Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
fljúga
hærra
en símalínumar
- viðtal við Sigurð Hilmar Ólafsson, 75 ára svifflugmann
Frá sjósetningu fyrsta hraðbátsins á ísiandi, Spaðaássins, árið 1937.
Svona var farið að í Vatnsmýrinni 1937.
Hann hélt upp á 75 ára afmælið sitt
með því að fljúga í svifflugu. Svif-
flug hefur hann stundað í rúmlega
hálfa öld og ekkert á því að hætta
þótt aldurinn færist yflr hann, enda
segist hann sjálfur ætla að stunda
það meðan honum endist aldur og
heilsa.
Hann er Sigurður Hilmar Ólafs-
son og var meöal stofnenda Svif-
flugfélags íslands er það var stofnað
1936.
Sigurður fæddist á Friðriksbergi
í Kaupmannahöfn og ólst þar upp
til átta ára aldurs er foreldrar hans,
Ólafur Einarsson og Ingibjörg Sig-
ríður Sigurðardóttir, fluttust til
Reykjavíkur. Reyndar komu þau til
landsins fyrst þegar Sigurður var
sex ára en fluttu út aftur.
Engar gangstéttir
„Ég varð hissa þegar ég kom hing-
að því maður þekkti bara steinlaus
stræti og gagnstéttir og mun stærri
hús en voru hér þá. Eg mun hafa
sagt undrandi að húsin væru htil
við Vesturgötuna. Þau eru reyndar
til ennþá. Og ég hafði líka orð á því
að það væru engar gangstéttir.
Maöur varð sem sagt hissa á ýmsu,“
sagði Siguröur er hann rifjaði upp
fyrstu kynni sín af Reykjavík.
Ekki varð skólaganga hans mjög
löng. Hann gekk í kvöldskóla sem
var undanfari Ingimarsskólans og
var síðan tvo vetur í gagnfræða-
skóla. Eftir áramót 1937 var hann á
tveimur námskeiðum í kjötiðnaði í
Teknologisk Institut í Kaupmanna-
höfn.
Sem unglingur vann hann viö
ýmis störf og meðal annars hjálpaði
hann fóöur sínum við flutninga út
í Viöey. Á þessum tíma var um 100
manna byggö í eynni. Þar var tals-
verður atvinnurekstur og skóh.
Sigurður sagði að þeir feðgarnir
hefðu verið fengnir til að flytja fólk
út í Viðeyjarbúið og Viöeyjarstöð-
ina og að þeir hefðu stundum farið
með lækna þama út. Þá var heil-
mikið bú í Viðey, sem Eggert Briem
rak, svo mjólkin var sótt á hverjum
einasta degi. En þá voru lendingar-
skilyrðin ekki eins góð og núna.
Með Ólaf Thors
á bakinu
Margt eftirminnilegt kom upp í
þessum feröum en þó er Sigurði
minnisstæðust ferð sem hann fór í
út í Þemey með Ásgeir Ásgeirsson,
Ólaf Thors, Hermann Jónasson og
Jakob Möller.
„Ég hafði beðiö þama við stein-
bryggjuna í meira en klukkutíma
eftir þessum mönnum sem ætluðu
þarna út,“ sagði Sigurður. „Svo
komu þeir loksins og ég náttúrulega
flutti þá út í Þerney. Það var þama
klettur, sem á stórstreymi var hægt
að fara upp þurrum fótum, en þar
sem þetta dróst svona lengi var fall-
ið út. Ráðsmaðurinn á eyjunni var
með í fórinni en einnig fluttum við
samtímis bámjárn og sementspoka.
Mér er minnisstæðast við þetta
að það var bara ráðsmaðurinn sem
var í klofstígvélum og hann hoppaði
fyrir borö og tók Jakob Möller á
bakið og á meðan fóru Hermann og
Ásgeir úr skóm og sokkum, brettu
upp fyrir hné og hoppuðu fyrir
borð. Ólafur Thors ætlaöi víst að
gera slíkt hið sama en ráösmaöur-
inn sagði „nei, komdu bara“ og bar
hann í land. En ég gat ekkert gert
nema haldið áfram að ýta bátnum
lengra og lengra út. Ráðsmaðurinn
lyfti bárujáminu og sementspokun-
um upp í póstvagninn þar sem þess-
ir karlar tóku við.“
Hroðalegt að
sökkva bátnum
Oft voru bátarnir ofhlaðnir fólki
og mesta mildi að engin slys urðu.
Sigurður sagðist núna hugsa til þess
með hryllingi hvað hefði getað gerst
eitt sinn er hann fór með hóp góð-
templara í skemmtiferð út í Viðey.
Þegar hann kom að með bátinn
var stór hópur á bryggjunni og allir
ruddust út í bátinn. Veðrið var sér-
staklega gott, alveg spegilsléttur
sjór og sólskin eins og best gat ver-
ið. En þegar hópurinn var kominn
rétt út fyrir hafnarmynnið tók ein-
hver upp á því að rugga bátnum.
Þá sagðist Sigurður hafa áttað sig á
því að það hefði verið hroðalegt að
sökkva bátnum þarna. Báturinn
var það hlaðinn að það stóð maður
við mann.
Sigurður og faðir hans voru með
tvo báta um þetta leyti en auk Við-
eyjarflutninganna voru bátarnir
notaðir til að aðstoða sjóflugvélar
Flugfélags íslands, Súluna og Veiði-
bjölluna. Þeir feðgar aðstoðuðu
einnig erlenda flugmenn sem lentu
hérna. En vélar þeirra lentu bæði á
innri og ytri höfninni í Reykjavík.
Þann 5. júlí 1933 lentu í Vatna-
görðum 24 ítalskar flugvélar og var
foringi fararinnar Balbo. Meðal
þeirra sem aðstoðuðu ítalana var
Sigurður.
„Þeir réðu marga báta til að að-
stoða og vakta vélarnar. Fylgst var
ákaflega vel með öllu. Þetta var
rosatörn. Ég var þarna í sumarfríi
en það voru sko ekki margar
klukkustundirnar sem maður svaf
þá vikuna.
Smíðaði
fyrsta hraðbátinn
Mér er einnig mjög minnisstætt
að morguninn sem til stóð að þeir
færu var alveg stilhlogn þannig þeir
gátu ekki hafið sig til lofts. Meðan
við vorum að vakta þarna milli
Klepps og Grafarvogs sáum viö
þrjár sólir á lofti," sagði Sigurður.
Það eru ef til vih ekki mjög margir
sem vita að Sigurður smíöaði fyrsta
hraðbátinn hér á landi, Spaðaásinn.
Hann var sjósettur 1937.
„Það var nú eiginlega pabba aö
kenna, eða þakka," sagði Sigurður.
„Við vorum að klambra saman
svona einu og öðru, strákamir, og
hann sagði: „Blessaðir verið ekki
að þessu, smíðið þið bát.“
Ég var nú ekki viss um að það
tækist en ég hugsaði að ef þetta
tækist ekki þá væri það sama og ef
maður hefði reykt svo og svö marg-
ar sígarettur og hent verðmætum í
burtu.“
Sigurður sagði að smíðift hefði
tekið fjögur og hálft ár og farið fram
á ótal stöðum og alltaf heföi hann
verið rekinn burtu. Hann sagðist
hafa byrjað fyrst að setja upp plötu
í eldhúsinu hjá móður sinni og þar
á teiknaði hann böndin í fullri stærö
á vegginn.