Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989.
11
Breiðsíðan
Það er betra að læðast að laxinum hafi hann á annað borð tekið hjá veiði-
mönnum svo fiskurinn sleppi nú ekki. DV-mynd Brynjar Gauti
Léttar veiðisögur frá sumrinu:
Ég þoli
þetta
ekki!
Eitt er það sem gefur veiðinni gildi.
Það eru veiðisögurnar sem veiði-
menn eru manna bestir í aö segja og
túlka. Góðar veiðisögur hafa oft
bjargað lélegu sumri.
Kannastu við þetta? Þú hefur veitt
í tvo tima á efsta svæðinu í Elliðaán-
um og hefur ekki fengið neitt. Svo
kemur vinur þinn og þú leyfir hon-
um að renna. En þú hefur varla látið
hann hafa stöngina er lax tekur hjá
honum.
Veiðin hafði ekki gefið neitt á allar
tvo hundruð flugurnar og þá ákveður
þú að reyna maðkinn. Hvað gerist?
Lax tekur maðkinn um leið!
Veiðistöngin varð eftir uppi í veiði-
húsi og þú tekur bensínsettið krakk-
anna og rennir. Enginn lax hefur
veiðst allan túrinn. En þú hefur varla
rennt maðkinum þegar lax tekur og
eftir mjög stutta baráttu shtur hann.
Enda eru þessi stöng og lína ekki
gerð fyrir svona átök í veiðinni, held-
ur fyrir veiði í silungsvatni.
Rígvæn bleikja liggur í straumnum
en vill ekki taka neitt. Þú leyfir veiði-
félaganum að renna og bleikjan tek-
ur um leið hjá honum maðkinn, samt
beittir þú sama maðkinum.
Konan er tekin með í veiðitúrinn
og þú veiðir ekki neitt. Konuna lang-
ar að kasta einu sinni og um léið tek-
ur laxinn sem þú haíðir reynt við í
klukkutíma.
Þetta er kannski spennan í veiðinni
og fiskurinn hefur aldrei spurt um
tökutíma. Allar þessar sögur hérna
á undan eru frá sumri sem hefur
þótt einkennilegt. En til eru margir
veiðimenn sem hafa fengið sinn
fyrsta lax í sumar og þá eftir að veiði-
menn hafa veitt lengi og ekki fengið
högg en svo koma þeir og renna og
fiskurinn tekur um leið...
-G.Bender
Ungur hjúkrunarfræðingur, Iilja Stefánsdóttir:
Kosinn varafor-
maður alþjóða
stúdentasamtaka
„Þetta tengist Vöku', félagi lýðræðissinnaðra stúdenta
í Háskóla íslands," sagði Lilja Stefánsdóttir hjúkrunar-
fræðingur er DV innti hana eftir aðdraganda þess að
hún var kosin varaformaður alþjóða stúdentasamtaka
í Grikklandi nýlega.
Vaka er aðih að þessum samtökum sem kahast
European Democrat Student, EDS, og í eru stúdentafé-
lög kristilegra demókrata, íhaldsmanna og ftjálslyndra
í 14 löndum Evrópu. Félög þessi hafa mjög mismunandi
bakgrunn en að sögn Lilju eru flest þeirra í beinum
tengslum viö póhtíska flokka í sínu heimalandi.
„Við fórum þrjár, fyrir hönd Vöku, á þennan aðalfund
í Grikklandi, Ama Schram, Erna Gísladóttir og ég. Vakt-
iþað, að félagið sendi eingöngu kvenfólk, mikla athygli
því að 75-80% þeirra sem þarna voru voru karlkyns.
Ég var síðan kosin varaformaður samtakanna en þvi
embætti hafa tveir aðrir íslendingar gegnt áður, þeir
Eyjólfur Sveinsson og Ath Eyjólfsson. Það var Grikki
sem kosinn var formaður að þessu sinni.“
Markmið EDS eru, meðal annars, að vinna að samein-
aðri og fijálsri Evrópu og mannréttindum jafnt í austri
sem vestri og að gefa stúdentum tækifæri til að hittast
á alþjóðavettvangi til að auka skilning þjóða á milli.
Lilja lauk prófi í hjúkranarfræði frá Háskólanum fyr-
ir einu og háifu ári en síðan þá hefur hún tekið kúrs
og kúrs í stjómmálfræði ásamt því að vinna í sínu fagi
á öldranardeild Borgarspítalans. „Ég er Akureyringur
að uppruna og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1983. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á félags-
málum og stjórnmálum," segir Lilja. Hún hóf fljótlega
að starfa með Vöku er í Háákólann kom og var varaform-
aður félagsins 1987-88. Þá var hún og varaformaður í
stúdentaráði 1988-89.
Lilja er um þessar mundir formaður kjaranefndar hjá
Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Hvað
framtíðina snertir segist hún hafa mikinn áhuga á að
„Það vakti mikla athygli að þrjár stelpur voru fulltrúar
Vöku á fundinum,“ segir Lilja Stefánsdóttir hjúkrunar-
fræðingur. DV-mynd Hanna
mennta sig meira á sviði skipulags í heilbrigðismálum.
Bættur aðbúnaður aldraðra er henni hjartans mál og
vonast hún til að geta látið gott af sér leiða á þeim vett-
vangi í framtíðinni. -gh
Franskur læknir:
Lærði íslensku
með sjálfsnámi
Fólk eyðir frístundum sínum á margan hátt, sumir
stunda iþróttir og aðrir safna hlutum, td. frímerkj-
um. Óalgengara hlýtur að vera að frístundimar séu
notaðar í að læra tungumál, eins og Phihppe
Chemouille gerir.
Philippe, sem er 27 ára gamall læknir og býr í
París, var staddur hér á landi fyrir skömmu. Þegar
hann var ungur drengur las hann Snorra-Eddu á
frönsku og fékk þá mikinn áhuga á norrænum bók-
menntum og norrænum tungum. Hann læröi
sænsku en á síðasta ári réðst hann í að læraíslensku.
Hann kom í fyrra til íslands og keypti þá málfræði
Stefáns Einarssonar. Einnig sagðist Philippe hafa
notfært sér tunguraálaaðstöðuna í Pompidou safn-
inu. Það sem hefur þó ef til vill komið honura að
bestum notum við námið er Norræna bókasafnið í
París. Philippe sagði að þar væri alltaf hægt að lesa
blöð frá Norðurlöndunura, m.a. Morgunblaðið. Þar
væra einnig norrænar bókmenntir og fengi hann
þær gjarnan lánaðar.
Philippe var spurður hversu mörg tungumál hann
taiaði. Svaraði hann af hæversku aö þau væra nú
ekkimörg. Sagðisthanntalaþýsku, ensku, hollensku
og sænsku auk frönskunnar og íslenskunnar, og
geta lesið norsku, dönsku og hebresku. Einnig haföi
hann lært dálítið i nígresku.
Phillipe sagðist haía vitað áður en hann kom til
Islands að landið væri íjöllótt og fallegt, en hann
vissi ekki að það væri svona fallegt. Hann sagðist
vona að hann ætti eftir að hafa mörg tækifæri til að
koma hingað aftur.
-GHK
Phillppe Chemouille las Snorra-Eddu á frönsku sem
ungur drengur og fékk þá miklnn áhuga á Noröur-
löndunum. DV-mynd.JAK