Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Síða 6
6
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1989.
Fréttir
Sandkom dv
t
Margir höfðu áhuga á þessari hryssu og folaldi hennar.
DV-mynd Þórhallur
Um hundrað hross á uppboði í Skagafirði:
Húnvetningar og ungar
konur versluðu mest
- sagði Sigurður Magnússon sem seldi mörg hross
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
...en faðirinn er aftur aaaaa...,
jú! ætli það sé ekki þarna dengurinn
frá Kimbastöðum." Það er Sigurður
B. Magnússon sem er að gefa ættar-
tölu eins folaldsins sem hann seldi á
hrossauppboði í Skarðsrétt á dögun-
um. „Átján þúsund segir Halldór á
Brimnesi,“ heyrist í Einari á Skörð-
ugih sem stendur norður við réttar-
vegginn. „Svona ættu allir að hafa
það,“ sagði Sigrún, hreppstjóri á
Bergsstöðum, sem stjórnaði upp-
boðinu. Eftir örstutta stund heyrðist:
„Tuttugu þúsund segir Einar sjálf-
ur.“ Tuttuguogeitt býður Jónmund-
ur í Kambakoti." „Sko, Jónmundur
er að hressast,“ segir Einar.
Það vantaði ekki að mannmargt
Sigrún hreppstjóri á Bergsstöðum stjórnaði uppboðinu. DV-mynd Þórhallur
væri í Skarðsrétt, enda var keppni
lokið þennan daginn á hestamóti
Skagfirðinga á Vindheimamelum.
Hins vegar virtust helstu hrossa-
kaupmenn landsins ekki vera mættir
þarna til leiks, því ekki þóttu upp-
hæðirnar stórar sem boönar voru í
hrossin. Af þeim sökum hætti Þórður
Þórarinsson frá Ríp við að selja
nokkur hrossa sinna, en hann stóð
fyrir uppboðinu ásamt Sigurði
Magnússyni. Sigurður átti þó lang-
mest af hrossunum 100 sem í réttinni
voru og seldi um helming þeirra, en
Þórður seldi sjö. „Viö seljum svo
bara afganginn í haust, verðum kátir
í réttunum og seljum hverjum sem
hafa vUl," sagði Þórður.
Sigurður var ekkert alltof ánægður
meö verðið en sagði það þó betra en
afsláttarverð:
„Hrossakjötsmarkaðurinn er nú
ekki svo beysinn. En ég hafði gaman
af þessu. Þetta voru mest Húnvetn-
ingar sem versluðu, en einnig ungar
og fallegar konur úr Reykjavík. Og
m.a.s. keyptu þekktir hrossabændur
í Skagaflrði af mér hross. Ég átti nú
eiginlega ekki von á því,“ sagði Siggi
Magg, sem er nú nokkrum hrossum
fátækari en á víst samt eitthvað af
þeim enn.
Kópasker:
Nóg vinna fyrir unglinga
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri
„Þegar unglingar hér á Kópaskeri
eiga frí slappa þeir af, spila fótbolta
og gera ýmislegt annaö saman. Það
eru nefnilega engar skemmtanir
hér,“ sagði Gunnlaugur Hrannar
Jónsson, 15 ára piltur á Kópaskeri,
sem DV hitti við fiskverkunarhús
Útness hf. á dögunum.
Hann var þar í óðaönn að þvo fiski-
ker í góða veðrinu fyrir utan hús
Útness og var hress. „Hér vinnum
við bæði við saltfisk- og skreiðar-
verkun og það hefur verið næg vinna
fyrir unghnga. Ég geri ýmislegt og
við reynum að skiptast á um störfm
til þess aö gera þetta fjölbreyttara og
skemmtilegra.
Gunnlaugur Hrannar er 15 ára,
sem fyrr sagöi, og fer í 9. bekk í vet-
ur, í heimavistarskóla í Lundi í Öxar-
firði, og sagöist ætla í frekara nám
þótt hann væri ekki búinn að ákveða
hvaða nám það yrði.
Eins og fram kom hér að framan
reyna unglingar á Kópaskeri að
slappa af þegar þeir eiga frí frá vinnu
og stunda mikið íþróttir. En er þá
enginn möguleiki á að eyða ein-
hveiju af tekjunum?
„Jú, jú. Við skreppum til Akur-
eyrar af og til og skemmtum okkur
og förum jafnvel suður til Reykjavík-
ur,“ sagði Gunnlaugur og vatns-
gusumar gengu í allar áttir þegar
hann sprautaði á fiskikerin í gríð og
erg.
Gunnlaugur Hrannar við þvott á ker-
um hjá Útnesi á Kópaskeri.
DV-mynd gk
i á ferð
Þegarforsetí
okkar, Vigdis
Finnbogadótt-
ir, varáferöí
Kanadaádög-
unumvarífór
meðhennifrítt
fylgdarliðeins
...................oggjamanfylg-
ir þjóðhöföingj um á forðum þeirra. I
þeim hópi var ástkær menntamála-
ráðherra okkar, Svavar Gestsson,
sem þarfauðvitað aðfá sínarutan-
landsferðir eins og aðrir ráöherrar á
þessum „gósentímum”. Það vakti at-
hygli og kátínu margra að sj á mynd
af Svavari í einu dagblaðanna þar
sem hann ók ásamt konu sinni í op-
inni bifreið um götur Manitoba eins
og þjóðhöföingi, brosmildur mjög.
Það hefur hins vegar ekkert verið
skýrt frá því í blööunum h vort S va-
var fór að dæmi forseta sins og not-
aði ferðina jafnframt til þess að sinna
viðskiptum.
Þeirhafatekið
skemmtilega
„rimmu“ásíð-
umDVaðund-
anfónm. Hann-
esHólmsteinn
Gissurarson
leluorn;'Atli
RúnarHall-
dórsson, fréttamaður og varafrétta-
stjóri Útvarpsins. Hannes byrjaði og
átaidi Útvarpið fyrir að segja í frétt
að mannræningjar í Líbanon hefðu
„tekið William Higgins af lífl“ en ekki
að þeir heföu my rt hann. Atli svaraði
fullum hálsi, sagðim.a. aðHannes
Hólmsteinn þyrfd að taka sig á í ís-
lensku áður cn hann færi að segja
öðrum til í þeim fræöum og aö pistill
hans heföi verið byggður á vanþekk-
ingu i íslensku. Ekki vildí Hannes
Hólmsteinn láta Atla Rúnar eiga neitt
inni hjá sér, hann skrifaði annan pist-
il um málið og þar sagði hann m.a.
um Atla Runar að hann kynni ekki
aðhugsaogheldurekkiaðtala. Það
er ekki leiðiniegt aö fy Igj ast með
þessum köppum eigast við á síöum
DV ogvonandi aðframhald verðiþar
á. Það er ekki á hveij um degi sem
fréttamaður Útvarps fær þá einkunn
hj á lektor við Háskólann að hann
kunni hvorkí að hugsa né tala, og
sjálfúrhefúr Hannes Hólmsteinn
fengið ýmsar einkunnir á ferU sínum.
BirgirMarin-
ósson, starfs-
mannastjóri
Álaíbssá Akur-
eyri, er hagyrð-
ingurgóðm'og
hefurra.a.sam-
iðnokkuðaf
dægurlagatext-
um. Vísukorn hrökkva líka upp úr
honurn þegar minnst varir og ein shk
varð til þegar honum gekk illaá golf-
vollinum eitt sinn, en Birgir er
áhugasamur kylflngur. En í þetta
skipti gekk illa og þá varð þessi vísa
Eins og af ofdrykkju só hann á hvolfi,
örsjaldan fær hann par.
Mikill andskotans böl vaður aumingi
igolfi,
erþessi BiggiMar.
Slökkviliðs-
stjórinnáAk-
ureyri situr
jafnframtí
bygginganefnd
bæjarinsog
hcfurveriðið-
innviðaðgera
athugasemdir
þegar neíhdin hefur verið að sam-
þykkja byggingar á fiölbýlishúsum
og öðrum byggingum sem þykja í
hærri kantinum. Athugasemdirhans
miða jafnan að því aö vekja athygli á
að slökkviliðið hefur ekki yfir að ráða
tælgum öl aðráöa viö eldefhæðin
er meiri en um 10 metrar, en lengra
upp ná ekki stigar og önnur tæki liðs-
ins. Fyrir skömmu er by gginganefnd-
infjallaðium byggingarí Giljahverfi
1, sem verður nýjasta íbúðahverfið á
Akureyri, lct slökkviliðsstjóri færa
til bókar aö óæskilegt væri að byggð
yrðu þar hærri hús en stigar slökkvi-
liðsins næðu til. Þegar bæjarstjóm
afgreiddi síðan fundargeröina sam-
þykkti hún hana, neraa bókun
slökkviliðsstjórans sem var tekin til
hliöar!
Umsjón: Oylli Krisljánsaon
Winnipeg:
íslendingar
með lýsi
Saga frá sjúkrahúsinu í Gimlí
nefnist ný kvikmynd sem leik-
sfjóri að nafni Guy Maddin frá
Winnipeg íManitobaer höfundur
að. Þetta er hryUingssaga sem
gerist um aldamótin á sjúkrahúsi
í Gimli og segir frá órura íslend-
inganna Einars og Gunnars.
I nýjum dómi í stórblaðinu New
York Times er myndin sögð öll
hin furðulegasta og gamlir ís-
lenskir siðir notaðir til að auka á
undarlegheitin. Þessir siðir eru
m.a. þeir að bera lýsi í hár sér,
þvo andlitið með grasi og sofa
undir skítugum rekkjuvoðum. í
ofanálag er tónlistin byggð ís-
lenskum þjóðlögum, auk stefja
frá Wagner.
Söguþráðurinn er á þá leið að
íslendingarnir Einar og Gunnar
reyna að ná athygli hjúkruna-
rkvenna á sjúkrahúsinu með því
að segja hvor öðrum hryllings-
sögur. Einar lýsir því hvernig
hann myrti Snjófríöi unnustu
sína og Gunnar segir frá þvi þeg-
ar hann gróf Snjófnði upp. Þeir
félagar verða ósáttir undir sögun-
um og slást af hörku.
Greinilegt er af dómnum um
myndina að höfutídur hans veit
ekki hvort harm hefur heldur átt
að hlæja eða gráta undir þessari
frumraun leikstjórans, Guy
Madden. „Þetta er furðulegt
verk,“ segir hanní dómnum. -GK
SeyðisQöröur:
Vargfugli
fargað
Meindýraeyðir frá Eskilirði
hefúr eitrað fyrir vargfugl á Seyð-
isfirði.
Að sögn lögreglu var ekki van-
þörf á þar sem mjög mikið var
orðið af vargfugli viö bæinn.
Meindýraeyöirinn notar svefnlyf
sem hann kemur fyrir í fisklifur
og öðru eftirlæti vargfugla. Þeir
fuglar sem falla í sjóinn drukkna
hreinlega en meindýraeyðirinn
gengur fjörur og drepur fugl sem
hrapað hefur þar. Er nú hálf-
hljótt á Seyöisfiröi þar sem gargiö
í vargfuglinum er .nánast horfið
- í bili.
-hlh
Miklatorg:
Ný umferð-
arljós
í notkun
Kveikt verður á nýjum um-
ferðarljósum á mótum Miklu-
brautar, Hringbrautar og Snorra-
brautar miðvikudaginn 23. ágúst
klukkan fjórtán. Um leið verða
gatnamótin opnuð fyrir umferð.
Þá verður einnig kveikt á nýj-
um gangbrautarljósum á Miklu-
braut - viö Reykjahliö.
Til að minna ökumenn á þessi
nýju umferðarljós verður gula
ljósið látið blikka í nokkra daga
áður en þau veröa tekin í notkun.
Þess ber að geta að kveikt verð-
ur á gangbrautarijósunum á
Hringbraut - við Landspítalann -
á sama tima og íyrraefhdum Ijós-
um.
Öll þessi ljós verða samtengd
með þeim afleiöingum að biðtími
gangandi vegfarenda viö gang-
brautarfjósin lengist Verður
hann svipaður og viö gatnamótin.
-hlh