Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 21
MÁNUJ)AGUR 21. ÁGÚST 1989. 21 Úrvalsdeildin í Skotlandi: Guðmundur og félagar töpuðu á heimavelli - Guömundur Torfason fekk slæma útreiö gegn „Ég hef aldrei fengiö svona slæma meðferp í einum og sama leiknum. Einn af vamarmönnum Hearts, Dave McPherson, hugsaði einungis um það að sparka mig niður og hann kom varla nálægt boltanum. Ég er allur bólginn á löppunum en ég held að það sé samt ekkert mjög alvar- legt. Ég er eiginlega hissa á að hafa sloppið lifandi frá þessum leik- manni,“ sagði Guðmundur Torfason, leikmaður hjá St. Mirren, en lið hans tapaði, 1-2, á laugardag fyrir Hearts í skosku úrvalsdeildinni. „Þetta var ekki nógu gott hjá okk- ur. Við eigum að geta unnið þetta Hearts-lið án mikilla erfiðleika en það gekk ekkert upp hjá okkur á laugardaginn. Það var sárt að tapa á heimavelli þar sem við vorum búnir að vinna tvo fyrstu útileikina,” sagði Guðmundur en hann átti ágætan leik með liði sínu. Hearts náði að skora tvö mörk í byijun leiksins en um miðjan síðari hálfleik náði vamarmaðurinn Peter Godfrey að minnka muninn fyrir St. Mirren. Undir lokin sótti St. Mirren stíft að marki Edinborgarliðsins en án árangurs. Guðmundur átti hörku- skalla sem markvörður Hearts náði að veija mjög vel. St. Mirren á leik gegn Motherwell á miðvikudagskvöld en þá fær Guð- mundur frí hjá liðinu til að leika með íslenska landsliðinu gegn Austurríki í Salzburg. Rangerstapaði aftur Hið stjömum prýdda lið Glasgow Rangers beiö annan ósigur sinn í jafnmörgum leikjum er liðið fór til Edinborgar og lék þar gegn Hibem- ian. Rangers mátti þola 0-2 tap og gat sá ósigur orðið enn stærri. Gra- eme Souness keypti á dögunum ísra- elska landsliðsmarkvörðinn, Bonni Ginzburg fyrir 300 þúsund pund. Ginzburg átti mjög slakan leik og átti sök á báðum mörkum Hibs og þá sérstaklega því síðara þegar hann missti knöttinn fyrir fætur Keith Houchen sem skoraði auðveldlega. Houchen, sem áður lék með Co- Hearts ventry, gerði einnig fyrra mark Hibs í leiknum. Celtie hefur byrjað mun betur en erkifjendumir. Á laugardag vann Celtic nauman sigur á nýliðunum, Dunfermline, 1-0. Mike Galloway skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Aðalleikur dagsins var nágranna- slagur Dundee-liðanna. Dundee vann þá Dundee United, 4-3, í æsispennadi leik. Dundee United komst í 0-2 í byijun leiksins með mörkum frá Gallacher og Pantalinen. Keith Wright var hins vegar hetja Dundee en hann skoraði öll fjögur mörk liðs- ins. -RR Norska knattspyman: Brann komið í f immta sæti - Olafur var í leikbanni rnn helgina Hermimdur Sigmundsson, DV, Noregi: Brann, lið þeirra bræðra Ólafs og Teits Þórðarsonar, gerði jafntefli, 2-2, gegn Sogndal í norsku 1. deild- inni í gærkvöldi. Brann lék mjög vel í fyrri hálfleikn- um og komst fljótlega í 2-0 og þannig var staðan í leikhléi. í síðari hálf- leiknum tókst liði Sogndai að jafna metin í 2-2 eftir þunga sókn að marki Brann. Ólafurtókút leikbann Ólafur lék ekki með Brann í gær þar sem hann er í leikbanni vegna margra gulra spjalda. Ólafur hefur leikið vel með liði sínu í tveimur síð- ustu leikjum á undan og fékk fyrir skemmstu næsthæstu einkunn í einu norsku dagblaðanna. Brann er komið í 5. sæti norsku 1. deildarinnar og hðið er nú í barátt- unni um Evrópusæti. Það eru ár og dagar síðan Brann hefur gengið svona vel og greinilegt að Teitur Þórðarson er að gera mjög góða hluti með liðið. Rosenborg vannTromsö Önnur úrslit í norsku 1. deildinni um helgina voru þau að Rosenborg vann Tromsö, 2-1, í mikilvægum leik í toppbaráttunni. Lállestræm sigraði Kongsvinger, 1-0, Molde vann Vik- ing, 2-0 og loks sigraði Start Mjölne, 2-1. • Teitur Þórðarson er þjálfari hjá Brann og er að gera góða hluti með liðið. Brann er nú í 5. sæti norsku 1. deildarinnar. íþróttir Frakkland: Bordeaux á toppnum Bordeaux heldur tveggja stiga forystu í frönsku 1. deildinni eftir 1- 0 sigur á heimavelli gegn St. Etienne um heigina. Holiending- urinn Piet Den Boer skoraöi eina markið seint í síðari hálfleik og þaö reyndist nyög dýrmætt sigur- mark. Bordeaux hefur unnið 5 leiki af sex og er á toppnum með 11 stig. Marseille vann 2-0 sigur á Montpellier og eru meistararnir í 2.-3. sæti ásamt Paris St. Germa- in en þessi lið hafa 9 stig. Mar- seUle lék mjög vel gegn Mont- pellier og Franck Sauzee og Car- los Mozer gerðu mörkin. Paris St. Germain vann Liile 2- 1. Jean-Francois Charbonnier og Júgóslavinn Safet Susic skor- uöu tvívegis í fýrri hálfleik fyrir Parísarliðið en Gaston Mobasti, landsliðsmaður frá Zaire, minnk- aði rauninn fyrir Iille í síðari hálfleik. Nantes og Nice gerðu 2-2 jaöi- tefli í spennandi leik. Nantes náði að jafiia á síðustu 10 mfnútum leiksins með mörkum fiá Joel Henry og Dragan Jacovljevic. Nice leikmanninum Frederic Gi- oria var vikið af leikvelli óg var það 10 rauöa spjaldið sem er á lofti í sex umferðum í 1. deildinni í Frakklandi -RR Jafnt hjá Luzern Luzern, liö Sigurðar Grétars- son, gerði enn eitt jafnteflið í svissnesku 1. deildinni ura heig- ina. Luzem gerði nú 2-2 jafntefli við Lugano á heimavelli -RR Bayem Munchen sigraði Eintracht Frankfurt á útivelli, 0-1, í vestur-þýsku bikarkeppn- inni á laugardag. Bayem fer því áfram í 2. rnnferð. -RR Anderlecht náði aðeins jafntefli í Antwerpen - Amór lék með varaliðinu um helgina Kns$án Bemburg, DV, Beigíu: Amór Guðjohnsen lék með vara- liöi Anderlecht um helgina en það var í fyrsta skipti sem Araór leikur eftir langvarandi meiðsli. Arnór lék fyrri hálfleikinn og stóð sig ágætlega en var tekinn af velli í hálfleik þar sem þjálfari liðsins vildi ekki taka neina áhættu með Arnór. „Ég fann mig mjög vel og það eina sem vantar er úthald. Það kemur án efa straxog ég fer að æfa af full- um krafti. Ég vonast tO að komast í toppform á næstu vikum og ég mun sennilega spila heilan leik með varaiiðinu í vikunni,“ sagöi Amór, 1 stuttu spjalli eftir leikinn á laugardag. Aðallið Anderlecht lék um helg- ina og mátti sætta sig við 2-2 jafn- tefli gegn Antwerpen. Anderlecht, með margar stórstjömur innan- borðs, réð gangi leiksins lengst af og korast tvívegis yfir. Belgíski landsliðsmaðurinn Nilis kom And- erlecht yflr en Lehnhoffjafhaði fyr- ir leikhlé. 15 þúsund áhorfendur sáu 5 gul spjöld á lofti í höröum og spennandi síöari hálfieik þar sem allt var lagt í söluraar. Anderlecht komst aftur yfir þegar Van der Linden skoraöi eftir sendingu frá Finnanum Ukkonen. Skömmu síð- ar fékk Antwerpen vítaspymu er Grtin handlék boltann innan víta- teigs en Van Roij skaut i slána úr vítinu. Á siðustu raínútunni náði Curcic aö jafna við mikinn fögnuð heimamanna. Meistaramir KV Mechelen vora heppnir að vinna 1-0 sigur á Eker- en. Preuthomme átti stórleik i marki Mechelen og varði oft glæsi- lega. Þegar 4 mínútur vora til leiks- loka náði Emmers aö tryggia KV Mechelen sigurinn. FC Liege, andstæðingar Skaga- manna í Evrópukeppninni, lékn mjög vel um helgina og unnu St. Truden, 2-0. Bæði raörkin vora skorað í fyrri hálfleik. Önnur úrslit urðu þau Genk vann Charieroi, 3-1, Lokeren sigraði RAC Mechelen, 4-3, Standard vann stórsigur á Lierse, 4-0, Waregem vann Cercle Bragge,' 2-1, Club Bragge og Kortrijk gerðu 1-1 jafii- tefli og Beveren og Beerschot gerðu 0-0 jaöitefli. íþróttafélagið Gerpla Fimleikadeild - Innritun Áhugahópar - Baðverðir Innritun fimleikadeildar Gerpiu er hafin og stendur til 1. september. Tekið á móti innritunarbeiðnum og upplýsingar veittar kl. 14-20 alla virka daga í símum 74925 og 74907. Fimleikar fyrir stúlkur og drengi, leikfimi fyrir fuilorðna. Stundaskrár verða afhentar mánudaginn 4. september samkvæmt nánari auglýsingu síðar. Foreldrum er sérstaklega bent á hentuga morguntíma fyrir unga byrjendur. Tekið verður á móti beiðnum um leigu á íþróttasal Gerplu að Skemmuvegi 6 á sama tíma og innritunar- beiðnum. Gerpla óskar eftir að ráða baðverði um kvöld og helgar í vetur. Upplýsingar í símum 74925 og 74907 milli kl. 16 og 20 næstu daga. Umsóknir berist í síðasta lagi 25. þ.m. á skrifstofu félagsins að Skemmuvegi 6, Kópa- vogi, á ofangreindum tíma. Geymið auglýsinguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.