Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Page 13
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989.
13
w'm.itWmZ* *» w*. !**• 'rn !»** * j
Húmar að hausti
Rigningin er köld og bíllinn hikstar
í startinu. Þaö er dimmt á morgn-
ana á leiðinni í vinnuna og þaö er
dimmt á kvöldin á leiðinni úr vinn-
unni. Kollurinn á Esjunni er hvítur
og næðingurinn á götuhomunum
bítur frá sér. Maður gengur ekki
lengur á jakkanum milli húsa. Það
er komið haust. Sumarið er horfið
í höfuðborgirmi áður en það kemur
og næturfrostið hefur tekið við.
Jólin era á næsta leiti og enn eitt
árið horfið út í buskann.
Það er vist alveg sama hvað mað-
ur streitist við og treinir sér dag-
ana. Timinn líður og hringrás
tungls og sólar verður ekki stöðv-
uð. Lífið hefur sinn gang. Við erum
orðin einu árinu eldri og einn dag-
inn birtist jarðarfarartilkynning
um jafnaldrann. Gamlir skóla-
bræður týna tölunni og það jafnvel
löngu áður en ráðrúm gefst til að
hitta þá aftur. Það er sem sagt kom-
ið haust áður en við vitum af.
Tíminn hefur horfið, árin eru orðin
fleiri, lífið hefur tekið sinn toll.
Öll erum við önnum kafin við að
halda lífi og búa okkur undir efri
árin þar sem við yljum okkur við
minningamar og rifjum upp fyrri
kynni. En allt í einu eru þeir horfn-
ir sem minningunum tengjast og
það er komið haust á æviskeiðinu.
Rétt eins og haust árstíðanna sem
kemur of snemma og löngu áður
en sumarið er á enda.
Lögmál náttúrunnar
Þetta er í rauninni hálfóhugnan-
legt þegar maður hugsar um það.
Ég sem ætlaði að njóta sumarsins,
beið eftir góða veðrinu og hafði
hlakkað til að hitta samferðamenn-
ina til að hlæja ofurlítið að
beraskubrekunum, rifja um gömlu
ævintýrin og læra af reynslunni.
Satt að segja hefur maður verið að
búa sér í haginn alla tíð, safnað og
sparað, hugsað og hlustað, vaknað
og sofnað, til þess eins að komast
á þann aldur að geta haft það gott.
Beðið eftir sumarfríinu í Iífinu,
beðið eftir að rifia upp gömul kynni
og njóta þroskans.
Svo kemur dánartilkynningin og
ævintýri æskuáranna verða að
gjalti í dauðs manns gröf. Enginn
hirðir um þau. Þroskinn kemur að
engum notum og hvers virði verð-
ur reynslan þegar menn deyja frá
henni og fá aldrei notið hennar?
Hvað varð um sumarið og ævina
sem hafði beðið okkar þegar haust-
ið er allt í einu komið og jafnvel
endalokin sjálf? Er það okkur sjálf-
um að kenna að hafa þannig misst
af fyrirheitnu framtíðinni? Eða er
þetta bara lífsins gangur, örlög
allra manna í tímans rás?
Ævilokin gera ekki boð á undan
sér frekar en haustið. Þau berja að
dyrum með þvi næturfrosti og
næðingi sem lögmál náttúrunnar>
franíRalla. Berja að dyt%m og
ganga óboðin og óvelkomin í stofu,
hrifsa til sín sumarið og lífið og
blómin fölna í garðinum og visna
upp. Deyja.
Næsta vor spretta ný blóm og
nýir geislar heliast inn á stofugólf-
ið, en það eru ekki sömu blómin
og sömu geislarnir og voru þar í
fyrra. Ný kynslóð tekur við og anar
áfram út í lífið með fangið fullt af
fyrirheitum og framtíð, án þess að
hafa hugmynd um þau blómin sem
lukust upp á þessum sama stað fyr-
ir ári. Og engan viröist varða um
þau og nýja kynslóðin ypptir í
mesta lagi öxlum og kærir sig koll-
ótta um sumarið sem leið.
Þá er það of seint
Já, haustið kemur fyrr en við
ætlum. Það er kannski þess vegna
sem við eigum að hætta að láta
hverjum degi nægja sína þjáningu
og lifa meðán við lifum. Situr ekki
starfsfélagi þinn í næsta herbergi
með kransæðastíflu eða snert af
hjartaslagi? Er ekki nágranni þinn
farinn á hausinn með fyrirtækið?
Eru ekki hjónin í götunni að selja
húsið og skilja að borði og sæng?
Fólk á miðjum aldri, fólk sem allt
hefur verið upptekið við að koma
sér upp húsi og fiölskyldu og þæg-
indum og hefur verið að búa sér í
haginn?
„Við þurfum endilega að fara að
hittast, gömlu félagamir, og taka
glas saman,“ segir góðvinurinn frá
því í gamla daga, hálfsköllóttur,
vinnulúinn og taugaveiklaður í út-
liti. „Næst þegar við höfum tíma,“
bætir hann við og er svo rokinn út
í lífsbaráttuna á ný, rétt eins og
hann er búinn að gera undanfarin
tuttugu, þrjátíu ár. Á þönum úr
vinnunni, í vinnuna. Með fullt hús
af börnum og konu sem er virðuleg
og ráðsett og vinnulúin líka. Þau
hafa alla tíð verið á leið í sumarfrí-
ið áður en hausta tekur en ekki
mátt vera að því. Krakkarnir ganga
fyrir, skuldirnar, vinnan, dagurinn
á morgun, sem er fullur af vanda-
málum sem þarf að leysa.
Og árin Uða og vandamálin vilja
ekki burtu. Krakkarnir stækka og
skuldirnar vaxa og enginn hefur
tíma til að taka sér frí meðan sum-
arið stendur, enda kemur sumar
eftir þetta sumar og svo eru menn
að búa sér í haginn til aö njóta
þroskans og reynslunnar og geta
um fijálst höfuð strokið. Þá ætla
þeir að endurnýjaogömlu vináttu-
böndin og setjast niður með glas
og rifia upp það sem á dagana hefur
drifið og njóta húmsins að hausti.
Þá, en ekki fyrr, þá kemur uppsker-
an í ljós og þá er hvíldin tímabær.
En þá er það orðið of seint.
„Næst þegar við höfum tírna,"
segir röddin í hasti og þessi kunn-
uglega kveðja hverfur út í umferö-
ina og marmfiöldann sem gengur
álútur út stéttina með allar heims-
ins áhyggjur á herðunum. Enda
engin furða. Gjaldþrotin eru aug-
lýst í hundraöatali, reksturinn er á
kúpunni og fiöldauppsagnir eru til-
kynntar í fréttunum, hkt og þegar
sagt er frá því hversu mörg lömb
eru leidd til slátrunar í Sláturfélagi
Suðurlands. Hver er næstur í röð-
inni? Var það sem ég heyröi að
gamh kunninginn hefði misst starf-
ið eftir aldarfiórðungs þjónustu?
Börnin eru að vísu uppkomin, hús-
ið á sínum stað og hjónabandiö
stendur enn. En hvar var lífsstarf-
ið? Hvar var afraksturinn af
reynslunni sem þessi maður hefur
aflað sér til efri áranna? Var þá
þetta allt saman unnið fyrir gýg?
Kompás
brauðstritsins
Þetta er drungalegt haust og
stjómmálamennirnir horfa al-
vörugefnir í gaupnir sér og tala um
aðildina að Evrópubandalaginu og
virðisaukaskatt og hallann á ríkis-
sjóði. Hallinn í fyrra var meiri en
halhnn í ár, segja stjórnarsinnar
og gera hlé á máh sínu meðan fagn-
aðarlátunum hnnir. Halhnn í ár
verður meiri en hallinn í fyrra,
segja stjórnarandstæðingar sigri-
hrósandi, og svo halda þeir áfram
að tala um Evrópubandalagið og
mikilvægi þess að íslendingar
bjargi framtíðinni með því að ná
■ samningum um framtíðina og Evr-
ópubandalagið. Inn á milli leggja
þeir á virðisaukaskatt og eigna-
skatt og eignaskattsauka því þess
verður að gæta að hallinn í ár verði
ekki meiri en hann var í fyrra og
aht er þetta afar spennandi reikn-
ingsdæmi fyrir fólkið sem á að
fylgjast með því hver hafi rétt fyrir
sér. Úrslitin liggja fyrir næsta
haust. En þá verður líka nýr halli
kominn til sögunnar.
Það er fiarri mér að kenna stjóm-
málamönnunum um ahar ófarir og
hahæri síðustu missera. Ekki
stjórna þeir fiskigöngunum og ekki
stjórna þeir hahabúskap fyrir-
hyggjulausra fyrirtækja. Alþingis-
menn og ráðherrar eru flestir
sprottnir upp úr sama jarðvegi og
við hin. Þeirra sök liggur í því einu
að þeir vilja öllum vel. En sumariö
hjá þeim er stutt eins og sumarið
hjá okkur og það má enginn vera
að þvi að bíða eftir Evrópubanda-
laginu. Að minnsta kosti ekki þeir
sem nú riða á barminum og eru að
missa fiölskylduna úr höndum sér.
Hvað þá þeir sem ganga með upp-
sagnarbréfin í vasanum? Hallinn á
heimilunum er kjósendunum ofar
í huga heldur en hallinn á ríkis-
sjóði. Hallinn á kompási brauð-
stritsins verður ekki réttur af suö-
ur í Evrópu, hversu glæstar sem
þær vonir eru.
Sumarið er stutt
Hvað varðar mig um allan heims-
ins auð ef ég á ekki brauð að borða?
Hvað varðar fólkið í landinu um
glæstar vonir meðan það getur ekki
étið vonirnar? Hvers virði er
reynslan þegar menn þurfa að
deyja án þess að njóta hennar?
Sumariö í lifinu er stutt og hverf-
ult og ylurinn frá því endist ekki
lengi meðal þjóðar sem kann ekki
að nýta sér hann. Kann ekki að
safna birgðum fyrir veturinn.
Kann ekki að nota þann tíma sem
gefst. Og fær það ekki vegna þess
að kallið kemur fyrr en varir og
ný kynslóð tekur ekki reynsluna í
arf.
Ég er hvorki samviska þjóðarinn-
ar né sálfræðingur fyrir stjóm-
málamenn. Ég hef bæði augu og
eyru eins og aðrir og mín skilning-
arvit eru þau sömu og annarra. En
það get ég sagt að íslendingar eru
í sálarkreppu. Þjóðin er niðurlút
og svartsýn. Hún beið eftir sumr-
inu sem aldrei kom og hún kvíðir
haustinu sem skohið er á. íslenska
þjg^in er hnípin þjóð í vanda. Líttu
í lmrigum þig og sjáðu eyðilegging-
una, sjáðu vonbrigðin, sjáðu sviðna
jörð hins fyrirheitna lands. Ekki
vegna þess að framtíðin hafi ekki
verið björt heldur vegna þess að
fyrirheitin eru brostin. Það spruttu
ný blóm í vor en þau eru öh að
visna og deyja í húmi haustsins.
Þessa dimma hausts sem grúfir sig
yfir landið og þjóðina og boðar
lartgar vetrarnætur.
Hvervill
verða fyrstur?
Er ekki kominn tími til að vekja
íslendinga af þessum drunga? Er
ekki kominn tími til að stjóm-
málaforingjamir hætti að tala um
framtíðina og fortíðina og snúi sér
að nútíðinni? Er ekki ráð til þess
að almenningur sé vakinn th þeirr-
ar staöreyndar að lifa meðan hann
lifir? Hætti að láta hveijum degi
nægja sína þjáningu og snúi þján-
ingunni upp í andhverfu sína?
Mér er til efs aö skemmtilegri
forsíöumynd hafi birst í þessu blaði
en síðastliðinn laugardag þegar
fiórburarnir voru myndaðir á eins
árs afmæli sinu. Fjórir litlir hnokk-
ar sem horfa saklausir og eftir-
væntingarfullir til framtíðarinnar.
í hnotskum sjáum við nýja kyn-
slóð, ný blóm sem vonandi eiga það
eftir að erfa landið. Hvernig væri
að veita þeim það veganesti sem
reynslan ein getur gefið þeim,
reynsla okkar hinna, sú lífsreynsla
að sumariö er stutt og það öðlast
enginn lífshamingju sem eyðir allri
ævi sinni í að bíða eftir henni.
Tíminn er dýrmætur. Tími ein-
stakhngs og tími þjóðar. Tannhjól-
ið snýst og það snýst og þaö kemur
ekki alltaf sumar eftir þetta sumar.
Dánarthkynningarnar hrannast
upp og það er til einskis að segja:
„næst þegar við höfum tíma“.
Núna er stundin og staðurinn til
að rísa upp á afturlappirnar, gera
gott úr vandanum og rífa þjóðina
upp úr þeirri haustnepju sem nístir
merg og bein.
Hver vih verða fyrstur?
Ellert B. Schram