Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Blaðsíða 11
MrÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989. „Sko, ég hef loksins komið þeim í járn,“ er undirskrift þessarar teikningar Lurie um ástandið i Kolumbíu. Yfirvöld þar hafa hafið herskáa herferð gegn fíkniefnasmyglurum i landinu og handtekið rúmlega tíu þúsund manns. Teikning Lurie Fimm handteknir í Kolumbíu - grunaöir um morðið á forsetaframbjóðanda stjómarflokksins Yfirvöld í Kolumbíu hafa hand- tekiö fimm menn grunaða um aöild að morðinu á Luis Carlos Galan, for- setaframbjóðanda stjórnarflokksins. Galan var skotinn til bana á fóstudag í úthverfi Bogata þar sem hann var á kosningafundi. Talið er að leigu- morðingjar á vegum fíkniefnasmygl- ara hafi myrt hann. Fimmmenningarnir, sem enn hafa ekki verið formlega ákærðir fyrir morðið, voru handteknir í skyndiár- ás lögreglu inn í skrifstofubyggingu í Bogata í gær. Þeir voru leiddir fyrir hóp blaðamanna í höfuðstöðvum lög- reglu í gær. Kolumbísk yfirvöld hafa hafið herskáa herferð gegn síauknu of- beldi fíkniefnasmyglara í landinu. Meira en tíu þúsund hafa verið hand- teknir á síðustu dögum, þar á meðal Eduardo Martinez Romero, háttsett- ur meðlimur í Medellín-samtökun- um, einum af stærstu fíkniefna- smyglhringum í Kolumbíu. Romero hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik í Bandaríkjunum og hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á framsal hans. Þarlend yfirvöld hafa látið Kolumbíu í té lista með nöfnum tólf manna sem eru eftirlýstir í Bandaríkjunum. Á þeim lista er m.a. Pablo Escobar en hann er talinn leiö- togi Medellín-samtakanna. Forseti Kolumbíu samþykkti um helgina neyðarlög í baráttunni gegn fikniefnasmyglurum. Samkvæmt þeim er hægt að framselja grunaða eiturlyfjasala séu þeir eftirlýstir er- lendis. Yfirvöld í Kolumbíu hafa reynt aö loka öllum hugsanlegum fióttaleið- um fíkniefnasmyglaranna. Þau hafa tekið höndum saman við yfirvöld í Brasilíu, Venesúela, Perú og Equad- or til aö koma í veg fyrir að smygl- ararnir fiýi yfir landamærin. Reuter Kambódíustjórn gefur eftir Ríkisstjórn Kambódíu hefur lagt til að frjálsar kosningar verði haldnar í landinu sex mánuðum eftir að samningur um vopnahlé hefur verið undirritaður. Tillaga þessi kom fram í gærkvöldi á frið- arráöstefiiu um málefni Kambódíu sem haldin er í París og með henni segist stjórnin vera reiðubúin að bíða helmingi lengnr eftir kosning- um en áður. Hun Sen forsætisráðherra lands- ins hafði áður krafist þess aö kosn- ingar yrðu haldnar þremur mán- uðum eftir brottflutning víetnam- skra hersveita frá landinu í lok næsta mánaðar. Andspymuhreyf- ingarnar þijár úndir forustu Shi- anouks fursta segja að þrír mánuð- ur myndi ekki vera nægur tími til að skipuleggja frjálsar kosningar. Aðstoðarutanríkisráðherra Kambódíu sagöi í gærkvöldi að þetta væri umtalsverð eftirgjöf af hálfu stjómarinnar sem býst við að fá 80 prósent greiddra atkvæða í kosningunum. Fréttaskýrendur telja þó að til- laga stjómarinnar muni ekki duga tii að leysa hnútinn sera ráðstefnan er komin í. Gert er ráð fyrir að henni ljúki í næstu viku. Reuter Leitarmenn á Thamesá í London fundu séx lík til viðbótar í gær og lögreglan skýrði frá því að talið væri aö 57 hefðu farist í skipskaðanum á ánni aðfaranótt sunnudags. Alls hef- ur 31 lík fundist, 26 er enn saknað en vitað er að 79 komust lífs af. Skemmtiskipið sökk á innan við tveimur mínútum eftir að dýpkunar- skipið sem er miklu stærra rakst aft- an á það. Margir hinna látnu voru þekktir úr tísku- og fjármálalífi Lon- don. Vitni, sem sá áreksturinn frá báti í aðeins sex metra fjarlægð, sagði að fjarskipti frá dýpkunarskipinu hefðu bent til þess að áhöfn þess hefði ekki vitað af árekstrinum. Vitnið sagði að skipstjóri dýpkunarprammans hefði kailað upp í talstöð sína að hann hefði skemmt skip sitt lítillega þegar hann fór undir brú. Talsmaður samgönguráðuneytis- ins neitaði að skýra frá innihaldi fjarskipta dýpkunarprammans. Lög- reglan, sem hefur verið að íhuga ákæru í málinu, sagði í gær að blóð- Oþekktur syrgjandi á bökkum Thamesár skammt frá þar sem skemmtiskip- ið sökk aðtaranótt sunnudagsins. - Simamynd Reuter prufur á skipstjóra og stýrimanni Mennirnir voru handteknir eftir dýpkunarskipsins hefðu sýnt að þeir slysið en voru síðan látnir lausir. voru ekki undir áhrifum áfengis. Reuter Sex lík til viðbótar fundin li Útlönd Kohl stokkar upp í flokks- forystunni Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, tilnefndi í gær Volker Ruhe í embætti framkvæmdastjóra flokksins í stað Heiner Geissler sem gegnt hefur embættinu í tólf ár. Það kom flestum flokksfélögum Kohls í Kristilega demókrata- flokknum á óvart þegar Geissler var látinn flakka og hefur kanslar- inn verið mikið gagnrýndur fyrir það. Segja margir að með því sé hann að færa stefnu flokksins lengra til hægri í kjölfar þess að flokkurinn hefur tapað fylgi til hins hægri sinnaða Repúblikanaflokks. Þá kom útnefning Ruhe, sérfræð- ings í utanríkismálum, ekki síður á óvart. Nokkrir, þar á meðal fijálslyndir innan flokksins, hafa hvatt til neyðarfundar flokksforystunnar til að ræða þessar breytingar kanslarans. Tilnefning Ruhe kemur á þeim tíma er kosningabaráttan í Vestur- Þýskalandi er að hefjast en Vestur- Þjóðverjar ganga að kjörborðinu á næsta ári. Kohl kvaðst með þessum breytingum vilja yngri menn við stjómvölinn fyrir kosningarnar. Segja fréttaskýrendur aö kanslar- anum hafi þótt Geissler orðinn of sjálfstæður og valdamikill í emb- ætti. Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, kom mörgum á óvart þegar hann skipti um framkvæmdastjóra flokks síns. Simamynd Reuter Kristilegir demókratar hafa misst fylgi til repúblikana í þrenn- um kosningunum þar sem af er árinu, þar af í kosningunum til Evrópuþingsins fyrr í sumar. Reuter Huey Newton myrtur Maður sem talinn er vera Huey Newton, einn stofnenda Svörtu hlé- barðanna, fannst skotinn til bana í borginni Oakland í Kaliforníu í gær. „Það hefur ekki enn verið staðfest, en við erum nokkuð vissir um að þetta er hann,“ sagði talsmaður lög- reglu borgarinnar í gær. Newton, sem var 47 ára, var einn stofnenda Svörtu hlébarðanna árið 1966. Hreyfingin, sem var mjög um- deild á sínum tíma, beindi máli sínu ,að fátækum blökkumönnum í Bandaríkjunum og hélt því fram að blökkumenn heíðu fullan rétt til að grípa til vopna í baráttu sinni. Fljótlega sló i brýnu með Svörtu hlébörðunum og lögreglunni þegar félagar hreyfingar skiptu sér af þegar þeim fannst meðbræður sínir mis- rétti beittir. Svörtu hlébarðarnir sáu m.a um að fæða börn í fátækrahverf- unum og berjast gegn eiturlyfjasöl- Um, SVÖrtum Og hvítum. Reuter UTSALA Húsgögn, sófasett, hornsófar og sófa- borð. Allt á að seljast - Verslunin hættir - Við erum í NUTIÐ r.> HUSGOGN Faxafeni 14, s. 680755.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.