Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 26
QP Stokkhólmur 15' kaupmannahöfn 17° h Berlfn 24t London 23 m Luxemborg 21 C París Í4° Feneyjai Montreal 19' Léttsk; Chicago 22 Aiskýia^-^ Los Angeles 16 iiífsstQl eæi aaaMaTqaa .e auoAOflAOUAJ . LAUGAKDAGÍJR.9..SEPTEMBER 1989. Helgarferðir vetrarins: Glasgow ódýrust Kaupmannahöfn dýrust Það skiptir ekki ýkja miklu máli hvert farið er í helgarferðir í vetur ef eingöngu er tekið mið af verði á flugi, gistingu og morgunverði. Það sem ræður mestu um verð helgarferðarinnar er á hvers konar hóteh er dvalið en hægt er að velja á milli hótela í mörgum mismunandi gæðaflokkum. Þær tölur sem hér eru settar fram eru enginn endanlegur sannleikur heldur fyrst og fremst viðmiðun. Þær eru miðaðar við að fólk kjósi að dvelja á þriggja til fimm stjörnu hót- eli. Það er hins vegar hægt að fá ódýr- ari gistingu og þaö er líka hægt að fá miklu dýrari gistingu. Það fer í raun og veru eftir hverjum og einum hvað hann vill kosta miklu til. Sama máli gegnir um iengd helg- arferðarinnar því hægt er að kaupa þriggja, fjögurra og fimm daga helg- arferðir. Það er dýrast að skreppa í helgar- ferð til Kaupmannahafnar. DV-mynd EJ athuga hvað kostar að fara til Lon- don. Fjögurra daga ferð með gistingu í þijár nætur og morgunverði á frek- ar ódýru hóteh kostar fyrir manninn 31.200 krónur eða 62.400 fyrir tvo. Ef valið er aðeins dýrara hótel kostar sams konar helgarferð fyrir tvo 67.620 krónur. Það er hins vegar mun ódýrara að fara til Glasgow. Þangað hafa margir íslendingar farið í innkaupaferðir fyrir jóhn á undanförnum árum. Sams konar helgarferð þangað og til London kostar 24.400 krónur ef mið- að er við frekar ódýrt hótel og 25.730 krónur ef tekið er mið af ögn dýrara hóteU. Fjögurra daga helgarferð meö flugi, gistingu og morgunverði kostar því 48.800 fyrir tvo ef tekið er mið af ódýrara hótelinu en 51.460 ef dvalið er á aðeins betra hóteli. A undanförnum árum hefur þeim fjölgað mjög sem skreppa í stuttar helg- arferðir til Hamborgar. Flugleiðir bjóða upp á helgarferöir tfi Frankfurt og kostar samsvarandi ferð þangað 25.870 krónur fyrir manninn miðað við hótel í ódýrari kantinum eða 51.740 fyrir tvo. Ef val- ið er aðeins dýrara hótel kostar ferð- in 54.160 krónur fyrir tvo eða 27.080 fyrir manninn. Amsterdam Á undanfornum árum hefur verið vinsælt að skreppa í helgarferðir til Amsterdam en Arnarflug flýgur þangað nokkrum sinnum í viku. Helgarferð þangað fyrir einstakl- ing kostar frá 29.140 krónum ef valið er hótel í lægri verðkantinum en 32.140 krónur ef gist er á aðeins dýr- ara hóteli. Helgarferð til Amsterdam fyrir tvo kostar því frá 58.280 krón- um. Kaupmannahöfn Það reynist dýrast að fara í helg- arferðina til hinnar fornu höfuð- borgar íslands, Kaupmannahafnar. Flugleiðir bjóða fjögurra daga helg- arferðir þangað á 31.200 krónur fyrir manninn sé valið hótel í ódýrari kantinum en 33.360 krónur sé ætlun- in að dvelja á aðeins betra hóteli. í lokin skal svo áréttað að verð, sem er gefið hér upp, er ekki endanlegur sannleikur. Með því að leita eftir ódýrari gistingu geta helgarferðirnar orðið ódýrari og ef einhverjir vilja búa á glæsihótelum hækkar verðið að sjálfsögðu í samræmi við það. -J.Mar Rigning V Skúrlr *,* Snjókoma Þrumuvefiur = Þoka Reykjavík 8° Bergen 9 1 Þórshöfn 8° d New York 19 Orlando 26 * DV JfíJ Bretland Tekið er dæmi af hjónum sem ætla að fara saman í fjögurra daga helgar- ferð til Bretlands. Flugleiðir munu eins og undanfarin ár bjóða helg- arferðir til tveggja staða í Bretlandi, London og Glasgow. Hjónunum dettur fyrst í hug að Veðrið í útlöndum H.ITASTIG IGRÁÐUM Byggt á veöurfréttum Veðurstotu Islands kl. 12 á hádegl, töstudag Hvað kosta apexmiðamir? Ekki ails fyrir löngu hækkuðu Flugleiðir og Arnarflug verð á flug- fargjöldum til útlanda. Á töflunni sést hvert ódýrast er að kaupa apexmiða og hvert er dýrast að fara. Það kemur svo sem ekki á óvart að langódýrast er að skreppa til Glasgow enda styst að fljúga þangað en það er ekki svo miklu dýrara að fljúga til Frank- furt. Dýrast er hins vegar að kaupa apexmiða til Kaupmannahafnar og Hamborgar. Tvenns konar verð er gefið fyrir Hamborg. Það er vegna þess að fyrsta október tekur gildi vetrar- verð á þeirri flugleið og lækkar flugfargjaldið úr 27.950 krónum niöur í 24.630 krónur. Ánægjulegt þegar hlutimir lækka í stað þess að hækka. Ferðir ■ Verð (þúsundum króna 1 ; ■ ■ 1 ■lli 1111 ÍÍÍSSSS : : 1 >>:>><<<<><: ::;::::::::x::::;:::: : ÍiliÍiÍÍÍ •>»>>»»» Í;Í;Í;Í;Í;Í;Í;Í;Í;Í;Í;Í i :::::i::x:xU:;:Ú :|| mmm SiÍSSSjiÍ::: iiiii ií*:*::?:*:::::: 1111 iiiiii iii$iiiliii i&iMs ' : mMM <<>m<<<<: SSííííiíS ssUxssUsxs iiili •iSÍiixiSÍSiS iliiii . llil' ;i;i;i;i;i;i;isi;i;i; SSSSSs SSSSSs i:i:i:i:i:i:i:i:i:i;i:i • ÍiÍiÍiÍiiii :::::::::::::::::::::::: ;í;í;í;í;í;í;í;í;í;í;í;í x-x-x-x-x-x ::x:::::::::x:x:: i;:;i;is;i;i;i;i;:;i; Kaupmannah. Glasgow Frankfurt Hamborg London Lúxemborg Amsterdam Hamborg Þýskaland Arnarflug er með helgarfeðir til Hamborgar í Þýskalandi. Ef við höld- um okkur við samsvarandi helgar- ferð og til Bretlands þá kostar helg- arferðin fyrir tvo til Hamborgar 58.280 krónur miðað við að dvalið sé á þriggja stjörnu hóteli eða 29.140 krónur fyrir manninn. Ef valið er aðeins dýrara hótel kostar helgar- ferðin hins vegar 65.500 krónur fyrir tvo eða 32.800 krónur fyrir manninn. London 31.200 33.860 Glasgow 24.400 25.730 Frankfurt 25.080 29.340 Kaupmhöfn 34.070 39.680 Amsterdam 29.140 32.140 Hamborg 29.140 32.800 Á töflunni sést hvað kostar að skreppa í helgarferð til nokkurra staða í Evrópu. í öllum tilvikunum er miðað við einstakling í fjögurra daga helgarferð. Lægra verðið stendur fyrir gistingu á þriggja til fjögurra stjörnu hóteli en hærra verðið gildir fyrir verð á gistingu á fjögurra til fimm stjörnu hóteli. Inni- falið í verði er flug, gisting og morg- unverður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.