Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Qupperneq 11
r
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
framkvæmdir í sínu eigin hverfi.
Fólki líkar þetta fyrirkomulag vel
enda er fólk áhugasamt um þaö sem
er aö gerast í umhverfi þess.“
íbúarnir fylgjast
vel með í gegnum
hverfaskipulagið
Þegar er komið út hverfaskipulag
fyrir tvö hverfi borgarinnar, þ.e.
Laugames, Langholt og Háaleitis-,
Bústaða- og Fossvogshverfi. Hafa
upplýsingabæklingar með hverfa-
skipulaginu verið sendir inn á öll
heimiii í viðkomandi hverfum. Þann-
ig geta íbúamir fylgst vel með gangi
máia í eigin hverfi. Það er nýmæh
aö eldri hverfi borgarinnar séu tekin
til slíkrar hákvæmrar endurskoðun-
ar og raun ber vitni í hverfaskipulag-
inu. Slíkt hafði yfirleitt verið í formi
déiliskipulags þegar um ný hverfi
var að ræða. Nú er unnið að hverfa-
skipulagi í gamla austurbænum en í
ff amhaldi af því verður að öllum lík-
indum unnið hverfaskipulag af Hlíð-
um og Holtum.
Margir hafa áhyggjur af gamla
miðbænum nú þegar byggðin teygist
sífellt lengra og dreifist. Verslun er
ekki lengin- bundin við gamla mið-
bæinn og hafa risið upp miðbæjar-
kjcirncir á nokkrum stöðum í borg-
inni. Hyggjast borgaryfirvöld gera
eitthvað til að lífga upp á gamla mið-
bæinn?
Glerhýsi yílr
hluta Austurstrætis
„Já, við höfum mikinn áhuga á að
gera átak í miðbænum. Gamli bær-
inn er hinn eini sanni miðbær borg-
arinnar og það kemur aldrei annar
í hans stað. Auk tiltölulega nýstað-
fests deiliskipulags fyrir miðbæinn
bind ég miklar vonir við tillögur sem
lagðar hafa verið fram um að breyta
Austurstræti og gera það að líflegri
göngugötu. Hugmyndin er að reisa
glerbyggingu um sex metra út í göt-
una norðan megin, þar sem gatan er
nánast lífvana og koma þar fyrir litl-
um verslunum og þjónustu. Gler-
hýsið myndi þá ná alveg frá Lækjar-
torgi út að Pósthússtræti og áfram
að Hallærisplaninu. Gatan yrði því
öll gerð að göngugötu en hægt yrði
að ganga undir berum himni á hin-
um helmingi götunnar.
Ég tel að þetta eigi að vera sam-
vinnuverkeftii borgarinnar og hús-
og verslunareigenda í miðbænum.
Þessa breytingu þyrfti að fram-
kvæma strax á næsta ári. Með þess-
um hætti ætti okkur að takast að
auka mannlífið í miðbænum. Aust-
urstræti er hjarta borgarinnar og þar
verðum við að byija. Að mínu viti
er næsta skrefið að stofna þróunarfé-
lag sem gerir áætlanir og stuðlar að
meginframkvæmdum í þágu mið-
bæjarins. Á þennan hátt er best hægt
að tryggja stöðu miðbæjarins og efla
hann sem viðskiptasamfélag.“
Miðbærinn tengdur
hafnarsvæðinu
Vilhjálmur bindur einnig miklar
vonir við að hægt verði að tengja
miðbæinn við hafnarsvæðið.
„Fólk á að geta notið þeirrar sér-
stöðu að borgin sé við höfn. Það.á
að vera hægt að koma niður að höfn
og njóta líflegs mannlífs og athafna
þar. Hugmyndin er að gera göng
undir miðbakkann sem yrðu frá
Kalkofnsvegi og kæmu upp sunnan
við aðstöðu Skipaútgerðar ríkisins.
Við höfnina mætti setja upp htla
matsölustaði, verslanir og þess hátt-
ar. Nú eru að verða miklar breyting-
ar á notkun hafnarinnar. Vöruflutn-
ingar eru að flytjast í auknum mæh
úr gömlu höfninni inn í Sundahöfn.
Því er tílvahð að nýta höfnina á
þennan hátt. Hingað til hefur að-
gangur almennings að hafnarsvæð-
inu frekar verið takmarkaður en
hitt.“
En það eru ýmis önnur verkefni
og hugmyndir í gangi sem unnið er’
að. Þörfin á breytingum og endurbót-
um á borginni vex samhliða síféht
fleiri íbúum. Það verður ekki langt í
það að borgina búi 100.000 manns en
þess má geta að þegar Reykjavík fékk
kaupstaðarréttindi, árið 1786 töldust
íbúar 167.
Ánægjulegt aö sinna
skipulagsmálum
„Skipulagsmáhn eru sérstaklega
áhugavert viðfangsefni. Ég hef haft
mikla ánægjú af að sinna þessum
málum, taka þátt í að móta framtíð-
arbyggð og vinna að endurskipu-
lagningu ýmissa staða í eldri hverf-
um borgarinnar," segir Vilhjálmur.
„Ég hef ennfremur lagt áherslu á
aukna kynningu á skipulagsmálum
og þátttöku borgarbúa í umfjöllun
um skipulagsmál almennt. Vinnan
við hverfaskipulagið er nærtækasta
dæmið.
Skipulagsnefnd, ásamt borgarfull-
trúum, er þegar allt kemur til alls
að reyna með ákvörðunum sínum
að gera góða borg betri og skapa að-
stæður fyrir blómlegt mannlíf í fah-
egri borg. Auðvitað gengur þetta
misjafnlega en við reynum að gera
okkar besta,“ segir Vhhjálmur.
-RÓG.
Kort af framtiðarbyggðarsvæði borgarinnar. Þetta landsvæði er talið duga
til byggingar íbúðar- og atvinnuhúsnæðis fram til ársins 2004.
11
IþróttapistiU
Sigurður Grétarsson skorar gegn Sovétmönnum á Laugardalsvelli i undankeppni Heimsmeistaramotsins þar
sem Sovétmenn máttu þakka fyrir jafntefli, 1-1.
Mikilvægasti knattspyrnuleikur íslands:
Draumurinn
getur ræst
í Salzburg
Landshð íslands í knattspyrnu
verður í sviðsljósinu í næstu viku
en þá fer fram mikhvægasti leikur
íslendinga í knattspyrnhsögu okk-
ar. íslenska landsliðið mætir Aust-
urríkismönnum í Salzburg á miö-
vikudaginn kemur og er hér um
að ræöa leik sem skiptir gífurlega
miklu máh í baráttunni um annað
sætið í 3. undanriðh heimsmeist-
arakeppninnar. Annað sætið í 3.
riðh géfur farseðilinn th ítahu en
þar fer lokakeppni heimsmeistara-
mótsins fram á næsta ári.
Að sjá hð sitt í úrshtakeppni HM
er án efa stærsti draumur hverrar
knattspymuþjóöar á sama hátt og
það er mestur heiður hvers leik-
manns að spila á þeim vettvangi.
Ekki þarf að fjölyrða um þá at-
hygh sem slík keppni vekur á sér
en gríðarlegur fjöldi áhorfenda fyll- ■
ir jafnan glæshega leikvehi og
mhljónir manna fylgjast með
keppninni með aðstoð gervihnatta.
Þessi draumur hefur jafnan verið
fjarlægur íslensku þjóðinni þar th
nú. Aht í einu stöndum við frammi
fyrir því að „htla“ ísland á mögu-
leika á að komast í hina eftirsóttu
úrshtakeppni. Þessir möguleikar
byggjast á hagstæðum úrshtum í
hinum mikhvæga í leik í Salzburg
á miðvikudagskvöldið.
íslendingar hafa jafnmörg stig og
Austurríkismenn og Tyrkir og því
er ljóst að okkar menn geta komist
aha leið í úrslitakeppnina á Ítalíu
ef hagstæð úrsht nást í þeim leikj-
um sem eftir eru. Öh þessi hð eiga
möguleika á öðru sætinu í 3. riðli
og síðan eru Austur-Þjóðverjar
einnig inni i myndinni. ísland á
eftir að leika gégn Austurríki á úti-
velli og síðan koma heimaleikir
gegn Austur-Þjóðverjum og Tyrkj-
um. Allt er sem sagt galopið ennþá
en augljóst er að leikurinn gegn
Austurríki á eftir að skipta sköpum
um framhaldið.
Jafntefli
mjög góð úrslit
Það er auövitað alltaf leikið th
sigurs og þaö mun íslenska hðið
ijrugglega gera innst inni í Salz-
Burg. Sigur er auðvitað alltaf bestu
úrsht sem koma th greina. Það
Verður hins vegar að líta máhð
raunhæfum augum og stilla ahri
bjartsýni í hóf. Islenska hðiö á fyr-
ir höndum erfiðan leik á útivelh
og því verður að leika af mikilh
varkámi og aðalatriðið er að fá
ekki á sig mark. Með öruggri leik-
aðferð er hægt að ná alla vega jafn-
tefli og það yrðu mjög góð úrsht
fyrir íslenska hðiö. Það er ekki að
efa að Siegfried Held, landshðs-
þjálfari íslands, mun láta íslenska
liöið spila svipaða leikaðferð og í
Sovétríkjunum í lok maí þegar frá-
bær úrslit náðust. Svo vitnað sé í
orð landshðsfyrirliðans, Atla Eð-
valdssonar, þá er varnarleikur
uppáhaldsleikstíll íslenska hðsins
og skyndisóknimar era hættuleg-
asta vopnið. Með því að spila var-
lega og jafnvel mjög aftarlega er
ekki teflt á tvísýnu heldur stólað
upp á góð úrsht. Þessi leikaðferð
kann að reynast lítið augnayndi en
hér er ekki verið að keppa um feg-
urð.
Ef rétt verður haldið á spilunum
í Salzburg þá á íslenska hðið góöa
möguleika. Það er þó betra að vera
hóflega bjartsýnn en vona bara það
ahra besta.
12 lið falla
úr3. deild!
Á sama tima og tvö lið færast upp
úr neðstu deild í knattspyrnu á
hausti komanda er ekki færri lið-
um en 12 ætlað að leysa þessi tvö
af hólmi. Eru það lið sem nú leika
í riðlunum tveimur í 3. deild.
Sú deild hefur um langa hríð ver-
ið skipt í riðla með hliðsjón af bú-
setu þeirra liða sem kljást í deild-
inni. Á þingi KSÍ fyrir nokkru var
hins vegar ákveðið að aðeins skyldi
verða einn riðill framvegis í 3.
dehdinni.
Ekki fæ ég séð hverjum þessi
breyting á að gagnast. Tvö lið fara
upp í aðr'a dehd úr þeirri þriðju
eftir sem áður en tvö færast að vísu
niður í stað fjögurra áður.
Ætla má að mörg hð muni shgast
undan ferðakostnaði í þeirri þriðju
dehd sem fæðist á komandi hausti
en gríðarlegt verk er framundan
hjá þeim félögum sem fá sæti í
deildinni við að afla farareyris.
Aðeins sex lið halda velh í þriðju
deildinni nýju og ætla má að leik-
mönnum þeirra tólf sem falla þyki
súrt í broti að sjá lið úr neðstu dehd
taka þar sæti.
Ótrúleg skammsýni var að gera
ekki einhverjum eða öhum fahhð-
um þriðju dehdar fært að mæta
þessum tveimur hlutskörpustu lið-
um fjórðu deildar í sérstakri
keppni um þau sæti sem laus eru
í þriðju dehdinni.
Vegna þessarar ósvinnu hljóta
ófáir að efast um að stefna ráðandi
aðila í knattspyrnunni hér heima
sé að sterkari lið leiki í þriðju dehd-
inni en í þeirri fiórðu.
Verða tveir íslend-
ingar í loka-
keppni Grand-Prix
Eins og staðan er í dag má ætla
að tveir íslenskir fijálsíþróttamenn
keppi á lokamóti Grand-Prix í Món-
akó í byrjun september. Grand-
Prix er eitt allra stærsta og sterk-
asta frjálsíþróttamót sem fram fer
í heiminum.
Eru það íslendingarnir tveir,
spjþtkastararnir Sigurður Einars-
son og Einar Vilhjálmsson.
Báðir standa þeir vel að vígi í
stigakeppni Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandsins og verði framhald á
velgengni þeirra getur allt gerst.
Þessir kappar okkar era nú í allra
fremstu röð í sinni iþróttagrein og
er ánægjulegt að sjá með hvaða
hætti þessi íþrótt hefur þróast með
íslendingum hin síðari ár.
Spjótkastið er tignarleg grein sem
stendur í beinum tengslum við ís-
lenska menningarsögu.
Það væri óskandi að íslendingar
sjái því tvo af mörgum ágætum
íþróttamönnum sínum meðal
keppenda í þessu mikla frjáls-
íþróttamóti. Sérstaklega með hlið-
sjón af þvi að þá skákum við bæði
Svíum og Finnum en þeir hafa ver-
iö framarlega í spjótkastinu síðustu
árin.
Róbert Róbertsson
Draumurinn getur
orðið að veruleika