Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Qupperneq 27
27
MÁNUD^GUft ,23. OKTÖpEjR :19gp,
9 VeiAin á sjóbirtingi þykir
skemmtileg og þá sérstaklega
þegar tiskur tekur oft. Sjóblrt-
ingsvelðln var þokkateg i ár
og þeir staerstu 13 pund.
DV-mynd G.Bender
Sjóbirtingsveiði:
■■L ■
Tveir
þrettán
punda
í lokin
„Geirlandsá og Vatnamótun-
um var lokað fyrir veiði á fóstu-
daginn. Undir það síðasta
veiddust 13 punda sjóbirtingar,
einn á hvorum stað,“ sagði Þór-
hallur Guðjónsson, formaður
Stangaveiðifélags Keflavíkur, á
laugardaginn en síðustu veiði-
mennimir hafa rennt fyrir sjó-
birting á þessu ári þar.
„Veiðin í lokin var sæmileg
og það veiddist einn 12 punda
fiskur í Geirlandsánni. Það kom
töluvert af fiski en þeir voru
smáir, sumir,“ sagði Þórhallur.
Bestu hollin voru
með12fiska
Þórhallur Guðjónsson sagði
ennfremur í samtah við DV í
gær: „Hollin í Geirlandsá og
Vatnamótum voru með þetta
frá þremur fiskum og upp í tólf
þegar mest var. Lokatölur ættu
að liggja fyrir næstu daga.
Veiðimennimir em að tínast
heira einn af öðrum.“
G.Bender
Hægt að
kasta
flugu
innan-
húss
Þó að veiðitímínn sé úti þarf
ekki að örvænta, kastæflngar
hjá Ármönnum i íþróttahúsi
Kennaraháskólans og í Laugar-
dalshöll eru byrjaðar. Þar koma
veiðimenn ekki að tómum kof-
unum því margir snjallir kenn-
arar kenna þar fiuguköst Það
er hægt aö æfa sig fyrir næsta
sumar og gera ennþá betur en
í sumar. Eða verða kannski
engir við veiöar? Jú, aö minnsta
kosti í silungsveiðinni.
G.Bender
íþróttir
• Sigurður Þráinsson, ÍS-maður, horfir einbeittur á eftir boltanum sem hann er nýbúinn að slá. Jasoni ívarssyni, Þróttara, líst hins vegar illa á þetta
enda hefur hann ekki komið neinum vörnum við. ÍS-ingar sigruðu i leiknum og eru nú í fyrsta sæti á íslandsmótinu. DV-mynd GS
KAí basli
- Mikið var um að vera hjá blakfólki um helgina
Þriðja umferð íslands-
mótsins í blaki fór fram
nú um helgina. Fjórir
leikir voru hér í bænum
og í Neskauptstað fengu Þróttarar
KA-menn í heimsókn.
Á fostudag léku kvennalið
Breiðabliks og HK. Leikurinn var
afskaplega óspennandi. HK-stúlk-
umar spiluðu afspyrnu illa og
Breiðablik þurfti ekkert aö hafa
fyrir sigri sínum á þeim. Það eina
sem gladdi augað var að sjá Sigur-
borgu Gunnarsdóttur, uppspilara
UBK, leika á ný. Hún lék vel og
ennþá er enginn uppspilari annar
sem kemst með tæmar þar sem
hún hefur hælana. Leikurinn end-
aði 3-0: 15-6, 15-4 og 15-11.
• Leikur kvennaliða Þróttar og
ÍS var einkar bragðdaufur því að
Þróttarar léku án Snjólaugar
Bjamadóttur, sem á við slæm
meiðsl að stríða, og Lindu Jóns-
dóttur. Leikur Þróttara var ÍS-
stúlkum lítil ógnun og unnu þær
auðveldan 3-0-sigur (15—9, 15-5 og
15-12) á 46 mínútum. Hjá ÍS-stúlk-
unum áttu Friðrika Marteinsdótt-
ir og Katrín Pálsdóttir ágætan leik.
• Karlalið sömu félaga léku
þessu næst. Fyrstu hrinu unnu
Þróttarar, 15-6, enda náðu þeir
strax góðri forystu (7-0). Stúdentar
vom ekki sáttir við þetta og knúöu
fram sigur í næstu tveimur hrin-
um (15-13 og 15-10). Fjórða hrinan
var mikil baráttuhrina og tókst
Þróttumm naumlega að sigra í
henni (15-12). í úrslitahrinunni
náðu ÍS-ingar strax góðri forystu
(8-2), mest vegna mistaka Þróttara
og þeir gerðu út um leikinn með
15-9-sigpi eftír 83ja mínútna leik.
Hjá Þrótti átti Jason ívarsson góða
spretti í sókninni en hjá ÍS lék
Gunnar Svanbergsson mjög vel á
mikilvægum lokamínútum.
• Leikur karlaiiða Fram og HK
var ekki mikið fyrir augað. Fram-
arar léku afskaplega illa og HK-
menn tóku þá ekki alvarlega. Þess
vegna varð leikurinn einni hrinu
of langur. í fjórum hrinum vann
HK 3-1: 15-9, 6-15, 15-0! og 15-3,
þannig að Framarar fengu ekki
nema þrjú stig í síðustu tveimur
hrinunum! Hjá HK vom Karl Sig-
urðsson og Skjöldur Vatnar
Bjömsson bestir en Ólafur Ami
Traustason hjá Frömumm.
• í Neskaupstað fengu heima-
menn KA í heimsókn og léku bæði
kvenna- og karlahð félaganna.
Hörkubarátta var í báðum leikj-
um. Kvennaleikurinn stóð 71 mín-
útu en var ekki nema þrjár hrin-
ur. KA-stúlkumar unnu, 15-13,
15-10 og 15-13, en Þróttarstúlkum-
ar böröust mjög vel.
• í karlaleiknum var baráttan
jafnvel enn meiri. Leikurinn stóð
í 129 mínútur en blakleikir gerast
varla lengri. Þróttarar notuðu
mikið af hröðum boltum og KA-
mönnum gekk illa að stilla hávöm
sína á þá. Hrinumar urðu fimm,
10-15, 15-13, 15-13, 13-15 og loka-
hrinan 15-13 sem lauk með sigri
KA. -gje