Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 38
38
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989.
Viðskipti mín við Bifreiðar
’ Frá árinu 1980 höfum við hjónin
keypt fimm Ladabíla enda hafa
jJeir reynst okkur traustir og ódýr-
ir farkostir. Ég starfa nú á Húsa-
vík. Er ég kom þangað um áramót-
in-1987-88 áttum við tvo Ladabíla,
Lada Samara 1988 og Lada Lux 1600
fimm gíra 1986.
. Til að tryggja góðan bíl
. Sl. vetur var þér snjóþungur og -
Y átti ég því oft erfitt með að komast
leiðar minnar og fór þvi að-attíuga
rróð að. fá fiórhjóladrifinn bilr ■
Vegna fyrri kynna minna.af,Lada-
bílum en einnig vegna verðsins
-ieist mér best á Lödu.Spori ;Ég
hafði því samband við söludeild-.
. Bifreiöa og landbúnaðarvéla hf. og
bauð að aö mér yrði gert tilboð um
skiþti á Lödubílunum minum og
. Uödú Sport og var mér boðiff að; .
‘ LödiríiUXinn yrði tekinh upp.í á*.
kr. 150.000 og Samaran á kr. 270.Ó00'
Ég hafði áður kynnt mér að mark-
, aðsverð á þessum tíma fyrir Lödu
Luxinn var kr. 190.000: Mismuninn
skyldi ég staðgreiða.
Okkur var boðið upp á að Lödu
Sportinum yröi reynsluekið til að
tryggja að við fengjum góðan bíl.
Um páskana fengum við tikynn-
ingu að bíllinn okkar væri kominn
til Húsavikur og fór ég þá og leit á
hann. Ég tók eftir því að öskubakk-
inn var fullur af sælgætisbréfum
og kílómetramælirinn stóð nokkuð
hátt.
Um hvítasunnuna vorum viö í
Reykjavík og sá ég þá dagblaðið
Tímann frá 4. mars. Er þar lýst
torfæruakstri á Lödu Sport bifreið
og fylgdu með frásögninni myndir
af okkar bíl. Höfðu Bifreiðar og
KjaHaiinn
Asgeir Leifsson
iðnráðgjafi
hans var heldur ekki í vandræðum
með aö draga Spþrtarann upp á
slóð hennar, Vegna þess hversu
allt ætlaði að fara að ganga vel var
ákveðiö að fara lengri leiðina heim
og dró hann Sportarann Kóngsveg-
inn á enda í, stað þess að snúa hon-
um við.“
„Pajero dreginn upp“
Á leiðinni austur var. farið um
Þrengsli Og farið. upp í Hveradali
og'sjá-dýrðfná:- „Þar urðu ferða-
.inéiBi^svodþeppnir að hitta skíða-
mann 'einn á Mitsubishi Pajero er
fest hafði jeppa sinn við að reyna
aö komást íítið eitt upþ á óruddan
heiðarveginn. Ériskemmst frá þvi
ap segja að Ladan naut sín vel í
lágadrifmu við að rífá uþp Pajeró-
«r ■*' -
ínn,-
1 1
„Ég tók eftir þ ví aðöskuóakkinn var
fuHur af sælgætisbréfura ög kilóraetra-
mælirinn stóð nokkuð hátt.“
landbúnaðarvélar hf. lánað blaða-
manni Tímans bílinn í tvígang til
prófunar. Hafði hann ekið honum
í miklum snjó 1 Grímsnesinu og
fest hann nokkrum sinnum en að
lokum svo rækilega að þrátt fyrir
miklar tilraunir tókst ekki að losa
hann og kom þá að „raunverulegur
Lödu Sport eigandi" og var beðist
vægðar fyrir hönd Lödunnar. „Hún
væri ekki alvond." Var farið til
Selfoss og náð til manna sem voru
á sérbúnum fjallabíl. „Toyotan
„Þegar í bæinn var komið var því
gripið til þess úrræðis að hleypa
loffi úr öllum dekkjum og aka inn
í næsta snjóskaíl. Viti menn, þaö
var ekkert sem stöðvaði tækið, -
eða því sem næst ekkert. Þá kom
annar Hilux til hjálpar.“
„Síðari hluti lofthleypinga hófst
svo tveimur dögum síðar er Lada-
umboðið léði Timanum aftur sama
bíl með 15 tommu felgum 1 stað
sextán tommu sem hann kemur á
til landsins.“
Er ekki hægt að sjá hvaö þessi
torfæruakstur á sameiginlegt með
reynsíuakstri sem væri e.t.v. 5 km
á góðum vegi.
I handbók bifreiðarinnar, sem
með henni fylgir, er tekið fram að
það eigi að keyra bílinn varlega
fyrstu 2.000 til 3.000 kílómetrana.
Það er því augljóst að við fengum
notaðan tilraunabíl í .stað nýrrar
bifreiðar sem við höfðum stað-
greitt;
Ekki boðin sömu verðmæti.
Þegar þetta lá fyrir skrifaöi ég ■
Bifreiðum og láhdþúnaðarvéhtm
hf. bréf og krafðist þess að fá aðra
og rtýja bífreið. Það varhaft saiíh-
band við mig og þessu hafiiað þar
sem búiö væri að aka bifreið minni'
yfir 4.O0O km. . ■; • ,
Ég er meðlifhur í Neytendasam--
tökúnum. Staðréyndip er sú að.
þegar það er brotið á marini eiris,
og í þessu tilfelli, en óhægt ura vik
fyrir einstakling að standa í mála-
ferlum við stórfyrirtæki, þá er gott
að eiga aðgang að aðila sem Neyt-
endasamtökunum sem geta tekið
svpna mál að sér.
Ég hafði því í júní bæði sámband
við framkvæmdastjóra Neytenda-
samtakanna og skrifaði þeim bréf
þar sem ég lýsti málavöxtum. Mér
var vel tekið og var farið að ganga
í málið.
Haft var samband við fram-
kvæmdastjóra Bifreiða og land-
búnaðarvéla hf. sem gerði tilboð
þar sem mér var boðið aö láta
kaupin ganga til baka á þann veg
að ég tæki bifreiðarnar til baka og
ég fengi afgang kaupverðs Lödu
Sportsins endurgreitt á sama verði
og ég keypti hann en greiddi gjald
fyrir ekna kílómetra sem óvilhall-
ur aðili myndi meta.
Þetta var óframkvæmanlegt þar
sem Samaran hafði selst rétt eftir
að hún kom í sölu og Lödu Luxinn
var kominn suður til Reykjavíkur.
Auk þess hafði Lödu Sportinn
hækkað umtalsvert í verði í milli-
tíðinni svo ekki voru boðin sömu
verðmæti til baka,
Ekkert gekk við að þoka málinu
áfram enda við érfitt fyrirtæki að
eiga. Mér var sögð saga af öðru til-
viki því viðkomandi, þar sem kona
■ kvartaði. undan því að kúplingin
entist illa í bílnum hennar, að skýr-
..ingin væri hve konur væru vondir
bílstjórar.. . .
■ Éghefveriðaðfylgjastmeðfrám-
vindir mála-hjá Neytendásamtök-
unum og í dág f4: október), fimnr
mánuðum eftir að ég hafði sam-
band við þau, er mér sagt af fram-
kvæmdastjóra þeirra eftir stjóm-
armanni og lögfræðingi að ef ég
vilji taka á þessu máli þá verði ég
að fara í mál og fylgdi það þessum
skilaboðum að hann myndi ekki
vilja taka þetta mál að sér.
Þetta em Iíklega endalok málsins
því erfitt verður að fá lögfræðing
til að taka svo lítið og fyrirhafnar-
samt mál að sér þó niðurstaöan
ætti að liggja skýrt fyrir.
Þetta vita þeir sem reka fyrirtæki
á borð við Bifreiðar og landbúnað-
arvélar hf. og koma þeir því fram
með fullri ósvífni viö viðskiptavini
sína ef því er að skipta.
Ásgeir Leifsson
Fréttir
Ungver^ar leita eftir samstarfi við EFTA:
Vilji til að lið-
sinna Ungverjum
- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra
„Það er mikill pólitískur vilji innan
EFTA og Evrópubandalagsins fyrir
að liðsinna Ungveijum. Ég átti í gær
viðræður við Tibor Mealga, við-
skiptaráðherra Ungverjalands, þar
sem hann afhenti skriflega skýrslu
með hugmyndum þeirra og óskum
um samstarf við EFTA,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra í viðtali við DV þar sem hann
er staddur í Genf vegna funda um
samvinnu EFTA og Evrópubanda-
lagsins.
Jón sagði að enn hefði ekki borist
frá Ungveijum ósk um inngöngu í
EFTA þótt sú hugmynd hefði verið
viðruð á dögunum í ungverska þing-
inu.
„Þótt þróunin í Ungveijalandi sé
ör þá á margt eftir að gerast enn til
að innganga sé möguleg," sagði Jón.
„Ríkisafskipti af atvinnulífinu eru
þar enn mikil þótt stjómvöld hafi nú
lýst því yfir að taka beri upp mark-
aðshagkerfi."
Nú undir lok mánaðarins verður
haldinn fundur í ráðherranefnd
EFTA þar sem Jón Baldvin leggur
skýrsluna frá Ungverjum fyrir. Eftir
þann fund fer Jón Baldvin í opin-
berra heimsókn til Ungveijalands 31.
október til 3. nóvember og færir hann
þá ungversku stjóminni svar EFTA.
Jón sagðist reikna með að svarið
yrði Ungverjum hliðhollt.
Jón Baldvin hefur einnig verið í
forsæti fyrir EFTA á fundum þess
og Evrópubandalagsins vegna við-
ræöna um sameiginlegan markað
bandalaganna. Þar hefur náðst sam-
komulag um að halda viðræðimum
áfram ef stjórnir viðkomandi landa
reynast samþykkar fyrstu drögum
að viðræðum. Þau verða kynnt ríkis-
stjórn og Alþingi 27. nóvember.
-GK
Jón Baldvin Hannibalsson heilsar hér Kjell Magne Bondevik, hinum
nýja utanríkisráðherra Noregs, í Oslo fyrir helgina. Reuter
Hlúð að hinum „slösuðu" i æfingunni á Akureyri.
DV-mynd GK
Almannavamir á Akureyri:
Slys sett á svið á flugvellinum
Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri:
Bæjarbúum á Akureyri brá mörgum
í brún sl. laugardagsmorgun þegar
þeir urðu varir viö mikla umferð
slökkvibifreiða, sjúkrabifreiða, lög-
reglubifreiða og hjálparsveitabíla að
flugvellinum og álitu margir aö þar
hefði orðið alvarlegt flugslys.
Svo var þó ekki heldur hafði veriö
sett á svið slys á velíinum í því skyni
að prófa nýja neyðaráætiun sem
starfa á eftir þegar slík slys gerast í
raunvemleikanum og er talið að
400-500 manns hafi tekið þátt í æfing-
unni.
„Ég hef ekki séð niðurstöður úr
þessari æfingu en þetta virtist allt
rúlla vel og allir höfuðþættir áætlun-
arinnar gengu rétt fyrir sig,“ sagði
Guðjón Pedersen hjá Almannavörn-
um ríkisins sem fylgdist með æfing-
unni. Guðjón sagði að þó hefðu kom-
ið upp smámál sem þyrfti að laga,
nokkurt sambandsleysi hefði verið
við vettvang, ein björgunarsveit var
rangt boðuð á æfinguna en í heild
væri ástæða til að vera ánægður með
hvemig málin gengu fyrir sig.
Sett var á svið nauölending flugvél-
ar með 31 farþega sem búið var að
„útbúa með meiðsli'Lú ýmsan hátt.
Unglingar tóku að sér að vera í hlut-
verki hinna slösuðu ög léku sumir
þeirra mjög vel hlutverk sín,
„skreytt" meiðslum og áverkum af
ýmsu tagi.
Greiðlega gekk að flytja hina „slös-
uðu“ af vettvangi til greiningar í hús
á flugvallarsvæðinu og segja má að
æfingin hafi. í heild tekist mjög vel.