Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Side 38
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989. Afmæli Hólmfríður Guðmimdsdóttir Hólmfriður Guðmundsdóttir hús- móðir. Efstasundi 16 í Reykjavik. er níræð í dag. Hólmfríður er fædd á Skerðings- stöðunt í Hvammssveit og ólst upp í Dölunum. Unt tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og hefur búið þar fra því. Fyrst eftir komuna til Reykja- víkur vann hún alla almenna vinnu en eftir að hún giftist hefur hún veriö húsmóðir. Foreldrar Hólmfriðar voru Magn- ús Guðntundsson. sent bjó vtða í Dalasýslu en lengst af i Belgsdal. fæddur 14. desember 1870. látinn 9. júni 1944. og kona hans. Ingibjörg Kristfríður Björnsdóttir. fædd 20. ágúst 1880. Hún er nú látin. Magnús. faðir Hólmfríðar. var sonur Guðmundar Jónssonar. bónda í Hvammsdal i Dalasýslu. og konu hans. Maríu Magnúsdóttur. Ingibjörg. móðir Hólmfríðar. var dóttir Björns Ólafssonar, bónda á Ytra-Felli á Fellsströnd og konu hans. Agnesar Guðfmnsdóttur. Systkini Hólntfríðar vóru sex. Hólmfríöur er elst eh Jóakim. bóndi í Belgsdal. næstur í röðinni. Þá Guð- mundur. Hanri drukknaöi með Val- geiri móðurbróður sínum á Hvammsfirði 14. desember 1935. Hildur. húsntóðir í Reykjavik. er tjórða í röðinni. þá María. húsmóðir i Reykjavik. og yngst Lára Þóra sem flutti til Svíþjóðar. Hólmfríður giftist 11. janúar 1925 Guðntundi Gíslasyni bifreiðar- stjóra. Hann er fæddur 23. júlí 1903 á Patreksfirði. sonur Gísla Guð- ntundssonar, smiðs þar og síðar í Reykjavík, og konu hans, Sigríðar Pálsdóttur. Hólmfríður og Guðmundur eign- uöust tíu börn og eru níu þeirra á lífi. Þau eru: Magnús, vinnur hjá Flugleiðum í Reykjavík. Kona hans er Sigurrós Kristjánsdóttir húsmóðir og eiga þau níu börn. Gísli, vinnur ltjá Pípugerðinni í Reykjavík. Kona hans er Dagbjört Ólafsdóttir verkakona og eiga þau fjögur börn. Axel, verkantaður í Reykjavík. Kona hans er Ólöf Sigurðardóttir verkakona og eiga þau tvö börn. Ingibjörg, húsmóðir í Reykjavík. Maður hennar var Jón Sigurðsson fiskmatsmaður og eiga þau þrjú börn. Þau skildu. Ástþór, bifreiðarstjóri í Reykjavík. Kona hans er Kristín Högnadóttir húsmóðir og eiga þau sex börn. Fjóla, meðferðarfulltrúi í Reykja- vík. Maður hennar er Sigurbjörn Ólafsson stýrimaður og eiga þau þrjú börn. Þóra Sigrún, verkakona í Kefla- vík. Maður hennar var Gestur Kristjánsson tollþjónn og áttu þau tvöbörn. Skúli, verktaki í Reykjavík. Kona hans er Björg Guðnadóttir með- ferðarfulltrúi og eiga þau tvö börn. Guðmundur, verkamaður í Reykjavík. Hann er nú látinn. Kona hans var Steinunn Sigurðardóttir og áttu þau íjögur börn. Jens, verktaki í Reykjavik. Kona hans er Sigríður Stefánsdóttir og eigaþauþrjúbörn. I allt eru afkomendur Hólmfríðar og Guðmundar orðnir um eitt Hólmfríður Guðmundsdóttir. hundrað. Hólmfríður tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Langholtssóknar eftir kl. 15 á afmælisdaginn. Guðjon Jónsson Guðjón Jónsson. fyrrverandi frystihússtjóri á Hvolsvelli, Kirkju- hvoli í Vestur-Landeyjum. verður sjötiu og fimm ára á morgun. Guðjón er fæddur á Torfastöðum í Fljótshlíð og alinn þar upp. Foreldrar Guðjóns voru Jón Guð- mundsson, bóndi á Torfastöðum, og Guðrún Guðmundsdóttir. Jón var sonur Guömundar Jóns- sonar á Langekru á Rangárvöllum og Guðbjargar Ámadóttur, systur Ólafs, afa Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns og Kristins Vil- hjálmssonar framkvæmdastjóra og langafa Sveinbjarnar Dagfmnsson- ar ráðuneytisstjóra, manns Pálínu Hermannsdóttur, systur Steingríms forsætisráðherra. Guðrún, móðir Guðjóns, var dóttir Guðmundar Guðmundssonar, bónda á Skúfslæk í Villingaholts- hreppi, og Valgerðar Tómasdóttur, móður Túbals, fóður Ólafs Túbals listmálara. Systir Guðrúnar var Halldóra, móðir Jónasar Magnús- sonar, alþingismanns á Strandar- höfða. Systir Guðjóns er Ingibjörg Jóns- dóttir, fyrrum húsfreyja á Torfa- stöðum í Fljótshlíð, fædd 17. mars 1909. Maður hennar var Kort Ey- vindsson, bóndi á Torfastöðum. Hálfsystir Guðjóns, samfeðra, var Guðbjörg Jónsdóttir. Hún er nú lát- in. Maður hennar var Magnús Guð- mundsson, bóndi á Torfastöðum. Guðjón kvæntist 12. janúar 1940 Kristbjörgu Lilju Árnadóttur, fæddri 21. mars 1914. Hún lést 17. jnaúar 1985. Kristbjörg var dóttir Áma Sigfússonar, kaupmanns og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, og Ingibjargar Kristjánsdóttur frá Auraseli í Fljótshhð. Börn Guðjóns og Kristbjargar eru: Rúnar, sýslumaður í Borgamesi, fæddur 1. desember 1940. Kona hans er Auður Svala Guöjónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Ingi, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli, fæddur 4. febrúar 1943. Kona hans var Dagný Hermannsdóttir. Þau eru skilin en Guðjón Jónsson. eigafjögurbörn. Erna Hanna, bankagjaldkeri í Reykjavík, fædd 7. október 1952. Hún á einn son. Margrét, skrifstofustúlka í Reykjavík, fædd 30. október 1956. Sambýlismaður hennar er Kjartan Óskarsson og eiga þau eina dóttur. Guðmundur S. Magnússon Guömundur S. Magnússon, fyrr- um vörubifreiðarstjóri, Langholts- vegi 60, Reykjavík, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Kona Guðmundar er Áslaug Sig- urðardóttir. Þau hjónin munu taka á móti gest- um i sal Sparisjóðs vélstjóra, Borg- artúni 18, Reykjavík, á morgun klukkan 15.00. Guðmundur S. Magnússon. Til hamingju með laugardaginn 9.9. 90ára Sigurlaug Guðjónsdóttir, Bergstaðastræti 72, Reykjavík. 80 ára Gunnar Sigtryggsson, Skarðshlíð 18B, Akureyri. Inga Gestsdóttir, Laugavegi 86B, ReyKjavík. Hún verður að heiman á afmælis- daginn. Sigurjón Björnsson, Kirkjuvegi 5, Mýrdalshreppi. 75 ára Sigurður Elíasson, Ljósheimum 12A, Reykjavík. Bjarni Magnússon, Tröð, Boiungarvík. 70 ára Vilhjálmur Jónsson, Skildinganesi 26, Reykjavík. Þórunn Baldursdóttir, Barmahliö 56, Reykjavík. 60 ára Erla Pálsdóttir, Reyni, Mýrdalshreppi. Benný Sigurgeirsdóttir, Suðurgötu 67, Akranesi. Rósar Eggertsson, Hvassaleiti 13, Reykjavík. Jóhannes Sigmarsson, Borgarvegi 20B, Njarðvíkum. 50 ára María Hauksdóttir, Hrauntungu 111, Kópavogi. 40 ára Hulda Valtýsdóttir, Núpskötlu H, Presthólahreppi. Kjartan Erlendsson, Dalatúni 19, Sauðárkróki. Haukur Ásmundsson, Furugerði 7, Reykjavík. Kristján Sigurðsson, Vallarási 5, Reykjavík. Hjalti Gunnarsson, Hverflsgötu 30, Hafnarflrði. Björk Mýrdal, Kirkjuvegi 26, Vestmannaeyjum. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælis böm og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fýrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Aldarminning Guðlaug Sigurðardóttir Guðlaug Sigurðardóttir, frá Hrygg í Hraúngerðishreppi í Ámes- sýslu, hefði orðið hundrað ára á raorgun. Afkomendur hennar ætla að minnast hennar við guðsþjón- ustu í Selfosskirkju kl. 14 á morgun, sunnudaginn 10. september. Guð- laug lést 28. nóvember 1962. Eiginmaður Guðlaugar var Ólafur Helgason, fæddur í Skálholti 6. apríl 1873 og lést 18. október 1933. Guð- laug og Ólafur gengu í bjónaband 1. desember árið 1922 og settust að í Reykjavík. Þau eignuðust firam böm. Þegar Ólafur lést flutti Guölaug með böm þeirra íjögur að Austur- koti í Hraungerðishreppi og byggði þar hús á jörð Guðmundar, bróður síns. Elsti sonurinn fór í fóstur að Álfsstööum á Skeiðum og síðar næstelsti bróðirinn í fóstur i Aust- urkoti. Árið 1941 byggði Guðlaugsér hús á Selfossi og kallaði HeiðarbóL Þar bjó hún í fjögur ár þar til hún flutti til sonar síns að Snælandi á Selfossi og síðustu árin dvaldi hún á Sól- vangi í Hafnariflrði. Guðlaug var dóttir Sigurðar Jóns- sonar frá Ölversholti i Hraungerðis- hreþpi og Ástríðar Einarsdóttur frá Efri-Brúnavöllum á Skeiðum. Sig- urður var sonur Jóns Sigurðssonar, bónda í Ölversholti, Erlendssonar á Stóru-Reykjum og Guðlaugar Þór- arinsdóttur. Ástríður, móðir Guðlaugar, var dóttir Einars Eggertssonar, bónda á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum, og Vilborgar Ketilsdóttur frá Skálholti. Einar var sonur Eggerts Einarsson- ar, hreppstjóra á Litla-Fljóti í Bisk- upstungum og Valgerðar Halldórs- dóttur, prestsáTorfastöðum. Ólafur Helgason, maöur Guðlaug- ar, var sonur Helga Ólafssonar dg Valgerðar Eyjólfsdóttur, búenda í Skálholti. Helgi var sonur Ingiríöar Einarsdóttur og seinni raanns henn- ar, Ólafs Helgasonar frá Grafar- bakka í HrunamanahreppL Bróöir Ólafs var Gísli Helgason, afi Ás- gríms Jónssonar listmálara. Valgerður Eyjólfsdóttir var dóttir Eyjólfs Gestssonar ogHelgu Þor- láksdóítur, búenda í Vælugerði í Flóa. Bróðir Ólafs, manns Guðlaugar, var Ketill Helgason. Meðal bama hans var Ólafur Ketilsson, bifreiða- stjóri á Laugarvatni og Sigurbjöm Ketilsson skólastjóri, faðir Tryggva rafmagnsverkfræöings. Böm Guðlaugar og Ólafs eru fimm. Þau eru: Helgi, löggiltur fasteignasali í Reykjavík, fæddur 27. júní 1924. Fyrri kona hans var Anna Páls- dóttir, fædd 7 .júní 1918, dáin 10. maí 1961. Seinni kona Helga er Kristín Einarsdóttir, fædd 1. maí 1924. Helgi á tvö börn. Sigurður, mjólkurfræðingur á Sel- fossi, feeddur 21. ágúst 1925. Kona hans er Sigríður Einarsdóttir, fædd 8. janúar 1919. Þau eiga þtjú böm. Valgerður, húsmóðiríReykjavík, fædd 4. desember 1926. Maður henn- ar er Kristján Laursen iðnverka- maður, fæddur 23. nóvember 1912. Þaueigatvöböm. Ástráður, bifreiðastjóri hjáMjólk- urbúi Flóamanna, fæddur 19. mars Guðlaug Sigurðardóttir. 1929, Kona hans er Erla Þórhalls- dóttir, fædd 8. nóvember 1933. Þau eigafjögurböm. Ólafur, fjármálafulltrúi hjá Sel- fossbæ, fætldur 3. júlí 1930. Hann á tvöböm. Bamaböm Guölaugar og Ólafs em 13 ogbamabarnabörnin em orðin 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.