Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989. Utlönd Khn Dae-Jung kærdur? Saksóknarar í Suður-Kóreu hafa gefið sferklega í skyn aö Kim Dae-jung verði ákærður fyrir aðild aö njósnum fyrir Norður-Kóreu. Símamynd Reuter Saksóknarar í Suöur-Kóreu gáfu sterklega í skyn í gær að Kim Dae- jung, leiðtogi stjómarandstæðinga, yrði formlega ákærður fyrir aðild að njósnahneyksli. Saksóknari sagöi að stjómvöld hygðust höíöa mái gegn Kim þar sem nægar sannanir væm fyrir sekt hans. Kim var færður til yfirheyrslu vegna ásakana um aö þingmaðurinn Suh Kyong-won heföi njósnað fyrir Noröur-Kóreu og Kim ætti aðild aö því. Hann neitaði sakargiftum. Saksóknari segir aö Suh hafi viöurkennt að gefa Kim miklar íjárhaðir sem Norður-Kóreumenn hafi látið honum í té. Suh hefur viöurkennt aö hafa ferðast til Norður-Kóreu en neitar njósnaákærum. Kim ásakar ríkisstjórn Roh Tae-woo um pólitiskar ofsóknir. Hann kveðst munu beijast til aö sanna sakleysi sitt. Gettungamir göbbuðu bæjarbúa Belgískir slökkviliösmenn, sem hvattir voru tE vegna gífurlegs „svarts reykjarmakkar" frá turni kirkju einnar í norðvesturhluta landsins, gátu líöð aðhafst þegar þeir komu á staðinn. „Reykjarmökkurinn" reyndist vera gifurleg mergð geitunga. Að sögn slökkviliðsmanna í bænum Werwik töldu þeir ólíklegt að eldur hefði kviknað í kirkjunni þar sem hún var reist alfarið úr gijótl En vegna fjölda bringinga bæjarbúa fóru þeir engu aö siður á vettvang til að kanna hvaðan „eldurinn" kæmi Það tóku sem sagt fjölmargir Qugnagerið í misgripum fyrir reykjarmökk. FulHrúi Sovétríkjanna til Sýriands Bardagar halda áfram í Líbanon. Tveir létust i nótt sem leiö þegar múhameðstrúarmenn og kristnir börðust á grænu linunni sem skiptír Beirút. Austur-þýskir flóttamenn, sem komust yfir landamæri Ungverjalands og Austurrikis, veifa úr lest sem flutti þá til flóttamannabúða i Vestur-Þýskalandi. Símamynd Reuter Sendiráðinu í Prag lokað Vestur-Þjóðveijar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að loka sendiráði sínu í Prag í dag þar sem þeir gætu ekki tekið á móti fleiri flóttamönnum frá Austur-Þýskafandi þar. Þetta er þriðja sendiráð Vestur-Þýskalands sem hefur verið lokað vegna þess að þar eru of margir flóttamenn saman komnir. Sendiráðunum í Búdapest og Austur-Berlín var lokað fyrr í þessum mánuði. Helmut Kohf kanslari Vestur- Þýskalands sakaði austur-þýsku stjórnina um aö vera valda að ófremdarástandinu þar sem hún neitaði að koma á endurbótum í landinu. „Af frásögnum þeirra sem komast til Vesturlanda vitum við aö það er umfram allt stífni kerfisins þar og vonleysi um breytingar sem fær fólk- ið til að snúa baki við Austur-Þýska- landi,“ sagði Kohl við fréttamenn. Helsti hugmyndafræðingur Aust- ur-Þýskalands, Otto Reinhold, hefur hafnað öllum umbótum þar sem þær myndu kippa tilverugrundvellinum undan ríkinu. Vestrænir stjórnarer- indrekar segja að sambúð þýsku ríkj- anna hafi aldrei verið jafnstirð frá því að Erich Honecker, leiðtogi aust- ur-þýska kommúnistaflokksins, heimsótti Vestur-Þýskaland fyrir tveimur árum. Honecker stendur frammi fyrir þremur valkostum til að stemma stigu við flóttamannastraumnum aö áhti vestrænna sendimanna og heimilda í Austur-Evrópu. Tvær þeirra eru taldar framkvæmanlegar. I fyrsta fagi aö takmarka ferðalög til Ungveijalands þaðan sem margir Austur-Þjóðverjar hafa flúið vestur yfir og í öðru lagi að auka ferðafrels- ið ennfrekar til að létta á þrýstingi innanfands. Þriðji vafkosturinn er hins vegar að koma á endurbótum í fandinu en þeim hefur þegar veriö hafnað. Reuter Leynisamningurinn fordæmdur Búist er við að um 600 þúsund manns taki þátt í aö mynda mann- lega keðju yfir Eystrasaftslýðveld- in Efstfand, Lettíand og Litháen í dag til aö leggja áherslu á kröfur sínar um að stjómvöld í Moskvu veiti þeim aftur sjálfstæöi sitt. Mótmælin koma í kjölfar skýrslu frá litháískri þingnefiid sem birt var í gær þar sem hemám Rauða hersins í landinu 1940 var fordæmt og atkvæðagreiðsla lítháíska þings- ins um að landið væri innlimað í Sovétríkin var lýst ómerk. Niðurstöður nefndarinnar era alvarlegasta vefenging á lögmæti sovéskra yfirráða í Eystrasaltslýð- veldunum til þessa. Nefndin sagöi að það væri Evrópu, alls heimsins og þar á meöal stjórnarinnar í Moskvu að glíma viö afleiöingar atburöanna 1940. Skoðanir nefndarinnar birtust í opinberum dagblöðum í Litháen daginn fyrir hálfrar aldar afmæli leynisamninga milli Sovétríkjanna og Þýskalands nasista sem nefndin segir að hafi mtt brautina fyrir inniimun Litháens í Sovétríkin. Pólski kommúnistaflokkurinn fordæmdi í gær leynisamningana mUli Sovétrikjanna og Þýskalands. Sovétstjórnin hefur viðurkennt tU- vist þeirra en neitar að nokkur tengsl séu milli þeirra og innUmun- ar Eystrasaltslandanna þriggja. Hún heldur því fram að löndin hafi ákveðið það sjálf í frjálsum kosningum. Mikill órói er einnig annars stað- ar í Sovétríkjunum. I Armeniu hafá deilur Armena og Azera dregiö úr flutningi lífsnauösynja meö jám- brautarlestum. Hundruð þúsunda manna efndu til mótmæla í Baku í Azerbaijan í gær þar sem stjórnin í Moskvu var hvött til að láta af yfirráðum sínum yfir Nagorno- Karabakh héraði í kjölfar rósta milli Azera og Armena. Rússneskir verkamenn í Moldavíu lögðu niður vinnu í gær til aö mótmæla fyrir- huguðum lögum sem kveða á um aukna notkun tungumáls Moldav- íu. Ueutcr Fuiltrúi sovéska utanríkisráðuneytisins kom til Sýrlands í gær tU viðræöna við ráðamenn, m.a. um ástandiö í Líbanon. Genadi Tarasov mun ræða viö utanríkisráöherra Sýriands, Fraouq al-Shara, í dag. Sýr- lendingar síyðja við bakið á múhameðstrúarmönnum í Lábanon sem berj- ast gegn hermönnum kristinna. Frakkar hafa reynt að miðla málum í landinu en hefur lítið orðið ágengt og hafa Sýrlendingar gagnrýnt mjög aðgerðir þeirra. Ekkert lát er á bardögum í Líbanon og létust tveir í nótt sem leiö þegar bardagar bratust út á grænu línunni sem skiptir Beirút-borg. Símamynd Reuter Kanna innsta kjama grænlensks jökuls Níu manna hópur vísindamanna frá Vestur-Þýskalandi og Frakklandi hyggjast nú rannsaka innsta kjama Inlandsis-jökuls, stærsta jökuls á Græniandi. Vísindamennirair lögðu af stað í leiöangur til Grænlands á mánudag. TUgangur rannsóknanna er að fræðast um jarðfræðisögu og veðrabreytingar. „Við vUjum komast dýpra inn í þennan jökul en áður hefur verið gert,“ sagði Michael Vogeley, einn vestur-þýsku vísindamann- anna, í viðtali við blaðamenn. Leiðangurinn, sem talið er að muni kosta hálfa milljón doliara, er skipu- lagður af Jöklafræðistofnuninni í Grenoble, Frakklandi. fjögurra manna franskt kvikmyndatökulið slæst í fór með vísindamönnunum. Hagen slær í gegn Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Formaður norska Framfaraflokks- ins, Carl Ivar Hagen, heldur áfram sigurgöngu sinni í kosningabarátt- unni í Noregi. í dag birtist skoðana- könnun sem í þriðja sinn á síðustu vikum staðfestir gífurlega fylgis- aukningu Framfarafloksins. Hagen hefur náð flestum kjósend- um frá Hægri flokknum en síðustu vikumar hefur hann líka náð tölu- verðu fylgi frá Verkamannaflokkn- um og vinstri sósíalistum sem til samans hafa nú fylgi 37 prósent kjós- enda. Það er of lítið til þess að Verka- mannaflokkurinn geti haldiö áfram í ríkisstjóm næsta kjörtímabU. í fyrrakvöld mætti Carl I. Hagen forsætisráðherranum, Gro Harlem Brandtland, til kappræðna í beinni útsendingu sjónvarps. Yfir 40 pró- sent áhorfenda töldu Hagen standa sig miklu betur í umræðunum. Sama var uppi á teningnum í gær- kvöld þar sem fulltrúar allra flokka voru saman komnir til þess aö ræða lausnir á höfuðvandamáli Norö- manna um þessar mundir, atvinnu- leysinu. Fundinum var sjónvarpaö frá Tromsö í Norður-Noregi en at- vinnuleysi er hvað mest einmitt í Norður-Noregi. Engir flokkanna gátu lofað neinu um hvenær atvinnuleysi mun minnka. Fjármálaráðherrann Gunn- ar Berge átti erfitt með að veija að- gerðir Verkamannaflokksins í þess- um efnum, enda er atvinnuleysi í Noregi. í dag fimmfalt meira en Verkamannaflokkurinn lofaöi fyrir íjórum árum. Hægri flokkurinn benti ekki á ákveðnar leiðir til úrbóta. Flokkur- inn er orðinn eins og skugginn af sjálfum sér meðan Carl I. Hagen slær í gegn með sína pólitík sem er langt- um lengra til hægri. Hagen lofaöi m.a. skattalækkunum. Auk þess vill hann byggja hraðbrautir og elliheim- ili og fækka þannig atvinnulausum. Allar tUlögur hans vöktu miklar undirtektir áhorfenda. Á útifundi, sem hann hélt í Tromsö í gær, voru yfir tvö þúsund manns en aðeins fá- einar hræöur komu á fundi hinna flokkanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.