Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1989. Útlönd Mannræningjar í Líbanon: Hóta gíslunum beiti Frakkar hervaldi Hvetja til verkfalls í Azerbaidjan Stjórnmálasamtök í sovéska lýðveldinu Azerbaidjan hafa hvatt til tveggja sólarhringa verkfalls til að leggja áherslu á kröfur þeirra um aukið sjálfstæði og yfirráð yfir héraðinu Nag- omo-Karabakh. Talsmaður sam- takanna sagði að þau hefðu hvött til verkfallsins, sem hefjast ætti í dag, eftir að viðræður þeirra við yfirvöld sigldu í strand. Verkfollunum er beint gegn ol- íuiðnaðinum í lýöveldinu en óljóst er hversu víðtæk þátttaka meðal verkamanna í þeim iðnaði verður. Að sögn Azerbaidjana er olíuvinnsla í Azerbaidjan undir stjórn hersins í samræmi við að- gerðir stjórnvalda frá því í nóv- embersíðastliðnum. Heuter Byltingarsamtök réttlætis, öfgahóp- ur múhameðstrúarmanna í Líbanon, hótuðu í gær að vinna tveimur bandarískum gíslum, sem þeir hafa í haldi, mein, beiti Frakkar hervaldi til að reyna að binda enda á styrjöld- ina í landinu. Samtökin, sem hafa Joseph Cicippio og Edward Austin Tracy í haldi, hótuðu fyrr í þessum mánuði að myrða Cicippio nema ísraelar létu shíta-klerkinn Abdel Karim Obeid lausan. ísraelsmenn rændu Obeid þann 28. júlí. í yfirlýsingu sem mannræningj- arnir sendu frá sér var sagt að Bandaríkjamenn skyldu ráðleggja Frökkum gegn því að beita flota sín- um í Miðjarðarhafi, að öðrum kosti yrði gíslunum unnið mein. Þá hót- uðu samtökin einnig að ráöast gegn Frökkum í sínu heimalandi. Frakkar, sem réðu ríkjum í Líban- Mannræningjar Bandaríkjamanns- ins Edward Austin Tracy, sem rænt var í október 1986, hafa hótað að vinna honum mein beiti Frakkar herafla sínum til að reyna að binda enda á borgarastyrjöldina í Líbanon. Símamynd Reuter on í tuttugu ár, hafa unnið að því að koma á friði í borgarastyrjöldinni í Líbanon. Þeir hafa sent flota að ströndum landsins. Borgarastyrjöld hefur nú geisað í Líbanon í fjórtán ár. Að minnsta kosti 760 hafa látið lífið og þrjú þúsund særst síðan bar- dagar hófust að nýju í marsmánuði. Engin viðbrögð frá Frökkum við hótun mannræningjanna höfðu bor- ist í morgun. Frakklandsforseti sagði á fundi með fréttamönnum um helg- ina að franski herflotinn í Miðjarðar- hafi hefði enga „hernaðarlega þýð- ingu“ þar, hann framkvæmdi ein- ungis mannúðarstarf. í síðasta mánuði tilkynntu mann- ræningjar Bandríkjamannsins Wjll- iam Higgins að hann hefði verið myrtur í hefndarskyni fyrir ránið á Obeid. Talið er að sautján vestrænir gíslar séu í haldi öfgahópa hliðholla írönum í Líbanon. Mannræningjarn- ir, sem eru andvígir íhlutun vest- rænna ríkja í Líbanon, hafa krafist þess að Bandaríkin og Frakkland breyti stefnu sinni til Mið-Austur- landa. Þeir hafa áður hótað að myrða gísla sem þeir hafa í haldi. Margir stjórnarerindrekar telja að mann- ræningjarnir séu undir verndar- væng Hizbollah-samtakanna þó að þau neiti allri aðild að mannránum. í Líbanon virðast litlar líkur á því að tilraunir erlendra ríkja til að koma á friði beri árangur í bráð. Um helgina héldu bardagar áfram og bundu enda á vonir margra um frið. í gær gripu íbúar Beirút-borgar aftur á móti tækifærið þegar eilítið hlé varð á sprengjuhríðinni og nutu hvíldar. Reuter Tyrkir loka landamærum Tyrkir ætla að loka landamær- tyrkneskum uppruna hafa flúið taka viö öllum tyrkneskumælandi og segir að þeir séu afkomendur um sínum að Búlgaríu snemma í yfir til Tyrklands frá því í raaí mönnum ef sarakomúlag næst við Búlgara sera ottómanska keisara- fyrramálið til að stemma stigu við vegna kröfu búlgarskra yfirvalda búlgörsku stjórnina um brottfintn- veldiö neyddi til að snúast til raú- straurai búlgarskra flóttaraanna af um að þjóðarbrotið lagaði sig að ing þeirra. Stjórnvöld í Sofiu hafa haraeóstrúar. Alls er talið að um tyrkneskum uppruna, að því er siðura landsins. hins vegar hafnað öllum áskorun- ein og hálf milljón tyrkneskumæl- tyrkneska útvarpið skýrði ffá í Ali Bozer, aðstoðarforsætisráð- um um að gæta eigna flóttamann- andi manna séu í Búlgaríu. raorgun. Ákvörunin um það var herra Tyrklands, sagði að búl- annaoglýðréttindaþeirrasemeft- - Reuter tekin á fundi tyrknesku ríkis- görsku stjóminni hefði verið skýrt ir verða. Þá neitar búlgarska stjórnarinnar. frá ákvörðuninni eftir opinberum sfjómin aö viðurkerma tilvist þjóð- Meira en 300 þúsund Búlgarar af leiðum. Tyrkir era reiðubúnir að arbrots tyrkneskumælandi manna glens o# HVERAGER DI OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGA KL. 12-20 Tugir handteknir í Lögreglan í Prag hefur handtekið tugi manna til að koma í veg fyrir mótmæli til að minnast 21 árs af- mælis innrásarinnar í Tékkóslóvak- íu 1968 þegar umbótahreyfingin, sem kennd er við vorið í Prag, var brotin á bak aftur. Meira en þrjátíu voru handteknir á Wenceslas torgi í mið- borg Prag í gær þegar þeir reyndu að efna til þögulla mótmæla til að krefjast pólitískra umbóta. Um eitt hundraö ungméhni hafa gengið þög- ul um torgið í eina klukkustund á degi hveijum frá því í byrjun mánað- arins. Leiötogar andófsmanna fara marg- ir hverjir huldu höfði eða hafa yfir- gefið borgina til aö komast hjá hand- töku. Dana Nemcova, talsmaður Mannréttindasamtakanna 77, hefur verið sett í stofufangelsi ásamt syni sínum. Sími hennar og annarra fé- laga hefur verið tekinn úr sambandi og talið er að einhverjir úr samtök- unum hafi verið handteknir. Mann- réttindasamtökin 77 og sjö óháðir hópar hafa kvatt til þögulla mótmæla í dag á afmælisdegi innrásarinnar. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað við Wenceslas-torg og fólki sem vinn- ur í nágrenni þess hefur verið sagt að fara heim á hádegi. Ferðamenn og fréttamenn hafa verið varaðir við að þeir kunni að vera í hættu ef til ólöglegra mótmæla kemur. Rithöfundurinn Vaclav Havel hef- Prag ur hvatt landa sína til að rita undir skjal þar sem farið er fram á mann- réttindi og umræður um eftirköst innrásarinnar. Um tuttugu þúsund manns hafa þegar gert það. Stjórnir Ungverjalands og Póllands hafa fordæmt innrásina og á sunnu- dag sagði forsætisráðherra Ung- verjalands að Varsjárbandalagið yrði að tryggja að innrás af þessu tagi yrði aldrei gerö aftur. Reuter Hundruð flýja yfir landamæri Nokkur hundrað Austur-Þjóðverj- ar komu í gær til flóttamannabúöa í Vestur-Þýskalandi daginn eftir að þeir notuöu skógarferð við landa- mæri Austurríkis og Ungverjalands sem yfirvarp að flóttanum vestur yfir. Embættismenn stjórnarinnar í Bonn sögðu að um fimm hundruð manns hefðu komið meö lestum og langferðabílum til flóttamannabúð- anna í Giessen og annarra í nágrenni Numberg. Alls kom 661 Austur- Þjóðverji í sendiráð Vestur-Þýska- lands í Vín eftir skógarferðina. Ferðin var skipulögð af austurrísk- um samtökum og ungverskum stjómarandstöðuhópum. Ungverskir landamæraverðir létu sem þeir sæju ekki fólkið þegar þaö ruddist yfir landamærin inn í Austurríki. Alls hafa um tvö þúsund Austur-Þjóö- veijar flúið yfir landamærin milli Ungverjalands og Austurríkis í þess- um mánuði samanborið við þrjú hundrað í síðari hluta júlímánaðar. Flestir flóttamannanna, sem komu til Giessen í gær, voru fluttir til nýrra búða við borgina Múnster. í búðun- um í Giessen era nú meira en tvö þúsund manns en þær voru gerðar fyrir aðeins 960. Vestur-þýskur embættismaður sem ræddi viö austur-þýsk yfirvöld á föstudag sagði að enn væri engin lausn í sjónmáli í deilu þýsku ríkj- anna um flóttamenn sem hafast við í vestur-þýskum ræðismannsskrif- stofum í Áustur-Evrópu. Meira en 300 manns hafa hreiðrað um sig í skrifstofunum í Austur-Berlín og Búdapest og neita að halda á brott fyrr en þeir hafi fengið leyfi til aö fara vestur yfir. Reuter Mörg hundruð Austur-Þjóöverjar ruddust yfir landamærin milli Ungverja- lands og Austurríkis á laugardag og leituðu hælis í Vestur-Þýskalandi. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.