Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Qupperneq 8
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989.
8 >
Viðskipti________________________________ dv
Þrýst á að Geir Gunnarsson
taki við í Búnaðarbankanum
Rikisstjómarflokkamir þrýsta nú
mjög á Stefán Valgeirsson, formann
bankaráðs Búnaðarbankans, að
mynda meirihluta í bankaráðinu
með bankaráðsmönnunum Hauki
Helgasyni, fulltrúa Alþýðuflokksins,
og Þórunni Eiríksdóttur, fulltrúa
Alþýðubandalagsins, við ráðningu
bankastjóra í stað Stefáns Hilmars-
sonar sem hættir um áramótin. Stef-
án Valgeirsson hefur ekki tekið
ákvörðun ennþá. Ríkisstjórnarflokk-
amir eru enn ekki á eitt sáttir um
það hver fær stöðuna. Alþýöuflokks-
menn telja sig eiga hana en sam-
kvæmt heimildum DV vilja alþýðu-
bandalagsmenn fá stóhnn og þrýsta
á um Geir Gunnarsson í þvi sam-
bandi.
Geir er sérfræðingur
í fjárlögum ríkisins
Geir Gunnarsson er þingmaöur
Alþýðubandalagsins í Reykjanes-
kjördæmi. Hann hefur setið á Alþingi
í næstum 30 ár. Hann er sérfræðing-
ur flokksins í fjárlögum og af störfum
hans í fjárveitinganefnd fer mjög
gott orð. Hann nýtur virðingar langt
út fyrir raðir Alþýðubandalagsins
sem klár maöur um fjármál ríkisins.
Loks má geta þess að Geir er efsti
maður á lista Alþýðubandalagsins í
Reykjaneskjördæmi. Varaþingmað-
ur hans er Olafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins og
fjármálaráðherra.
Finnbogi Rútur og fleiri
Alþýöubandalagsmenn eiga engan
bankastjóra núna í bankakerfinu eft-
ir að Guðmundur Hjartarson, banka-
stjóri Seðlabankans, lét af því starfi.
Áður hafa verið þekktir alþýöu-
bandalagsmenn í bankastjórastólum
Útvegsbankans. Þar nægir helst aö
Veitingahús á íslandi eru gjald-
þrota samkvæmt könnun sem Þjóð-
hagsstofnun hefur gert. Eiginfjár-
hiutfall þeirra er neikvætt um hvorki
meira né minna en 30 prósent. Það
þýðir að skuldir eru um 30 prósent
meiri en eignir veitingahúsa. Könn-
un Þjóðhagsstofnunar byggist á úr-
taki veitingahúsa sem tekin vóru til
skoðunar.
Þetta er Ijót mynd sem dregin er upp
af stöðu veitingahúsa. Eiginfjárhlut-
fall þeirra er neikvætt um 30 pró-
sent. Það þýðir að skuldir eru 30
prósent' meiri en eignir. Á ein-
földu máli heltlr það gjaldþrot.
Stefán Hilmarsson hefur verið
bankastjóri i 28 ár.
nefna Finnboga Rút Valdimarsson,
Ármann Jakobsson og Ólaf Helga-
son.
Alþýöubandalagsmenn segja við
samstarfsmenn sína í ríkisstjórn-
inni, framsóknarmenn og krata, að
þeir vilji bankastjórastól Stefáns
Hilmarssonar vegna þess að enginn
alþýðubandalagsmaður sitji núna í
bankastjórastól. Þeir benda á að í
íslandsbanka sitji einn krati og tveir
sjálfstæðismenn sem bankastjórar,
að í Landsbanka sé einn krati, einn
framsóknarmaður og einn sjálfstæð-
ismaður bankastjórar. Ennfremur sé
enginn alþýðubandalagsmaður í
Búnaðarbanka og Seðlabanka.
Geir áður orðaður
við bankastjórastól
Geir Gunnarsson hefur áður verið
orðaður við bankastjórastól Búnað-
arbankans. Það var í fyrra þegar
Kjartan Jóhannsson var einnig sem
mest orðaður við stöðuna. Geir kvað
einnig hafa verið orðaður við stöð-
„Þessi könnun gefur ljóta mynd af
íjárhagsstöðu veitingahúsa á íslandi.
Úrtakið er aö vísu frekar litið en
engu að síður tel ég að könnunin
sýni glöggt að staðan er mjög slæm
í þessum rekstri," segir Þórður Frið-
jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
Það er athyghsvert að rekstur hót-
ela og gististaða er miklu betri. Þar
er staöan jákvæð og eiginfjárhlut-
fallið um 14 prósent.
í bréfi, sem Ema Hauksdóttir,
framkvæmdastjóri Veitinga- og gisti-
húsaeigenda, hefur sent þingmönn-
um, segir hún að fyrirtæki í ferða-
þjónustu á íslandi séu almennt skatt-
lögð meira en aðrar gjaldeyrisskap-
andi atvinnugreinar. Hún nefnir þar
sérstaklega söluskatt á veitingahús,
bílaleigur og bætir við að ferðaþjón-
ustan greiði hæsta þrep launaskatts,
eða 3,5 prósent, á meðan aðrar gjald-
eyrisskapandi atvinnugreinar sleppi
við slíkan skatt.
í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um
ferðaþjónustuna, sem Þórður Frið-
Geir Gunnarsson þykir manna kiár-
astur um fjármál ríkisins.
una þegar Stefán Pálsson var ráðinn
bankastjóri.
Stefán Hilmarsson, sem um ára-
mótin lætur af störfum bankastjóra
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
eftir 28 ára setu sem bankastjóri,
hafði sagt munnlega við bankaráð
Búnaðarbanka fyrir tveimur árum
að hann ætlaði að hætta. Þegar Stef-
án frétti hins vegar að sjálfstæðis-
menn, framsóknarmenn og kratar
sömdu um að Kjartan Jóhannsson
yröi næsti bankastjóri hætti hann
við að hætta. Þar með kom babb í
bátinn.
Stefán vill Sólon
Raunar segja heimildir DV að Stef-
án Hilmarsson vilji sjá Sólon Sig-
urðsson, aðstoðarbankastjóra Bún-
jónsson lagöi fram á aöalfundi Sam-
bands veitinga- og gisthúsa nýlega,
kemur fram mjög fróðlegt yfirlit yfir
gjaldeyristekjur af erlendum ferða-
mönnum á síðustu árum. Tekjumar
hafa stórlega aukist á síðustu árum.
Þetta sést vel þegar tekjumar af
Olafur Ragnar Grimsson er vara-
þingmaður Geirs Gunnarssonar.
aðarbankans, sem eftirmann sinn.
Hann hafi orðað það við Stefán Val-
geirsson. Til þess að svo geti orðið
þarf Stefán að mynda blokk með
sjálfstæöismönnunum tveimur í
bankaráðinu, þeim Friðjóni Þórðar-
syni og Halldóri Blöndal.
Á síðari ámm hefur komið upp
mikil krafa innan bankakerfisins að
í bankastjórastóla séu bankamenn
ráðnir en ekki þingmenn sem em að
hætta. Þetta kom glöggt í ljós þegar
Sverrir Hermannsson var ráðinn í
Landsbankann. Þá vildi Jónas Har-
alz sjá Tryggva Pálsson sem eftir-
mann sinn. Það gekk ekki eftir og
Tryggvi var síðan ráðinn til Verslun-
arbankans. Síöan settist framsókn-
armaðurinn og fyrrverandi stjórnar-
formaöur SÍS, Valur Arnþórsson, í
bankastjórastól Landsbankans í stað
framsóknarmannsins Helga Bergs.
Sólon og Sveinn
Af þeim innanhússmönnum Bún-
aðarbankans sem líklegastir era til
erlendum ferðamönnum eru skoðaö-
ar sem hlutfall af útfluttum vöram
og þjónustu. Þær voru um 4 prósent
af heildarútflutningnum árið 1981 en
vora komnar í 8,6 prósent á síðasta
ári.
Annað sem vekur athygli í skýrslu
Þjóðhagsstofnunar er sú feikilega
aukning á fjölda starfa við veitinga-
og hótelrekstur. Sem hlutfall af
heildarmannafla er aukningin einnig
mikil. Hlufallið var um 1,8 prósent
fyrir tíu árum en er nú aö nálgast 3
prósentin.
Hin mikla aukning á starfsmanna-
fiölda við veitinga- og gistihúsarekst-
ur er aftur hugsanleg skýring á gjald-
þrotastöðu veitingahúsanna. Að of
mörg veitingahús hafi verið sett á
laggimar á undanfömum áram mið-
aö viö markaöinn og hin ógurlega
samkeppni hafi stefnt þeim öllum í
gálgann. -JGH
að hreppa stólinn, verði innanhúss-
maður fyrir vahnu, eru aðstoöar-
bankastjórarnir Sólon Sigurðsson og
Sveinn Jónsson. Aðstoðarbanka-
stjórarnir Hannes Pálsson og Krist-
inn Zimsen era ekki eins líklegir.
Hannes er raunar senjórinn af þeim
fjóram, hann hefur unnið í Búnaðar-
bankanum í 50 ár. Áður hefur hann
lent í slag um bankastjórastól en tap-
aö.
Þegar Kjartan Jóhannsson, þing-
maður Alþýðuflokksins, náði ekki að
verða bankastjóri Búnaðarbankans,
þar sem Stefán Hilmarsson hætti við
að hætta, var hann gerður að sendi-
herra í Genf. Og ekki virðast sendi-
herrastöður liggja á lausu núna.
Spennan í kringum Búnaðarbank-
ann er ekki síst mikil fyrir þær sakir
að „gamli maðurinn“, Stefán Val-
geirsson, hefur ekki gert upp hug
sinn ennþá. Þess vegna liggur enginn
öruggur meirihluti fyrir í bankaráð-
inu. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 8-11 Úb,V- b,S- b,Ab,Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 8,0-13 Úb.Vb
6mán. uppsögn 9-15 Vb
12mán. uppsögn 9-13 Úb.Ab
18mán.uppsögn 25 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-5 Sp
Sértókkareikningar 4-11 Vb.Sb,- Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-3,5 Ib
10-21 Vb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7,25-8 Ab.Sb
Sterlingspund Vestur-þýskmork 12,5-13 Sb,
5,75-6,25 Ib.Ab
Danskar krónur 8-8,75 Bb.lb,- Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv) 26-29 lb,V- b.Sb.Ab
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 28-32,25 Vb
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 30-35 Sp
útlán verðtryggð
Skuldabréf 7,25-8,25 lb,V- b,Ab
Útlántilframleiðslu
Isl.krónur 25-31,75 Vb
SDR 10,25 Allir
Bandarikjadalir 10,5-10,75 Úb
Sterlingspund 15,5 Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,75 Úb.S- b.Sp
Húsnæöislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 38,4
MEÐALVEXTIR
överðtr. okt 89 27,5
Verðtr. okt. 89 7,4
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala okt. 2640 stig
Byggingavísitala okt. 492 stig
Byggingavísitala okt. 153,7 stig
Húsaleiguvísitala 3,5%hækkaöi 1, okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,310
Einingabréf 2 2,382
Einingabréf 3 2,829
Skammtimabréf 1,479
Lífeyrisbréf 2,167
Gengisbréf 1,908
Kjarabréf 4,262
Markbréf 2,254
Tekjubréf 1,806
Skyndibréf 1.285
Fjölþjóöabréf 1,268
Sjóösbréf 1 2,077
Sjóðsbréf 2 1,632
Sjóðsbréf 3 1,459
Sjóðsbréf 4 1,224
Vaxtasjóðsbréf 1,4575
HLUTABREF
Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 318 kr.
Eimskip 386 kr.
Flugleiöir 170 kr.
Hampiöjan 168 kr.
Hlutabréfasjóður 156 kr.
lönaöarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 228 kr.
Útvegsbankinn hf. 144 kr.
Verslunarbankinn 148 kr.
Tollvörugeymslan hf. 110 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
Inn birlast i DV á fimmtudögum.
"('lCiippgrehusíh)3
Innbyggíngarsett
Ofn og keramik. hellu-
borð með halogen
hellu.
Verð áður 111.016 kr.
Verð nú 83.262 kr.
stgr.
Ofn og venjulegt
helluborð.
Verð áður 83.421 kr.
Verð nú 66.737 kr.
stgr.
Lækjargötu 22 "Tfafnarfirði
Könnun Þjóðhagsstofnunar:
Veitingahúsin eru gjaldþrota
Fjöldi starfa viö veitinga- og hótelrekstur 1978-87
78 79 80 81 82 83 84 85 86 87
Fjöldi starfsmanna í feröaþjónustunni hefur aukist ótrúlega á síðustu árum.
Hvergi er aukningin jafnmikil nema hjá fjármálastofnunum.