Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 48
~ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórri - AuQlýsingar - Askrift - Dreifing: Simi 27022
MANUDAGUR 21. AGUST 1989.
steini. Það tók hann aðeins fimm
V sekundur að skutla honum upp á
axlir. Ekki dugði það honum til sig-
urs í keppninni - hann hafnaði í
þriðja sæti. Reuter
Sterkasti maður heims:
Jón Páll í
þriðja sæti
Tuttugu og sjö ára gamall Breti,
' ■’í&mie Reeves, var úrskurðaður
sterkasti maður heims í gær í keppn-
inni um þann titil í San Sebastian á
Spáni í gær.
Reeves, sem vegur 149 kíló, varð
hlutskarpastur í að draga þunga
vöruíla, lyfta risastórum ostum, i
áflogum við svokallaða nornakatla
og að kljást við tígulega trjáboli.
Hollendingurinn Ab Wolders, sem
er kunnur íslenskum sjónvarpsá-
horfendum, vann keppnina í aö velta
og draga fólksbíla og hlaupa með
þungar byrðar. Jón Páll Sigmarsson
sem hafði unnið síðustu þrjá titla
hafnaði í þriðja sæti af átta þátttak-
endum.
-ÓTT
Karl Gústaf
verður á
Skriðuklaustri
LOKI
Karl Gústaf í fræðimanns-
íbúð? Segðu mér annan!
Einar Oddur Kristjánsson, formaður vinnuveitenda:
Fella þarf
gengið um
10-12 prósent
bæta stöðuna eftir öðrum leiðum, segir Steingrímur Hermannsson
Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður Vinnuveitendasambands
íslands, VSÍ, segir að sú lífskjara-
sveifla sem byijaði 1986 sé öll kom-
in til baka og því þurfi að fara með
raungengið í það sama og var árið
1986. Það þýði að fella þurfi gengið
um 10 til 12 prósent
„Frystingin hefur undanfarið
fengið 4 prósent uppbætur úr Verð-
jöfnunarsjóði og hefur sjóðurinn
tekið erlent lán til að greiða þetta.
Framimdan er 3,8 prósent fisk-
verðshækkun og um 5 prósent
launahækkun. Þegar við bætist að
Sskvinnslan hefur verið rekin með
4 prósent tapi á öllu þessu ári og
við blasir samdráttur í þorskveið-
um á næsta ári segir það sig sjálft
að gengið er ekki rétt skráð.“
„Eg tel þetta algjörlega fráleitt.
Við verðum að horfa á þá einföldu
staðreynd að tekjur þjóðfélagsins
hafa lækkað og við blasir frekari
samdráttur. Lífskjörin hafa versn-
að og ekki þýðir að líta fram hjá
því,“ segir Einar Oddur Kristjáns-
son.
„Allt frá því í fyrrahaust hefur
Sskvinnslan verið með kröfu um
10 til 12 prósent gengisfellingu. Það
sem af er þessu ári hefur gengið
fallið um 16 prósent og enn er
krafan hjá Sskviimslunni 10 pró-
sent gengisfelling. Maður hlýtur að
spyrja sig hvort ekki sé pottur brot-
inn hjá fiskvinnslunni sjálfri og
hvort ekki megi bæta reksturinn
með öðrum ráðum en gengisfell-
ingu. Eins og að hætta að sigla með
jafn mikinn afta út og vinna hann
frekar hérlendis,“ segir Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra
um ummæíi Einars Odds Krisfj-
ánssonar um nauðsyn á 10 tíl 12
prósenta gengisfellingu.
-JGH
Karl Gústaf Svíakonungur er
væntanlegur til hreindýraveiða á
Austurlandi á ílmmtudaginn.
Honum hefur verið fundinn bú-
staður á Skriðuklaustri í húsinu sem
Gunnar Gunnarsson skáld reisti þar.
Karl Gústaf verður við veiðar í
Fljótsdal um næstu helgi. Honum til
aðstoðar verður Hákon Aðalsteins-
—¥»n, hagyrðingur og alvön hrein-
dýraskytta.
-GK
Veðrið á morgun:
Súld
og
skúrir
A morgun Verður austan- og
norðaustanátt um norðanvert
landið og sums staðar súld á an-
nesjum, en hæg breytileg átt og
skúrir um landið sunnanvert.
Hitinn verður 7-14 stig.
Bresku hjónin:
Höfðu ekki
hugmynd
um leitina
Bresku hjónin, sem leitað var í
gær, komu að bækistöðvum sínum
að Ytri-Sólheimum í Mýrdalshreppi
um tvöleytið í nótt.
Björgunarsveitarmenn leituðu
hjónanna um helgina. Þau fóru frá
gistihúsinu í Mýrdalnum á fimmtu-
dag og þegar þau höfðu ekki komið
aftur á laugardagskvöld var óskað
aðstoðar Slysavarnafélagsins. Leitað
var í nágrenni Mýrdals og á fjallveg-
um á Suðúrlandi. í gærkvöld komu
hjónin að gistihúsinu og amaði ekk-
ert að þeim. Leit var hætt strax og
þau höfðu skilað sér að gistihúsinu.
Hjónin komu til landsins á mið-
vikudag og fóru beina leið í Mýrdal
þar sem þau áttu bókaða gistíngu. Á
flugvellinum beið þeirra bílaleigubíll
sem ensk ferðaskrifstofa pantaði.
„Þau létu ekki vita af ferðum sín-
um - enda bar þeim engin skylda til
þess,“ sagði Hálfdán Henrysson hjá
Slysvarnafélaginu.
Áð sögn Guðlaugs Þorsteinssonar
Á Ytri-Sólheimum höfðu hjónin ekki
tilkynnt um brottför eða hvenær von
væri á þeim'til baka. Heimilisfólkið
taldi að þau hefðu aðeins farið í stutta
ferð vegna þess að þau skildu tölu-
vertaffarangrieftir. -JJ/sme
Sameinast Lýsi
og Klettur?
Þær kunna að sparka boltanum, þessar ungu stúlkur sem sýndu listir sínar á knattspyrnuvellinum i Kópavogi um
helgina. Þar fór fram Gull og silfur-mótið i fjórða flokki en það eru krakkar tólf ára og yngri. Mynd þessi er frá
leik Akraness og Grindavíkur sem þær fyrrnefndu unnu. DV-myndJAK
„Það er rétt að viðræður um mögu-
leika á nánu samstarfi eða samruna
þessara fyrirrtækja hafa átt sér stað
en engin ákvörðun verið tekin í þá
veru,“ sagði Ágúst Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Lýsis hf., í samtali við
DV.
Undanfarið hafa átt sér stað við-
ræður milli forráðamanna Lýsis hf.,
sem á Lýsi og mjöl, og forráðamanna
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar,
sem á meðal annars verksmiðjuna
aö Kletti. Mun ver’a rætt um sam-
starf eða sameiningu fyrirtækjanna.
Samkvæmt heimildum DV mun ekki
vera langt í land í þessum viðræðum
en framkvæmdastjórar beggja fyrir-
tækja segja að málið sé enn á við-
ræðustígi.
„Það þarf mikið að gerast til að við
náum saman alveg á næstunni. Ann-
ars eru menn að reyna að hagræða
í rekstri eftir fremsta megni. Það eru
tvær verksmiðjur hér sem eru rekn-
ar á svipuðum grundvelh, með
beinavinnslu stærsta hluta ársins.
Það er því margt skynsamlegt í ein-
hvers konar samvinnu eða samruna.
Það eru þó ýmis mál sem gera það
að verkum að menn hlaupa ekki að
slíku,“ sagði Ágúst. -hlh
Kentucky
Fried
Ghicken
Kjúklingursembragö eraö.
Opið alla daga frá 11-22.
Um allan heím
alla daga
ÁRNARFLUG
•i!f
KLM
Lágmúla 7, Austurstræti 22
fg 84477 & 623060