Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Qupperneq 15
u UR 21 Verður Stjórnarráðið innsiglað? Fyrir stuttu gekkst fjármálaráö- herra fyrir hörðum innheimtuað- gerðum á vangoldnum söluskatti. Þótti mörgum fullharkalega í hlut- ina farið gagnvart þeim sem vafi var á hvort skulduöu skattinn eður ei og höföu sín mál í meðferð ann- aöhvort hjá dómstólum eða ríkis- skattanefnd. Þessum aðilum átti ekki að hlífa, samkvæmt skipun ráðherra, „eitt skyldi yfir alla ganga“ (nema flokksbræöur) og sem betur fer varð réðherra, eins og svo oft áður, aö gefa eftir og bíða úrskuröar. Svo langt var gengiö í ofsóknar- og múgæsingarherferðinni að op- inberir starfsmenn hvöttu fólk til þess að klaga þá er þeir grunuðu um að vera seka um að hafa ekki gert skil á söluskatti. KjaUarinn Ingi Björn Albertsson alþingismaður Rikisstjórn Steingríms Hermannssonar. - Reisti sér hurðarás um öxl með því einu að setjast að völdum, segir greinarhöfundur meðal annars. „Telji ríkisstjórnin sig þurfa að eyða meira fé en hún hefur heimildir til ber henni skilyrðislaust að leita samþykkis Alþingis.“ Lítillækkar Alþingi Því rifla ég þetta nú upp aö ný- lega kom út skýrsla Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 1989 og fyrir þá sem ekki muna ætlaði Ólafur Grímsson fiár- málaráðherra að skila árinu með tekjuafgangi upp á rúmar 600 millj- ónir króna. Hinn stolti fiármálaráðherra marglýsti fiárlögum sínum sem „ábyrgum fiárlögum" þegar stjórn- arandstæðingar bentu á hinar ýmsu veilur í frúmvarpinu. Auðvitað stendur ekki steinn yfir steini í fiárlögum ráðherra Al- þýðubandalagsins og aldrei fyrr hefur nokkur fiármálaráðherra misst eins rækilega niður um sig nema ef vera skyldi forveri hans í starfi, Jón Hannibalsson. Nú hlýtur það að vera eðlileg krafa að eitt skuli yfir alla ganga, eins og Ólafur Grímsson sagði, rík- isstjórnina líka. Þeir hafa leyft sér að tala um að söluskatti, sem ekki hefur verið skilað á réttum tíma, hafi í raun verið stolið. Ég samþykki það, svo langt sem það nær. En hvað heitir það þegar menn leyfa sér að eyða peningum sem þeir ekki eiga? Leyfa sér að veð- setja framtíð fólks án nokkurrar heimildar eða leyfis? Ég ætla ekki að gefa því nafn en það er margfalt stærri glæpur en vangoldinn sölu- skattur einstakra aðila. Að skila-ekki stela Ríkisstjórnin hefur leyft sér að stórauka skuldir almennings í landinu í trássi við fiárlög. Hún hefur lítillækkað Alþingi með því að sniðganga samþykktir þess vís- vitandi. Telji ríkisstjórnin sig þurfa aö eyða meira fé en hún hefur heim- ildir til ber henni skilyröislaust að leita samþykkis Alþingis. Henni ber því í slíkum tilfellum að kalla Alþingi saman, ekki að „stela“ fiármunum komandi kyn- slóða. Á aðeins hálfu ári hefur húneytt sem svarar yfir tuttugu þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu, án heimildar. Þessar aðgerðir urðu til þess að ég kallaði þessa menn síbrotamenn og tel að hér sé komið verðugt verk- efni fyrir t.d. lagadeild Háskóla ís- lands að rannsaka hvort hér séu lög ekki þverbrotin og hvort ekki megi sækja þessa menn til ábyrgð- ar. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni fyrir Alþingi hvort það eigi yfirhöfuö að vera að eyða löngum og ströngum fundum í að ræða fiár- lög ár eftir ár, nánast vitandi það að þau verða virt að vettugi. Það er veriö aö gera grín að Alþingi með þessum vinnubrögðum, þeim verður að hnna. Eittgangi yfiralla Ég vil því gera orð Ólafs Gríms- sonar að mínum: „Eitt skal yfir alla ganga.“ Ríkisstjómin hefur stohð fé, hefur eytt fiármagni sem hún ekki hafði heimild th og hana ber að sækja th saka á sama hátt og þá sem ekki skhuðu söluskatti. Einu svör forsætisráðherra voru þau að við hefðum reist okkur hurðarás um öxl. Það er hárrétt hjá honum að það gerði núverandi ríkisstjórn strax með því einu að setjast að völdum. En það sem ráðherrann átti að vera maður th að segja var að þeir heföu sólundað og eytt úr hófi fram fé framtíðarinnar án nokkurrar heimhdar, heíðu eytt langt um efni fram. Því á ekki að fara í manngrein- aráht, heldur „láta eitt yfir alla ganga“ og bregðast meö hkum hætti við og gert var viö innheimtu söluskatts. Það á að loka á þessa menn og því er spurningin: Verður Stjórnarráðið innsiglað? Ingi Björn Albertsson Rík þjóð Lifskjör þjóðarinnar hafa batnað mikið á þessari öld. Þjóðin, sem dó úr ófeiti og innanmeinum, hefur nú svo mikiö aö borða að sumir einstakhngar hennar eiga við per- sónuleg vandamál að stríða af þeim sökum og hehsugæsla er með því hesta í veröldinni. Venjulegir mör- landar verða allra karla elstir og hafa að lífsfórunaut ekki aöeins fahegustu konur í heimi, heldur verða þær einnig allra kerlinga elstar sem betur fer. í kaupbæti er svo boðið upp á fallegt land, hreint og unaðslegt, hvort sem farið er á vit þess gangandi, ríðandi eða á bíl, skoðað úr lofti eöa af sjó. Sam- kvæmt alþjóðastöðlum eru íslend- ingar líka hamingjusamasta þjóð í heimi og verður helst sett út af lag- inu ef skákmaöur leikur af sér úti í heimi, hetjutenór flaskar á háa C-inu eða landsliðið okkar sigrar ekki alla hina í „alle tiders“ heims- meistarakeppni. Hagvaxtarmet Hvað varðar lífskjör þá birtist ~ tafla í síðustu viku í Vísbendingu sem sannaði það að við erum núm- er eitt í hagvexti í veröldinni á ár- unum 1971-1987. Meðalhagvöxtur var sem sagt 5,1% á ári fyrir þetta tímabh og skyldi þá engan undra að á árunum 1986 og 7 urðum við næsttekjuhæsta þjóö í veröldinni, aðeins Svisslendingar gátu státað af hærri landstekjum á mann. í fyrra kom aðeins afturkippur í efnahagsbatann og svo verður einnig þetta ár. Samt er lands- framleiðslan á mann áætluð af Þjóðhagsstofnun hærri þetta ár en metárið 1986, enda mun verg lands- framleiðsla nálgast núna 300 mhlj- arða markið og eru útflutningstekj- ur áætlaðar yfir 100 mhljarða í ár. Þetta allt saman mun gefa okkur KjaUarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur um 20 þúsund dollara tekjur á mann sem er alls ekki svo slæmt og líklega veröum við í einu af topp tíu sætunum með þjóðartekjur. Miklar útflutningstekjur Nú er það svo að oft er jafnerfitt að gæta fengins fiár eins og að afla þess. En í þessu efni virðist enginn bhbugur vera á þjóðinni. Sjómenn- irnir okkar ausa gífurlegum verð- mætum á land dag hvern og verð- lag er vissulega þokkalegt þótt salt- fiskurinn hafi eitthvað gefiö eftir frá metverði síðustu ára. Þá er áh, jámblendi og kísilgúr á metverði og meira að segja hrossakjöt er rif- ið út í Japan. Virðist reyndar ekk- ert lát á því hvað sú þjóð getur étið og það jafnvel hrátt. Hvernig væri að prófa á þá hrútakjötið okkar? Vanþökkum ekki góðærið Af öllu þessu ætti að vera aug- ljóst að við íslendingar eigum ekki viö neinn venjulegan efnahags- vanda að etja. í landinu ríkir al- gjört góðæri þótt auðvitað verði að opna augun til þess að sjá það. Nýjustu tölur um vöruskiptajöfn- uðinn með yfir þriggja mihjarða afgang á hálfa árinu gefa líka fylli- lega ástæðu til bjartsýni. Það er árangur sem er raunverulegur fyr- ir þjóðarbúið og sýnir að þjóðin vill halda efnahagslegu sjálfstæði sínu. Rétt er einnig að ítreka það aftur að við vomm á tekjumeti fyr- ir tveimur þremur árum og þótt aukningin sé ekki jafngífurleg og þá er það samt þannig að við höld- um nokkurn veginn sjó og getum svo gefið fulla ferð áfram þegar lag gefst. Þá mega líka Svisslending- amir fara að vara sig. Forgangsverkefni „Starfið er margt" sagði skáldið og ráðherrann og nokkur verkefni eru framundan sem öðrum fremur þarf að standa vel í ístaðinu við. Fyrst og fremst þarf að heyja af fullum krafti þá vamarbaráttu sem við eigum við Evrópubandalagið. Evrópubandalagsríkin eru okkar langmikhvægasti markaður fyrir útflutningsvörur. Ef vissum öflum þar, sem heimta skip sín inn fyrir okkar fiskveiðhandhelgi, verðu kápan úr því klæðinu, munneitun okkar á þeirri kröfu þýða tollaálög- ur á útflutning okkar th Evrópu- bandalagsríkjanna. Þessi hætta fær nú síaukið vægi vegna stefn- unnar um sameiginlegan innri markað bandalagsríkjanna árið 1992. Að vísu fullvissaði spænski utanríkisráðherrann Jón Baldvin Hannibaldsson utanríkisráðherra í konungsheimsókninni um daginn um að slíkt væri ekki á döfinni. Slík yfirlýsing er auðvitað mikih árangur, sem og fullvissa Kohl, kanslara Þýskalands, í opinberri heimsókn Vigdíar Finnbogadóttur forseta til Þýskalands, um það að Þjóðverjar myndu standa með okk- ur í fríverslunarbaráttu okkar við Evrópubandalagið. Ef þessi tollur yrði samt settur á vörur okkar við vindubrúna inn í kastalann „For- tress Evrópa“ eftir þrjú ár væri það margra mihjarða tjón fyrir íslenskt þjóðarbú. Seljum rafmagnið dýrt Annað mjög mikilvægt mál er nauðsyn þess að selja núna annað álver, auk stækkunarinnar í Straumsvík. Blöndurafmagnið fer núna að verða tilbúið og hagstæöir virkjunarkostir eru fyrir hendi við Búrfeh, Vatnsfell, Sultartanga, Laxárvirkjun, Kröflu og Fljóts- dalsvirkjun. Þjóðin treystir á samningamenn sína að selja raf- magnið dýrt og fljótt, helst þannig að við getum eignast orkuverin frítt eftir ákveðinn tíma eins og Búrfehsvirkjun. Varaflugvöllur - flugöryggi Annað mál þessu skylt er auðvit- að varaflugvöllurinn. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur fengið fullvissu fyrir því að þessi flugvöhur yrði ekki skoðaður sem hernaðarmamMrki þótt mannvirkjasjóður Atlantshafs- bandalagsins myndi alfarið kosta hann. Hér er sem sagt einungis um flugöryggi að tefla, auk eðlilegrar þátttöku í vörnum landsins. Þannig er treystur enn frekar sá friður sem við höfum búið við eftir síðari heimsstyrjöldina. íslenskar hend- ur fengju að mestu leyti vinnuna við þetta mannvirki og öfluðu þannig um fimmtán mihjarða í gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það yrði gott búsílag í hagvaxtarkapphlaup- inu við Svisslendingana og sjálf- sagt mætti, ef svo sýndist, greiða niður mörg kíló af dilkakjöti fyrir sérvitra sælkera uppi á Fróni, sem nytu þá þeirra sérréttinda aö borða ódýrt besta og hollasta mat í heimi. Að ekki sé minnst á öll þau göng og umferðarbætur til öryggis okkar dreifðu byggðum sem mætti fram- kvæma fyrir slíkan pening. Vega- göng um Vestfirði, Austfiröi og undir Hvalfiörö. Ekki þarf heldur að efast um samningssnilh utan- ríkisráðuneytisins, sem sló Varn- arliðið kalt um hálfs milljarös vatnsveitu fyrir Vallarsvæðið um dáginn. Þá má heldur ekki gleýma að við eigum hálfs mihjarðs skreið- arfarm óinnheimtan í Nígeríu. Sýnum atvinnulífinu áhuga Eghl Skallagrímsson sótti einu sinni gull fyrir Noregskonug th frænda sinna í Norður-Noregi. Nú- tíma íslendingar sækja gull í blóm- legt og kraftmikiö atvinnulíf. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hyggst með nýrri löggjöf verðlauna þá af vlkingaþjóðinni sem vilja taka þátt í atvinnulífinu og kaupa hluta- bréf í fyrirtækjum. Hér hafa ein- stakhngar tækifæri th þess að treysta framtíð sína í tvennum skilningi. Auðvitað er það ekkert gefið að atvinnulífið blómstri. Um það verður að hugsa eins og annað og hafa áhuga. Þjóðin ætti að heita á sig þegar þessi löggjöf er komin í gegn og veija einhverju fé th þátt- töku í atvinnulífinu. Ef íslendingar leggjast á eitt er enginn vafi á því að við getum skhað komandi kyn- slóðum öruggri og bjartri framtíð. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Auðvitaö er það ekkert gefið að at- vinnulífið blómstri. Um það verður að hugsa eins og annað og hafa áhuga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.