Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 48
o T I
li— ■—» ■s~ '*"■
r~ R fc 1 fl
fv
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5,000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Oreifing: Sími 127022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989.
Atján ára
ökumaður
beið bana
Átján ára gömul stúlka, Ingibjörg
Guðrún Hilmarsdóttir Kársnesbraut
27 í Kópavogi, beið bana í bílslysi á
Landbrotsvegi skammt frá Kirkju-
bæjarklaustri síðdegis á laugardag-
inn.
Stúlkan ók bílnum. Hún missti
stjóm á honum í lausamöl skömmu
áður en hún kom að blindhæð við
svokallaðan Dalbæjarafleggjara.
Bíllinn lenti á vegarskilti, sem skipt-
ir hæðinni í tvær akreinar, og valt
tvær veltur. Stúlkan kastaðist út og
er talið að hún hafi látist samstundis.
Tveir farþegar, piltur og stúlka,
voru í bílnum. Þau voru flutt á
.SJÚkrahús í Reykjavík til rannsókn-
ar. Stúlkan hafði fengiö höfuðhögg
en meisli hennar eru ekki talin alvar-
leg. Pilturinn slapp án meiðsla. Eng-
inn sem í bílnum var notaði öryggis-
belti.
-GK
Tvö fjórhjól
í árekstri
Tveir menn slösuðust þegar öku-
maður fjórhjóls keyrði aftan á annað
hjól svipaðrar tegundar í Þykkvabæ
í morgun.
Mennimir voru báðir fluttir á
sjúki'ahús á Selfossi en meiðsl þeirra
voru ékki talin alvarleg.
Ökumenn vora báðir á leið til
vinnu í sláturhúsið í Þykkvabæ.
Fjórhjólin era töluvert mikið
skemmd. _ÓTT
Síldarsala:
Viðræður við
Sovétmenn
hefjast í dag
Þeir Gunnar Flóvenz, fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar
og aðstoðarmaður hans, Einar Bene-
diktsson, eru famir til Sovétríkjanna
til viðræðna við þarlenda um kaup á
verkaðri síld héðan.
Síldarútvegsnefnd barst um það til-
kynning í síðustu viku að Sovétmenn
væru tilbúnir til viðræðna, tilskilin
leyfi til síldarkaupa væru fengin.
Sovétmenn era langstærstu kaup-
endur verkaðrar síldar frá íslandi. í
fyrra keyptu þeir 150 þúsund tunnur
af hausskorinni og slógdreginni síld.
Nokkur árin á undan höfðu þeir
- keypt um og yfir 200 þúsund tunnur
af heilsaltaðri síld.
-S.dór
LOKI
Hvaö skyldi Stefán
Valgeirsson fá fyrir
bankastjórasnúðinn?
Tveir innbrotsþjófar gerðu víðreist:
Stálu tveimur
Deninaaskáuum
í
- voru handteknir við annað innbrot á Hvolsvelli 1 nótt
Taliö er fullvist að sömu tveir brotnar upp hurðir og bíl í eigu íra að geyma en ekki peninga.
menn hafi veriö að verki við þrjú fyrirtækisins stolíð - skutbíl af Skáparnir eru báðir stórir og
innbrot i Kópavogi aðfaranótt gerðinni Toyota Camry árgerð vega hvor um sig hátt í 200 kíló.
sunnudagsins og í einu innbroti í 1987. Þá var einnig brotist inn um Þjófarnir gátu því ekki flutt skáp-
verslun á Hvolsvelli í nótt. Menn- glugga á annarri hæð að Hamra- ana án þess að hafa til þess farar-
irnir vorahandteknir við innbrotið borg 12 þar sem nokkur fyrirtæki tæki á borð við sendibíl.
á Hvolsvelli og stóð þá bíll sem erutilhúsa.Þarvorahurðirbrotn- í fyrstu var talið að tveimur bfl-
þeir höfðu stolið í Kópavogi fyrir ar og pningaskáp stolið. í honum um hefði verið stolið en svo reynd-
utan innbrotsstað. Mennimir voru vora ýmsir pappírar en engir pen- ist þó ekki þar sera annar Toyota
í gæslu i nótt en játning þó lá ekki ingar. sendibíll var í notkun hjá einum
fyrir í morgun. Aö sögn lögregl- Hljómplötuútgáfa Steinars fékk starfsmanni Toyotaumboðsins.
unnar eru verksummerki svipuð á einnig heirasókn þessa nótt. Þar Mennimirvorafluttirígæsluvarð-
öllura stöðunum. var eins farið að og á fyrri staðnum; hald í nótt en Rannsóknarlögreglan
Fyrst var brotist inn hjá Toyota- hurðir brotnar og peningaskáp vinnur að rannsókn málsins ásamt
umboðinu við Nýbýlaveg. Þar vora stoliö. Haxm hafði þó aðeins papp- lögreglunnií Kópavogi. -GK/-ÓTT
Það var mikið um dýrðir i útvarpshúsinu við Efstaleiti í gær þegar sérstök barnabókavika var formlega hafin.
Vigdís Finnbogadóttir forseti setti vikuna og fjöldi barna, sem var á staðnum, undi við tónlist og söng. Barnabóka-
vikan er haldin að frumkvæði Félags íslenska bókaútgefenda og samhliða verður sérstök málræktarvika í grunn-
skólum landsins. DV-mynd S
Veðrið á morgun:
Úrkoma og
strekkings*
vindur
Á morgun verður austan- og
suðaustanátt og strekkingsvind-
ur á landinu. Heldur hlýnandi
veður í bili. Úrkoma verður víða
um land, einkum sunnan- og
austanlands. Víðast rigning á lág-
lendi en slydda til fjalla. Hitinr
verður 3-7 stig.
Vestfirðir:
Vetrarfærð
á Ijallvegum
Vegimir vestur frá ísafirði um
Breiðadalsheiði og Botnsheiði hafa
verið þungfærir um helgina vegna
snjóa og hálku. Heiðamar lokuðust
þó ekki alveg og hafa vel búnir bílar
komist um þær.
Heiðarnar vora mokaðar á laugar-
daginn en síðan hefur veðrið, sem
gekk um norðanverða Vestfirði um
helgina, lægt og nú eru allir vegir
greiðfærir. Töluverð hálka var á
Steingrímsfj arðarheiði og einnig á
Hrafnseyrarheiði en þær lokuðust
ekki.
Alhvítt varð niður í byggð við ísa-
fjarðardjúp á laugardaginn og hefur
snjó ekki tekið upp. Veturinn fylgir
því dagatalinu í að boða komu sína.
-GK
Norrænt græningjaráö:
Kvennalisti
er ekki með
„Allt okkar samband við græningja
annars staöar á Norðurlöndunum
hefur verið fremur lauslegt og frum-
kvæðið verið þeirra," sagði Kristín
Halldórsdóttir, starfsmaður Kvenna-
listans, en samkvæmt fréttaskeyti
sænsku fréttastofunnar TT þá tók
Kvennalistinn þátt í stofnun Norður-
landaráðs græningja um helgina.
Hvorki Kristín, Guðrún Agnarsdótt-
ir né Danfríður Skarphéðinsdóítir
kannast við það.
Þær sögðu að þrátt fyrir nokkurt
samstarf við samtök græningja á
Norðurlöndunum þá hefðu þær ekki
bundist samtökum við þá enda væri
Kvennalistinn ekki græningjaílokk-
in-. Áherslur þeirra í umhverfismál-
um hefðu þó stuðlað að því að þeim
væri oft boðið á fundi græningja.
Samkvæmt fréttaskeytinu var
stofnað Norðurlandaráð græningja
um helgina og er hlutverk þess að
stuðla að meira samstarfi Norður-
landa fyrir utan Efnahagsbandalag-
iö- -SMJ
Stefnuræða
Steingríms
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra mun flytja stefnuræðu
sína á Alþingi í kvöld. Umræðan
hefst kl. 20 og verður sjónvarpað frá
umræðunni. Stefnuræðan er flutt í
upphafi hvers þings og þar gerir for-
sætisráðherra gera grein fyrir stefnu
ríkisstjómarinnar sem hefur tekið
breytingum frá síðasta þingi. Um-
ræður verða um ræðuna eftir á.
-SMJ
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
Kgntucky
Fried
Chicken
Hjallahrauni ij, Hafnarfirði
Kjúklingarsem bragð eraó.
Opið alla daga frá 11—22.