Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 42
42
MÁÍýUDAGIjIR 23, OKTÓBER 1989.
Afmæli
Gudmundur Heiðreksson
Guðmundur Heiðreksson, deild-
arstjóri á hönnunnardeild Vega-
gerðar ríkisins á Akureyri, til heim-
ilis að Hjallalundi 18, Akureyri, er
fertugurídag.
Guðmundur fæddist á Akureyri
og ólst þar upp í foreldrahúsum á
Eyrinni. Hann stundaöi nám við
Tækniskólann í Reykjavík og lauk
þaðan námi í byggingatæknifræði
1972. Að námi loknu starfaði Guð-
mundur á verkfræðistofu í Reykja-
vík í eitt ár en flutti síðan ciftur norð-
ur á Akureyri þar sem hann hefur
starfað sem deildarstóri hjá Vega-
gerðinnifrál973.
Guðmundur hefur starfað að
íþróttamálum á Akureyri. Hann sit-
ur í stjórn KA og var formaður fé-
lagsins 1984-89.
Kona Guðmundar er Magga Alda,
f. 10.3.1953, hjúkrunarfræðingur,
dóttir Magnúsar Magnússonar,
lengst af sjómanns í Reykjavík, og
Láru Eiríksdóttur, húsmóður og
starfskonu hjá SÍBS.
Guðmundur og Magga Alda eiga
tvö böm. Þau eru Heiðrekur Guð-
mundsson, f. 5.9.1976, ogRagnheið-
ur Kristrún Guðmundsdóttir, f. 5.11.
1979.
Guðmundur átti þrjú systkini og
eru tvö þeirra á lífi. Systkini Guð-
mundar: Völundur, f. 16.4.1940, d.
1978, verslunarmaður á Akureyri;
Ragnheiður, f. 2.2.1942, kennari við
Kvennaskólann í Reykjavík, gift .
Kristjáni Þ. Stephensen, hljómlist-
armanni og óbóleikara við Sinfóníu-
hljómsveit íslands, og eiga þau einn
son, Þorstein, menntaskólanema;
HólmgrímurKristján, f. 17.11.1955,
leiðbeinandi á Dalvík, en hann á
einn son, Atla.
Foreldrar Guömundar: Heiðrekur
Guðmundsson, f. 5.9.1910, d. 1988,
skáld og verslunarmaður á Akur-
eyri, og kona hans, Kristín Kristj-
ánsdóttir, f. 21.6.1911.
Meðal fóðurbræðra Guðmundar
er Bjartmar, skáld og fyrrv. alþing-
ismaður og hreppstjóri á Sandi, og
Þóroddur, rithöfundur og fyrrv.
skólastjóri.
Heiðrekur var sonur Guðmundar
Friðjónssonar, skálds og b. á Sandi
í Aðaldal, og konu hans, Guðrúnar
Lilju Oddsdóttur.
Bróðir Guðmundar á Sandi var
Siguijón, skáld, alþingismaður og
oddviti að Litlu-Laugum, faðir
Halldóm, fv. skólastjóra, móður
Kristínar Halldórsdóttur, fyrrv. al-
þingiskonu, Halldórs, yfirlæknis á
Kristnesi, og Svanhildar, félags-
málafulltrúaBSRB. Siguijón var
einnig faðir Arnórs skólastjóra,
Braga, fyrrv. alþingismanns og ráð-
herra, og Unnar, móöur Inga
Tryggvasonar, fyrrv. formanns
Stéttarsambands bænda.
Meðal annarra systkina Guð-
mundar á Sandi má nefna Erling
alþingsimann og Áslaugu, móður
Karls ísfelds rithöfundar.
Sigurjón Árdal Antonsson
Sigurjón Ardal Antonsson sjó-
maður, Seilugranda 2, Reykjavík,
erfimmtugurídag.
Siguijón fæddist að Ytri-Á í Ólafs-
firði og ólst þar upp í foreldrahús-
um. Hann byijaöi ungur til sjós og
stundaði sjómennsku lengst af á
bátum frá Ólafsfirði en var einnig á
vertíð annars staðar. Siguijón
keypti sér bát 1972 og gerði hann
út frá Ólafsfriði í tíu ár en flutti til
Reykjavíkur 1982 þar sem hann hélt
útgerð sinni áfram fram á sl. vor.
Kona Siguijóns er Sesselja, f. 18.3.
1939, matráðskona í Reykjavík, dótt-
ir Friöriks Jónssonar, b. í Amar-
firði, og Sigríðar Þórðardóttur.
Böm Sesselju og stjúpböm Sigur-
jóns era þrjú, öll búsett í Reykjavík.
Siguijón átti niu systkini og em
áttaþeirraálífi.
Foreldrar Siguijóns vom Anton
Bjömsson, b. og útgerðarmaður að
Ytri-Á, og kona hans, Guðrún Sigur-
jónsdóttir.
Guðrún var dóttir Siguijóns Jóns-
sonar og Helgu Jónsdóttur.
Anton var sonur Björns Baldvins-
sonar, b. að Ytri-Á, og konu hans,
Kristínar Bjarnadóttur. Kristín var
dóttir Bjarna Gíslasonar að Ytri-Á
og Hreppsendaá og konu hans, Sig-
ríðar Gísladóttur.
Bjami var sonur Gísla, b. á Vatni,
Hamri í Stíflu og síðast á Austara-
Hóli í Flókadal, Finnssonar, albróð-
ur Jóns Finnssonar á Vatnsenda.
Kona Gísla og móðir Bjama var
Kristín Rafnsdóttir, b. á Krossi í
Óslandshlíð, Ólafssonar, b. á Mar-
bæh, Jónssonar, b. í Brekkukoti,
Kolbeinssonar.KonaRafnsogmóð- .
ir Kristínar var Margrét Þorkels-
dóttir, b. á Þúfum, Ólafssonar.
Sigriður var dóttir Gísla, b. á
Ytri-Á, Bjömssonar, b. á Ytri-Á,
Jónssonar. Kona Gísla og móðir Sig-
ríðar var Hólmfríöur Rögnvalds-
dóttir, b. á Hálsi í Svarfaðardal,
Snorrasonar, b. á Ytri-Reistará, Ein-
arssonar, b. í Amarnesi, Hallgríms-
sonar.
Kona Björns á Ytri-Á og móðir
Gísla var Sigríður Þorkelsdóttir, b.
á Atlastöðum í Svarfaðardal, Jör-
undssonar. Kona Rögnvalds á Hálsi
og móðir Hólmfríðar var Guðlaug
Finnsdóttir, hreppstjóra á Hálsi,
Jónssonar, b. í Litia-Dunhaga, Jóns-
sonar, b. á Finnastöðum, Jónssonar.
Öm Þór Karlsson
Öm Þór Karlsson skriftvéla-
meistari, Sigtúni 37, Reykjavík, er
sextugurídag.
Öm Þór er fæddur í Reykjavík
og hefur búiö þar síðan. Árið 1943
hóf hann störf hjá skrifstofuvéla-
verkstæði Einars J. Skúlasonar
sem þá var staðsett í Veltusundi
og var þá brautryðjandi í shkri
þjónustu hér á landi. Eftir starfs-
þjálfun hjá Einari og árs nám í
Bandaríkjunum hlaut Öm réttindi
í starfínu, þegar skriftvélavirkjun
varð löggild iðngrein, og er Örn
með eitt af fyrstu sveinsbréfunum
í iðninni. Öm hefur síðan starfað
nær óshtið hjá sama fyrirtæki og
er ennþá starfandi hjá Einari J.
Skúlasyni hf.
Kona Amar er Soffía Zóphonías-
dóttir fóstra, f. 27.12.1934. Hún er
dóttir Zóphoníasar Zóphoníasson-
ar pípulagningameistara, f. 26.7.
1901, d. 1974, ogkonu hans, Lilju
Bjarnadóttur, f. 31.10.1906, d. 1975.
Böm þeirra Arnar og Soffíu eru:
Karl Friöjón húsasmíðameistari, f.
12.8.1960, og Úlfar Snær háskóla-
nemi.
Hálfsystir Arnar var Hulda
Karlsdóttir Newman, f. 10.3.1927,
d.4.7.1962.
Foreldrar Amar voru Karl Guð-
mundsson myndskeri, f. 12.3.1903
í Þinganesi í Homafirði, d. 15.9.
1950, og kona hans, Þórunn Björg
Jónsdóttir, f. 25.10.1905 á Ytri-Kleif
í Breiðdal, Suður-Múlasýslu.
Faðir Karls var Guðmundur, b. í
Þinganesi, búfræðingur, kennari
og hafnsögumaður, Jónsson, b. að
Hoffelh í Nesjum, Guðmundssonar,
b. að Hoffelli í Nesjum, Eiríksson-
ar. Móðir Guðmundar í Þinganesi
og kona Jóns var Katrín Jónsdótt-
ir, b. á Lambaleiksstöðum á Mýr-
um í Austur-Skaftafellssýslu, Jóns-
sonar, b. þar, Bjamasonar. Móðir
Karls og kona Guðmundar var
Guðbjörg Sigurðardóttir, b. að
Reyðará í Lóni, Sigurðssonar. Móð-
ir Guðbjargar var Sigríður Jóns-
dóttir.
Faöir Þórunnar Bjargar var Jón,
b. að Ósi í Breiðdal, Ámason, frá
Núpshjáleigu, Jónssonar. Móðir
örn Þór Karlsson.
Jóns og kona Áma var Ingibjörg
Ámadóttir frá Fáskrúðsfirði. Móð-
ir Þómnnar og kona Jóns var Rósa
Sighvatsdóttir, b. á Ánastööum í
Breiðdal, Bessasonar. Móðir Rósu
var Guðrún Jónsdóttir en móðir
Guðrúnar var Guörún Sigmunds-
dóttir, af Geitadalsætt.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
vid öll tækifæri
blómaverkstæði
INNA
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaóastrætis
simí 19090
SMÁAUGL-ÝSINGAR
Guðmundur á Sandi var sonur
Friðjóns, b. á Sílalæk, Jónssonar,
b. á Hafralæk, Jónssonar, b. á
Hólmavaði, Magnússonar, b. á
Hólmavaði, Jónssonar, ættfoður
Hólmavaðsættarinnar.
Móðir Guðmundar á Sandi var
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, b. á
Sílalæk, Stefánssonar, b. á Sílalæk,
Indriðasonar, b. á Sílalæk, Ámason-
ar, ættföður Sílalækjarættarinnar.
Guðrún Lilja var dóttir Odds, b. í
Hrafnsstaðaseli, Sigurðssonaþ, b. á
Hálsi í Kinn, Oddssonar, og konu
Odds, Sigríður Gunnlaugsdóttir, b.
í Flögu í Hörgárdal, Gunnlaugsson-
ar.
Kristín, móðir Guðmundar, er
dóttir Kristjáns, b. á Bergsstöðum,
Davíðssonar, b. í Hólakoti, ísleifs-
sonar, b. í Hólakoti, Magnússonar,
b. í Hólakoti, Grimssonar, b. að
Hafralæk, Bjömssonar.
Móðir Kristjáns var Guðbjörg
Jónsdóttir „króks", b. að Halldórs-
Guömundur Heiðreksson.
stöðum í Reykjadal, Jónssonar, b. í
Miðgerði, Jónssonar, b. í Borgar-
gerði, Kolbeinssonar.
Móðir Kristínar var Hólmfríður
Jakobsdóttir, af ætt Jóns Sigurðs-
sonar frá Breiðumýri.
Hl hamingju med
afmælið 23. október
90 ára
Á6ta V. Árnadóttir,
Bergþórugötu 41, Reykjavik.
Sigurður Sigmarsson,
Dalsgerði 7F, Akureyri. Hann verð-
uraðheiman.
örn ÞórKarlsson,
Sigtúni 37, Reykjavík.
75ára
Guðrún Samsonardóttir,
Sigtúni 49, Patreksfirði.
70ára____________
Jón Páll Ágústsson,
Álfheimum 13, Reykjavík.
60ára
Jón Árni Sigfusson,
Víkumesi, Mývatnssveit.
Ólöf Sigurðardóttir,
Kársnesbraut 87, Kópavogi.
50ára
Óli Bergvin Pálmason,
Norðurbraut29, Hafnarfirði.
Ósk Óskarsdóttir,
Amarhrauni 15, Hafharfirði.
40 ára
Árni H. Brynjúlfsson,
fjölhstamaður, Lönguhlíð 9,
Reykjavík.
Bjarni Magnússon,
Kviholti 12, Reykjavík.
Þorsteinn Árnason,
Norðurgarði 19, Hvolsvelh.
Tllmæli til
afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um
frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast 1 síðasta lagi
þremur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
Brúðkaups- og
starfsafmæli
Ákveðið hefur verið að birta á afmæbs- og ætt-
fræðisíðu DV greinar um einstakhnga
sem eiga merkis brúðkaups- eða starfsafmæli.
Greinarnar verða með áþekku sniði og by ggj a á
sambærilegum upplýsingum og fram koma í af-
mælisgreinum blaðsins en eyðublöð fyrir upplýs-
ingar afmælisbarna liggja frammi á afgreiðslu DV.
Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða starfsaf-
mæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst
þriggja daga fyrirvara.
Þaö er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar and-
litsmyndir fylgi upplýsingunum.