Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Page 25
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989. 33 Þeir sem saknað hafa ævisagna kvenna fyrir þessi jól fá góða uppbót með ævisögu Vatnsenda- Rósu eða Skáhl-Rósu sem Rósa B. Blöndals hefur skráð. Bókin nefnist einfaldlega Rósu-saga og kemur út hjá Fjölva. Rósa B. Biöndals hefur unnið í áratugi að sögunni um skáld- konuna frá Vatnsenda og tekst að sögn að leiðrétta ýmsar mis- sagnir sem gengið Iiafa um liana á síðustu árum. % Tvasr bækur eftir Fay Weldon verða nú á jólabókamarkaðnum. Tvær sögur frá Fay Weidon Enska skáldkonan Fay Weldon freistar ; margra bókaútgéfenda eftir aö þættirnir um kvendiöful- inn magnaða voru sýndir í sjón- varpinu fyrir tveimur árum. Nú fyrir jólin geta íslenskir lesendur valið um tvær bækur eftir hana - og fjalla báðar um undarlegar konur. Bókaútgáfan Bjartur gefur út Sveitasælu eftir Weldon. Þar seg- ú frá konu sem þarf að standa á eigin iotum eftir að eiginmaður- inn hefur stungið af með fegurð- ardrottningu. Þá gefur Fjölvi ut sögu sem nefnist Brandari breiðvöxnu konunnar og fjallar hún um fjölskylduvandamál í kjölfar megrunarkúrs. Jón Dan er með nýja bók fyrlr þessi jól. Sögur af sonum eftb- Jón Dan Jón Dan, fyrrum ríkisfóhirðir, er iöinn við ritstörfln þótt hann sé kominn vel á áttræðisaldur. Fyrir þessi jól sendir hann frá sér smásagnasafnið Sögur af sonum. Það er Bokaútgáfan Keilir sem gefur út. Þetta er ftmmta árið í röö sem Jón á nýja bók á markaönum en alls hefur hann geíið út þrettán bækur. Rithöfundarferill Jóns höfst á smásagnasafninu Þytur um nóti sem kont út áriö 1956. Hallbjörg á bók Saga söngkonunnar Hallbjarg- ar Bjarnadóttur kemur út hjá Tákni innan skamms. Sagan heit- ir HaUbjörg af iífi og sál. Það er útvarpsmaöurinn Stefán Jök- ; ulsson sem skráir. Menning Erfiður rekstur Leikfélagsins í Borgarleikhúsinu: Reykjavíkurborg iafnar hallann „Menn hafa allt frá upphafi gert sér grein fyrir að rekstur Borgarleik- hússins yrði dýrari en rekstur Iðnó og að borgin yrði að greiða muninn umfram það sem fæst með sölu að- göngumiða," sagði Jón Tómasson, borgarritari hjá Reykjavíkurborg, í samtali við DV. Frá því hefur verið sagt í DV að fjárhagsstaða Leikfélags Reykjavík- ur hafi versnað eftir að félagið flutti starfsemi sína úr Iðnó í Borgarleik- húsið nú í haust. Þetta er rakið til þess að rekstur nýja hússins er dýr- ari en þess gamla og einnig hefur orðið að fjölga starfsmönnum félags- ins. Jón Tómasson sagði að enn hefði ekki verið ákveðið með hvaða hætti Reykjavíkurborg bætti við styrk sinn við Leikfélagið. Undanfarin ár hefur borgin greitt grunnlaun 44 starfs- manna og við opnun Borgarleik- Reykjavíkurborg ætlar að greiða hallann sem fyrirsjáanlega verður á rekstri Borgarleikhússins. hússins talaði Davíð Oddsson borg- „Hvemig að þessu verður staðið arstjóri um að tvöfalda styrkinn. kemur í ljós eftir að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár hefur verið samin,“ sagði Jón Tómasson. „Við eigum eftir að fara yfir fjár- hagsstöðuna með Leikfélaginu. Fyrr en það verður gert kemur ekki í ljós hve þörfin er mikil.“ Rætt hefur verið um að borgin taki að sér að greiða hita, rafmagn og ræstingu í Borgarleikhúsinu en kostnaður við þá þætti hefur aukist verulega frá því sem áður var. Þá kemur einnig til álita að borgin taki meiri þátt í launakostnaði hjá Leik- félaginu. Enginn íj ármagnskostnaöur hvílir á Borgarleikhúsinu. Það var byggt fyrir framlög úr borgarsjóði, gjöf Sig- urliða Kristjánssonar kaupmanns og söfnunarfé frá Leikfélagi Reykjavík- ur. „Borgin tekur ekki lán il hús- bygginga og því er engin skuld á húsinu," sagði Jón Tómasson. -GK Ævisaga Ævars R. Kvaran væntanleg á markaðinn: Tvær skáldsögur að auki væntanlegar - segir Baldur Hermannsson rithöfundur „Vel skrifaðar ævisögur og þjóðlegur fróðleikur eru mitt uppáhald. Menn eins og Jón Helgason og Ámi Óla erum mínir kennarar," segir Baldur Hermannsson eðhsfræðingur, áður sjónvarps- stjarna og nú rithöfundur. Baldur hefur nú lok- ið við að skrifa sögu Ævars R. Kvaran leikara, mcmns sem Baldur segir að hafi „kynnst lífinu frá fleiri hliðum en flestir aðrir“. Orn og Örlyg- ur gefa út. „Eg seilist daglega til þessara bóka en ég get ekki rifjað upp hvenær ég las síðast íslenska skáldsögu - gott ef ekki er liðinn áratugur," segir Baldur. „Ég á Halldór Laxness héma uppi í hillu mjög virðulegan en hann er óhreyfður. Æviminningar em oft gagnrýndar réttilega en fyrir mér er vegur þeirra mikið metnaðar- mál og eftir að hafa lokið við eina er ég staðráð- inn í að halda áfram. Þessar sögur eru með mismiklu skáldlegu ívafi en ævisögurnar verð- ur að vinna með handbragði hstamannsins. Það er í tísku að úthúða ævisögum en þegar frá hður verða jafnvel vondar ævisögur að merkum heimildum og þær em oft miklu merk- ari heimildir um líf manna en bækur sem lektor- ar í háskólum skrifa um stjómarmyndanir og stjórnarslit. Þær bækur eru ekki saga fólksins í landinu.“ Rithöfundur að ævistarfi Rithöfundarferill Baldurs er að vísu ekki lang- ur því hann hóf að rita sögu Ævars 1. febrúar á þessu ári. Áður hefur hann þó skrifað mikið og á efni í tvær skáldsögur sem hann hefur nú ákveðið að ljúka við. „Undanfarin tíu ár hef ég skrifaö hjá mér það sem komið hefur í hugann og safnað því,“ segir Baldur. „Ég sé nú að þetta er stofn í tvær skáld- sögur. Önnur gerist í byrjun 17. aldar en hin er samtímasaga. Ég hef ekki fundið tíma til að ljúka þessum sögum vegna anna við önnur verkefni en nú er ég ákveðinn í að gerast rithöf- undur og ljúka sögunum. íslenskir rithöfundar hafa aldrei búið við betri kjör en núna. Ég á eins og svo margir rithöfund- Baldur Hermannsson: „Ævar svaraöi því til aö annaðhvort skrifaði ég þessa bók eöa enginn." DV-mynd GVA ar ágæta konu sem vinnur fullan vinnudag úti í bæ á daginn og svo aftur heima á kvöldin. Ég bý við þessi forréttindi og fæ rétta þúsundkalla þegar ég þarf. Hvers vegna ættu rithöfundar eins og ég að vera að kvarta? Ég er líka mótfallinn þeirri áráttu rithöfunda einangra sig alltaf í einhverjum nátthögum. Þeir vilja t.d. ekki að það verði lagður virðis- aukaskattur á ritmál eins og aðra framleiðslu og njóta þannig forréttinda án þess að nokkur rök séu fyrir því.“ Upphafið að samstarfi Baldurs og Ævars um ritun ævisögunnar var að Baldur gerði á síðasta ári stuttan sjónvarpsþátt um Ævar. „Þátturinn um Ævar mæltist vel fyrir svo ég bar hugmynd- ina um bók upp við hann,“ segir Baldur. „Ævar svaraði því til að annaðhvort skrifaði ég þessa bók eða enginn og það varð úr að við hófum verkið. Losaði Baldur við sænskan hreim Ég þekkti Ævar vel áður og hef verið honum sammála í mörgu. Við kynntumst fyrst eftir að ég kom heim frá námi í Svíþjóð og undan því var kvartað að ég væri með útlenskan hreim. Ég leitaði þá til Ævars að bæta framburðinn. Ég losnaði við hreiminn og lærði einnig mikið í réttum framburði. Framburðurinn er burðarás tungunnar. Það er ekkert málræktarátak hjá Svavari Gestssyni að senda stafsetningarbækur inn á heimilin en gleyma framburðinum." Og Baldur segist vera á sömu skoðun og Ævar í fleiri málum. Þar skiptir spíritisminn mestu máli þótt Baldur sé kaþólikki og flestir trúbræð- ur hans hafi lítið eða ekkert álit á andatrú. „Ég hef reynslu Þ ■'ir því að það er fleira milli himins og jarða^ . a það sem sagt er frá í DV,“ segir Baldur. „Spíntismi hefur verið trú ís- lenskrar alþýðu í nærri heila öld og ég er sann- færður um að h mn á við rök að styðjast. Ég segi ekki að ég sé að öllu leyti á sömu skoð- un og Ævar en við róum á sömu miö. Ég er ekki í vafa um að ýmsir atburðir, sem Ævar segir frá, eru jafnraunverulegir og þeir sem gerast í efnisheiminum. Ég hef undanfarið starfað nokk- uð með Guðspekifélaginu og verð þar með draumanámskeið í vetur,“ sagði Baldur Her- mannsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.