Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989.
25
Lifsstm
Tröllasúra, öðru nafni rabarbari,
er tiltölulega einföld í ræktun. Marg-
ir halda eftir horni í garðinum sínum
fyrir rabarbararæktunina en sjaldan
sjást heOu beðin hér í Reykjavík eins
og áður var. Rabarbari þrífst ágæt-
lega á norðlægum slóðum og geta
smábeð gefið góða uppskeru. Algeng-
ast er að búa til grauta eða sultu úr
rabarbaranum en hann hentar ágæt-
lega í kökur og eftirrétti. Þeir sem
ekki rækta sinn rabarbara sjálfir
geta keypt hann úti í búð. Verðið á
hverju kOói en nú á bihnu 90-100
krónur.
t
Rabarbarasulta
Flestir eiga sína ættaruppskrift að
sinni sultu en fyrir þá sem ekki búa
svo vel birtum viö eina. í raun er
þetta sáraeinfalt, á móti einu kOói
af rabarbara eru notuð 900-950 g syk-
urs. Rabarbarinn er hreinsaöur,
brytjaður smátt, í 2-3 sm bita, og
sykrinum stráð yfir. Ef þetta er gert
kvöldið áður en sultan er soðin nær
rabarbarinn að brjóta sig. Þetta er
síðan soðið saman í l'A til 2 tíma.
Hlemmurinn er ekki hafður á pottin-
um og hræra verður í öðru hverju.
Þeir sem vilja hafa sultuna sætari
geta bætt við sykri. Sumir sjóða sult-
una lengur eða í þrjár klukkustund-
ir. Við það verður hún dekkri og of-
urlítið seydd.
Sultan er sett í hrein glös og þeim
lokað þétt. Gott er að sníða smjör-
pappír til og setja yfir sultuna.
Wmá
vT '
1 9- 1 ‘ ,v. ^S|)w• .
Sultukrukkunum er lokað þétt og merktar vel.
Rabarbarakryddsulta
í fyrra birtum við þessa uppskrift
sem lesandi sendi okkur. Hún virðist
hafa fallið í góðan jarðVeg og því er
hún endurbirt. Hún er frábrugðin
þeirri venjulegu að því leyti að hún
er krydduð en lítið sæt. Merkið hana
sérstaklega svo að hún ruglist ekki
saman við hina.
1 kg rabarbari
1 kg laukur
Tröllasúra
750 g dökkur púðursykur 1 tsk. pipar inn smátt og rabarbarinn skorinn í tíma og síðan sett í hrein glös og
200 g edik 1 tsk. allrahanda htla bita. Öllum efnunum er blandað þeim lokað þétt.
1 tsk. salt Laukurinn er hakkaður eða skor- saman í pottinn. Sultan er soðin í tvo -JJ
Úr rabarbara má gera gómsæta
ábætisrétti og kökur. Borið fram
volgt með þeyttum rjóma eða ís er
kominn veislumatur.
Rabarbaragrautur
700 g rabarbari
4 dl vatn
1 dl sykur
2'A msk. kartöflumjöl
Miðlungsþykkir stönglar gefa best-
an árangur. Þeir grennstu eru full-
vatnsmiklir og þeir sverustu eiga þaö
tO að vera seigir. Hjá því má komast
með því að afhýða þá.
Hreinsið rabarbarann og skerið
niður í 2 cm langa bita. Sjóðiö Saman
vatn og sykur. Setjið rabarbarann
saman við og sjóðið þar til hann er
meyr. Hrærið kartöflumjölið út í
köldu vatni og hehið í pottinn í
mjórri bunu. Látið suðuna koma upp
og hrærið vel. Helhð strax í skál og
stráiö sykri yfir. Berið grautinn fram
volgan eða kaldan með rjómablandi.
Bragðbæta má grautinn meö 1-2
banönum eða 2 dl af jarðarberjum.
Setjið viðbótina saman við grautinn
þegar hann er settur í kæli.
Rabarbari í formi
Notiö nýtínda og stinna stöngla.
700 g rabarbarastilkar
'A-l msk. smjör
1-1 'A dl sykur
Hreinsið rabarbarann, skerið í bita
og leggið í vel smurt eldfast mót.
Stráið sykrinum yfir og leggið ál-
pappír yfir. Bakið í ofni við 225° í
15-20 mínútur.
Berið fram kalt með þeyttum rjóma
eða ís. Bragðbæta má meö því að strá
kanil yfir.
Þeyttur rjómi eða ís á vel við með rabarbaraböku og rabarbaraformköku
Ábætisréttir
úr rabarbara
Rabarbarabaka
Búa má til góða böku eða pæ úr
rabarbara. Bakan geymist ágætlega
í 2-3 daga í kæhskáp. Einnig má
frysta hana, annaðhvort fullbakaða
Neytendur
eða óbakaða.
Deigið
3 dl hveiti
.125 g smjör/smjörlöú
2 msk. vatn
AUt hráefni er haft vel kalt í byij-
un. Hveitið er sett í skál og smjör-
ið/smjörlíkið sett í bitum saman við.
Hnoðað saman með fingrunum.
Vatninu er bætt út í og hnoöað sam-
an viö. Látið bíða í kæhskáp i
klukkustund.
Rúmlega helmingur af deiginu er
flattur út og bökumótið er klætt að
innan.
Fylhngin
500 g rabarbari
1 msk kartöflumjöl
'A-l dl sykur
Best er aö blanda sykri og rabar-
bara saman nokkrum klukkustund-
um áöur en bakan er útbúin. Þá
rennur töluvert af vatni frá og bakan
verður ekki eins blaut. Blandið sam-
an kartöflumjöli, rabarbara og sykri
og setjið yfir deigið. Gerið strimla og
setjið yfir bökuna. Penshð með eggi
og bakið við 225° í 30 mínútur.
Berið fram volgt með þeyttum
rjóma.
Rabarbaraformkaka
250 g smjör/smjörlíki
250 g sykur
4 egg
1 tsk. lyftiduft
300 g hveiti
400-500 g rabarbari
2 msk. sykur
25 g möndluflögur
Hrærið saman smjör og sykur, létt
og ljóst. Hrærið eggin saman við, eitt
í einu. Sigtið hveiti og lyftiduft saman
við og hrærið vel. Klæðið aflangt mót
með bökunarpappír og helhð hræ-
runni í. Skerið rabarbarann í bita og
stingið í deigið. Stráið því næst sykri
og möndluflögum yfir.
Bakið neðarlega í ofninum við 175°
í 45 mínútur. Látið kökuna bíða í 10
mínútur í ofninum. Berið kökuna
fram volga með þeyttum rjóma.
JJ