilaboö um þessa
niðurstöðu en Jón sagði aö engin við-
brögö væru enn komin. Þaö hefur
þó veriö lengi ljóst aö Davíö Oddsson
borgarstjóri hefur lagt mikla áherslu
á Álfsnessvæðið en nú er þaö endan-
lega úr sögunni.
Jón sagðist ekki geta sagt til um
hvort Kjalnesingar vildu svipað sam-
komulag og lá í loftinu, ef Álfsnesiö
hefði verið samþykkt, gagnvart Arn-
arholti. Hann minnti hins vegar á aö
margir heföu ekki veriö ánægöir með
þaö samkomulag sem m.a. fólst í því
aö Reykjavíkurborg ætlaði að yfir-
taka Hitaveitu Kjalarness og skuldir
hennar. Einnig átti að greiða 40 kr.
fyrir hvert urðað tonn en þó fjórar
milljónir í lágmarksgjald á ári. Töldu
margir Kjalnesingar að mun meira
heföi verið hægt aö fá út úr þeim
samningi.
-SMJ
Vilhelm Bernhöft hittir páfa öðru sinni á skömmum tíma. DV-mynd S.dór
Ungur drengur úr Reykjavlk:
Hittir páfa öðru
sinni á morgun
Ungur piltur úr Reykjavík, Vil-
helm Bemhöft Sverrisson, mun á
morgun halda ööru sinni til fundar
við páfa á skömmum tíma er páfi
heldur messu á alþjóölegu móti ka-
þólskra ungmenna í Santiago de
Campostela á Spáni.
Þegar Jóhannes Páll páfi heimsótti.
ísland fyrir skömmu var Vilhelm
einn kórdrengja hans og þjónaöi þá
sem slíkur. Eru góöar líkur taldar á
aö hann hitti páfa ööru sinni er hann
verður kórfulltrúi íslands viö mess-
una á morgun sem páfi heldur meö
þúsundum kaþólskra ungmenna frá
Spáni og fleiri löndum. Vilhelm hélt
nýlega til Spánar ásamt A1 Jolson,
biskupi kaþólsku kirkjunnar á ís-
landi.
-ÓTT
Héraðsskóllnn í Reykjanesi:
Skólastjórinn braut rúðu
VOborg Daviðadóttir, DV, ísafiröi
„Þaö voru brögö að því aö menn
fóru inn í eldhúsiö að nóttu til og
opnuöu meö lyklum sem skólastjór-
inn hafði dreift þannig að ég skipti
einfaldlega um lás. Menn geta komið
hér inn frá því kl. 7 á morgnana og
til miðnættis og ég sá ekki að menn
ættu erindi hér inn á öörum tím-
um,“ sagði Heiðar Guðbrandsson,
hótelstjóri og fyrrum bryti í Reykja-
nesi, í samtali við DV fyrir skömmu.
Vegna þessarar ákvörðunar Heiö-
ars tók skólastjóri héraðsskólans þaö
til bragös í síðustu viku aö brjóta
rúöu í hurö til aö komast inn í eld-
húsið. Heiöar segir að skólastjórinn
hafi þó lykla að framdyrunum'og
geti alltaf komist þá leiöina að eld-
húsinu.
Heiöar lýsir atburðinum þannig:
„Skólastjórinn kom hér að bakdyr-
um eldhússins og þegar hann komst
að því aö lyklar hans pössuðu ekki
lengur þá hafði hann ekki fyrir því
aö banka heldur tók upp kílósþungan
stein og lét vaða í gegnum rúöuna
af færi. Steinninn endasentist eftir
ganginum, í kælihurö og inn í kjöt-
vinnsluna. Síðan opnaði hann innan
frá, kom inn og fór strax aftur. Ég
hringdi á lögregluna og hreppstjór-
inn kom á staðinn og kannaði vett-
vang.
Ég tel mig vera í fullum rétti aö
skipta um lás þvi aö skólastjórinn
haföi afhent hinum og þessum lykla
aö eldhúsinu, m.a. starfsmönnum
laxeldisstöövanna, fólki sem átti ekki
erindi hér inn,“ sagði Heiðar.
Skólastjórinn vildi ekki tjá sig um
þetta mál.
Lafitte flýgur til Grænlands í dag
- ef veöur leyíir
í gær barst franska flugmanninum
Lafitte jákvætt skeyti frá dönskum
flugmálayfirvöldum þess efnis aö
hann mætti halda áfram fyrirhug-
aðri ferö sinni á smáflugvél sinni til
New York.
Aö sögn Björns Björnssonar hjá
Flugmálastjóm var Frakkinn kom-
inn á fremsta hlunn með að gefa upp
alla von um flugið þegar skeytiö
barst. Ástæðan er þröng tímaáætlun.
Lafitte mun fljúga af stað í dag ef
veöur leyfxr ásamt fylgdarflugvél af
Skymastergerð frá Leiguflugi Sverr-
is Þóroddssonar.
Sveinn Einarsson, sem væntanlega
fylgir Lafitte, sagði í samtali viö DV
í gær að hann vissi ekki hve langt
hann myndi fljúga með honum eða
hvert ferðinni yröi heitið á Græn-
landi.
Samkvæmt heimildum DV munu
Kanadamenn einnig krefjast þess að
að fylgdarvél fljúgi með Lafitte á
þeirra flugumferðarsvæði.
Eppo Numan, sem flýgur á flugfari
sem meira líkist svifdreka, hafði ekki
fengið jákvætt svar frá Dönum í
gær. Eppo á enn eftir að kippa ýms-
um formsatriðum í lag svo Danir
verði ánægöir. Honum barst í fyrra-
dag 3ja metra langt skeyti frá Kaup-
mannahöfn þar sem sagði m.a. að
máliö yrði áfram í athugun þar til
Eppo fyllti öll skilyrði sem Danir
krefðust. Því er ólíklegt að hann
komist af stað fyrr en í næstu viku.
-ÓTT
Byggðastofnun til aðstoðar
í tillögum sínum aö nýjum búvöru-
samningi stingur Stéttarsamband
bænda upp á því að Byggðastofnun
komi til hjálpar við að flýta
...nauðsynlegum aðgerðum til að
hagræða skipulagi sláturhúsa og
mjólkurbúa". Er þetta í tengslum við
sérstök átaks- og þróunarverkefni á
samningstímanum. í þessu sam-
bandi má minna á nýlegar tillögur
sérstaks vinnuhóps um að fækka
mjólkurbúum um helming en þær
tillögur hafa fengið misjafnar undir-
tektir.
Segir í tillögum Stéttarsambands-
ins aö „Byggðastofnun veröi sérstak-
lega falið að aðstoða viö atvinnuupp-
byggingu á stöðum þar sem vinnslu-
stöövar veröi lagðar niöur.“
Þaö er reyndar töluvert deilt um
það ■ innan Stéttarsambandsins
hvernig og hvort eigi að standa aö
því aö þétta framleiöslusvæöin. Hef-
ur t.d. verið bent á þaö innan samtak-
anna að nú séu 1800 mjólkurfram-
leiðendur á landinu en margir þeirra
séu komnir á eða séu aö nálgast eftir-
launaaldur. Segja menn að fyrirsjá-
anleg fækkun sé á þeim niður í 1200
framleiöendur og bændum beri að
nýta það til hagræðingar og þjappa
mjólkurframleiðslunni saman. Þau
sjónarmið hafa mætt harðri and-
stöðu.
-SMJ
Óbreytt þorskveiði:
Dýrara verður að sækja aflann
- segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
,JÞá þyrfti meiri sókn á hvert
tonn og þaö yröi dýrara að sækja
aflann. Ef við ætlum að taka 350
þúsund tonn úr 800 þúsund tonna
stofni þá er þaö orðin mjög hörð
sókn,“ sagöi Jakob Jakobsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, um
áhrif þess aö halda óbreyttri sókn
í þorskstofninn ef Grænlandsgang-
an árið 1992 skyldi bregöast.
Eins og fram kom hjá Halldóri
Ásgrímssyní sjávarútvegsráðherra
í DV í gær vill hann reikna með
Grænlandsgöngu þegar ákvöröun
verður tekin um hámarksafla á
næsta ári.
„Þaö eru mjög margir óvissu-
þættir ennþá varðandi Grænlands-
gönguna. Viö viljum helst fá betri
upplýsingar um hvað er aö gerast
viö Grænland áöur en við reiknum
beinlínis með göngunni. Viö teljum
að viö fáum þær snemma á næsta
ári. Þangaö til eru mjög margir
óvissuþættir.
í fyrsta lagi liggja ekki fyrir góðar
heimildir um hvað mikið er af fiski
þama. I öðru lagi vitum við ekki
hvaö Grænlendingar ætla.sér að
veiða mikið. í þriöja lagi er hugsan-
legt aö eitthvaö af þessum flski sefj-
ist aö við Grænland ef skilyrði
veröa góö i sjónum þar árin 1991
og 1992. Um það ríkir mikil óvissa
núna. Þetta eru þrír óvissuþættir
sem við vildum fá meiri vitneskju
um áöur en viö færum að reikna
með göngunni. Mjög margir telja
aö það veröi einhver Grænlands-
gpga 1991 en hvort hún verður
eitthvaö sem um munar á eftir að
koma í ljós,“ sagöi Jakob.
-gse