Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 41
41
MÁNUDAGUR 23. OKTÓEIER 1«39.
DV
LífsstHL
Eggjabændur yilja draga
úr framboði á eggjum
- rætt um kaup á 120 tonna kvóta
Stjórn, félags eggjaframleiöenda
hefur rætt hugsanleg kaup á 120
tonna eggjakvóta til þess minnka
framboð á eggjum og koma í veg fyr-
ir verðlækkun. Heildarframleiðsla á
ári er nú um 2.500 tonn þannig að
hér er um að ræða 5% af heildinni.
Rætt hefur verið við Reykjagarð hf.
í Mosfellssveit um sölu á umræddu
magni fyrir 30 milljónir króna.
„Það er aðeins verið að ljúka við
að kaupa upp kvóta samkvæmt því
Neytendur
sem ákveðið var 1988,“ sagði Einar
Eiríksson, bóndi í Miklholtshelli og
formaður Félags eggjaframleiðenda,
í samtali við DV. „Þetta hefur hins
vegar aðeins verið rætt innan stjórn-
arinnar en ekki endanlega ákveðið."
Hann sagði að eggjabændum fyndist
verð á eggjum viðunandi og mætti
þaö ekki vera lægra.
„Þetta hefur verið orðað við mig.
Ég sagði ekki nei og er að skoða
málið,“ sagði Bjami Asgeir Jónsson,
annar af eigendum Reykjagarðs, í
samtali við DV vegna þessa máls.
Offramleiðslu gætir htið enn en
bændur munu hafa áhyggjur af
framvindu mála. í ágúst vom 100
tonn af eggjum til á lager samkvæmt
skýrslum Framleiðsluráðs. „Það er
ekki mikið þegar haft er í huga að
stærstu sölumánuðirnir era eftir
enn,“ sagöi Eiríkur Einarsson,
starfsmaður Félags eggjaframleið-
enda, í samtali við DV. Heimildir DV
herma að samdráttur hafi orðið í
eggjasölu sem nemur 5% á þessu ári
en Eiríkur kvaðst ekki hafa neinar
áreiðanlegar tölur yfir það.
Egg hafa hækkað
langtfram
yfirvísitölu
Kíló af eggjum kostar nú 407 krón-
ur út úr búð en það var hækkað síð-
ast 1. september, um 6%. Þegar verð
á eggjum er borið saman við fram-
færsluvísitölu kemur í ljós að frá því
í apríl á þessu ári hafa egg hækkað
um 24,1% en á sama tíma hefur visi-
talan hækkað um 11,5%.
Frá því í júní 1984 hafa egg hækkað
um 311,8% en framfærsluvísitalan á
sama tíma hefur hækkað um 208%.
Fóðurgjalds-
sjóðurborgar
Kaupin fara þannig fram að Félag
eggjaframleiðenda leysir til sín kvóta
og greiðir viðkomandi bónda um-
samið verð fyrir. Heimildir DV
herma að rætt hafi verið um 30 millj-
ónir fyrir kvóta Reykjagarðs. Féð
kemur úr svokölluðum Fóðurgjalds-
sjóði sem allir framleiðendur greiða
í. Kvótann getur Félag eggjafram-
leiðenda síðan selt áfram til annarra
bænda eða látið hann Uggja ónýttan
eins og gert var 1988 þegar kvóti var
minnkaður til að draga úr framboði.
Jólastjömur hvað?
Enn eru rúmir tveir mánuðir til
jóla en engu að síöur eru fyrstu jóla-
stjömurnar komnar í blómabúðir.
Ljósmyndari DV rakst á þessa í
BlómavaU við Sigtún.
„Jólastjörnurnar eru að verða til-
búnar hjá blómabændum svo okkur
fannst alveg tilvahð aö hafa þær á
boðstólum fyrst þær era til,“ sagði
Kristinn Einarsson sölustjóri í sam-
tali við DV.
-Pá
DV-mynd GVA
Teg. 1388, svart, brúnt,
nubuck og leður. Verð 2.380.
'örbylgjuojiiar á útsölu
MW 614.3 14W
Verð áður 28.195 kr.
MW 622.3 22W
Verð áður 40.298 kr.
Verð nú 16.917 kr. stgr. Verð nú 24.178 kr. stgr.
' W ajfa-h-a.
Lækjargötu 22 **Hafnarfirði
Eggjabændur vilja draga úr framboði á eggjum til þess að koma i veg fyr-
ir offramleiðslu og verðlækkun.
Einar Eiríksson staðfesti að ef af
kvótakaupunum yrði myndi kvótinn
ekki verða framseldur öðrum eggja-
bændum.
Gangi umrædd kaup í gegn ræður
Félag eggjaframleiðenda yfir ónýtt-
um kvóta sem nemur alls 10% af
hefidarframleiðslu og hefur þar með
öll tök á aö stýra framboði á eggjum.
Mótmælum harðlega,
segir formaður Neyt-
endasamtakanna
„Ég hlýt að mótmæla þessum
áformum harölega," sagði Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna, í samtali við DV. „Þetta
er bein afleiðing af því kvóta- og ein-
okunarkerfi sem komið var á í eggja-
framleiðslu fyrir nokkrum árum og
Neytendasamtökin mótmæltu á sín-
um tíma og töldu aö myndi einungis
leiða til verðhækkunar.
Það að bændur skuh bregðast við
minni sölu með þvi að minnka fram-
boðið í stað þess að lækka verð sýnir
best hversu þetta kerfi er neytendum
andsnúið," sagði Jóhannes. -Pá
Nýkomið
Teg. 39976, svartir meö
stömum, góðum sóla.
Verð 4.995.
Krybban sem fannst í eplakassa i Breiðholtinu.
DV-mynd KAE
Padda í eplakassa
Þaö varð uppi fótur og fit í stórri
matvöruverslun í Breiðholti þegar
stór og torkennileg padda birtist í
eplakassa sem verið var aö pakka
eplum úr. Eitthvert líf leyndist með
kvikindinu fyrst eftir að það kom upp
úr kassanum en það lést fljótlega.
Erling Ólafsson, skordýrafræðing-
ur á Náttúrufræðistofnun, bar
kennsl á dýrið og sagði í samtali við
DV að hér væri krybba á ferö. Krybb-
ur eru algengar víða erlendis og ber-
ast stöku sinnum til íslands með
brettum og kössum ýmiss konar.
Erling sagði að þrátt fyrir ófrýnilegt
útlit væru þetta sauðmeinlaus dýr
sem dræpust yfirleitt fljótlega hér
uppi á klakanum. -Pá
12921, brúnir og
vartir með mjög góðum
Póstsendum
Skóverslun Helga
Völvufelli 19
Fellagörðum
Sími 74566