Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Qupperneq 26
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1989.
Iþróttir
Hestahátíð
í Breiðdal
Sigursteinn Melsted, DV, Breiödalsvik;
Hestamannafélagið
Geisli hélt nýlega
fyrstu hestahátíð sína
á nýjum skeiðvelli sem
er á Lambey í landi Heydala.
Þama voru saman komnir marg-
ir góðir hestar af félagssvæði
Geisla en það er Breiðdalur og
Stöðvarfjörður og gestir víða að
sem kepptu sem slíkir.
Keppt var í ýmsum greinum,
svo sem gæðingakeppni, firma-
keppni og unglingakeppni og
stóðu unglingarnir sig sérlega
vel. Vakti athygli að þeir hafa
allir þjálfaö hesta sína sjálftr. Að
síðustu var lokahópreið og verö-
launaafhending. Flest verölaun
hlaut Glæsir Lárusar Sigurðs-
sonar. Athyglisverðasti hestur-
inn, fæddur á félagssvæði Geisla,
var Hrossi Hauks Gíslasonar.
Mótinu stjómaði Pétur Behrens,
listamaður, bóndi og hestamaö-
ur, af mikilli röggsemi Dómarar
voru frá Landssambandi hesta-
manna.
Þama er kominn góður skeið-
völlur með hringbraut og 250 m
beinni braut á góðu landi. Eftir
er að byggja upphækkun fyrir
áhorfendur. Hefur félagsfólk
Geisla unnið aö gerð vailarins
af miklum dugnaði í sjálfboða-
vinnu. Naut félagið góðs af því
að hestamaður situr Heydali, þaö
er séra Gunnlaugur Stefánsson.
Hann er mikill áhugamaður um
íslenska hestinn og flutti ávarp
á mótinu.
Að lokum vísa sem gestur úr
Borgarfirði kastaði að séra
Gunnlaugi:
Sagan hans Einars var sonn áöur
lauk
svo var hans klerkdómur merkur.
En vilt þú í neflð úr borgfirskum
bauk
breiðdælski Heydalaklerkur.
• Glæsilegir hestar og knapar. Séra Gunnlaugur í miðið.
• Guðmundur Tjörvi Guðmundsson ásamt öðrum nemendum í sínum flokki í íþróttaskóia Charltons. Guðmundur
er annar frá hægri í fremri röð en sjálfur Bobby Charlton, einn þekktasti knattspyrnumaður heims fyrr og síðar,
er lengst til vinstri í aftari röð.
Þrettán ára Víkingur vekur athygli í íþróttaskóla Charltons:
Náði besta þrauta-
árangri frá upphafi
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum;
Þrettán ára Reykvikingur, Guð-
mundur Tjörvi Guðmundsson, kom
mjög á óvart og sýndi snilldartakta
þegar hann sigraði með yfirburðum
í sínum aldursflokki í knattþrauta-
keppni Bobbys Charlton. Keppnin
fór fram í íþróttaskóla Charltons í
Englandi í lok júlí.
Guðmundur, sem er í 4. flokki Vík-
ings, fékk 1120 stig úr fimm þrautum,
sem þykja mjög erfiðar, og með því
tryggði hann sér sæti í lokakeppn-
inni sem fram fer á Old Trafford,
heimavelli Manchester United, 2.
september. Þetta er besti árangur
sem náðst hefur í þessum aldurs-
flokki frá upphafi. Næstur á eftir
honum var Englendingur sem fékk
920 stig.
Á Old Trafford munu allir þeir
bestu í hverjum aldursflokki mæta
til leiks og sá sem sigrar mun fá hálfs
mánaðar dvöl hjá Barcelona eða Real
Madrid á Spáni að launum, svo að
til mikils er að vinna. Nemendum
við skólann er skipt í fjölmarga ald-
ursflokka, allt frá 6 til 18 ára, og eru
jafnan um 20-30 í hverjum flokki.
„Þetta voru mjög erflðar þrautir
og gaman að komast í lokakeppnina.
Ég ætla að æfa mig mjög vel fyrir
hana og gera mitt besta en það verð-
ur örugglega erfitt að sigra þar. Þáð
var meiri hááar gaman að vera í
þessum skóla, ég var í þijár vikur
og lærði mikið, t.d. í ensku, knatt-
spyrnu og snóker síðustu dagana.
Auk þess kynntist ég mörgum strák-
um,“ sagði Guðmundur Tjörvi í sam-
tali við DV.
Það er ferðaskrifstofan Ratvís í
Kópavogi sem er með einkaumboð á
íslandi fyrir íþróttaskóla Charltons
og hefur nú tekið við pöntunum hér
á landi í tvö ár. Þegar hefur á annan
tug íslenskra ungmenna farið utan í
sumar.
„Það hefur verið mikið rætt um
þetta í Englandi og alveg ótrúlegt hve
góðum árangri íslendingar hafa náð
í skólanum. í "fyrra komust tveir í
lokakeppnina og stóðu sig vel og nú
Guðmundur sem sýndi mikil tilþrif.
Er ánægjulegt að vita að ungir knatt-
spymumenn geta fengið einstakt
tækifæri eins og þetta. Þaö hefur
verið mjög mikið sótt í þennan skóla
hvaðanæva úr heiminum og nýtur
hann mjög mikilla vinsælda, m.a.
komu tveir alla leið frá Japan. Þetta
er ekki bara knattspyrnuskóli, það
era kenndar flestar íþróttagreinar,"
sagði Fanney Gísladóttir, fram-
kvæmdastjóri Ratvís.
Alþjóðlegar reglur þverbrotnar
- Frjálsíþróttadeild FH krefst þess að stigagjöf 1. deildar bikarkeppninnar verði endurreiknuð
Fijálsíþróttadeild FH hefur sent
efflrfarandi opiö bréf til fonnanns
Fijálsíþróttasambands íslands,
Ágústs Ásgeirssonar, og varafor-
manns FRÍ og formanns laganefnd-
ar FRÍ, Birgis Guðjónssonar:
Fyrri dag bikarkeppni 1. deildar
kærði ftjálsíþróttadeild FH (Oddur
Sigurðsson) 4x100 metra boðhlaup
karla. Töldum við að ekki hefði ver-
ið fariö eftir þeim keppnisreglum
sem gilda í boðhlaupum. Ekki var
kallað upp hvort hlauparar væru
tilbúnir á skiptisvæðunum. Starfs-
menn voru ekki með flögg til að láta
vita hvort hlaupið mætti hefjast.
Laganefhd FRÍ vísaði kærunni firá
vegna þess að tímaseðillinn hefði
farið fram úr áætluðum tima um 2-3
mínútur.
Þótt eitthvaö hafi farið úrskeiðis á
tímaseðli í sumum greinum sér hver
heilvita maður að það á ekki að
koma niöur á öðrum greinum
keppninnar. Svo kaldhæðnislega vill
tíl að 4x100 metra boðhlaup karla
og kvenna eru siðustu greinar fyrri
dags.
- Þá er það fyrirspurn til Birgis
Guðjónssonar:
Á sama tíma og menn eru teknir
i iyflapróf í bikarkeppni 1. deildar í
fyrsta skipti leyfir formaöur iaga-
nefndar FRÍ, Birgir Guðjónsson,
Kristjáni Skúla Ásgeirssyni að nota
ólöglegt asthmalyf. En hann sigraði
í 5.000 metra hlaupi og varð þriðji í
1500 metra hlaupinu. Lyf þessi víkka
háræðar og auka öndunarhæfni
keppandans, þannig að hann mæðist
síður.
Þess má geta að á ólympíuleikun-
um var sigurvegari í 1500 metra
skriðsundi karia sviptur gullverö-
launtun sínum vegna sambærilegs
asthmalyfs.
Það skipti engu máii hvort kepp-
andinn notaði asthmalyf að læknis-
ráði, það er óheimilt að nota slíkt lyf
í keppi.
Ef þessi fyrirspum reynist rétt um
notkun asthmalyfsins hjá Kristjáni
Skúla getur fáfræði formanns laga-
nefhdar um þetta umrædda lyf ekki
losað FRÍ undan þeirri ábyrgö sem
því fylgir ef einhver tekur ólögleg lyf
fyrir keppni að úrskurða á sama veg
að verðlaun og stig verði tekin af
þeím keppanda. Svo er annaö mál
hvort FRI setur þann sem neytti lyfs-
ins i keppnisbann.
-Þá er koraið að fyrirspurn nr. 2:
Getur formaður laganefhdar FRÍ,
Birgir Guðjónsson, breytt kastgeira
í kringlukasti karla eftlr að kepp-
endur hafa lokið upphitun og keppn-
in sjálfer að hefiast? Getur formaöur
laganefndar einnig breytt gildandi
reglum um breidd þelrrar línu sem
afmarkar geirann? Línan á aö vera
5 sm breiö en í kringlukasti karla
var notaður frægur bandspotti til
þess aö afmarka línugeirann. Guðni
Siguijónsson, UMSK, taldi sig vera
aö kasta gildu kastí, það er innan
geira, en kastið reyndist vera utan
geira. Hann hafði kastaö eftir línu
málbandsíns en ekki hinum löglega
bandspotta.
Væri tekið mið af hinum löglega
bandspotta í sleggjukastkeppni hér
fyrr í sumar þá var sú keppni dærad
ógfld. Ef við lítum á meistaramót
íslands fyrir rúmum hálfum mánuði
þá var önnur sleggjan með öriitið
minna ummál en alþjóðalög gera ráð
fyrir í dag. Bæði þessi mót újrekurö-
aði formaður laganefndar FRÍ, Birg-
ir Guðjónsson, ólögleg.
Kringlukastkeppnin í 1. deiid er
ólögleg að margra mati og fórum viö
fram á það að Frjálsíþróttasamband-
ið (án formanns laganefhdar FRÍ,
Birgis Guðjónssonar, því hann teng-
ist þessum málura of mikið) sam-
ræmi hvað er ólögleg keppni. Hvort
formaður laganefndar FRI eöa aðrir
séu þeir seku á ekki aö skipta máli.
Dæmi FRÍ kringlukastkeppnina
ólögiega fellur hún niður í stiga-
útreikningum félagsliðanna. Þetta á
einnig við um 4x100 metra boðhlaup
karla þvi ólöglega var aö því staðið.
Það sást vel I betnni útsendingu
sjónvarpsins og einnig er þaö til á
myndbandi aö ræsir og einmg
hlaupstjóri vissu að ekki var alit eins
og það átti að vera. Samt var ræst
af stað. Aftur kemur að þessum óiög-
legu mótinn. Þetta fellur einnig und-
ir sama hattinn, að vera ólöglegt.
Fórum við til dæmis fram á að keppt
yrði aftur í 4x100 metra boðhlaupi
en því var hafhað af formanni laga-
nefhdar FRÍ, Birgi Guðjónssyni.
Enn kemur Birgir (löglegi) Guð-
jónsson við sögu 1 þessari keppni,
en nú er það í þrístökki karla. Birg-
ir vildi færa þrístökkskeppnina og
stökkva undan vindi. Þar sem vind-
ur var vel yfir 2 metrar á sekúndu
heföi árangurinn í þrístökkinu ekki
verið tekinn gildur sem lögiegur á
afrekaskrám. Eínar Kristjánsson,
keppandi FH, neitaöi þessari lög-
leysu enda var hann búinn að mæla
út atrennuna og þá þegar búinn að
taka þau æflhgastökk sem hann ætl-
aði sér fyrir keppnina.
Þá er koraið að 1000 raetra boð-
hlaupi karla og enn einu sinni grípur
formaöur laganefhdar FRÍ, Birgir
Guðjónsson, inn í atburðarásina á
heldur óheppilegan hátt.
1.000 metra boöhlaup hefur tölu-
veröa sérstöðu en þaö er nær ís-
lenskt fýrirbæri. Sprettirnir í hlaup-
inu eru 100, 200, 300 og 400 metrar.
Eins og allir vita, sem fyigjast með
fijálsum íþróttum, gilda ákveðnar
reglur í boðhlaupum. Ef hlaupið er
út fyrir hin afmörkuöu skiptisvæði
er boöhlaupssveitin dæmd úr leik,
sama hvort það er gert af vankunn-
áttu eða óheppni.
Formaður laganefndar FRÍ, Birgir
Guðjónsson, taldi skiptisvæðin viö
aðra skiptingu 10 metrum iengri en
þau eru. Þjálfari FH-inga, Sigurður
Haraldsson, lét FH-inginn Stein Jó-
hannsson skipta innan löglegra
marka. Þar sem hinar sveitimar
hlupu út fyrir hin afmörkuöu skipt-
isvæöi lítum við svo á að ailar hinar
s veitirnar hafi ógilt öll sín boðhiaup.
Það er alveg sama hvort maðurinn
heitir Pétur eöa Páll, Jón eða séra
Jón. Það á ekki að mismuna mönn-
um né dómurum og dæma sam-
kvæmt lögum og reglum FRÍ og al-
þjóða fijálsíþróttasambandsins.
Sem betur fór var hægt aö kippa
hinum lögfróöa manni út úr 1.000
metra boðhlaupi kvenna svo að það
fór eftir alþjóðlegum keppnisregl-
um. Mótshaldari getur ekki breytt
alþjóðlegum lögum í ftjálsiþróttum
eins og hann villþótt FRÍ hafi hald-
iö þetta mót. FRX getur ekki skotið
sé bak við þögnina og þumbaraskap-
inn og þverbroöö allar alþjóðlegar
reglur í frjálsum íþróttum.
Viö viljum með þessu bréfi fara
fram á þaö við FRÍ að þaö taki rögg
á sig og dæmi í þessum málum og
endurreikni stigaútkomuna í bikar-
keppni l. deildar sem allra fyrst.
Með iþróttakveðju
F.h. fijálsiþróttadeildar FH
Haraldur Magnússon