Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Síða 30
18 30 Iþróttir Sport- stúfar Dómarinn fær sprengjuhótanir Hermundur Sigmundason, DV, Noregi; * Einari Halle, rúm- lega fertugum knatt- //• spymudómara hér í hótað lííláti. Halle hefur fengið sprengjuhótanir upp á síðkast- ið og bæöi hann og lögreglan hafa tekið þetta mjög alvarlega, eins og skiijanlegt er. Halle er mjög hræddur um fjölskyldu sína og lögreglan vaktar hús hans allan sólarhringinn. Þannig er mál með vexti aö á dögunum dæmdi þessi ágæti dómari, sem hefur oft dæmt á alþjóðlegum vettvangi, leik Mjölner og Lilleström. Halle tók að því er virtist augljósa vítaspymu af Mjölner og allt varð vitlaust á vellinum. Þegar Lilleström skoraði síðan sigur- mark leiksins skömmu fyrir leikslok sauö upp úr og vildu stuðningsmenn Mjölner kenna dómaranum um ósigurinn. Lögreglan er nokkuð viss um að einhveijir ósvífnir stuön- ingsmenn Mjölner hafi sent sprengjuhótanimar. Sjálfur segist Halle ætla að leggja flaut- una á hilluna að sinni óg taka sér frí frá dómgæslunni. Hann segist meta líf fjölskyldunnar meira virði en dómgæsluna sem er bara áhugamál hjá hon- um. Norðmenn ætla að græða Eins og kunnugt er munu vetrar- ólympíuleikamir 1994 fara fram í Lillehammer í Noregi. Norð- menn eru byijaðir af fullum krafti að undirbúa leikana og mikill hugur er í mönnum. Norska ólympíunefndin er í skýj- unum þessa dagana en það hefur verið gert opinbert að nefndin fær einkarétt á sölu á öilum hlut- um þar sem ólympíutáknin eru auglýst á. Talið er að þetta muni gefa norsku ólympíunefndinni alls 80 milljónir norskra króna í aðra hönd en það eru hvorki meira né minna en 640 milijónir ísl. kr. Það er kannski ekki skrit- iö þó að Norðmenn séu í himna- skapi þessa dagana. Maradona enn í fríi “771 Diego Maradona, knattspymustjarnan '' • argentínska, sem leikur með Napoli á ítalíu, virðist ekki ætla að koma aftur úr sumarMinu. Ekkert hefur spurst til Mara- dona síöan hann fór heim til Argentínu í sumarfrí. Forráöa- menn Napoli eru ævareiðir og segja aö Maradona hafi lofað að koma í síðustu viku. Æfing- ar eru byrjaðar af fullum krafti á Ítalíu og núna standa einmitt erfiöar þrekæfinga yfir. Mara- dona liggur í leti og hvflir sig heima í Argentínu en það er augljóslega ekki liðið á ítalíu, jafnvel þó maðurinn heiti Maradona. Forráðamenn Na- poli hafa hótað því að verði stjaman ekki komin til Ítalíu á morgun verði dregið verulega af launum hans. Það er spurn- ing hvort það verður nóg til að vekja kappann tfl lífsins. UBKvann þrefaltá Gull og silfur-mótinu Gull og silfúr-móti 3. og 4. flokks kvenna lauk í Kópavogi í gær. Breiðabliks- stúlkumar sigmðu bæði i A- og B-liðum 3. flokks og einnig í B-liði 4. flokks. * Þorvaldur æfir með Forest Víðir Sgurðeson, DV, Salzburg: Þorvaldur Örlygsson, leikmaður úr KA, fór um helgina til æfinga hjá enska stórliðinu Nottingham Forest Hann mun dvelja þar í rúma viku við æfingar. Síðasta vetur stóð til að Þorvald- ur færi til Forest eftir áramótin, en úr varð að hann fór í staðinn til ‘vestur-þýska 3. deildar félagsins Paderborn-Neuhaus og lék þar til vorsins. Þorvaldur neitaói landsliðssæti Þegar ljóst varð á föstudaginn að Atli Eðvaldsson fyrirliði gæti ekki farið meö íslenska landsliöinu til Salzburg var haft samband viö Þor- vald. Hann neitaði hins vegar að fara með landsliðinu vegna ferðarinnar til Englands. Þá var Þorsteinn Þor- steinsson úr Fram næstur, en hann gaf ekki kost á sér vegna prófa við Háskóla íslands. Gunnar Oddsson með tilSalzburg Úr varð aö Gunnar Oddsson, Keflvíkingurinn úr KR, var kallað- ur í landsliðshópinn í fyrsta skipti og fór hann utan með liöinu í gær. Gunnar hefur venjulega leikið sem tengiliöur, en í sumar hefur hann verið aftasti maður í vöm KR með góðum árangri Hinn kunni breski knattspyrnuþjálfari og íslandsvinur, George Kirby, var hér á landi á dögunum í þeim tilgangi að skóla unglinga í knattspyrnu annars vegar og til að anda að sér hreina loftinu hins vegar, að eigin sögn. Hann kvað mikinn áhuga á knattspyrnu á landinu og góðan efnivið. Kirby, sem er ásamt Haraldi Sturlaugssyni og Lár- usi Loftssyni á myndinni að ofan, var þjálfari á Skaganum fyrir fáeinum árum og gerði þá lið Akurnesinga nánast að óvígum her. DV-mynd Hson Handknattleikur: HM unglinga á Islandi 1993? - „góður undirbúningur fyrir A-mótið,“ segir Jón Hjaltalin Víðir Sigurðsson, DV, Salzburg: Á sambandsstjórnarfundi HSÍ á laugardaginn var samþykkt að sækja um að ísland fengi að halda heims- meistarakeppni unglinga, 21-árs og yngri, í handknattleik árið 1993. „Það yrði mjög mikilvægt fyrir okkur að fá keppnina árið 1993, ekki síst vegna þess að við höldum A- heimsmeistarakeppnina tveimur árum síðar. Þetta yrði góður undir- búningur fyrir þann mikla viðburð,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, í samtali við DV í gær. HM stúlkna hér árið 1997? Á fundinum var ennfremur ákveðið að stefna aö því að heimsmeistara- keppni stúlkna, 20 ára og yngri, verði haldin hér á landi árið 1997. „Við höfum markað þá stefnu að sinna handknattleik kvenna meira á næstu árum en hingað til. Áhersla verður lögð á handboltaskóla yngri stúlkna og síðan stúlknalandslið, meö það að markmiði aö eiga sterkt 20 ára lið árið 1997. Á meðan verða A-liði kvenna jafnframt útveguð verkefni við hæfi,“ sagði Jón Hjalta- lín. Jón var samferða knattspyrnu- landsliðinu til Austurríkis í gær en hann er þar í einkaerindum. í leið- inni mun hann ræða við forseta Al- þjóða handknattleikssambandsins, sem er austurrískur, og jafnframt heimsækja forkólfa Adidas í Vestur- Þýskalandi. Hann stefnir jafnframt að því að vera meðal áhorfenda á knattspyrnulandsleik Austurríks og íslands í Salzburg á miðvikudaginn. Áfall hjá íslenska landsliðínu: Óvíst um Sigga Grétars - er meiddur og óvíst að hann leiki gegn Austurríki Víðir Sigurösson, dv, Saizburg: vikudaginn. Hann fer til læknis í dag og þá kemur — ------------------- Sigurður meiddist á æfingu með í ljós hvort hann kemur til móts við Ovíst er að Sigurður Grétarsson félagi sínu, Luzem f Sviss, á fóstu- íslenska landsliðið í Salzburg. geti leikið landsleikinn mikilvæga daginn, og gat ekki leikið með því í gegn Austurríkismönn um á mið- þarlendu 1. deildinni um helgina. Wíl ";Oí)V if 'U-O/fl'JMM MÁNUDAGUR 2Í. ÁGÚST‘l989. Afreksmannasjóður: HSÍ vill virkari stefnu Víðir Sigurðsson, DV, Salzburg: Handknattleikssamband íslands ákvað á laugardaginn að boða til ráð- stefnu um virka afreksstefnu í íþrótt- um. „Afreksmannasjóður ÍSÍ veitir í ár aðeins 2,4 mflljónum króna til íþróttamanna, og þar af hefur HSÍ fengið eina milljón. Heildarkostnað- ur HSÍ við heimsmeistarakeppnia í Tékkóslóvakíu á næsta ári er um 20 milljónir þannig að þetta hefur lítið að segja. Okkur vantar virka afreks- mannastefnu til að styðja við bakið á okkar besta íþróttafólki," sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í samtali við DV í gær. Ísland-Austurríki: Held kom í einkaþotu Víðir Sigurðsson, DV, Salzburg: Sigfried Held, landsliösþjálfari ís- lands, kom til móts viö landsliðið í morgun. Hann kom í nótt með einkaþotu frá Jógóslavíu, en sem kunnugt er þjálf- ar hann þar 1. deildar félagið Galat- asaray. Held var um helgina að „njósna“ um fyrstu mótherja Galatasaray í Evópukeppninni. Flaug hann beint úr þeirri ferð til Austurríkis. Hann átti síðan að stjórna fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Salz- burg í morgun, klukkan 10 að staðar- tíma. ísland - Austurríki: Lítill hópur í Saltborg Víðir Sigurðsson, DV, Salzburg: Það var þunnskipaður hópur sem fór frá íslandi til Áusturríkis í gær vegna landsleiksins í Salzburg á miö- vikudaginn. Aðeins fimm leikmenn fóru frá ís- landi, en hins vegar sex úr farar- stjórn. Utan í gær fóru markverðirnir Bjarni Sigurðsson, Guðmundur Hreiðarsson þá Gunnar Oddsson, Rúnar Kristinsson og Sævar Jóns- son, Guðni Bergsson, Sigurður Jóns- son og Guðmundur Torfason eru væntanlegir frá Bretlandi í dag. Þeir töfðust vegna verkfallsaðgerða í Bretlandi. Það voru því aðeins fimm leikmenn á fyrstu æfingunni í Salz- burg, sem hófst kl. 8 að íslenskum tíma í morgun. Um hádegisbilið í dag voru leik- mennirnir frá Norðurlöndum vænt- anlegir, þeir Gunnar Gíslason, Ágúst Már Jónsson og Ólafur Þórðarson. Síðdegis í dag mæta síðan Framar- arnir til leiks, þeir Ómar Torfason, Viðar Þorkelsson, Ragnar Margeirs- son og Pétur Arnþórsson. Þá var óljóst hvað yrði um Sigurð Grétarsson sem á við meiðsli að stríöa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.