Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Page 38
50 LAUGARDAGUR 19. ÁGUST 1989. Afmæli Gísli Bragi Hjartarson Gísli Bragi Hjartarson múrara- meistari, Hamrageröi 18, Akureyri, varö fimmtugur í gær. Gísli lauk prófi frá Gagnfræða- skóla Akureyrar og eftir það frá Iðn- skóla Akureyrar. Hann lærði múr- verk hjá Tryggva Sæmundssyni múrarameistara og varö meistari í iðngreininni 1964. Árið 1970 stofnaði hann ásamt mági sínum og svila byggingaverktakafyrirtækið Híbýli hf. og hafa þeir rekið það síðan. Gísh var um tíma í stjórn Múrara- félags Akureyrar og Meistarafélags byggingarmeistara á Akureyri. Hann hefur einnig veriö í stjórn íþróttafélagsins Þórs og lengi í stjórn Golfklúbbs Akureyrar og for- maöur þar í þrjú ár. Þá hefur hann setið um skeið í stjórn Golfsam- bands íslands. Hann var formaður Félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri 1958 til 1964. Hann hefur setið í ýmsum nefndum hjá Akureyrarbæ fyrir Alþýðuflokkinn og verið bæjarfulf- trúi fyrir Alþýðuflokkinn á Akur- eyri frá 1986. Gísli hefur einnig starfað í Kiwanishreyfingunni og var forseti Kiwanisklúbbsins Kald- baks 1974 til 1975. Foreldrar Gísla voru Hjörtur Gíslason, flugvallarstarfsmaður og barnabókahöfundur á Akureyri, fæddur 27. október 1907, dáinn 7. júní 1963, og Lilja Sigurðardóttir húsmóðir, fædd 14. október 1910, dáin 1. desember 1988. Hjörtur, faðir Gísla, var fæddur í Bolungarvík og ættaður úr Djúpi og af Ströndum en bjó lengst af á Akur- eyri. Lilja, móöir Gísla, var fædd á Steiná í Svartárdal í Austur-Húna- vatnssýslu, af húnvetnskum og skagfirskum ættum. Gísli á íjögur systkini. Þau eru: Anna, fædd 16. nóvember 1936. Maður hennar er Filip Þór Hösk- uldsson skipstjóri og eiga þau þrjú börn. Sigurður, sagnfræðingur, formað- ur Hins íslenska tófuvinafélags og Mexíkófari, fæddur 23. september 1941. Kona hans er Jóna Sigurðar- dóttir og eiga þau íjögur hörn. Hjörtur, múrarameistari á Akur- eyri, fæddur 31. mai 1943. Kona hans er Þórhalla Þórhallsdóttir og eiga þau þrjúbörn. Reynir, prentari og bóndi á Brá- völlum í Eyjafirði, fæddur 11. októb- er 1946. Kona hans er Margrét Hall- dóttir og eiga þau þrjú börn. Kona Gísla er Aðalheiður Alfreðs- dóttir, skrifstofustjóri Útvegsbanka íslands hf. á Akureyri, fædd 13. okt- óber 1940. Hún er dóttir. Valgerðar Oddgeirsdóttur og Alfreðs Pálsonar áAkureyri. Börn Gísla og Aðalheiðar eru sex. Þaueru: Hjörtur Georg, læknir í Noregi, fæddur 23. febrúar 1958. Kona hans er Margrét Sigurbjömsdóttir og eiga þau tvær dætur. Alfreð, sagnfræðingur og kerfis- fræðingur, landsliðsmaður í hand- bolta um árabil, fæddur 7. septemb- er 1959. Kona hans er Kara Guðrún Melstað. Þau búa ásamt syni sínum á Spáni. Gunnar, íþróttakennari í Svíþjóð og landsliðsmaður í handbolta, fæddur 4. janúar 1961. Kona hans er María S. E. Ingólfsdóttir og eiga þau einn son. Garðar, kokkur í Svíþjóð, fæddur 9. apríl 1963. Kona hans er Marie Svenson og eiga þau tvo syni. Gylfi, skrifstofumaður í Svíþjóð, fæddur 9. apríl 1963. Kona hans er Gunnilla Östfund og eiga þau einn Gísli Bragi Hjartarson. son. Lilja, sjúkraliði á Hjafteyri, fædd 1. desember 1965. Maður hennar er Jón Þór Brynjarsson og eiga þau tvær dætur. Gísli verður í París á afmælis- daginn. Til hamineiu með afmælið 19. áeúst MatthUdur Sveinsdóttir, Höfðagötu 11, Hólmavík. Guðrún Ármannsdóttir, Skarðsbraut 13, Akranesi. 85 ára Jenny Jónasdótir, Lönguhlíð 3, Reykjavík. 50 ára 80 ára Már Guðmundsson, Selsvölium 18, Grindavik. Þórunn Þorsteinsdóttir, Gaularási, Austur-Landeyjum. 40 ára 75 ára HaUdór Sigurjónsson, Grenigrund 45, Akranesi. Guðbrandur Jóhannsson, Nesjaskóla, Nesjahreppi. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Starhaga 14, Reykjavík. Stefán Einarsson, Orrahólum 7, Reykjavik. Stígur Snæland, Stórafljóti, Biskupstungum. Þuriður A. Jónasdóttir, Hegranesi 31, Garðabæ. LUja Björnsdóttir, Ásabraut 7, Ketlavik. Anna Lára Ármannsdóttir, Hjallavegi 3P, Njarðvik. Anna verður að heiman í dag. Hjálmfriður Guðmundsdóttir, Silfurgötu 8A, ísafirði. Hún og eiginmaður hennar, Sigtrj'ggur Jörundsson, eru stödd í Reykjavík og taka á móti gestum í Akogessalnum, Sigtúni 3, kl. 16.00 í dag. Baldur Möller, SólvaUagötu 6, Reykjavík. Ásgrimur Sveinsson, Aöalgötu 3, Sauðárkróki. Guðbjörg Finnbogadóttir, Suðurengi 11, Selfossi. 70 ára Kristinn Halldórsson, Öldugötu 12, SeyðisfirðL Þóra Gunnarsdóttir, Kirkjulækjarkoti 2, Fljótshlíð. Bjarni M. Aðalsteinsson, Skarphéðinsgötu 16, Reykjavík. Jórunn Jóna Guðmundsdóttir, Krummahólum 4, Reykjavík. Stefán Hliðar Jóhannsson, Þrándarstöðum, Eiðahreppi. Heiðbjört Kristmundsdóttir, Borgargeröi, Skarðshreppi. 60 ára Magnúsina Þórðardóttir, Grænuvöllum 4, Selfossi. Elías Kristjánsson Ehas Kristjánsson bifvélavirkja- meistari, Álfaskeiði 100 í Hafnar- firði, er áttræður í dag. Elías er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Garðahreppi. Hann lærði bifvélavirkjun á Bifreiðaverkstæði Sveins og Geira í Reykjavík á árun- um rétt fyrir 1930 og er því með fyrstu bifvélavirkjum sem hlutu réttindi í greininni hér á landi. Elías starfaði um skeið sem vöru- bílstjóri hjá Komelíusi Sigmunds- syni byggingameistara en var síðan með eigin bíl hjá Vörubílastöðinni Þrótti á árunum frá 1933 til 1947. Eftir það rak hann eigiö hifreiða- verkstæði í Kópavogi um árabil. Síð- ustu starfsár sín vann hann hjá Berki hf. í Hafnarfirði. Faðir Elíasar var Kristján Ás- mundsson Hall, bakari í Reykjavík, fæddur 17. október 1886, dáinn 14. nóvember 1918. Faðir Kristjáns var Ásmundur Sveinsson, fógetafulltrúi í Reykjavík. Meðal barna Ásmund- ar, auk Kristjáns, voru Óli, múrari í Reykjavík, faðir Ásmundar, fóður Ingvars Ásmundssonar, skákmeist- ara og skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík. Móöir Elíasar var Helga Friðriks- döttir Velding, fædd 5. maí 1088 og dáin 31. ágúst 1941. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Guðmund- ur Jóhannsson og síðari maðurinn Sigurður Sæmundsson. Elías ólst upp í Hraunskoti í Garðahreppi hjá Jakobi Gunnars- syni og Helgu Eysteinsdóttur. Elías kvæntist 6. september árið 1930 Ingibjörgu Finnbogadóttur. Hún var fædd 14. júní áriö 1910 og lést 12. mars 1982. Ingibjörg var dótt- ir Guðbjargar Guðmundsdóttur og Finnboga Finnssonar, múrara í Reykjavík. Meðal systkina Ingi- bjargar voru Hjalti, bólstrari í Reykjavík, Jón, múrari í Reykjavík, og Guðrún, kona Helga Elíasonar, útibússtjóra Iðnaðarbankans. Börn Elíasar og Ingibjargar em: Helgi, rennismiður, fæddur 23. nóvember 1930, kvæntur Jakobínu Hermannsdóttur sem nú er látin. Þauáttusexbörn. Björgvin, trésmiður, fæddur 23. júlí 1937. Kona hans er Ingibjörg Aðalsteinsdóttir og eiga þau fjögur börn. Pétur, trésmiður, fæddur 2. maí 1941. Kona hans er Guðlaug Eiríks- dóttir og eiga þau tvo syni og Pétur eina dóttur. Guðbjörg, húsmóðir, fædd 4. okt- óber 1946. Maður hennar er Ingjald- ur Ástvaldsson og eiga þau tvö böm. Elías Kristjánsson. Elías á engin alsystkini en hálf- systkini hans, sammæðra, börn Helgu og Guðmundar Jóhannsson- ar, voru Friðrika Petrea, Guðmund- ur og Kristinn. Böm Helgu móður hans og Sigurðar Sæmundssonar voru Karl, skipstjóri í Grimsby á Englandi, og Inger Hansína síðar Ólsen. Hálfsystkini Elíasar, samfeðra, voru Gunnar Hall kaupmaður; Anna, fósturdóttir Jóns Þorláksson- ar forsætisráðherra; Unnur, versl- unarkona og Karl, verslunarmaður. Elías verður að heiman á afmælis- daginn. Guðlaug Eiríksdóttir GuðlaugEiríksdóttir, Ormsstöðum, Breiðdal, er nítíu og fimm ára í dag. Guðlaug er fædd að Hlíö í Lóni og ólst upp í Papey og á Djúpavogi. Eftir fermingu fór hún til Reykja- víkur og var á vegum dr. Bjöms Bjarnasonar frá Viðfirði, móður- bróður síns, og Gyðu Þorvaldsdótt- ur konu hans. Guðlaug fór í Versl- unarskólann og lærði einnig hann- yrðir, eins var hún í leikfimikennslu hjá Birni Jakobssyni og var valin í flokk ellefu annarra stúlkna sem var fyrsti flokkur kvenna sem sýndi opinberlega í Reykjavík. Guðlaug fór til Danmerkur með Júlíusi Guð- mundssyni og konu hans, Elínu Magnúsdóttur, og var þar í hálft fjórða ár og kom aftur til íslands 1916. Guðlaug giftist 1918 Brynjólfi Guðmundssyni, f. 18. maí 1892, d. 1975, b. í Þverhamri í Breiðdal en lengst af hafa þau búið á Ormsstöð- um. Foreldrar Brynjólfs voru Guð- mundur Pétursson, b. á Þverhamri, og kona hans, Þórdís Árnadóttir. Böm Guðlaugar og Brynjólfs era Guðmundur Þór, f. 17. október 1920, d. 1963, múrari í Rvík; Sigríður, f. 8. júní 1922, húsmóðir á Ormsstöö- um; Guðný, f. 10. ágúst 1923, hús- móðir í Rvík; Gyða, f. 7. október 1925, húsmóðir í Rvík; Guðrún, f. 9. apríl 1927, húsmóðir á Reyðarfirði. Systkini Guðlaugar eru, Bjarni, kaupmaður í Bolungarvík, Þor- björn, b. á Kambseli í Álftafirði; Guömundur, b. á Kambaseli og á Berufirði, Rósa, húsmóðir og saumakona á Djúpavogi og Sólveig, húsmóðir á Brimnesi í Fáskrúðs- firði. Foreldrar Guðlaugar voru Eiríkur Jónsson frá Hlíð í Lóni, b. í Hlíð í Lóni og síðar í Papey, og kona hans, Sigríður Bjarnadóttir frá Viðfirði. Eiríkur var sonur Jóns, b. í Hlíð, Markússonar, b. á Flugustöðum, Jónssonar, b. í Dal í Lóni, Árnason- ar, b. á Krosslandi, Ófeigssonar. Móöirr Jóns í Hlíð var Þórey Sigurð- ardóttir, b. í Hamarseli, Antoníus- sonar, b. á Hamri, Árnasonar, ætt- fóður Antoníusarættarinnar. Móðir Eiríks var Sigurveig Markúsdóttir Einarssonar og konu hans, Ingi- bjargar Eiríksdóttur, b. í Byggðar- holti, Rafnkelssonar, prests á Stafa- felli, Bjamasonar. Sigríður var dóttir Bjarna, b. í Viðfirði, Sveinssonar. Móðir Bjarna var Sigríður Davíðsdóttir, b. í Hell- isfirði, Jónssonar og konu hans, Sesselju Þorsteinsdóttur, prests á Skorrastað, Benediktssonar, b. í Skógum undir Eyjafiöllum, Högna- sonar. Móðir Benedikts var Þórunn Torfadóttir, prests í Gaulverjabæ, Guðlaug Eiriksdóttir. Jónssonar, lögréttumanns og fræði- manns á Núpi í Dýrafiröi, Gissurar- sonar, hálfbróður Brynjólfs Sveins- sonar biskups. Móðir Sigríðar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Stuðlum, Björnssonar og konu hans, Ingi- bjargar Illugadóttur, b. í Miöbæ í Norðfirði, Jónssonar. Móðir Ingi- bjargar var Ingveldur Hermanns- dóttir, b. í Firði í Mjóafirði, Jónsson- ar pamfíls, b. í Kolsstaðagerði, Jóns- sonar, ættfóður Pamfílsættarinnar. Guðlaug dvelur nú hjá Sigríði dótt- ur sinni á Ormsstöðum. Guðlaug tekur á móti gestum í Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík kl. 15-17 á afmælis- daginn. Sigurjón Sigurðsson Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi kaupmaður, Höfðagrund 15 á Akra- nesi, er áttræður í dag. Sigurjón er fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk venjulegu barnaskólanámi og tók síðan vél- stjórapróf árið 1927. Hann stundaði sjómennsku framan af ævi en gerð- ist síðan kaupmaður á Akranesi. Sigurjón er sonur hjónanna Sig- urðar Halldórssónar sjómanns og Jónínu Margrétar Guömundsdóttur á Akranesi. Hann er yngstur sex barna þeirra. Sigurður, faðir hans, var fæddur 28. september 1866, dá- inn 13. janúar 1937, sonur Halldórs Árnasonar í Nýlendu á Akranesi, Borgfirðingi að ætt, og Guðrúnar Hákonardóttur, bústýru hans. Jónína Margrét, móðir Sigurjóns, var fædd 16. nóvember 1866 í Lamb- húsakoti í Biskupstungum. Hún dó 18. febrúar 1952. Foreldrar hennar voru Guömundur Guðmundsson og Guöný Björnsdóttir, búendur í Lambhúsakoti. Sigurjón kvæntist 9. desember 1933 Þóru Pálsdóttur, kaupkonu á Akranesi, fæddri 23. janúar 1911. Þóra er dóttir Páls Friðrikssonar, stýrimanns og síðar verkamanns í Reykjavík, og Margrétar Árnadótt- ur frá Innrahólmi. Þau eru bæði látin. Börn Sigurjóns og Þóru eru: Sigurjón Sigurðsson. Margrét Sigríður, kaupkona, fædd 28. september 1934. Sigrún, húsmóðir, fædd 30. ágúst 1937. Guðmundur, prentari og sjómað- ur, fæddur 21. janúar 1939. Aldís, húsmóðir, fædd 1. septemb- er 1941. Ragnar, húsgagnasmiður og hljómlistarmaður, fæddur 11. nóv- ember 1948. Sigþóra, sjúkraliöi, fædd 25. júlí 1950.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.