Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989.
Spumingin
Gefur þú öndunum
á Tjörninni brauð?
Jóhannes í. Guðmundsson: Ekki
mjög oft. Svona stundum.
Sigurbjörg Linda Ævarsdóttir: Já,
stundum. Einu sinni til tvisvar í
mánuði.
Rut Olsen: Já, þegar ég kem í bæinn
því ég er úr Keflavík. Reyndar fer
ég frekar ef veðrið er gott.
Ingibjörg ísaksdóttir: Nei, ekki oft.
Ég bý í Hafnarflrði og gef öndunum
á Læknum þar stundum brauö.
Helga Guðrún Friðriksdóttir: Nei,
voða sjáldan, bara í góðu veðri.
Jón Baldur Baldursson: Bara ein-
stöku sinnum.
Lesendur
Landflótti eða
byggðastefna
Jón Eiríksson hringdi:
Það er ánægjulegt að sjá að ein-
hverjir fleiri en þeir sem að ósekju
hafa verið kallaðir „óvinir land-
búnaðarins" eru færir um að taka
fyrir og fjalla um vandamál þau
sem svokölluð byggðastefna hefur
leitt yfir þessa þjóð á síðari árum.
Og sem má að mínu áliti rekja til
hinnar íhaldssömu og ósvífnu
stefnu í landbúnaðarmálunum.
í kjallaragrein í DV fimmtud. 17.
ágúst sl. ræðir Ámi Thoroddsen
um landflótta sem rökrétta afleið-
ingu byggðastefnunnar. Hann tek-
ur djúpt í árinni, en þannig held
ég að menn verði að tala svo að
ráðamenn þessarar þjóöar átti sig
á að fólk lætur ekki bjóða sér öllu
lengur þá rangsleitni sem felst í því
að beina ótakmörkuðu fjárstreymi
til byggðarlaga, oftar en ekki hinna
afskekktustu, til þess eins að halda
þeim í byggö enn um stund.
Greinarhöfundur bendir á að
kannski komi að því að ráðamönn-
um heppnist loks það langþráða
markmið að búa stómm hópi
manna á höfuðborgarsvæðinu
óbærileg lífsskilyrði með skatt-
píningu og ofstjóm. Menn séu fam-
ir að flýja höfuðborgina í stórum
hópum. - Ekki út á land, heldur
MMTUWkOC r h fcégt
Rökrétt afleiðing byggðaste&mnnar.
Landflótti
- anna t>*r
OWtfMœK lU
hcrasi JwawwM* veuis***
ssjsssss&SSS
muinBft Viffihanwíia®8 ■*“
SSSSKK
bcimia ymxsðæ&s&': Æ*' *
á tamawöt
byggðariní \ar í nÁðar&iÖru by u
“SSfS? a“avft,i6
Árni Thoroddsen
tóm par bjóðaat og
Mcfnan, dns««W“ p
i aas, vlSíKiiur «ss»n &****■
Svlkamylla
tflls umraftra. «a»
Srara sV.te>nimara...*-«v, »«>
v»3S-
Hi vrtUn ,!i
Grein Árna Thoroddsen birtist i DV 17. þ.m
úr landi, til þeirra þjóða sem telja
allt annaö þarfara en heyja skæru-
hemað á hendur atorkumönnum
sem vilja starfa óáreittir að fram-
fórum og uppbyggingu.
Þama er líka rætt um svikamyllu
byggðastefnunnar, sem felst í því
að fylla vasa einhverra gæðinga á
landsbyggöinni af íjármagni til
þess eins að fjárfesta svo aftur sem
mest þeir mega á Reykjavíkur-
svæðinu. Árni segir byggðastefn-
una hafa reynst besta skiptaráð-
anda framtíðarinnar.
En hann bendir líka á hugsanlega
lausn til úrbóta. Annars vegar að
beina búsetuniðurgreiðslum til
íbúa utan höfuðborgarsvæðisins og
sem fari þá jafnt til allra, án þess
að fjármunirnir fari um hendur
skömmtunarstjóranna. Menn geti
þá notað þá fjármuni til að auð-
velda sér búferlaflutninga til höf-
uðborgarsvæðisins. - Eða að
byggðastefnufjárstreymið fari ein-
ungis til svo sem fimm þéttbýhs-
staða á landsbyggðinni, sem síðan
verði reynt að stækka sem mest,
helst í 20 þúsund íbúamarkið.
Þetta em allt orð í tíma töluð og
vonandi verður nú ekki stöðvuð sú
umræða sem virðist mest beinast
gegn þeim álögum sem felast í sjálf-
virkum niðurgreiðslum, útflutn-
ingsbótum og styrkjum til af-
skekktra eða lítt lífvænlegra þorpa
og landsvæða sem betur væru
komin í eyði en endalausri og til-
gangslausri endurhæfmgu.
Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, og Kjartan Jóhannsson
alþm. - „Hafa forgöngu um eins konar siðvæðingu i svokölluðum bið-
launamálum alþingismanna,“ segir hér m.a.
Loks eitthvaö jákvætt frá þingmönnum:
Af þakka biðlaun
Kristján skrifar
Það er nú kannski ekki að ástæðu-
lausu sem fólk virðist hafa þörf fyrir
að tjá sig í fjölmiðlum um stjórn-
málamenn, Alþingi og annað sem
lýtur að opinberri stjórnsýslu og oft-
ast á neikvæðan hátt. - Fólki hefur
oft blöskrað margt það sem kemur
frá þessum aðilum og ekki síst þegar
atriðin lúta að einkahagsmunum
þeirra sem kosnir eru til þjónustu
við fólkið í landinu en ekki sjálfa sig.
Það er t.d. ekki óeðlilegt að fólki
blöskri þegar þingmenn, sem yfir-
gefa starf sitt á miðju kjörtímabili,
hafa krafist fullra launa áfram þótt
þeir fari í annað og betur borgað
fetarf. Þetta hefur verið áberandi nú
á síðari tímum. Og aldrei hefur neitt
verið að gert! - En nú ber nýrra við.
Loksins eitthvað jákvætt.
Það vakti óneitanlega eftirtekt þeg-
ar fréttist að tveir þingmenn, sem
hætta þingsetu fyrir næsta þinghald
krefjast ekki biðlauna þótt þeir eigi
kannski rétt á þeim samkvæmt afar
óréttlátri og úreltri reglugerð. Þetta
eru þau Kjartan Jóhannsson og
Kristín Halldórsdóttir sem þarna
hafa forgöngu um eins konar siðvæð-
ingu í hinum svoköhuðu biðlauna-
málum alþingismanna.
Það er ekki víst að þetta fordæmi
þeirra njóti hylli samstarfsmanna
þeirra á Álþingi. En þama er brautin
rudd og auðvitað ættu þeir alþingis-
menn sem nýlega hafa þegiö biðlaun
en farið í launahærri stö'ður að fara
að fordæmi þessara þingmanna.
En það er einmitt þetta sem al-
menningur á bágt með að þola, að
ráðamenn og aðrir þeir sem eiga að
sýna fordæmi um heilbrigða hegðan
í hagkvæmni, fjármálum og stjórn-
visku sneiða oftast nær hjá því góða,
sem þeir kannski innst inni vilja
gera, og framkvæma það illa sem
þeir í upphafi ætluðu ekki.
Og biölaunin eru ekki einsdæmi.
Ummerkin eru alls staðar í þjóðfélag-
inu og umræða almennings heldur
áfram á meðan sanngimin og rétt-
lætið er boriö ofurhði af oddamönn-
um í íslensku samfélagi.
Lof um lögregluna
A.Ó. hringdi:
Margir hafa talað iUa um lögregl-
una og það að ósekju. En hvemig
væri þjóðfélagið ef ekki væri lögregl-
an? - Varla vfldi fólk leyfa þjófnaði,
líkamsárásir og innbrot út um allar
byggðir óheft og órefsað!
Fólk myndi kannski hugsa sig
tvisvar um ef það yrði fyrir ein-
hverju slíku. Fólk ætti að reyna að
setja sig í spor lögreglunnar og reyna
að sldlja hvert starf hennar er. - Ég
tel aö lögreglan hafi reynst lands-
mönnum mjög vel. Það er a.m.k. mín
reynsla.
Nóg komið, Regína
Rafh Amar Guðjónsson hringdi:
Það er alveg með ólíkindum, hvað
fréttamaður DV, Regína Thorar-
ensen, nennir að rugla um máleöti
sem koma henni ekkert við. - Mað-
ur er löngu orðinn þreyttur á þess-
um endalausu skrifum um kirkju-
byggingu í Ámeshreppi. Þaö er
eins og ekkert sé að gerast í Árnes-
hreppi annað en kirkjubygging eða
uppbygging þeirrar gömlu.
í DV 1S. ágúst er Regína enn á
ferð út af kirkjubyggingunni og
kallar þann hóp „öldungaráöiö“
sem nánast ráði öUu í hreppnum.
- það mætti ætla að Regína hefði
gaman af aö ráðast á fólkið í Árnes-
hreppi meö þessu endalausa rausi
um kirkjubygginguna.
Regína, nú er nóg komið! Hættu
þessum skrifum um kirkjur og
snúðu þér að öðrum fréttum, enda
allir orðnir uppgefnir á þessu nema
þú sjálf. - Ég er ættaður frá Litlu
Ávík, svo aö ég skrifa ekki undir
dulnefni!
Afgreiðslutími verslana
Kristjana hringdi:
Ég las í frétt í dagblaði í dag að
verslanir í Kópavogi muni framvegis
hafa opið á sunnudögum. Þessu
fagna flestir neytendur. Þaö hefur
verið með ólíkindum aö engar versl-
anir skuli hafa verið opnar hér í
Reykjavík um helgar í allt sumar
nema með höppum og glöppum. -
Maður hefur aldrei getað verið ör-
uggur um hvar er opiö þennan eða
hinn laugardaginn.
í versluninni Miklagarði vestur í
bæ var opið nokkra laugardaga, síð-
an lokað aftur. í Kringlunni er aðeins
opið til kl. 14 á laugardögum. Þaö er
alltof skammur tími. Fólk vill ein-
faldlega geta verslað þegar það sjálft
vill, en ekki láta skammta sér tím-
ann. - Það væri þá skömminni skárra
að loka verslunum á mánudögum
fram eftir degi en alls ekki á laugar-
dögum, ef þetta byggist allt á því að
verið sé að vernda starfsfólk í versl-
unum gegn of löngum vinnutíma.
Nú hefur Kópavogskaupstaöur tek-
ið upp nýbreytni í verslunarháttum
og þá er höfuðborgin eini staðurinn
á þessu þéttbýla svæði sem heldur í
úreltar reglur um afgreiðslutíma
verslana. - Hvað ætlar þetta gamal-
dags fyrirbæri að standa lengi?
Hringið 1 síma
27022
milli kl. 9 og 16, eða skrifið.
ATH. Nafn og sfmi verður að fylgja bréfum.