Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 44
44 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. Andlát Ellert Tryggvason, til heimilis aö Kársnesbraut 70, lést miðvikudaginn 18. október. Gunnar Valdimarsson frá Víðimel andaðist 18. þessa mánaðar á dvalar- heimib aldraðra á Sauðárkróki. Maria Rögnvaldsdóttir, Bolungarvík, andaðist í sjúkrahúsinu í Bolungar- vík fimmtudaginn 19. október. Björn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri, Stórholti 29, Reykjavík, lést aðfaranótt 19. október á Reykjalundi. Ragnar Hall málari lést á heimili sínu, Réttarholtsvegi 29,20. október. Þórunn Jónsdóttir, Hverfisgötu 67, lést í Borgarspítalanum 19. október. Guðjón Jósefsson bóndi, Ásbjarnar- stöðum, andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga fóstudaginn 20. októ- ber. Jarðarfarir Guðmundur Jónatansson málara- meistari, Ránargötu 20, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri þriðjudaginn 17. október. Jarðarfórin fer fram frá Akureyrar- kirkju miðnkudaginn 25. október kl. 13.30. Aldís Björgvinsdóttir, Björgum í Ljósavatnshreppi, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 24. október kl. 15. Ingimar Hallgrimsson trésmiður, Hraunbæ 35, verður jarðsunginn þriðjudaginn 24. október kl. 10.30 í Fossvogskirkju. Þórarinn Andrésson kaupmaður, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju þriðjudaginn 24. október kl. 15. Magnús Magnússon lést 14. október. Hann fæddist 18. apríl 1917 í Álf- hólahjáleigu í V-Landeyjum, sonur þjónanna Þóru Þorsteinsdóttur og Magnúsar Bjamasonar. Magnús lauk prófi frá Kennaraskólanum og fór síðan í sémám erlendis. Hann varð skólasijóri Höfðaskóia og Öskjuhlíðarskóla, síðar sérkennslu- fulltrúi hjá menntamálaráðuneyt- inu. Konu sína, Aslaugu, missti hann árið 1975. Þau hjónin eignuðust einn son. Útfór Magnúsar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Helgi Kristján Pálmarsson flugum- ferðarstjóri lést 11. október. Hann fæddist 9. janúar 1924. Foreldrar hans vom hjónin Anna Helgadóttir og Pálmar Sigurðsson. Helgi starfaði lengst af við flugumferðarstjóm en frá árinu 1972 starfaði hann hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Eftirlif- andi eiginkona hans er Soffia Péturs- dóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur böm. útfór Helga verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Fundir ITD deildin Kvistur heldur fimd í kvöld, mánudagskvöld, í Holiday Inn hótelinu kl. 20. Nánari upp- lýsingar veitir Þóra Th. Hallgrímsson, s. 627718. Tilkyimingar Happdrætti Hjartaverndar Dregið var í happdrætti Hjartavemdar 1989 hinn 13. október sl. Vinningar féllu þannig: Til íbúðarkaupa, kr. 1.500.000, nr. 82178; bifreið, Audi 80 árg. 1990, kr. 1.500.000, nr. 96124; til íbúðarkaupa, kr. 1.000.000, nr. 17334; til íbúðarkaupa, kr. 500.000, nr. 11226 og 61952; til bifreiða- kaupa, kr. 350.000, nr. 41869, 59134, 82072, 98078 og 105322; ferð með Samvinnuferð- um/Útsýn á kr. 200.000, nr. 26072, 32041, 35685,41269 og 90655, ferð með Samvinnu- ferðum/Útsýn á kr. 116.000, nr. 17167, 60311, 72200, 85162 og 107487. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartavemdar, Lágmúla 9, Reykjavík. Hjartavemd þakkar landsmönnum veittan stuðning. Þrautlending 1989 Næstu vikumar mun fjöldi grunnskóla- nema sökkva sér í bókaflóð af einskærum fróðleiksþorsta. Nú er nefnilega komið að þvi að Þrautlending fari í gang, fjórða árið i röð. Keppnin í fyrra tókst ágætlega og er engin ástæða til að ætla annað en að keppnin í ár geri það líka. Þrautlend- ing er spurningakeppni á milli allra gmnnskóla Reykjavíkur og það em starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur sem sjá um framkvæmd keppninnar. í fyrra tóku 18 grunnskólar þátt í keppninnixig þeir hinir sömu keppa allir aftur í ár. Keppnin hefst í dag, 23. október, og keppt verður á sex stöðum. Þrír skólar keppa saman á hverjum stað og lagðar verða sömu spurningar fyrir alla keppnisstaðina. Mánudagskvöliö 30. október kl. 20.30 fara síðan fram undan- úrslit í félagsmiðstöðvunum Árseli og Tónabæ. Úrslitin fara síðan fram í Broad- way 9. nóvember kl. 15 og þar kemur í ljós hvaða lið fær að geyma hinn eftir- sótta farandbikar og bera titilinn greind- asti grunnskólinn í Reykjavík. I fyrra kepptu til úrslita Hólabrekkuskóli og Hlíðaskóli. Þeirri rimu lauk með sigri Hlíðaskólans. Móðurmálsvika í skólum í skólum landsins verður í vikunni efnt til móðurmálsviku og af því tilefni verður í Heymleysingjaskólanum málræktar- átak með • sérstakri kynningu á máli heymarlausra, táknmáli. Heyrnarskert börn, sem em að hluta til í almennu grunnskólunum, munu koma með bekkj- arfélaga sína í heimsókn og nemendur Heymleysingjaskólans munu kynna táknmálið fyrir þeim. í öörum tilvikum munu heymarlaus böm fara í heima- skóla sína og kynna táknmálið. í þessari táknmálsviku verður einnig efnt til kynningar fyrir almenning á táknmáli með opnum fyririestri í Heymleysingja- skólanum fimmtudagskvöldiö 26. október kl. 20.30 sem nefnist: Hvað er táknmál? Með táknmálsvikunni vill Heymleys- ingjaskólinn benda á þá staðreynd að mál nemenda skólans er ekki íslenska heldur táknmál heymarlausra, mál með eigin formgerð og eigin málfræði. Þjónustumiðstöð aldraðra, Vesturgötu 7, Næsti spiladagur verður þriðjudaginn 24. október ki. 13.30. Vinnustofan opin alla daga kl. 14-16 og kaffi alla daga frá kl. 15. JC Reykjavík verður með kynningu á starfsemi JC þriðjudaginn 24. október kl. 20.30 í Félags- heimilinu, Laugavegi 178, (Bolholtsmeg- in). Afgreiðslutími Ameríska bókasafnsins Afgreiðslutimi Ameríska bókasafnsins að Neshaga 16, Reykjavik, var lengdur hinn 1. október sl. Safnið er nú opið frá kl. 11.30 til 18 aila virka daga, eða klukku- tíma lengur en verið hefúr í sumar. Hlut- verk Ameríska bókasafnsins er fyrst og fremst að veita íslenskum almenningi aðgang að hvers kyns upplýsingum um Bandaríkin. í safninu era 8.000 bókatitl- ar, bækur sem fjalla um félagsvísindi, stjómmál, utanríkismál, bókmenntir, listir, efnahagsmál, ferðalög og sögu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig era á boðstóln- um bandarísk dagblöð, mikið úrval tíma- rita (um 140 talsins) og myndbandasafn, um 500 myndbönd. Öllum er velkomið að nýta sér þá þjónustu sem safnið hefur upp á að bjóða. Tónleikar Tónleikar í Listasafni íslands Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tón- leika í Listasafni íslands í dag 23. október kl. 20.30. Tónleikar þessir era síöari hluti einleikaraprófs Önnu M. Magnúsdóttur semballeikara og er þetta í annað skipti sem nemandi lýkur einleikaraprófi á sembal frá skólanum. Anna hefur notið leiðsagnar Helgu Ingólfsdóttur sembal- leikara þann tíma sem hún hefur stundað nám við skólann. Á efnisskrá er Svíta í a-moll eftir L. Couperin, Toccata Settima í d-moU eftir G. Frescobaldi, Ms. Magnús- dóttir’s Maggot eftir John Speight (fram- flutt verk), Svíta í c-moU eftir A. For- queray og Partíta nr. 6 í e-moU BWV 830 eftir J. S. Bach. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis og öUum heimiU. Námskeið Kristileg öldrunarþjónusta Námskeið verður haldið í Askirkju, Vest- urbrún, laugardaginn 28. október kl. 9-15.30. Farið verður í grandvaUaratriði þess hver maðurinn er í ljósi Guðs orðs, hveijar innstu þarfir era og ræddar leið- ir tU að mæta þeim í kristUegri öldrunar- þjónustu. Aðgangur er ókeypis og öUum opinn. Boðið er upp á léttar veitingar í hádegishléi. Þátttaka tiikynnist fyrir fimmtudaginn 26. október í s. 82405 og 674810 fyrir hádegi eða til Sigríðar Jó- hannsdóttur í s. 30994. Fyrirlesarar verða hjónin Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur B.S., og séra Magn- ús Bjömsson en þau era starfsmenn Kristilegs félags heUbrigðisstétta og stunduðu bæði nám hjá International Hospital Christian FeUowship 1986-1987, meðal annars um kristna þjónustu í heU: brigðiskerfmu. Menning ÁsHeitinn rakari Nemendaleikhúsiö sýnir i Lindarbæ: GRÍMUDANSLEIK Höfundur: lon Luca Caraglale. Leikstjórl: Alexa Visarion. Þýóandi: Jón Óskar. Leikmynd og búningar: Hlin Gunnarsdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Ásdis Skúladóttir. Lýsing, hljóð og tækni: Ólafur Thoroddsen, Magnús Berg- mann. Fyrsta verkefni Nemendaleikhússins á þessu leikári er eftir rúmenskan höfund, Ion Luca Caragiale (1852- 1912) og nefnist Grímuleikur. Þetta er mikill flækju- farsi þar sem mestan part er óskapast yflr flóknum ástamálum, tryggðarofum og meintu framhjáhaldi persónanna. Leikritið var frumsýnt árið 1885 í heimalandi höf- undar og er fyrsta verk hans sem sýnt er á sviði hér á landi. Hann er þó ekki alveg óþekktur hér þar sem tvö leikrit eftir hann hafa veriö þýdd og leikin í út- varpi (1959 og 1974). Jón Óskar þýddi Grímuleik á vandað mál. Útskriftarhópur Leiklistarskólans fær samlanda höf- undarins, rúmenska leikstjórann Alexa Visarion, til þess að leiða sig í allan sannleika um það hvemig túika eigi grátbroslegan heim Caragiales. Visarion hefur sér við hlið Ásdísi Skúladóttur, að- stoðarleikstjóra. í leikstjóminni er lögð áhersla á hraða og flmi leikendanna. Það er mikill fyrirgangur og hávaði í sýningunni og hvorki rúm fyrir fínlega túlkun né pempíuleg leikbrögð. Grínið er stórkarlalegt og leikendumir fá hér algjöra eldskím í ýkjuleik sem verður að vonum fremur yfirborðskenndur og staðlað- ur hjá þeim flestum. Á hinn bóginn er ástæða til að benda á hversu vel mörg átakatriðin vom „hönnuð” og örugglega leikin. En atgangurinn og hávaðinn í yfirstærð varð óneitanlega á kostnað framsagnarinnar sem var nokkuð misjöfn. Þó bregður því fyrir hjá nokkrum leikendanna að í gegnum öll lætin skín í kjama og þeim tekst að festa hendur á því sem að baki fáránleikanum býr. Sérstak- lega var athyghsvert hvemig Baltasar Kormákur skopgerði Makka Razakesco með tragikómísku ívafi eftir nokkuð ýktan leik í upphafi. Baltasar var ömgg- ur, honum óx ásmegin eftir því sem á leið og hann sýndi fyrirhafnarlausan leik. Makki þessi, auknefndur Skakkfótur, er hinn dæmi- gerði kokkáll. Kærastan hans, hún Mítsa, er bálskotin í Nóa rakara, sem heldur fram hjá henni með Betu Mazu. Jón skúfur elskar Betu, og honum þykir mjög miður er hann kemst að ástabralli hennar og rakarans kvensama. Jón verður sár. Úr öllu saman veröa hin mestu ærsl og þegar við bætist að hluti leiksins fer Leiklist Auður Eydal fram á grímudansleik, þar sem enginn þekkir annan en allir leita að öllum, er flækjan fullkomnuð. Hilmar Jónsson, sem leikur Nóa Girimea, rakara, tanntökumann og stórsjarmör, sýnir líka prýðilega takta. Nói er sleipur náungi og Hilmar er hæfilega yfirlætisfullur í hlutverkinu, hann er ömggur í fasi og hefur ágæta framsögn. Jón skúfur er andstæða Nóa. Æstur og ofsfenginn vill hann láta hendur skipta, þegar hann gmnar Betu um græsku. Ingvar Eggert Sigurðsson æsti sig nokkuð sannfærandi og var hæfilega skuggalegur í útliti og framsögnin í lagi en atgangurinn var einhæfur og mátti ekki meiri vera í átakaatriöunum. Erling Jóhannesson og Björn Ingi Hilmarsson leika lærling og aðstoðarmann, nokkuð stór hlutverk sem skipta miklu fyrir framvindu verksins en era dálítið vandræðaleg ef botninn dettur úr þeim. Ekki tókst fullkomlega að gera þessar persónur sannfærandi, þó að báðir leikararnir ættu góða spretti. í smærri hlutverkum em svo Eggert Arnar Kaaber, sem leikur tvö hlutverk, og þær Edda Arnljótsdóttir og Katarína Nölsoe, sem leika kvensurnar, Vetu og Betu. Allt era þetta farsakenndar persónur fremur einlitar. Harpa Arnardóttir leikur Mítsu með miklum ýkjum. Hún hefur ljómandi útlit í hlutverkið en yfirkeyrði um of og framsögnin varð oft óskýr fyrir bragðið. Búningar era mjög skemmtilega gerðir og sviðsút- búnaöur vel við hæfi, verk Hlínar Gunnarsdóttur' Sviðið er á þrjá vegu og áhorfendur snúa sætum sínum einfaldlega eftir þvi sem við á. Það er hins vegar stór galli á vestursviðinu, þar sem fyrsti og þriðji þáttur fara fram (og þar með megnið af sjálfu leikritinu), að þar er svigrúmið í knappasta lagi og áhorfendum er skipað of nærri sviðsbrún. Það má oft engu muna þegar leikaramir ungu hlaupa, stökkva, slá um sig og kútveltast um sviðið í þessari kraftmiklu uppfærslu Visarions. Þar með er fyrsta viðfangsefni leikársins komið á sviö Nemendaleikhússins og hefur án efa verið bæði spennandi og lærdómsríkt fyrir hópinn. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim sýningum sem á eftir koma og sjá hvemig þessir upprennandi listamenn vinna úr ólíkum hlutverkum þar. AE Fjölmiðlar Allt er stórt í sjónvarpi Ég hef vitnað í Hitchcock hér áöur sem sagði aö kvikmynd væri eins og raunveruieikinn, aðeins búið aö klippa burt það leiðinlegasta. Oft er ríkissjónvarpið andhverfan, það er frekar eins og þeir hafi tekiö leiðin- legustu filmubútana. Svo eru það dagar eins og í gær, sem Alfred gamli á vel viö. Hægt að sjá stórsýn- ingar frá klukkan tvö til miðnættis. Fyrsta stórsýningin í gær kom frá Stuttgart, þar sem búkar og útlimir voru teygðir til fullkomnunar. Eftir það mátti sjá mikilvirkar andlitsæf- ingar Arsenio Hall sem kynnti tón- listarmyndbönd ársins hjá MTV- stöðinni í Los Angeles. Við minn- umst hans helst sem mótleikara Eddie Murphy í Coming to America. Þar fór hrossakjafturinn Hall létt meö þtjú hlutverk, en í gær sáum við hann aöeins takast á við eina rullu átti fúllt í fangi með að komahennifrásér. Áhorfendur hjá MTV voru hæstánægðir þegar kynninum tókst aö koma frá sér heilli setningu og fögnuöu ákaft. Surair kynnamir gátu ekki einu sinni þetta heldur brostu bara vandræðalega. Þó á þetta að heita sviösvant fólk. Paula Abdul byijaðí feril sinn sera dans- höfundur en náði að skjóta sér í toppsætiö 1 Bandaríkjunum með lagi sínu „Straight Up“. Henni tókst að ná meira en góðri meðalnýtingu á því, sópaði inn þremur verölaun- um og byijaði nýjan feril sem grátklökkvari (beygist eins og slökkvari). Hún tróð upp með sama atriöiö þrisvar, grét framan í heim- inn og þakkaði öllum mögulegum og ómögulegum fyrir. Madonna gerði aftur grín aö öllu gillinu og notaði þáttinn til að aug- lýsa sjálfa sig og sígarettur. Hún reyndi ekkert aö vera frumleg, held- ur vitnaði í Sally Fields, „þetta þýö- ir þá aö ykkur líkar við mig, ykkur líkar raunverulega við mig“. Þriðja stórsýningin á dagskrá rík- issjónvarpsins í gær var hetjuleg útgáfa New World Television á lífi bresku stjömunnar Merie Oberon. Þegar Bretar og Bandaríkiamenn vfija túlka Indland verður það allt eitthvað svo yfirgnæfandi og stórt. Það er það líka á landakortinu, en ef maöur sér hópsenu úr Passage to India eða Dulinni fortíö dettur manni helst f hug að flestallir Ind- verjar séu þar samankomnír. Myndin verður síöan öll að vera eftir þvi og allt líf persónanna verð- ur hlaöið spennu. Hvemig veröur það þegar Oberon giftist Alexis Korda í næsta þætti? Reyndar heita persónumar öðrum nöfnum í Dul- innifortíð. Fjóröa stórsýningin var uppfærsla Leikfélags Reykjavíkur á leikriti Dario Fos, Þjófar lík og falar konur, ekki naktar eins og kynnir sagöi, en verkið hét í þessari uppfærslu Nakinn maöur og annar í kjólfótum. Núna þegar Leikfélagið er flutt úr ósamþykktu sundlauginni í Iðnó í Kringluna finnst mörgum þetta kannski táknrænt. Víst er þaö að þessi sýning veitti mér enga eftirsjá eftir gömlum góðum tímum. Eftir yfirgripsmiklar yfiriýsingar Lýðs Friðjónssonar um gildi auglýs- inga varö ég, já ég varð domm. Það er auðvelt fýrir auglýsingar að gera allt það sem iistimar hafa verið að streða við undanfamar aldir, að ná fullkomnun, að ná til fólksins. Aug- lýsingin er mikiö sneggri að þessu. Hún einfaldlega segir, hér er ég, pottþétt, öragg og þaö besta. Er þetta svona einfalt, getur maöur sett heil- an miðU undir sama hatt og gert honumskilámlnútu? Gisli Friðrik Gíslason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.