Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 8
8
'M(ÁlNl/DAtíuR 2Íf ÁtttfsT 'Mk
Viðskipti
Auglýsingastofur berjast
af krafti um íslandsbanka
Flestar stærstu íslensku auglýs-
ingastofurnar líta nú mjög hýru auga
til nýja íslandsbankans en sú stofa
sem bankinn velur sem aöalauglýs-
ingastofu sína er ekki aö hreppa
neinn venjulegan bita í viðskiptalíf-
inu. Framundan er mikil kynningar-
starfsemi og markaðsátak. Herferö
sem gefur viðkomandi auglýsinga-
stofu milljónir króna í aðra hönd. í
viðskiptahfinu spyrja menn sig því
núna hvaða stofa veröi sú heppna.
GBB
Þeir fjórir bankar sem nú hafa
sameinast í næststærsta banka
landsins, íslandsbanka, hafa að sjálf-
sögðu mismunandi auglýsingastof-
ur. Aðalauglýsingastofa Iðnaðar-
bankans er stærsta auglýsingastofa
lándsins, GBB, en bankinn hefur
einnig stofuna Gott fólk í sinni þjón-
ustp.
Ydda
Aðalauglýsingastofa Verslunar-
bankans er auglýsingastofan Ydda.
Sú stofa var stofnuð fyrir nokkrum
árum af nokkrum starfsmönnum
Valur Valsson, Tryggvi Pálsson og Björn Björnsson, bankastjórar Islandsbanka. Hvaða auglýsingastofu velja þeir?
Það er einhver mests pennandi spurningin i viðskiptalífinu þessa dagana.
Auglýsingastofu Kristínar, Auk hf.
Auglýsingastofa Kristínar hafði séð
um auglýsingamál Verslunarbank-
ans í mörg ár áður en Ydda kom til
sögunnar.
Gott fólk
Útvegsbankinn hefur undanfarin
tvö ár haft auglýsingastofuna Ósa
sem nú hefur reyndar sameinast
dótturstofu sinni, Góðu fólki, undir
FRAMKVÆMDASTJORI
VERÐBRÉFAMARKAÐAR
LANDSBANKA
ISLANDS
Landsbréf hf. er nýstofnaöur verðbréfamarkaður
Landsbankans. Auglýst er eftir umsóknum um
starf framkvæmdastjóra. Umsœkjandi þatf að
hafa viðskiptafrœði-, hagfræði- eða aðra
sambœrilega menntun. Frumkvceði ogsjálfstœði
í statfi er nauðsynlegt. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun, aldur og fyrrí slörf
berist fyrir 1. september n.k. stílaðar á:
Stjórn Landsbréfa hf,
c/a Landsbanki íslands,
Austurstræti 1], 3. hæð,
Pósthólf 170,
155 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um starfið veita
Bjöm Líndal og Brynjólfur Helgason
aðstoðarbankastjórar.
LANDSBREF HF.
Verðbréfamarkaður Lanclsbankans
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
nafninu Gott fólk. Áður en Ósa tók
við auglýsingamálum Útvegsbank-
ans hafði auglýsingastofan Gylmir
séð um auglýsingar bankans í mörg
ár. Gylmir sameinaðist á síðasta ári
Kynningarþjónustunni undir nafn-
inu Sameinaða auglýsingastofan.
Argus
Auglýsingastofa Alþýðubankans
er Argus og hefúr hún annast auglýs-
ingamál bankans í kringum eitt ár
eða frá því auglýsingastofan Krass
fór á höfuöið.
Þær auglýsingastofur sem hér hafa
veriö nefndar hljóta allar að vera
með í keppninni um íslandsbankann.
Hvort það verður GBB, Gott fólk,
Ydda, Árgus, Auk hf. eða Sameinaöa
sem nær bitanum er útilokað að
segja til um.
Bankinn freistar allra stofa
Enn er ein þekktasta auglýsinga-
stofa landsins ónefnd til sögunnar.
Það er íslenska auglýsingastofan.
Hún annast gerð allra auglýsinga
fyrir Landsbankann, sem er auðvitaö
geysigóður kúnni fyrir stofuna, og
því má spyrja hvort hún spili ekki
frían leik varðandi íslandsbanka.
Hinu má ekki gleyma að næstu tvö
árin má búast við svo miklum verk-
efnum hjá íslandsbanka að bankinn
hlýtur að freista allra auglýsinga-
stofa.
Telja verður líklegast að einhver
þeirra auglýsingastofa sem vinna nú
fyrir bankana fjóra, Iðnaðarbank-
ann, Verslunarbankann, Alþýðu-
Norsk Data á heljarþröm:
Fjöldauppsagnir fyrirsjáanlegar
Norska tölvufyrirtækið Norsk
Data á nú við verulega rekstrarörð-
ugleika að etja. Forstjórinn, Rolf
Skár, hefur sagt af sér og eftir sitja
um 3300 starfsmenn sem vita ekki
hvort þeir fa að halda starfinu eða
verða látnir fara. Áætlunin, sem
Skár setti af stað og kostaði 600
milljónir norskra króna eða sem
svarar rúmlega 5 milljöröum ís-
lenskra króna, gekk ekki upp. Síð-
astliðna sex mánuði hefur Norsk
Data tapað sem svarar 200 milljón-
um norskum eða 1,7 milljörðum
íslenskra króna. Á síðasta ári nam
heildartapið 900 milljónum króna
eða 7,6 milljörðum íslenskra króna
eftir sérstakar afskriftir.
Sijóm Norsk Data vill ekki nefna
neinar tölur um hversu mörgum
starfsmönnum verður sagt upp, að
þvi er Dagblaðið norska segir. Síð-
astliðna sex mánuði hefur stöðu-
gildum verið fækkað um 835 þann-
ig aö starfsmenn eru nú 3300 taisins
eins og áður sagði.
Þeir sem til þekkja telja að skera
þurfi umfang fyrirtækisins niöur
um helming, mlðað við það sem það
er í dag, eigi það að eiga einhveija
framtíðarmöguleika. Þaö þýðir að
fyrirtækið verðiu- að losa sig við
um 1500 starfsmenn, annaðhvort
með því að segja þeim upp eða með
því að selja einhvem hluta starf-
seminnar. Nú er stefnt að því að
skipta Norsk Data upp í litlar, sjálf-
stæðar einingar sem hver um sig
yrði ábyrg fyrir eigin þenslu og
árangri. Stórfyrirtækið Norsk Data
mun hverfa af sjónarsviðinu, að því
er Dagblaðið norska segir.
Þrátt fyrir ýmsar tilraunir hefur
fyrirtækinu ekki tekist að verða sér
úti um samstarfsaðila sem gætu
styrkt reksturinn. Menn minnast
þess nú að ekki er ýkja langt síðan
langar biöraöir voru eftir að kom-
ast í samstarf meö Norsk Data. Hin
mikla tækni, sem fyrirtækið haföi
yfir að ráða, svo og góður orðstir
þess þótti þá freistandi. Nú er öldin
önnur og hefur fyrirtækiö nú snú-
ist til varnar til að halda lífi í þeirri
hörðu samkeppni sem á sér stað á
þessu sviði.
Nefnd um verklag í viðskiptum
Stofnuð hefur verið íslensk nefnd
um verklag í viðskiptum. Nefndin
starfar á vegum viðskiptaráðuneyt-
isins, Staðlaráðs og EDI-félagsins. í
henni sitja fulltrúar fjölmargra sam-
taka og stofnana. Alþjóöleg skamm-
stöfun hennar er ICEPRO.
Markmiö nefndarinnar er aö sam-
ræma og einfalda verklag í viðskipt-
um hér á landi, einkum það sem lýt-
ur að viðskiptaskjölum, flutninga-
skjölum og skýrslum hins opinbera.
Upptaka EDI, pappírslausra skjala-
skipta milli tölva, verður mikilvægt
viðfangsefni nefndarinnar, að því er
segir í frétt frá Verslunarráði ís-
lands. íslenskár framleiðslu- og út-
flutningsgreinar munu ekki síst
njóta góös af bættu verklagi í við-
skiptum. Mikilvægt er að greiðlega
gangi aö vinna að þessum málum hér
á landi vegna síharðnandi alþjóö-
legrar samkeppni sem íslenskt at-
vinnulíf þarf að glíma við.
ICEPRO verður tengiliður PRO-
nefnda í öörum löndum, t.d.
SWEPRO í Svíþjóð og SITPRO í Bret-
landi. Með formlegri stofnun ís-
lensku PRO-nefndarinnar ganga ís-
lendingar inn í mikilvægt Evrópu-
samstarf og fá aðgang aö nauösynleg-
ustu upplýsingum varöandi þá miklu
hagræðingu í viðskiptalífinu sem
EDI-tæknin býður upp á. -JSS
bankann og Útvegsbankann, hreppi
hnossið.
Fleiri en ein stofa?
Ekki má heldur útiloka þann kost
íslandsbanka að velja fleiri en eina
stofu til að sinna verkefninu, mark-
aðssetningu bankans. Það kemur til
af því að áherslan er ekki öll út á við
heldur einnig inn á við þar sem
starfsmenn fjögurra banka eru að
taka höndum saman við að vinna
saman. Sameina þarf mannskapinn
og ná upp góðum liðsanda. Námskeiö
starfsmanna verða því mjög í eldlín-
unni á næstunni og líklegt að auglýs-
ingastofa verði með puttana í því.
Ugla sat á kvisti, átti börn og missti,
eitt, tvö, þrjú og það varst...
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 10-12 Úbjtfcv Sb.Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 10,5-15 Vb
6mán. uppsögn 12-17 Vb
12 mán. uppsögn 11-14 Úb.Ab
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-7 Ab
Sértékkareikningar 4-13 Ib.Ab
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb
6mán. uppsögn 2,5-3,5 Allir nema
Innlán meðsérkjörum 17,7-22,7 Ib
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Ab
Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab
Vestur-þýskmork 5,25-6 Sb,Ab
Danskarkrónur 7,75-8,5 Bb.lb,- V- b.Sp.A-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 27,5-30 ~1b
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 29-33,5 lb
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7-8,25 Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 25-33,5 Úb
SDR 9,75-10,25 Lb
Bandaríkjadalir 10,5-11 Allirne- maÚb
Sterlingspund 15,5-15,75 Allir nema Úb
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 3.5 Úb
Húsnæðislán
L/feyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6
MEÐALVEXTIR
överðtr. júlí 89 35.3
Verðtr. júlí 89 7.4
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala ágúst 2557 stig
Byggingavísitalaágúst 465stig
Byggingavísitala ágúst 145,3stig
Húsaleiguvísitala 5%hækkun 1. júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,110
Einingabréf 2 2.273
Einingabréf 3 2,692
Skammtimabréf 1,410
Lífeyrisbréf 2,066
Gengisbréf 1,831
Kjarabréf 4,088
Markbréf 2,176
Tekjubréf 1,771
Skyndibréf 1,237
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,969
Sjóðsbréf 2 1,579
Sjóðsbréf 3 1,388
Sjóðsbréf 4 1,160
Vaxtasjóösbréf 1,3903
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 375 kr.
Flugleiöir 172 kr.
Hampiðjan 167 kr.
Hlutabréfasjóður 131 kr.
Iðnaðarbankinn 162 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 109 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.