Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Page 27
39 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989. ii. i i 11 líi . í.mi— Lífsstfll Utivistarsvæði framtíðarinnar í nálægö Grafarvogs eru margar gönguleiöir. Hólmsheiði, Rauða- vatn og svæöiö meðfram Úlfarsá bjóða upp á fjölbreytta möguleika. Hólmsheiöin hefur verið lítið kynnt borgarbúum en liggur þó nálægt stórum íbúðasvæðum. Heiðin er skipulögð sem eitt af framtíðarútivistarsvæðum Reyk- víkinga. Stefnt verður að því að stöðva uppblástur og jarvegsrof, lagfæra jarörask, hetja trjárækt og leggja stíga um heiðina. Geldinganes er annað framtíðar- útivistarsvæði innan borgarinnar en það er hentugt til íjöruferða. Að vísu verður að sæta sjávarfóllum til að komast til og frá nesinu. Borg- in hefur efnt til samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins. Viðey er vel gróin með fjölbreytt landslag auk merkra söguminja. Nú orðið eru samgöngur við eyjuna mun betri og auðvelt fyrir borg- arbúa að eiga þar dagsstund. Náttúrufræði og saga Innan borgarinnar eru fjöl- margar sögu- og náttúruminjar. Náttúruminjum er skipt í jarð- fræði, dýralíf, landslag og gróður. Sem dæmi um jarðfræðiminjar má nefna Lyngberg við Nauthólsvík, Rauðhóla og Elliðaárhraun. Merk- ar jarðfræðiminjar eru víðar um borgna. Dýrahf innan borgarinnar er fjöl- breytt og má nefna Vatnsmýrina en hún er mikilvægur hlekkur í lífkeðju Tjarnarinnar. Grafarvog- ur er mikilvægur viðkomustaður um varptímann og steinsnar frá stórri íbúðabyggð. Sértakt landslag má flnna við Laugarnes, en þar er eina ósnortna Qaran á norðurströndinni, og við Úlfarsá en þar eru bakkarnir og nánasta umhverfið ósnortið. Ferðalög í Fógetagarðinum er elsta tré Reykjavíkur en það er silfurreynir sem gróðursettur var 1885. í Árt- únsbrekkunni eru hæstu trén inn- an Reykjavíkur en það er sitka- greni sem gróðursett voru á árun- um 1937-1942. Söguminjar eru margar innan borgarinnar. Elstu minjarnar um byggð í Reykjavík eru við kirkju- garðinn í Aðalstræti og í mið- bænum. í Laugarnesi eru minjar um kirkjugarð og fyrir honum miðjum sést móta fyrir kirkju. Aðr- ar minjar eru bæjarstæði Laugar- ness, hjáleigurnar Norðurkot og Suðurkot og grunnar biskupsstof- unnar og holdsveikraspítalans. Á Þingnesi við Elliðavatn er merk- asta rústasvæði innan borgarinn- ar. Margt bendir til þess að þarna hafi verið forn þingstaður, ef til vih Kjalarnesþing hið forna. Rann- sókn hefur leitt í Ijós rúmlega 20 minjar frá um 900-1200. Allt innan seilingar Fyrir utan það seih áður er tal- ið hefur borgin upp á margt annað að bjóða. Bátahafnir eru innan borgarinnar en sportbátaeign fer vaxandi. Hesthús og reiðhöll eru líka innan borgarinnar og þaðan liggja margar reiðleiðir. Bláíjalla- svæðið er best búna skíðasvæði landsins og þangað koma þúsundir á vetrum. Svæðið er Uka athyglis- vert á sumrin og hefur náttúrunn- endum upp á margt að bjóða. Þeir sem vilja ujóta hollrar úti- veru méð Utlum tilkostnaði geta brugðið sér í sundlaugarnar en þær eru nokkrar í Reykjavík. Ef illa viðrar fyrir útiveru eru í borginni mörg söfn sem vert er að skoða. Mörg þeirra eru staðsett í fallegu umhverfi og má nefna Listasafn íslands við Tiörnina, Norræna húsið í Vatnsmýrinni og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi. Margar handbækur og kort eru til um Reykjavík og nágrenni. Við þessa samantekt hefur verið stuðst við Aðalskipulag Reykjavíkur, sem kom út í fyrra, en það er selt í bóka- búðum fyrir tæpar 1.000 krónur. Því fylgja íjögur kort en eitt þeirra sýnir öll útivistarsvæðin, auk nátt- úru- og söguminja. Aðrar bækur um Reykjavík eru ítarlegri og nýt- ast þeim sem vilja kynnast höfuð- borginni enn frekar. íslendingar ferðast meira en áður til erlendra borga og skoða sig um. Sjálfsagt hafa margir heimsótt þekkt ríkisUstasöfn úti í hinum stóra heimi en aldrei stigið fæti í Listasafn íslands. Flestum hættir til að sjást yfir sitt nánasta um- hverfi og leita langt yfir skammt. ■JJ Mörgum hættir til að áUta borg- ina andstæðu náttúrunnar og leita því oft út fyrir hana að náttúru og gróðri. En innan borgarinnar eru fjölmörg svæði sem gefa íbúum kost á að njóta útivistar í.mörgum myndum. Að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkur, sækja sífellt fleiri þessi opnu svæði. Innan allra hverfa eru útivistar- svæði í eigu og umsjá borgarinnar og geta því flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Innan borgarmarkanna eru skrúðgarðar og vernduð náttúru- svæði sem skiptast í friðlýst svæði samkvæmt nátturuverndarlögum og borgarvernduð svæði. Auk þess 'eru margar lóðir í kringum stofn- anir borgarinnar sem þjóna borg- arbúum sem útivistarsvæði. í miðbæ og vesturbæ eru strönd- in og garðamir í miðbænum vin- sælir staðir til göngu og útiferða. Ægisíöa og Örfirisey eru vel fallnar til göngu í kvöldsólinni. Annað strandsvæði er Laugarnesið sem nú er friðað útivistarsvæði. Tjamarsvæðið er vinsælt og tengir saman helstu skrúðgarða borgarinnar, Hallargarð, Hljóm- skálagarð, Gróðrastöðina, Austur- völl og Ámarhól og fleiri. Öskju- hlíðin tengist Tjarnarsvæðinu en það svæði er að mestu með náttúr- legu yfirbragði. Jóhann sagði að trjágróðurinn í Öskjuhlíð, veitti mikið skjól og þrátt fyrir vinda- samt og leiöinlegt sumar í borginni hefði Öskjuhlíðin verið skjólgóð. Miklatún sumar og vetur Nálægt Öskjuhliðinni er Miklat- ún, vinsæll staður allt árið. Á sumrin er staðurinn vinsæll til gönguferða og leikja en á veturna sækja skíðagöngumenn á Miklat- ún. Laugardalurinn hefur upp á margt að bjóða í útívistarmálum. í Laugardalnum er aóalíþróttasvæði borgarinnar með sundlaug, íþróttaleikvangi og íþróttahöll. Þar er einnig Grasagarðurinn en þar má finna sýnishorn af flestum teg- undum íslensku flórunnar auk fjöl- margra erlendra jurta, trjáa og runna. Tjarnarsvæðið er vinsælt og tengir saman helstu skrúðgarða borgarinnar, Hallargarð, Hljómskálagarð, Gróðrarstöðina, Austurvöll og Arnarhól og fleiri. Reykjavík: Að leita ekki langt yfir skammt Tómstunda- og útivistarsvæði innan borgarinnar Haustlitir í Ellióaárdal Elliðaárdálurinn er vel fallinn til gönguferða en þangað eiga íbúar Breiðholts- og Árbæjarhverfis stutt að sækja í náttúrulegt umhverfi. í dalnum hafa tré orðið hvað hæst á höfuðborgarsvæðinu eða 14 metr- ar. Jóhann Pálssön nefndi Elliða- árdalinn sem kjörið svæði til haustlitaferðar. Einnig er Grasa- garðurinn í Laugardal fallegur á. haustin. Um Elliöaárdahnn liggja reiðleiðir vítt og breitt um höfuð- borgarsvæðið og hundaeigendur hafa svæði við ósa árinnar. Innan borgarmarkanna eru skrúðgarðar og vernduð náttúrusvæði sem skiptast í friðlýst svæði samkvæmt nátturuverndarlögum og borgarvern- duð svæði. Mörgum hættir til að álita borgina andstæðu náttúrunnar og leita því oft út fyrir hana að náttúru og gróðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.