Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Síða 10
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989. Varla hefur nokkur höfuðborg í heiminum vaxið jafnhratt á einni öld og Reykjavík. Um síðustu aldamót var íbúafjöldi Reykjavíkur um 5.800 manns. Þá náði byggðin austur eftir Laugavegi og meðfram Vesturgötu úr Kvosinni. í dag búa borgina tæp- lega 96.000 manns og byggðin hefur teygt sig í allar áttir, eins og vart þarf að lýsa. Og á ekki lengri tíma en á tæpum þremur síðustu áratugum hefur byggðasvæði höfuðborgarinnar rúmlega tvöfaluast að flatarmáli. En rúmlega helmingur þeirra íbúða, sem nú eru í notkun í Reykjavík, hafa verið byggðar eftir 1960. Jafn gífurlegri fólksfjölgun og raun ber vitni fylgja ýmiss konar fram- kvæmdir á þjónustu- og umferöar- mannvirkjum. Á allra síðustu árum hefur fólksfjöldinn í borginni aukist um 12.000 manns og því má ímynda sér á hvað sú aukning kallar; fleiri íbúðir, skóla, breytt umferðarskipu- lag og fleira. Helsta stjórntæki þeirra sem starfa að skipulagsmálum Reykjavíkur- borgar er Aðalskipulag Reykjavíkur. Núgildandi aðalskipulag frá 1984, sem tók við að fyrsta Aðalskipulagi Reykjavikur sem gilti frá 1964, nær til ársins 2004. Þar koma fram þau meginlögmál sem fylgja ber í skipu- lagi borgarinnar svo þróunin megi verða sem best. - En hvað er fram undan í skipu- lags- og byggingarmálum borgarinn- ar? Leitað var til Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarfulltrúa og for- manns skipulagsnefndar Reykjavík- urborgar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, er hér við kort af hverfaskipulagi fyrir Háaleitis-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfaskipulag er ný skipulagsáætlun þar sem einstaka skipulagsþættir eru skýrðir ítarlega og veittar eru upplýsingar um skipulag og framkvæmdir í nánustu framtíð. Með þessu nýja skipulagi gefst íbúum hverfanna kostur á að fylgjast betur með framkvæmdum i eigin hverfi og hafa áhrif á gang mála. DV-mynd Hanna. Vil gera átak í miðbæmim - segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Framtíðarbyggð frá Grafarvogi til Leiruvogs „Það er vissulega í mörg horn að líta. En nú þegar eru í uppbyggingu íbúöahverfi viö Grafarvog og stór athafnasvæöi við Vesturlandsveg," segir Vilhjálmur. „í Grafarholti norðan Foldahverfis mun rísa hverfi fyrirtækja en rökrétt framhald af íbúðabyggðinni í Grafarvogi er byggð á Borgarholti og í landi Korp- úlfsstaöa. Skipulag framtíðar- byggðasvæðanna í Borgarholti, sem nú er í fullum gangi, miðast við það og mun því íbúðabyggð með tíman- um ná frá Grafarvogi til Leiruvogs en það yrði um 25.000 manna byggð að meðtaldri byggð á Geldinganesi. Verið er að deiliskipuleggja fyrsta áfangann í Borgarholti, sem kallaður er Borgarholt I, sem er vestan Gufu- neskirkjugarðarins. Borgarholt II verður norðan og vestan við kirkju- garöinn og Borgarholt III er svæðið í kringum Korpúlfsstaði. Nú er hafin hugmyndasamkeppni um skipulag íbúðabyggðar og at- vinnustarfsemi i Geldinganesi, sem er mjög sérstætt byggingarsvæði frá náttúrunnar hendi. Vonandi fáum við margar hugmyndir sem sýna hvernig nýta megi það svæði á hent- ugan og skemmtilegan máta. Það verður mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari samkeppni en þetta er i fyrsta sinn sem Keykjavík- urborg stendur fyrir hugmyndasam- keppni um svo stórt svæði sem Geld- inganesið er. Ef vel tekst til og fram koma skemmtilegar hugmyndir kemur vel til greina að byrja að byggja á Geldinganesinu á undan Borgarholti III. En það verður bara að koma í ljós. Þarna ætti að geta orðið um 5-7000 manna byggð og at- vinnustarfsemi af ýmsu tagi.“ Áhersla á útivistarsvæði í því skipulagi, sem samþykkt hef- ur veriö á þessum svæðum, er mikil áhersla lögð á aðstöðu fyrir margvís- legar almenningsíþróttir og útivist- arsvæöi. Vilhjálmur segist einmitt leggja mikla áherslu á að sköpuð verði góð útivistaraðstaöa fyrir íbúa þessara hverfa. Ennfremur er gert ráð fyrir 18 holu golfvelli í Gufunesi, þar sem nú eru sorphaugar, og öðr- um skemmtilegum útivistarsvæðum, m.a. við Korpúlfsstaði og Korpu. En mikla athygli hefur vakið ný skipulagsáætlun, hverfaskipulag. Því er ætlaö að vera nokkurs konar millistig milli aðalskipulags og deili- skipulags. Borginni er skipt í níu hverfi og er hverfaskipulaginu ætlað að kveða nánar á um skipulag hvers hverfis og verða skipulagsvísir við gerð deiliskipulags og fram- kvæmdaáætlana. Meö þessu nýja hverfaskipulagi gefst borgarbúum kostur á að taka þátt í að móta sitt eigið umhverfi. „Ég tel hverfaskipulagið mjög merkilegan áfanga í skipulagsmálum borgarinnar,“ segir Vilhjálmur. „í því er eitt hverfi tekið fyrir í einu og einstaka skipulagsþættir skýrðir ítarlega og veittar upplýsingar um skipulag og áætlaðar framkvæmdir í hverfinu í næstu framtíð. Þegar drög að hverfaskipulagi liggja fyrir eru auglýstir fundir í hverfunum þar sem íbúunum gefst kostur á að skoða það, gagnrýna og koma með ábend- ingar. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Fjöldi manns hefur komið á fundina og haft áhrif á skipulag og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.