Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Qupperneq 40
40
Sviðsljós
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1989.
Ólyginn
sagði...
Meistari hlátursins hlær aldrei
Díana Ross
söngkonan fræga, sem á sínum
tíma lék Billi Holiday í kvik-
mynd, hefur sóst eftir því aö fá
aö leika Jósefinu Baker í kvik-
mynd sem á að fara aö gera. Dí-
önu hefur veriö hafnaö því hún
þykir of gömul í hlutverkið. Yngri
litaðar poppsöngkonur, er falast
hefur veriö eftir í hlutverkiö, hafa
hins vegar neitað. Eru þar á með-
al Whitney Houston, La Toya
Jackson og Neneh Cherry. Mynd-
in á aö segja frá ævi hinnar frægu
söngkonu sem varði tíma sínum
og tekjum í að ættleiða munaöar-
laus böm. Hún lést áriö 1975, 68
ára aö aldri.
Sylvester
Stallone
á viö eitt smávægilegt vandamál
aö stríöa þessa dagana. Hann
langar nefnilega í eitt sem harla
erfitt er aö fá fyrir peninga. Hann
langar til að veröa pabbi. Hann
er aftur á móti þreyttur á kven-
fólki og gerir það stöðuna óneit-
anlega töluvert flókna. Hann
hyggst þó ekki láta það stööva sig
og leitar nú að konu sem kærir
sig um að ganga með bam hans
en samþykkir á sama tíma að láta
hann og peninga hans í friði.
Lucille Ball
leikkona lést í vor eins og flestum
er kunnugt. Nú er hús hennar, í
Beverly hæðum, þar sem hún bjó
í 25 ár til sölu. Munu vera settar
tæplega 50 milljónir króna á Lús-
íarvtilu. Enda er kaupandi ekki
að borga fyrir neinn slorstað því
hann mun verða nágranni frægra
manna eins og Peter Falk og Ja-
mes Stewart.
Hann fer alveg í kerfi þegar aðrir reka upp hlátursrokur í kringum hann.
Woody Allen var ekki hlátur í huga þegar hann lék óstyrka og hrædda
sæðisfrumu, í myndinni Allt sem þú vildir vita um kynlífið, þrátt fyrir að við
lægi að bíógestir rifnuðu í sundur af hlátri.
„Ég hlæ aldrei, það heyrist aldrei
ha, ha, ha í mér. Þegar annað fólk
hlær hátt og dátt í kringum mig, líð-
ur mér yflrleitt mjög tila.“ Þetta seg-
ir kvikmyndaleikstjórinn Woodi Al-
len nýlega í viðtali við norska Dag-
bladet.
Þessi pervisni og broslegi maður,
sem margir skella upp úr við það
eitt að horfa á, er í raun alvarlegur
maður sem varla stekkur bros á vör
nokkum tíma. Hann talar ekki mikið
um einkalíf sitt við fjölmiðla.
Hann og kona hans, Mia Farrow,
búa í sitt hvorum enda New York
borgar og eiga saman fjögurra ára
gamla kjördóttur og eitt barn á fyrsta
ári. Woody finnst gott að koma heim
tti þeirra og vera hamingjusamur
fjölskyldufaðir einn og einn dag. En
þess á milli vtil hann hafa frið tti að
sinna hugðarefnum sínum. Bleiu-
þvotti og slíku stússi kemur hann
ekki nálægt.
Nýjasta mynd hans er ein af þrem
New York sögum sem bráðlega verð-
ur tekin til sýninga hér á landi. Ný
mynd eftir hann verður frumsýnd
síðar í haust og segir Woody hana
ekki vera ósvipaða myndinni um
Hönnu og systur hennar sem vakti
mikla lukku á sínum tíma. Þar munu
skiptast á háalvara og grín. Á meðal
leikara í þessar mynd eru Anjelica
Houston, Claire Bloom, Alan Alda
og Mia Farrow. Að sögn leikstjórans
er nafn myndarinnar ekki enn
ákveðið.
Og Woody Allen er strax farinn að
huga að næstu verkefnum og segir
að hans draumur sé að gera söngva-
mynd og að einnig langi hann til að
gera mynd sem spanni mörg ár og
fjalli um heilt lífshlaup.
Þessar gerðarlegu stúlkur tóku þátt i fegurðarsamkeppni tíu Evrópuríkja
nýlega á Spáni. Strax að keppninni lokinni ákváðu þær að kæla sig niður
eftir hita sviðsljósanna. Þær skelltu sér út í næsta gosbrunn við góðar
undirtektir viðstaddra. Stúlkurnar tvær voru fulltrúar írlands og Vestur-
Þýskalands í keppninni. Simamynd Reuter
Þeir voru að hjóla, bræðurnir Oskar og Jens, upp í Mosfellsbæ nýlega. Þá tók Jens allt í einu á sprett og prjónaði glæsilega. Óskar lét sér hins
vegar nægja að dást aö snilli stóra bróöur síns. DV-mynd Hanna