Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Síða 17
,17
LAUGAJiDAGUR 9. SEfrEMRER 1989.
Gottfóik!... Allternúvit-
laust að verða vestur í Banda-
ríkjunum út af Rolling Stones
eina ferðina enn. Þeir eru nefni-
lega lagðir upp i eina tónleika-
ferðina enn og mega menn
vart vatni halda vestra yfir
pessu. Rollingarnir byrjuðu
tónleikaferðina á því að halda
nokkurs konar leynitónleika á
litlum skemmtistað í New
Haven i Conneticut. Ákaflega
fáir vissu af þessu og gestir
hússins áttu ekki von á öðru
en að heyra í hljómsveitinni
Sons of Bob sem auglýst var.
Því má nærri geta að menn
misstu andlitið oní súpuna
þegar eigandi staðarins gekk
upp á svið og sagði í mestu
rólegheitum: Herrar mínirog
frúr, má ég kynna Rolling Sto-
nes! Og svo hófust einhverjir
ódýrustu Rolling Stones tón-
leikar sögunnar því aðgangs-
eyrir að veitingahúsinu hijóð-
aði upp á litlar 180 krónur
íslenskar... Tónleikaferð
Rolling Stones um Bandarikin
mun standa út októbermánuð
og 26. og 28. október spila
Rollingarnir á Shea Stadium
leikvanginum i New York.
Verða það fyrstu tónleikarnir
á þessum sögufræga tónleika-
stað I sex ár... Nýju stjörn-
urnar De La Soui hafa verið
ákærðar fyrir hugverkaþjófnað
og hljómsveitin og aðstand-
endur hennar krafnir um ná-
iægt hundrað milljónum is-
ienskra króna í skaðabætur.
Málshöfðendur eru félagarnir
Flo & Eddy sem eitt sinn voru
í hljómsveitinni Turtles. Þeir
halda þvi fram að lag De La
Soul, Transmitting Live From
Mars, sé skrumskæld útgáfa
af lagi þeirra, You Showed
Me, sem var vinsælt 1969...
Jon Bon Jovi, söngvari og
leiðtogi hljómsveitarinnar
Bon Jovi, er orðinn sterkrí kur
maður eftir mikla veigengni
hljómsveitar sinnar undanfar-
in ár. Dg ekki er hægt að
segja annað en að hann sé
gjafmiidur maður þvi þegar
hann var ekki alls fyrir löngu
beðinn um að gefa eitthvað i
verðlaun hjá MTV sjónvarps-
stöðinni gaf hann húsið
sitt!!.. .góðarstundir...
-SþS-
pv____________________Nýjarplötur
Deacon Blue-When the World Knows Your Name:
Heimsfrægðin
bíður um sinn
Skoska hljómsveitin Deacon Blue
fer ekki beint ótroðnar slóðir í tón-
list sinni heldur rær á svipuð mið
og þekktar hljómsveitir á borð við
Aztec Camera og Prefab Sprout.
Þar er auðvitað ekki leiðum að líkj-
ast en lögmálið segir að eftirlíkingin
geti aldrei orðið betri en fyrirmynd-
in. Vissulega er samt ekki hægt að
halda því fram að Deacon Blue sé
vísvitandi að stæla aðrar hljómsveit-
ir en þegar farið er inn á sömu braut-
ir og aðrir hafa markaö komast menn
ekki hjá því að lenda í samlíkingum.
En þaö er að sjálfsögðu allt annað
að vera auvirðileg eftirhermuhljóm-
sveit en sjálfstæð skapandi hljóm-
sveit eins og Deacon Blue. Þetta fólk
semur sína tónlist og texta sjálft og
gerir það bara býsna vel.
Sá sem á stærstan þátt í lagasmíð-
unum er söngvarinn Ricky Ros en
hljómborðsleikarinn Jim Prime
kemur líka nokkuð við sögu. Lögin
eru melódískt rokk með frekar
mjúkri áferð og hafa þegar ein tvö
lög af þessari plötu náð vinsældum,
Real Gone Kid og Fergus Sings the
Blues.
Ég efa að Deacon Blue sé orðið
heimsþekkt nafn en hún hefur alia
buröi til þess að ná þvi marki.
-SþS-
Neville Brothers - Yellow Moon
Hæfileikabræður
Yeliow Moon er plata sem maður
hættir ekki svo auöveldlega að hlusta
á eftir að hafa sett hana á fóninn.
Þessi klukkutímalanga plata er vel
úr garði gerð og skemmtileg og þótt
lítið hafi farið fyrir Neville bræðrun-
um hingað til eiga þeir skilið athygli
þeirra sem vilja vandaöa og íjöl-
breytta tónlist.
NeVille bræðumir eru íjórir; Aaron
og Art, sem báðir eru söngvarar og
hljómborðsleikarar, Cyril sem lemur
húðir og syngur og saxófónleikarinn
Charles sem setur sterkan svip á
Yellow Moon með sérstökum og
skemmtilegum saxófónleik.
Lögin á Yellow Moon eru tólf og
tekur það rúman klukkutíma að
hlusta á þau eins og áður sagði. Flest
laganna eru samin af þeim bræðrum
og í tónlist þeirra gætir vissra
afrískra áhrifa, þótt yfirborðið sé
blús, rokk og nokkrar aðrar tónlist-
arstefnur.
Óhætt er að segja að ekkert lag á
plötunni líkist öðru og það sem kom
fyrst á óvart var hversu breiður tón-
listarsmekkur þeirra bræðra er.
Bestu lög bræðranna eru titillagið
Yellow Moon sem er flutt af mikilli
leikgleði og Voo Doo sem þvert á
móti er dularfullt og spennandi. Þótt
þessi lög séu nefnd þá eru önnur sem
vekja mikla athygli strax við fyrstu
hlustun. Það er helst að Sister Rosa
dragi niður í gæðunum - ruglingslegt
lag og samhengislaust.
Ekki hafa bræðurnir samið öll lög-
in á plötunni. Tvö lög hafa þeir feng-
ið að láni hjá Bob Dylan, The Bailad
of Hollis Brown og With God on Our
Side. Og sjaldan hef ég heyrt jafn-vel
farið með lög meistarans af öðrum
en honum sjálfum. Blúsinn í Hollis
Brown er nákvæmlega eins og text-
inn gefur tilefni til og þegar hlustað
er á With God on Our Side er maður
kominn í allt annað andrúmsloft.
Gæti verið sungið af írskum þjóð-
lagasöngvara. Þá er mjög góð útgáfa
af lagi eftir Sam Cooke, A Change Is
Gonna Come.
Þótt lögin á Yellow Moon séu hvert
öðru ólík og útsetningar ekki síður
þá er neisti sem tengir þetta allt sam-
an og gerir plötuna að heild sem
virkilega gaman er aö hlusta á.
-HK
Ja,hver
þrefaldur!
Þrefaldur fyrsti
vinningur í kvöld!
Þreföld ástæða
til að vera með!
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
BEYGJA A
Á MALARVEGI!