Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 16
101 Spumingin Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Haraldur Orri Björnsson: Þyrluflug- maður af því að mér finnst svo gam- an að fljúga. Kolbrún Arnarsdóttir: Ég ætla að vera dýralæknir. Mér finnst dýr svo skemmtileg. Bráöum á ég aö fá skjaldböku. Fjóla Karlsdóttir: Söngkona, ég veit eiginlega ekki hvort ég ætla að verða poppsöngkona eða óperusöngkona. Kannski bara hvort tveggja. Laufey Þórðardóttir: Ég ætla að verða lögga. íris Rún Þórðardóttir: Tannlæknir af því að það er svo gaman að fara til tannlæknis. Alexander Heiðar Ólafsson: Lög- regluþjónn, þá get ég kannski verið á svona flottu mótorhjóli. mánudáöur MBttáMafe/ Lesendur Búvörusamning bænda má ekki framlengja: Nú er tækifærið Pétur Guðmundsson skrifar: Það mun flestum íslendingum vera ljóst nú að málefni landbúnaðarins eru komin í slíkar ógöngur að ekki verður hjá því komist að gera þar á gagngerðar og viðamiklar breytingar til frambúðar. Núverandi stefnuleysi í landbúnaði er að shga þjóðina og er reyndar komið að algjöru skip- broti í mörgum málum, sem beinlín- is má rekja til þeirrar stefnu sem hér er rekin í landbúnaðarmálum. Hagur bænda fer versnandi þrátt fyrir sífelldar breytingar sem hafa ekki gert annað en festa bændur á klafa sjálfvirkrar offramleiðslu, nið- urgreiðslna og loks leitt til gjaldþrots margra þeirra. Bændum hefur verið att út í nýjar búgreinar með opipberu lánsfé sem oftast hefur þurft að taka í erlendum gjaldeyri. - Svokölluð búvörulög eru hér helsta orsökin. Nú stendur endurskoðun búvöru- samnings við bændur fyrir dyrum. Hagsmunaaðilar, þ.e. bændur og stjórnvöld (sem ekki eru annað en umboðsaðilar kjósenda), hafa fallist á að ræða nýjan samning þótt núgild- andi samningur renni ekki út fyrr en árið 1992. Það er í sjálfu sér ekki nema rétt, því ef eitthvað á að koma af viti út úr þessum viðræðum er eins gott að ekki sé hægt að kenna tímaskorti um. En það sem ískyggilegast er þó í því sambandi er að fulltrúar Stéttar- sambands bænda hafa þegar komið með fuhmótaðar tillögur og lagt fram á fundum með stjómvöldum. Þessar tillögur eru um aö litlar sem engar breytingar verði gerðar á núverandi búvörusamningi fram til ársins 2000. - Þetta er mjög alvarlegt mál og því miður lítil von til þess að stjórnvöld geri annað en að guggna þegar til kastanna kemur og samþykki hverja einustu málsgrein í tihögum Stéttar- sambandsins. Sambandið vill láta samninginn ná yfir mjólkurvörur og kindakjöt eins og áður og jafnvel bæta þar við öðr- um greinum, t.d. útflutningsbótum á hrosakjöt. Fastar niðurgreiðslur verði áfram og ríkið greiði kostnað við birgðahald á kindakjöti, svo og geymslu- og vaxtagjöld. - Og að sjálf- sögðu krefjast þeir þess að innflutn- ingur verði ekki leyföur á neinum landbúnaðarvörum sem geta hugs- anlega raskað forsendum samnings- ins til aldamóta! Nú er það þó von landsmanna að stjórnvöld eða a.m.k. einhverjir ráð- herrar láti þessa hugmynd Stéttar- sambands bænda ekki ganga í gegn. Það væri eins og að greiða þjóðlífi í landinu náðarhöggið að ganga að þessum kröfum. Mér finnst það vera skylda aUra þeirra stjórnmála- manna, sem sjá í hvert óefni stefnir með endurnýjun óbreytts búvöru- samnings til aldamóta, að spyma við fótum. Það er því tímabært að láta reyna á stjómarsamstarfið í þessu máh og að þeir sem eru á móti óbreyttum búvörusamningi krefjist stjórnarslita til að gefa kjósendum síðasta orðið um málið. - Nú er tæki- færið! Stéttarsamband bænda með tillögur um búvörusamning til ársins 2000. Eiga kjósendur að hafa síðasta orðið? - Frá fundi sambandsins fyrir fáum árum. Hringið í síma 27022 milli 3d. 9 og 16, eða skrifið. ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum. Auglýsingablöð til ama Saga af átthaga- fjötrum og skrif- ræði í Póllandi Ágúst Guðmundsson skrifar: Á sunnudaginn var datt inn um bréfalúguna hjá mér enn eitt blaðiö, sem ég hef ekki beðiö um. Þetta hét Kringlublaðið, blað í heilmiklu broti og prentað á hinn vandaðasta papp- ír. - Á sennilega að gegna því tvíhliða hlutverki að vera fréttablað af vett- vangi Kringlunnar og svo auglýs- ingar sem væntanlega eiga að halda blaðinu uppi þvi blaöið er gefið út í 50 þús. eintökum og dreift inn á hvert heimili í Reykjavík og nágrenni end- urgjaldslaust - eins og segir á inn- síðu. Nú er ég alls ekki að amast við því að fyrirtæki eins og Kringlan haldi úti kynningu á þeim vettvangi sem fram fer innan veggja þessa mikla húss. Ég er ekki heldur á móti aug- lýsingum í blöðum og öðrum fjöl- miðlum. Tel þær meira að segja alveg bráðnauðsynlegar í daglegu lífi fólks nú á tímum. Það sem ég hins vegar sætti mig ekki við er að verið sé að senda mér stórt og mikið blað í dagblaðsbroti - með engu eða einskis nýtu innihaldi. Ég tel að svo hafi verið í þessu tilviki. Blaðið hefst á örstuttum inngangi útgefanda þar sem segir að blaðið eigi að koma út á tveggja mánaða fresti og eigi aö fjalla um fyrirtækin í Kringlunni, fólkið sem vinnur þar, verslun og vörugæði, neytenda- og matarmál, o.fl. Mér finnst það ekki þess virði að senda manni svona viðamikið, ht- prentað og áreiðanlega dýrt blaö þeg- ar það segir neytendunum sama og ekkert (ég ræði ekki viðtöl viö Pétur og Pál um eitt og annað sem maður hefur áður lesiö eða heyrt af annars staöar). - Af rúmlega 30 auglýsend- um eru aðeins tveir sem tilgreina verð á vörum sínum. Ef svona blað á að gegna einhveiju hlutverki gagnvart neytendum er ekkert annað en verð á auglýstum vörum sem gerir það þess virði að það sé sent í 50 þúsund eintökum til fólks. - Auglýsingablöð án vöruverðs eru einfaldlega til ama. 9755-6083 skrifar: Pólsk stúlka, er kynntist íslenskum eiginmanni sínum fyrir tveimur árum, þá búsett í Póllandi, hefur sannarlega fengið að kynnast skrif- ræðinu sem viðgengst austur þar. Stúlkan, sem er kennari að mennt, bjó ásamt 10 ára syni sínum í borg- inni Elk, skammt frá Varsjá. - Fjög- urra stunda akstur er á milh borg- anna. Á síöasta ári ákvað hún að takast á hendur ferðalag til íslands til þess aö heimsækja íslenskan unnusta sinn. Fyrst varð hún þó að fá vega- bréf og sérstakt fararleyfi stjórn- valda, ásamt vegabréfsáritun til ís- lands. - Tók það 2 mánuði, og varö sonur hennar eftir hjá ömmu sinni. Eftir nokkurra mánaða dvöl hér á landi giftust þau unnustinn, og hóf hún að gera ráðstafanir til að geta flutt búferlum til íslands. Þaö átti þó ekki eftir að ganga þrautalaust fyrir sig. Hinn 4. desember sl. hélt hún til Póllands til þess að sækja son sinn og persónulega muni, og hófst þá löng bið eftir fararleyfi fyrir þau mæðginin. - Varð m.a. að fá ný vega- bréf, sem nú kostuðu sem svarar eins og hálfs árs launum kennara í Pól- landi. Loks fengust þó öh tilskihn leyfi, og var haldið af staö til Varsjár að- faranótt 24. febr. í veg fyrir fiugvél sem fara átti til Kaupmannahafnar kl. 9 um morguninn. - Komu mæðg- inin á flugvölhnn kl. 6, og hófst toll- skoðun klukkustund síðar. Þess skal getiö aö stúlkunni, sem átti talsvert innbú, var ekki leyfilegt að flytja með sér úr landi annaö en þá persónulegu muni sem hún gat flutt í flugfarangri sínum. Var nú allt grandskoöað og vandlega borið saman viö hsta sem leggja varð fram. Eftir mikla þrautagöngu milh Heró- desar og Phatusar er ekki aö orð- lengja, að mæðginin misstu af flug- vélinni. Hluti farangursins, sem tahnn var of mikill, en hann var alls fjögur stykki lenti þó með fiugvéhnni til Hafnar og th baka aftur, en þau mæðginin máttu takast á hendur fjögurra tíma ferðalag aftur th heimaborgar sinnar th þess að afla annars fararleyfis. Nú voru góð ráð dýr. Afla varð leyf- is í tíma, en íslensk vegabréfsáritun þeirra átti að renna út 1. mars. Með dyggri aðstoð ættingja og vina fékkst leyfi th brottfarar strax næsta morg- un, eftir aðra svefnlausa nótt. í þetta sinn var farkosturinn frá SAS í stað pólska ríkisflugfélagsins daginn áð- ur, en það þýddi að farangurinn mátti vera ívið meiri en fyrr sem þó nægði ekki samkvæmt boði tollyfir- valda. Gripu mæðginin því th þess ráðs, th þess að missa ekki af fluginu í annað sinn, að fara að ráði tohvarðar og skhja hluta farangursins eftir hjá móður stúlkunnar, sem gefinn var frestur th 1. ágúst til þess aö senda hann sem pakka th íslands, án sér- staks gjalds sem tíðkast, og nemur háum upphæðum. Að loldnni sólarhrings bið á Kas- trupflugvelh náðu mæðginin svo loks hehu og höldnu th íslands eftir þriggja sólarhringa ferðalag, sem reyndi svo sannarlega á þolrif þeirra. En sagan er ekki þar með öll. Er til átti að taka og senda umræddan pakka með ýmsum persónulegum munum, þar á meðal hluta af borð- búnaði, sem lagt hafði verið upp með frá Elk, en var nú einungis að hluta til kominn th íslands, heldur pólska tollgæslan því nú fram að allur far- angurinn hafi farið úr landi með þeim mæðginum og krefst tveggja núlljóna zloty fyrir leyfi th þess að senda það sem eftir er. Er þetta gott dæmi um þá átthaga- fjötra sem Pólverjar verða að búa við hvað sem líður þeim þjóðfélagsum- bótum sem sumir teija sig sjá á ein- hveijum sviðum í Áustur-Evrópu- löndunum um þessar mundir. Hneyksli í fyira -sjálfsagtnú Borgnesingur skrifar: Húnaveri og fyhiríið ekki tiltöku- Mikið er nú ánægjulegt að sjá mál. Bara tiltölulega friðsamt, aharþessarjákvæöufréttirafsam- svona yfirleitt! komuhaldi um verslunarmanna- Það sem var hneykslanlegt og helgina. Það er af sem áður var. - slegið upp í stórum fyrirsögnum í Þeir sem voru fulhr, voru það á fýrra og hittifyrra er núna bara eiginábyrgö,enekkimótshaldara. sjálfsagt mál og ekkert viö það að Gestimir í Galtalæk létu biðröð- athuga. - Já, heimurinn breytist ina viö salernin ekki á sig fá. Litið og mennimir með. Vonandi stend- um óhöpp í Þórsmörk. - Stuö í ur allt til bóta... I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.