Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 43
MÁNUDAGUR 23. ÖKTÓBER 1989.
PV Fréttir
Útvegurinn fær ekki
jafngott ár næstu árin
- segir Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samheija á Akureyri
Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á aflaskipinu Akureyrinni EA-10, i stólnum sfnum f brú skipsins og Þorsteinn
Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, við hlið hans. DV-mynd gk
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri:
Útgerðarfyrirtækið Samherji hf. á
Akureyri er í augum margra háifgert
undrafyrirtæki og frændurnir þrír,
sem standa að baki fyrirtækinu, eru
álitnir hálfgerðir galdramenn í út-
gerðinni. Það er ekki síst fyrir þeirra
tílstiUi að Akureyri er orðin sá bær
á landinu þar sem mest aflaverð-
mæti berst á land samkvæmt tölum
Fiskifélags íslands og Samheiji er
það fyrirtæki sem skilaði mestu
verðmæti landaðs afla á síðasta ári,
aflaverðmætið nam 757 milljónum
króna samkvæmt sömu heimildum.
Þorsteinn Már Baldvinsson og
bræðurnir Þorsteinn og Kristján Vil-
helmssynir eru „Samheijaþremenn-
ingamir" svokölluðu og það er eng-
um blöðum um það að fletta að þeir
hafa unnið stórvirki á sínu sviði.
Þeir eru lítt íjölmiðlaglaðir menn
sem eru lítíð fyrir titlatog en Þor-
steinn Már, sem er framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, féllst þó á að
ræða stuttlega við DV um fyrirtæki
þeirra. Verksvið bræðranna er hins
vegar það að Þorsteinn Vilhelmsson
er skipstjóri flaggskips fyrirtækisins,
aflaskipsins Akureyrarinnar EA-10,
og Kristján fæst við ýmis störf í landi
og myndi sennilega falla undir þá
skilgreiningu að vera útgerðarstjóri.
Okkar áhugamál
Segja má að ævintýrið hafi hafist
árið 1983 er þeir keyptu megnið af
hlutabréfum í Samheija hf. En hvers
vegna fóru þeir út í þetta?
„Það er varla hægt að svara því
hvers vegna menn velja sér ákveðið
starf. Okkur finnst þetta vera eðlileg-
ur starfsvettvangur fyrir okkur,
þetta er okkar áhugamál, sjávarút-
vegurinn, og því eðlilegt að við störf-
um viö hann,“ segir Þorsteinn Már,
sem er verkfræðingur að mennt,
Kristján er vélfræðingur og bróðir
hans, Þorsteinn, var áður skipstjóri
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.
Togarinn Guðsteinn fylgdi með í
kaupunum á Samheija og það var
ráðist í að breyta þessu 9 ára gamla
skipi í frystitogara. Og því er ekki
að leyna að margir áhtu sem svo að
þetta væri óðs manns æði. Þorsteinn
segir hins vegar að þetta hafi litið
ágætlega út á pappírunum og þeir
hafi gert raunhæfar rekstraráætlan-
ir sem hafa staðist. Togurunum fjölg-
aði síðan. Margréti keyptu þeir 1986
og það skip fór í rekstur ári síðar,
Oddeyrin, sem Samheiji á 30% hlut
í, fór í rekstur í lok ársins 1986, Þor-
steinn kom haustið 1987. Tvö skip
hafa svo bætst við á þessu ári og
bera þau í dag nöfnin Hjalteyrin 1.
og 2. Að auki á Samherji eitt skip,
bátinn Þorlák Helga, sem var lagt og
hefur ekki verið gerður út.
Farsæll rekstur
Sumir hafa haldið því fram að Sam-
herjamenn hafi haft heppnina með
sér varðandi útgerðina og kaup á
skipum. Hvað segir Þorsteinn Már
um það?
„Æth það megi ekki fremur segja
sem svo að þetta hafi verið farsælt
hjá okkur og útgerð Akureyrarinnar
hefur gengið mjög vel, tekjumar hafa
verið góðar og skipið hefur verið
okkur tiltölulega ódýrt í rekstri. Það
hefur verið farið mjög vel með alla
hluti, sama hvort það eru tæki, veið-
arfæri eða annaö, þannig að skipið
hefur skilað góðri afkomu. Rekstur
Margrétar og Oddeyrarinnar hefur
einnig gengiö ágætlega."
- Hvað um togarann Þorstein sem
skemmdist mikiö í ísnum úti fyrir
Norðurlandi snemma á síðasta ári?
„Það má segja að það sé eina veru-
lega áfahið sem við höfum orðið fyr-
ir en við höfðum bolmagn til þess að
þola þaö. Það er hægt að vera vitur
eftir á og sennilega hefði verið hag-
kvæmast að byggja skipið upp aftur
á þeim tíma sem þetta gerðist."
Nýtt skip ísmíðum
- Og nú eruð þið að láta smíða fyrir
ykkur togara á Spáni, hvenær kemur
hann?
„Það er langt þangað th og ég á
varla von á því að það verði á næsta
ári. Það væri rétt að orða það þannig
að Spánvetjarnir tækju sér góðan
tíma í að smíða skip og ég held að
áætlun afhendingartíma sé ekki
sterkasta hhð þeirra. Það verður
bara að koma í ljós hvenær þeir af-
henda skipið.“
- Og þegar það skip kemur æthð þið
að setja Þorstein og Þorlák Helga í
úreldingu?
„Jú, sennilega bæði þessi skip og
hugsanlega eitthvað meira. En ég
held, hvort sem það erum við eða
aðrir, að menn fari ekki út í úreld-
ingu á skipum að neinu marki fyrr
en það er ljóst hvort fiskveiðistefna
komi til lengri eða skemmri tíma.
Ég viðurkenni það mjög fúslega að
flotinn er of stór og tel æskilegt að
hann minnki. Þá verða menn hins
vegar að geta treyst því að sú stefna,
sem verður mótuð, haldi til ein-
hverra ára. Ef kvótakerfið verður
afnumið í núverandi mynd þá reikna
ég með að menn fari út í svokallaða
fijálsa sókn, innan ákveðinna marka
þó, og þá fækkar skipunum ekki. En
þótt flotinn sé stór þá þýðir það ekki
að ekki eigi að smíða ný skip. Þama
gildir það sama og fyrir menn sem
em með gamlan bíl sem krefst það
mikhs viðgerðarkostnaðar aö það
kemur sá tími að réttlætanlegt er að
kaupa nýjan.“
Ekki allt á hausnum
- Þegar útgerðarmál berast í tal kem-
ur Samheiji oft inn í þá umræðu og
menn undrast það hvemig ykkar
útgerð getur gengið svona vel á sama
tíma og útgerð virðist víða vera á
hausnum. Hver er galdurinn?
„Ég held að það sé ekki öh útgerð
á hausnum og th ahrar hamingju er
th töluvert af stöndugum útgerðar-
fyrirtækjum. Þó ég segi sjálfur frá
held ég að ég geti sagt aö við séum
með vel rekið fyrirtæki en ég held
að það sé sums staðar skortur á því.
Sjávarútvegurinn hefur sérstöðu í
atvinnulífi íslendinga, stjórnmála-
menn hafa blandað sér miklu meira
inn í rekstur á sjávarútvegsfyrir-
tækjum en öðrum fyrirtækjum sem
hefur orðið th þess að fjárstreymið
th margra fyrirtækja hefur oröiö
mjög óeðhlegt.
Byggðastofnun hefur sí og æ sam-
þykkt stórar flárveitingar th fyrir-
tækja sem hafa bæði verið iha stödd
og iha rekin og fjármunir hafa verið
afhentir þessum fyrirtækjum án þess
að nokkrar breytingar hafi verið
gerðar á rekstri þeirra. Það er hægt
að fara hringinn í kringum landið
og finna fyrirtæki sem ekki hafa ver-
ið höfð nein póhtísk afskipti af, eins
og Útgerðarfélag Akureyringa, ísa-
fjarðarfyrirtækin, Ögurvík og mörg
önnur og mörg þessara fyrirtækja
standa mjög vel.
Það sem hefur skort á í vinnu-
brögðum banka og sjóða er að það
hefur sjaldnast verið farið ofan í
rekstur fyrirtækjanna. Það er hægt
að sjá dæmi eins og á Raufarhöfn um
vel rekin útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtæki sem ganga vel. Það væri ekki
óeðhlegt að farið væri ofan í rekstur
þeirra fyrirtækja, menn myndu
draga af því lærdóm og nýttu sér
hann áður en opinberir sjóðir halda
áfram að fjármagna tap margra ann-
arra fyrirtækja.“
Engar faglegar kröfur
- Með þessu ert þú auðvitað að segja
að póhtísk afskipti séu af hinu vonda.
„Þau eru það á meðan ekki hafa
verið gerðar kröfur til faglegri
vinnubragða, hvort sem það er af
hendi t.d. Byggðastofnunar, þegar
hún hefur verið að moka út pening-
um, eða annarra lánastofnana. Póht-
ísk afskipti eru nauðsynleg að mínu
mati en það hefur skort á fagmennsk-
una í þeim afskiptum.“
Snúum okkur aftur að Samherja.
Það er gjaman rætt um að yfirbygg-
ing þessa fyrirtækis sé mjög lítil.
„Yfirbyggingin er bara í samræmi
við það sem undir er en ég hef ekki
sett mig inn í hvað tíðkast annars
staöar. Við reynum að reka þetta
með þeirri yfirbyggingu sem er
nauðsynleg til að starfsemin sé eðh-
leg, menn fái sína reikninga greidda,
starfsmenn launin sín og skipin geti
komið inn og farið út á eðhlegum
tíma. Við erum alls 8 sem störfum
við þetta í landi og þar af eru 4 á litlu
vélaverkstæði sem við rekum.“
Gerum miklar kröfur
- Þið þykiö nokkuð harðir hús-
bændur, þiö gerið miklar kröfur til
ykkar manna en jafnframt segja
menn að þiö látið menn heyra það
þegar vel er gert. Eruð þið harðir
húsbændur sem gerið miklar kröfur?
„Já, við gerum kröfur tíl okkar
manna, það hggur fyrir enda næst
ekki árangur öðruvísi. Það segir sig
sjálft að um borð í frystitogara verð-
ur að gera miklar kröfur vegna þeirr-
ar vinnslu sem þar fer fram. Styrkur
fyrirtækisins verður að hggja í því
að sú vara sem er framleidd sé fyrsta
flokks. Samherji framleiðir aha vöru
undir sínu eigin merki. Viö segjum
okkar mannskap að það vörumerki
eigi að þýða að þar sé á ferðinni besti
fiskur í heimi, mesta gæðavara sem
framleidd er. Það er okkar krafa th
mannskapsins að kaupendur úti í
heimi geti treyst þessari vöru og þar
með þeirra vinnubrögðum fullkom-
lega.“
- Þú vht ekki gera mikið með þær
tölur sem segja að ykkar fyrirtæki
hafi skhað mestu aflaverðmæti á
land á síðasta ári.
Það er ekki hægt að segja aö tölur
Fiskifélagsins séu rangar enda gefa
þeir sér ákveðnar forsendur sem
leiða th þessarar niöurstöðu sem
kom mér reyndar mjög á óvart. Það
er hins vegar ekki samanburðarhæft
að taka þessar tölur um aflaverð-
mæti okkar á fuhunnum afla og hins
vegar tölur fyrirtækja sem vinna afl-
ann í landi.“
Mjög gott ár
- Þessar tölur voru fyrir síðasta ár.
Hvemig htur yfirstandandi ár út?
„Ég held að árið 1989 hti svipað út
og þessi sömu fyrirtæki verði í efstu
sætunum. Sjávarútvegurinn á ís-
landi fær ekki jafngott ár og í ár
næstu árin, alveg sama hversu mikið
menn tala rnn taprekstur. Aflabrögð
hafa verið góð, gott verð á mörkuð-
um erlendis og sölumálin hjá fyrir-
tækjum í íslenskum sjávarútvegi
hafa gengið vel. Ég held að viö fáum
ekki jafngott ár, a.m.k. ekki næstu
fimm árin. Staða sjávarútvegsins
mun því ekki lagast nema með innri
breytingum.“
3 náusí
Borgartúni 26, sími 62 22 62
ATIET
LAGERLYFTARAR
1000 — 1250 kg
Lyftihæð upp í 6 m
Nýir eða notaðir rafmagns-
og diesel lyftarar
Vélaverkstæði
Sigurjóns Jónssonar hf
SÍMi (91)62 58 35
Rimlagluggatjöld í yfir 20
litum. Sérsniðin fyrir
hvern glugga eftir máli.
pli-sol
Pli-sol gluggatjöld í mörg-
um litum og gerðum. Tilval-
in í sólhúsið, glugga mót
suðri og alla vandamála-
giugga.
<1? Einkaumboð á íslandi