Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 11
MÁNUDAGUR .21. ÁGÚS'i' 1989.
Utlönd
Stefnubreyting stórveld-
anna til Mið-Ameríku?
- Nicaragua augljósasta dæmið, segja fréttaskýrendur
Fréttaskýrendur telja of snemmt
aö segja til um hvort þíðan í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna komi til góöa fyrir ríki
Miö-Ameríku. Stórveldin hafa dælt
stríöstólum til þessa heimshluta og
hafa styrjaldir þar síðustu tíu ár
kostað að minnsta kosti eitt hundr-
að og fimmtíu þúsund manns lífið.
En sumir stjórnarerindrekar í
Mið-Ameríku telja að stórveldin
séu nú reiðubúin að láta reyna á
samningaleiðina í Mið-Ameríku.
Nicaragua
augljóst dæmi
Að mati fréttaskýrenda má sjá
eitt augljósasta dæmið um pólitíska
stefnubreytingu stórveldanna til
Mið-Ameríku í Nicaragua. Banda-
ríkin hafa stutt við bakið á kontra-
skæruliðum í baráttu þeirra gegn
stjómarher sandinista sem út-
búinn er vopnum frá Sovétríkjun-
um. Kontrunum hefur aftur á móti
ekki tekist að steypa vinstri stjóm
sandinista. í kjölfar samþykktar
fimm forseta Mið-Ameríku fyrr í
þessum mánuði þess efnis að
kontramir skuli leggja niður vopn
og leysa sveitir sínar upp fyrir árs-
lok er óljóst hver framtíð kont-
ranna verður. Þó vilja fáir frétta-
skýrendur lýsa því yflr að þeir séu
úr leik.
Bandaríkjaþing tók fyrir frekari
hernaðaraðstoð til kontraskæru-
hðanna á síðast ári. Og að sögn
hernaðarsérfræðinga hófu Sovét-
ríkin að draga úr vopnastuðningi
sínum við stjómarherinn fyrr á
árinu.
Þann 12. ágúst hafði Barricada-
dagblaðið, málgagn sandinista-
stjómarinnar, eftir utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, Eduard She-
vardnadze, að Sovétstjórnin hefði
stöðvað vopnasendingar til Nic-
. ,
MCKllCOllOI
iiill
Karíbohaf
HONDÚRAS
'ADOgJ^f
líffiiilill
Ktjrrahof f
COSTAftíCA
MM:
Forsetar fimm Mið-Ameríkuríkja samþykktu áætlun sem gerir ráð fyrir afvopnun kontra-skæruliöanna í Nic-
aragua. Símamynd Reuter
aragua í ljósi „minnkandi hernað-
arlegrar- og póhtískrar spennu í
Mið-Ameríku“.
Nokkrum dögum áðurhöfðu She-
vardnadze og Bemard Aronsons,
aðstoðamtanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, ræðst við í London. Að
sögn bandarískra embættismanna
var umræðuefnið deilur stórveld-
anna og vopnasendingar þeirra til
Mið-Ameríku.
Andstaða á Bandaríkjaþingi
í maí skýrði Gorbatsjov Sovét-
forseti Bush Bandarikjaforseta
bréflega frá því að Moskva hefði
stöðvað vopnasendingar til Nic-
aragua. Á þeim tíma kahaði tals-
maður Bush það „pólitíska her-
kænsku“. En fréttaskýrendur segja
að margt hafi gerst síðan í innan-
ríkismálum stórveldanna sem
áhrif hafi haft á afstöðu beggja
ríkja.
í stjómartíð Reagans, forvera
Bush, voru málefni kontranna ofar-
lega á blaði. Bandaríkjastjóm hefur
löngum verið ándvíg því að kontr-
amir leggi niður vopn þar til eftir
kosningar sem fram eiga að fara í
Nicaragua í febrúar á næsta ári.
En mikil andstaða er meðal
bandarískra þingmanna sem og
stuðningsmanna Mið-Ameríku-
ríkja í Bandaríkjunum við frekari
hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við
kontrana. Og i ljósi þess virðist sem
Bush Bandaríkjaforseti sé að reyna
að halda málefnum skæruhðanna
í hæfilegri fjarlægö frá Hvíta hús-
inu.
Milljónir í vopnasendingar
Sovétríkin sendu vopn til Nic-
aragua fyrir 515 milljónir dollara á
síðasta ári, að mati bandarísku
leyniþjónustunnar. Hvorki stjórn
Nicaragua né stjóm Sovétríkjanna
hafa skýrt frá þeim hemaðarsamn-
ingum sem era í gjldi milli ríkjanna
en heimildarmenn segja að þeir
renni út á næsta ári.
„Almennt talaö skipta nokkrar
milljónir dollara í aukin hernaðar-
útgjöld harla htlu fyrir Sovétrík-
in,“ sagði einn stjórnarerindreki.
En þegar kemur að framkvæmd
umbótastefnu Mikhails Gor-
batsjovs Sovétforseta gerir margt
smátt eitt stórt, bætti hann
við.
Mikih efnahagsvandi ríkir nú í •
Sovétríkjunum. Með því að draga
úr aðstoð til Mið-Ámeríkuríkja
fæst meira fjármagn til að hrinda
í framkvæmd þeim umbótum í
Svo virðist sem um stefnubreyt-
ingu hafi verið að ræða af hálfu
stórveldanna til rikja Mið-Ameríku.
efnahagslífinu sem svo margir Sov-
étmenn krefjast.
Óeirðasamt í Mið-Ameríku
Þó að endi verði bundinn á átökin
í Nicaragua er langt frá því að
vandkvæðum Mið-Ameríku ljúki.
í E1 Salvador há her og vinstri-
sinnaðir uppreisnarmenn blóðuga
baráttu. Og í Guatemala hefur htih
hópur skæruhða boðið hverri rík-
issfjóminni á fætur annarri byrg-
inn síðustu tvo áratugi.
Reuter
f
I
tilefni af eins árs afmæli Opus bjóðum við í
samvinnu við ýmis erlend stórfyrirtæki til mikillar
afmælisafsláttarveislu á:
^ Litasjónvörpum VHS myndbandstækjum ^
^ örbylgjuofnum ferðatækjum vasadiskóum ^
^ hljómtækjasamstæðum Tr bíltækjum
ýÁ bílhátöiurum ^ geisladiskum
Áé geislaspilurum útvarpsvekjaraklukkum Jr
ATH Einnig:
30% afsláttur af öllum gerðum af hinum frábæru dönsku
Dantax hátölurum.
25% afsláttur af nýja 24" sterio verðlaunatækinu
frá Finlux.
25% afsláttur af hinum heimsfrægu, marglofuðu og
verðlaunuðu japönsku Sansui hljómtækjum.
Visa og Euro greiðslukjör.
AUGLYSINGASTOFAN JURTI