Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Side 18
18
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
M eira nm
draumalandiö
Sólskin og vestanátt. Á Breiðdals-
heiði er vatn og sæluhús. Annars
er þar öræfalegt. Einkennilega
hreinn strangleiki yfir öllu elns og
gömlu þjóðlögunum í lýdísku tón-
tegundinni. ísland farsælda frón.
Þá þeysir að jeppi mikill upp á
nokkrar milljónir. Út úr honum
stigu engin smáræðis hjón. Hann
er sköllóttur með krullaðan kraga
og ber að ofan en ístra óskapleg
hristist og skalf niður um hann all-
an er hann kjagaði um í skræp-
óttum stuttbuxum og sandölum,
reykjandi digran vindil. Miklar
loðnar augnabrýr. Frúin á gulum
kjól og hælaháum skóm með hvít-
an hatt á höfði og gerviblóm.
Skorpin var hún og sólbrún,
hrukkótt með eldrauðar varir.
Dökk sólgleraugu. Hún hélt á
svartri tösku og leiddi hund í bandi.
Það var púdilhundur, lágfættur og
lítilmótlegur og það tísti í honum.
Hann var krullaöur sem húsbónd-
inn og fínn í tauinu sem húsmóðir-
in.
„Það er blíðan," sagði kunningi
minn. „Golufíandi,“ rumdi vindla-
reykjarinn á stuttbuxunum og gat
varla talað fyrir munaöi og vellíð-
an. „Hí, hi,“ tísti eiginkonan. „Hí
hitísti hundkvikindið. Mikið var
þaö heimspekilegt að hitta þessi
heiðurshjón uppi á fíöllum í aust-
firskri hitabylgju. Nú skildi ég
hvað Camus og Sartre eru að fara.
Mannlífið er andskotann ekkert
nema einn absúrd golufíandi í ei-
lífðinni.
Fljótsdalshéraö
Það hefur hálfútlendan svip þeg-
ar hlýindi ríkja með sunnanáttum.
Vatnið langt og mjótt og svo skóg-
urinn. Gæti alveg eins verið í Skot-
landi eða jafnvel Mið-Evrópu. Á
svona stað hljóta skrímsh að fæð-
ast í vötnum. Það er einfalt sál-
fræðilegt lögmál. Það er engin til-
viljun að eini ormurinn á Islandi
er Lagarfljótsormurinn. Á Egils-
stöðum var sumarstemning og allir
hálfnaktir. Líka útlendingarnir er
voru í stórum hópum og kýrnar
sem jórtruðu feitar og sælar í gras-
inu. Þvíhkt harmoníum við náttúr-
una! Að hggja jórtrandi uppi í sveit
í sól og sælu. Það er nirvanað sem
trúarbrögðin boða oss. Við héldum
alveg á efsta bæ í Norðurdal. Þar
er meginlandsstemning. Við kom-
um á Valþjófsstað. Þaðan er hurð-
in,
Á Skriðuklaustri mældum við 23
stiga hita síðdegis og veðurstöðin á
Egilsstöðum gaf upp það hámark
þennan daginn. Smiðir voru að
gera upp húsið hans Gunnars
skálds sem arkitekt Hitlers teikn-
aöi. Úti á hlaöi sat ung kona og lás
enska bók. Ekki veit ég hvað stóð
í bókinni. Það voru hka svo stríöir
sexstraumar frá konunni aö mér
var alveg sama hvað stóð í bók-
inni. Feröafélagi minn fann þá hka.
Fyrir austan var allt á fullu í erótík
og rómantík. Eitthvað annað en í
Reykjávík. Þegar leið að kvöldi
kom kyrrð yfir landið og Hallorms-
staðaskógur faldi sig í bláu mistri.
Sigurður Þór Guðjónsson.
Lognið var heitt og þungt og minnti
á málverk eftir Caspar David Fri-
edrich eða sönglag eftir Schumann.
„Dein Bildnis wundersehg, hab ich
im Herzensgrund.“ Ég var hljóður
og hamingjusamur. Og gekk minn
veg. En eins gott að fara varlega.
Eins gott að villast ekki. Vihast
ekki í skóginum. „Jetzt kenn ich
dich - Gott steht mir bei! Du bist
die Hexe Lorelei."
Jökuldalurinn
Þar er engin rómantík. Hvorki
íslensk né útlend. Ekki einu sinni
í blíðviðri. Dalurinn er óbærilega
langur, ljótur og leiðinlegur. En
Jökuldalsheiðin er heillandi. Svo
mikil saga í loftinu. Heiðabýlin. Að
lifa hér í gamla dag uppi á fiöllum.
Guð minn góður! Harðindi, harð-
indi, harðindi. Og enn þá meiri
harðindi. Brjáluð Ásta Sóllilja,
bundin á bás úti í fíósi. íslensk ör-
* lög! íslensk lífshamingja! En sumir
verða aldrei brjálaðir. Þótt himinn
og jörð forgangi þá verða þeir ekki
brjálaðir. Sjálfstæðir menn og
sterkir og þjáningamar sem þeir
valda taka engan.endi.
Möðrudalur
á Fjöllum
Á sumrin grænn og víðáttulegur.
Þijátiu stiga gaddur á veturna.
Kreisí kirkja og dálítill grafreitur.
Hér leiddi Þórbergur meyjaraugun
bak við hólinn. Bak við hólinn. En
hvaöa hól? Hér eru hólar hreint
út um allt. Fríkaðir strýtumyndað-
ir hólar sem gætu verið á annarri
stjörnu. Þó ekki tunglinu. En
kannski Neptúnusi. Kolgræna dul-
arfulla Neptúnusi. Hér er maöur
hátt uppi. Glaður og frjáls. Th í
allt. Nema þola hana auglýsinguna
einmitt hér: You can’t beat the feel-
ing.
Borgarfjöröur eystri
Á Úthéraði bjuggu forfeður mínir
í fymdinni. Langalangafi og langa-
langamma giftu sig í kirkjunni á
Hjaltastað þar sem fiandinn ærsl-
aðist. Ætt mín er dreifð meira og
minna um allt land. Það var sem
sé óvenjuvel vandað til hönnunar
minnar í þennan heim. Allt kom
þó fyrir ekki. Við Héraðsflóann er
ömurlegt. Landið minnir á Mel-
rakkasléttu en þö er meiri stíll yfir
sléttunni. En Borgarfíörður eystri
er fallegur. Mikið lifandis ósköp er
hann fallegur. Kjarval hlaut að al-
ast upp hér og hvergi annars stað-
ar.
Seyöisfjörður
Fjarðarheiðin er heimskauta-
land. Snjóskaflar við veginn, urð
og grjót. Komið undir miðnætti og
björt nóttin. Lognstilla og heið-
ríkja. Vatnið rennislétt. Heim-
skautablíða. Blátær heimskauta-
blíða.
Svo birtist kaupstaðurinn líkt og
hvirfilauga í djúpinu. Við bugð-
umst brekkurnar í ótal sneiðing-
um. Niður, niður, niður, alltaf
lengra niður. Augað starir. Stækk-
ar og stækkar. Við sogumst hratt
niður um svelginn, hringiðumst
ofan í helvíti.
Þar er ekki hægt að draga andann
fyrir fíöllum. Loftið þrúgandi þungt
og blandið dapurlegum óhugnaði.
Það er bölvun á byggðinni. Álög
yfir mannlifi. Stöðnun og dauði.
Sigurður Þór Guðjónsson
Finnur þú fimm breytingar? 16
Sýndu mér ekki vanþækklæti. Þeir koma sér vel í kuldanum i vetur.
Myndirnar tvær viröast
viö fyrstu sýn eins en þegar
betur er að gáö kemur í Ijós
að á myndinni til hægri hef-
ur fimm atriöum veriö
breytt. Finnir þú þessi fimm
atriði skaltu merkja viö þau
meö krossi á hægri mynd-
inni og senda okkur hana
ásamt nafni þínu og heimil-
isfangi. Aö tveimur vikum
liönum birtum viö nöfn sig-
urvegara.
1. H.C.M. stereoferðatæki
meö tvöföldu segulbandi aö
verðmæti kr. 5.785,-
2. E.T.G. útvarpsklukka aö
verömæti kr. 1.400,-
Verðlaunin koma frá Sjón-
varpsmiðstöðinni hf., Síö-
umúla 2, Reykjavík.
Merkið umslagiö meö
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 16
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir íjórt-
ándu getraun reyndust
vera:
1 Bryndís Óladóttir,
Bólstaðarhlíð 42, 105 Reykja-
vik
Nafn:........
Heimilisfang:
2 Helga Bryndis Jóns-
dóttir,
Sæbraut 17,170 Seltjarnarnes