Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Side 17
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989. lfr rósum og ekki eins pottþétt og útlit þeirra og framkoma gefur til kynna. Þeir eiga sín vandamál en líklega hefur mesta athygli vakið hve karlmennirnir eru látnir tala opinskátt sín á milli um tilfmning- ar sínar. Sú er ekki venjan í banda- rísku sjónvarpi að karlmenn hafi tilfinningar, hvað þá að þeir tali um þær: Þáttaröðin Á fertugsaldri þykir því ólík hinum hefðbundnu banda- rísku sápuóperum. Hún þykir gefa raunsæja mynd af veruleikanum og áhorfendum fmnst gott að geta sett sig svo auðveldlega í spor per- sónanna sem fjallað er um. Ósköp venju- leg vandamál Og vandamálin sem upp koma fertugs - aldri - gagnrýni á uppalífið og efnishyggjuna Sagan er um uppa. Ungt fallegt fólk á uppleið sem hefur komist yfir allt það sem það óskar sér. Það hefur náð toppnum í draumastarf- inu, makinn er í svipaðri stöðu og allt hefur gengið eins og til stóð í upphafi. Um þrítugt var það komið í draumahúsið og draumabarnið var einnig komið til sögunnar. Hiutirnir höfðu gengið samkvæmt óskum og því hlaut barnið aðeins að vera punkturinn yfir i-ið. En þá breyttist allt saman; skyndilega og óvænt. Vandamálin urðu til og hvernig átti að taka á þeim? Sagan er saga fólks á fertugs- aldri, ungs, metnaðargjarns fólks sem hefur látið starfið ganga fyrir öllu öðru og forðast að lenda í sömu sporum og foreldrarnir. Það hefur alla tíð stefnt að því að „ná langt“ og láta hvorki börn né bú aftra sér frá því. En svo kemur að því einn daginn að kaldur raunveruleikinn blasir við. Upp eru komin vanda- mál á heimilinu sem þarf að taka á og leysa. Og upparnir fara að spyrja sig: hvað hefur starfið geílð mér raunverulega? Heimiiið og einkalífið hefur setiö á hakanum, hvað skiptir mig mestu máli? Karlartalaum tilfinningar sínar Um sögu fólks í þessum sporum íjallar hin geysivinsæla þáttaröð, Á fertugsaldri, sem Sjónvarpið hefur tekið til sýninga á laugardags- kvöldum. Þættirnir, sem eru bandarískir, hafa slegið í gegn þar vestan hafs og einnig náö miklum vinsældum í Evrópu. í þessum þáttum þykir sem viðfangsefnið sé tekið fyrir á dálítið öðrum nótum en í öðrum sjónvarpsmyndum þar sem uppar hafa verið í aðalhlut- verkum. Nú er fjallað um hina ýmsu hluti sem upp koma í lífi þessa fólks. í fyrsta sinn í sjónvarpsþáttum af þessari gerð er því „ljóstrað upp“ að líf uppanna er ekki bara dans á Hope og Michael eru ung og ótrúlega sæt hjón. Litla dóttir þeirra, Janey, er líka alveg fullkomin en hún breytir samt lífi foreldra sinna mjög mikiö. eru einmitt svo ósköp venjuleg. Þau tengjast samskiptum hjóna og vina, varða barnauppeldi og þá tog- streitu sem þær konur finna fyrir sem bæði vilja eiga börn og halda áfram í starfi, áhyggjur af aldri og útliti, vandamál einhleypinga, sorg og allt þetta hversdagslega. ■ Karlinn hefur mátt hafa sig allan að við að takast á við nýja hlutverk- ið. Aðra stundina á hann að vera „hinn mjúki maöur" en hina á hann að sýna karlmennskuna sem í honum býr. Tekið er á vandamálunum á óvanalegan og næstum óþægilegan hátt. Alls kyns misskilningi í sam- skiptum, öfund, afbrýðisemi og sjálfsblekkingu er lýst á áhrifarík- an hátt. Ef eitthvert ákveðið mál hrjáir einstaklinginn er skyggnst inn í hugarheim hans, oft á öfga- fullan máta þar sem helstu hug- renningum eru gerð skil í ýktri mynd. Áhorfendur eru flestir sam- mála um að þegar takist að snerta viðkvæmar taugar þá sé það gert virkilega vel og eftirminnilega. Helstu sögupersónurnar Helstu persónur sjónvarpsþátt- anna eru Hope og Michael sem eru ung og ótrúlega sæt hjón sem ný- verið hafa eignast sitt fyrsta barn, Janey, en það barn jaðrar við aö vera fullkomið. Næst ber að nefna Elliot og Nancy sem eru hjón með tvö ung börn. Loks er það frænka, Michaels, Melissa, ung og einhleyp kona sem er að reyna fyrir sér í karlamálum og ljósmyndun. Þá Gary, síðhærður, einhleypur próf- essor sem nýtur þess að sænga hjá nemendum sínum í háskólanum. Og Ellyn, sem er besta vinkona Hope, einhleyp á framabraut og finnst vinkona sín hafa heldur bet- ur „lent í því" að vera „bundin nið- ur“ heima yfir barni. í þáttunum er mest áhersla lögð á að sýna hve'hlutirnir breytast þegar barn er komið og annað for- eldriö, móðirin, þarf að hætta að vinna úti. Einnig hve karlmenn á þessum aldri geta orðið áttavilltir þegar þeir úppgötva hvernig hlut- verk þeirra í sambúðinni breytist. í gegnum árin hafa ungar konur og mæður þeirra kennt þeim að konur og karlar séu jafningjar. Lífið breytist við barneignir Þegar „uppapörin" hafa ákveðið að hefja sambúð hafa þau bæði verið upptekin af því að koma sér áfram og verið jafnmikið að fást við hluti utan heimilisins. Þau hafa bæði skaffað vel og séð jafnt um allan rekstur heimilisins. En svo kemur að því aö þau eiga börn, vilj- andi eða óviljandi, og þá breytast hlutverkin. Konan hættir í flestum tilfellum starfi sínu, að minnsta kosti um tíma, og verður heima við. Þá er það karlinn sem er orð- inn fyrirvinnan og samskipti hjón- anna breytast. Henni finnst að allt barnauppeldið sé lagt á hennar herðar og að hann geti alveg tekið þátt í heimilisstörfunum til jafns við hana þegar heim er komið eftir langan vinnudag. Fljótlega verður hún óánægð með að vera einungis heima við; þá kemur upp ‘togstreit- an og vonbrigði láta ekki á sér standa. Og karlinn er allt í einu staddur í sömu sporum og faðir hans. Þá fer hann að gera upp sitt líf og allt þaö... Gagnrýni á uppana Þetta er svona í megindráttum það sem verið er að fást við í sjón- varpsþáttunum og það sem millj- ónir sjónvarpsáhorfenda gleypa í sig. Þættirnir þykja heilmikil gagn- rýni á þá lífsstefnu sem ungt fólk níunda áratugarins hefur valið sér; á efnishyggjuna sem ráðið hefur rikjum og á tíðum einstrengings- legt kapp við að „koma sér áfram“. Svo er bara að sjá hvort íslenskir uppar lifi sig jafnvel inn í þættina og bræður þeirra og systur beggja vegna Atlantshafsins. -RóG. þeirra. Þættirnir eru gífurlega vinsælir vestan hafs sem og í Evrópu en þeir þykja gefa mjög raunsæja mynd af veruleikanum. Þeir eru á dagskrá Sjónvarpsins á laugardagskvöldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.