Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Qupperneq 14
14 Spumingin Er íslenska þjóöin í útrým- ingarhættu? Grétar Sigurðsson: Nei, hún mun seint deyja út. María Gunnarsdóttir: Nei, nei, ÍS- lenska þjóðin er alls ekki í útrýming- arhættu. Ólafur Baldursson: Það held ég ekki. Örvar Kárason: Nei, ekki svo ég viti til. Sigrún Erla Þorleifsdóttir: Það held ég ekki. Við erum ailtaf að íjölga okkur. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. Lesendur Næsta hneyksli í ríkisgeiranum: Ferðalög æðstu ráðamanna? Áhorfandi skrifar: Við erum nýbúin að verða áhorf- endur að hveiju hneysklinu á fæt- ur öðru varðandi misnotkun æðstu ráðamanna þjóðfélagins við vín- kaup til einkanota. Enn eru hneykslismál á forsíðum blaða og á sjónvarpsskermum heimilanna. Nú eru það ráðstafanir ráðherra á opinberu fé án heimilda Alþingis til aðráða sér aðstoðarmenn í ráðu- neytum - og jafnvel utan þeirra. AUt er þetta fremur ógeðfellt í sjálfu sér en er þó einkar tiivalið til að fá almenning til að hlusta og horfa og hann gerir hvort tveggja með áfergju. Það er mannlegt og við íslendingar erum ekkert frá- brugðnir öðrum þjóðum á þessu sviði. - Það er ekki almenningi að kenna að þessi mál koma upp á yfirborðið. Er það? Það er næsta furðulegt hvað al- menningur hefur í raun látið af- skiptalausa þá sóun sem fram fer fyrir framan nefið á honum, vit- andi að í mörgum tilvikum er verið að eyða í hreinan óþarfa og þá þeir sem ættu allra helst að gæta hags- muna fólksins sem kaus þá til starfa. Fjölmiölar hafa reynst mun sterkari þáttur í því að upplýsa og opinbera hvers konar misferli og mistök en ráöamenn gátu áttað sig á. Þetta mun halda áfram, allt þar til óttinn við frjálst upplýsinga- streymi er orðinn svo mikill að stjómmálamenn og aðrir forsvars- menn opinberra stofnana finna sjálfir hjá sér hvöt til aö vera á varöbergi um allt sem varðar starf þeirra og framferði. - Þannig á það líka að vera. Mér þætti ekki undarlegt þótt næsta verkefni hinna frjálsu og reyndar allra fjölmiðla væri að taka á og upplýsa með hvaða rétti ráðherrar og stjómmálamenn yfir- leitt, svo og forsvarsmenn ríkisrek- inna fyrirtækja telja sig geta ferð- ast til útlanda svo að segja ótak- markað og fyrirvaralaust, oftar en ekki með fríðu fomneyti - á kostn- að almennings. Það verður kannski kallað hneyksh þegar upplýsingar um þetta fara að berast um þjóðfélagið. Eitt er þó víst að það verður ekki talið nema eðlilegur og sjálfsagður hlutur þegar öll kurl em komin til grafar. - Og þá fyrst er hægt að búast við að þessir menn fari að koma sér á byrjunarreit og feta síð- an slóðina eftir reglum siðaðra þjóðfélaga þar sem fordæmin koma ofan frá. Eöa er það ekki eftir höfð- inu sem limimir eiga að dansa? Frestun á hækkun námslána: Gott hjá Svavari E.J.K. skrifar: Nú hefur samstarfsnefnd náms- mannahreyfinganna lýst yfir mikl- um vonbrigðum og undrun með hlut Lánasjóðs ísl. námsmanna, og sem kemur fram í nýju fjárlagafrum- varpi. Aðallega út af því að þar er ekki gert ráö fyrir tæplega 7% hækk- un svokallaös framfærslugmnns, sem áður hafði vérið reiknað með. Hefur samstarfsnefnd námsmann- anna sent menntamálaráðherra bréf þar sem minnt er á þetta og hann spurður hvort virkUega eigi að skerða námslánin á næsta ári. Ráð- herrann hefur svarað því til aö ráð- stafanir hafi verið gerðar til að skuld- breyta lánum námsmanna til lengri tíma, en efitt geti reynst að standa við áfanga á hækkun á framfærslu- grunni. Hafa verði í huga, hvemig almennt ári í efnahagsmálum þjóð- arinnar, þjóðarbúið muni tapa um 15 milljörðum króna á næsta ári, miðað við tvö undangengin ár og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra. þetta komi auðvitað við alla, ekki síst láglaunafólk. Mig rak nú í rogastans, þegar ég sá í fréttum að Lánsjóður ísl. náms- manna hefði tæplega 4 milljarða króna til ráðstöfunar á næsta ári. Gerir almenningur sér grein fyrir hvað þetta er mikið fé? Og alltaf fjölg- ar námsmönnum. Hvað getum við íslendingar skorið meira niður til að verða við kröfum námsmanna? Auð- vitað ekki neitt. Mér finnst það því gott hjá Svavari Gestssyni menntamálaráðherra, og er honum sammála, þegar hann læt- ur koma skýrt fram að ekki verði og ekki sé hægt að ganga að fullu að kröfum námsmanna. Það kom einnig fram hjá ráöherra, að umsvif Lána- sjóðs ísl. námsmanna á næsta ári (3,7 milljarður króna) færi langt með að samsvara launum allra grunn- skólakennara í landinu! - Auðvitað verða námsmenn að draga saman seglin eins og aðrir í þessu landi. Við getum ekki hlúð að þeim námsmönn- um sem ekki vilja skilja þörfina á spamaði og erfiðleikum þeirra sem fjármagna menntakerfið, skattgreið- enda í landinu. Svíþjóð er ekkert betri „Annar faðir“ skrifar: Ég var að lesa um íslenska náms- manninn í Svíþjóð, nánar tiltekið í Stokkhólmi, og meðferðina á honum hjá lögreglunni þar í bórg, eftir að hún hafði tekið hann til fanga grun- aðan um íkveikju í Listaakademí- unni. - Nú, um þetta er það að segja að þama í Svíþjóð eins og öðrum ríkj- um, þar sem lögreglan er ekki annað en angi af her landanna, enda vopn- uð, em grunaðir menn ekki teknir neinum vettlingatökum. Lögreglan í Svíþjóð er vopnuð byssum, svo er annars staðar á Norð- urlöndum nema á íslandi, og þessir menn hafa allir verið í herskyldu, allt frá 18 mánuöum upp í 3 ár og þeim er uppálagt að taka gmnaða menn mjög föstum tökum, svo að ég er ekki hissa á lýsingunni af hand- töku drengsins og meðferð hans við fyrstu yfirheyrslu. Við skulum ekki gera okkur neinar vonir um að íslendingar fái aðra meðferð en aðrir, og alls ekki þótt þeir séu námsmenn. Við skulum heldur ekki gera okkur að fifli með því að halda að lögregluaðgerðir á Norðurlöndum séu neitt frábrugönar þeim sem gerist í flestum öðmm löndum þar sem ströng viðurlög era við afbrotum. - Það er sennilega hvergi í heiminum eins mild meðferð á grunuðum afbrotamönnum og hér á Islandi, enda em afbrot hér margf- alt fleiri hlutfallslega en á Norður- löndum. Ég hef oft látið í ljósi þá skoðun við kunningja mína að hér eigi lögreglan að vera vopnuð eins og annars staö- ar. Ekki til að hræða almenning, heldur til að hugsanlegir aíbrota- menn og uppivöðslulýður hér hafi sig ekki eins í frammi og raun ber vitni. Slíkir ofstopamenn og óþjóða- lýður veður hér uppi á götum á kvöldin að það væri enginn skaði skeður þótt þeim væri sýnt í tvo heimana. Það getur lögreglan hér ekki í dag. Slæmir við- skipta- hættir Kristin Karlsdóttir skrifar: Ég er ekki meiri áhugamann- eskja um heilsufæði en gengur og gerisL Þar til fyrir skemmstu hafði ég til að mynda aldrei próf- að ginseng þó að ég hafi bæði séð það auglýst og eitthvað heyrt um það talað. Fyrir þremur vikum lét ég þó verða af þvi að fara í verslunina Heilsuhúsið og kaupa mér einn pakka, aðallega fyrir áeggjan dóttur minnar, sem hefur notað ginseng lengi. Ég bað um pakka af hreinu, rauöu, kóresku gins- engi, sem talið er besta ginsengið - pg borgaði tæpar 1000 krónur. - Ég get ekki sagt að ég hafi fund- ið neina breytingu á mér, en af einhverri þijósku lét ég verða af því aö kaupa annan pakka. Þegar ég var hálfnuð með seinni pakkann, var ég orðin hálfvondauf um árangur af þess- um kúr en þá var þaö dóttir mín sem kom í heimsókn og skoðaöi hylkin. Þegar við opnuðum þau, kom í ljós, að „ginsengið" var ekki rautt, heldur steingrátt. Ég fór strax í Heilsuhúsiö og reyndi að fá þessa vöm enfiur- greidda en það reyndist ekki unnt vegna þess að starfsfólkiö hélt því fram að þetta væri sama varan og í nýjum pakkningum. Ég lét ekki segja mér þetta heldur fór til Neytendasamtakanna sem bmgðust mjög skjótt við og létu stöðva sölu á þessari vöm þar sem um vömsvik væri aö ræða. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Neytendasamtökunura fyrir að grípa í taumana og jafii- framt vil ég hvetja fólk til að vera á varðbergi gegn hvers konar vömsvikum, sem kunna að vera í gangi í þjóðfélaginu. Læknar á landsbyggöirmi: Þeir traustu tolla ekki Hörður Árnason skrifar: Heilbrigðisþjónusta hér á landi held ég að verði að teljast góð, þegar á heildina er litið. Þó er víða pottur brotinn. Oft tolla læknar illa úti á landi án þess að hægt sé að finna nokkra einhlíta orsök. - Að vísu era læknar breyskir eins og aðrir en ég get ekki orða bundist yfir atviki sem átti sér stað fyrir nokkm. Kunningi minn veiktist vestur á Bolungarvik. Læknar þar héldu að það væri einhver víras sem hrjáði hann. Ekki sætti kunningi minn sig við þetta svo hann dreif sig til ísa- íjarðar þar sem læknar komust nú að því að maðurinn væri með sprunginn botnlanga. Þetta fannst læknum á Bolungar- vík nokkuð djarft, þ.e. að maðurinn skyldi gerast svo bíræfinn að fara til ísafjarðar án samráðs við þá. - En það skipti engum togum, máöurinn var í skyndi skorinn upp. Eftir uppskurðinn lá hann svo á spítalanum í tíu daga og alltaf var svarið á þá leið að þetta lagaðist með tímanum. Endirinn var sá aö maður- inn var fluttur nær dauða en lífi til Reykjavíkur með lífhimnubólgu og lungun full af vatni. Byijað var að dæla vatni úr lung- unum en það hafði einnig átt að lag- ast með tímanum þama fyrir vestan. Sem betur fer líður honum sæmilega í dag þótt hann þurfi að ganga með súrefniskút sem ég vil meina að sé fyrir handvömm lækna. Eitthvað verður að gera til að fá læknaþjónustu í sæmilegt horf úti á landi. Eg held að það sé í mörgum tilvikum fólkinu sjálfu að kenna sem býr á þessum stöðum - að ekki skuli tolla almennilegir og traustir læknar í plássunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.