Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Qupperneq 18
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989. rustum unnn „Berlínarmúrinn mun standa næstu hundrað árin,“ sagði Erich Honecker, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, fyrr á þessu ári. Múrinn, 160 kílómetra langur og fjögurra metra hár, stendur að vísu ennþá en upphaflegu hlutverki hans er lokið. Þann 18. október síðastlið- inn fór Honecker frá völdum og Egon Krenz tók við. Upp frá því varð at- burðarásin í Austur-Þýskalandi mjög hröð. Múrinn gliðnaði að lok- um þann 9. nóvember og Berlínarbú- ar úr austurhlutanum gengu án hindrunar yfir í vesturhlutann. Tahð er að rúmar tvær milljónir hafi farið vestur yfir fyrstu tóf árin eftir að Þýska alþýðulýðveldið var stofnað haustið 1949. Berlínarmúr- inn var reistur af austur-þýskum yfirvöldum aðfaranótt sunnudagsins 13. ágúst 1961 og tók sú aðgerð afar stuttan tíma. Á forsíðu Vísis mánu- daginn 14. ágúst er aðalgreinin um viðburðina í Beriín. í aðalfyrirsögn segir: „Gaddavírsgirðing í Beriín“ og undirfyrirsögnin er „Hætta á upp- reisn eftir að undankomuleið er lok- að“. Umferð milli borgar- hluta stöðvuð í fréttinni er atburðarásinni síðan lýst á eftirfarandi hátt. „Aðgerðir þessar hófust með þvi að fjölmennt austur-þýskt lögreglu- og herhð safn- aðist saman við markalínuna og stöðvaði aha umferð milh borgar- hluta. Jafiiframt voru ferðir mihi borgarhlutanna stöðvaðar. Síðan hófust kommúnistar handa um að leggja þéttriðna gaddavírs- girðingu ahs staðar eftir markalín- unni yfir götur og stræti. Bak við hermennina, sem lögðu gaddavírinn, sáust austm--þýskir eða rússneskir skriðdrekar á ferh.“ Fréttamaður á staðnum Þóríteinn Thorarensen, nú bóka- útgef&di hjá Fjölva, var á þessum tíma ritstjóri erlendra frétta á Vísi. Strax og atburðimir áttu sér stað fór hann á vettvang og sendi fréttir heim. „Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það væru vissar ástæður fyrir því að A-Þjóðverjar þurftu að reisa þenn- an múr,“ segir Þorsteinn. „Það er erfitt að ætla sér að vera með sjálf- stætt efnahagskerfi og hafa landið opið. Sérstaklega vegna þess að þeirra efnahags- og stjómmálakerfi var algerlega lokað. Þegar öhum kröftum er smalað saman með sós- íahskum aðferðum gerist þaö að ein- staklingsframtakið og einstaklings- ffelsið er takmarkað. Ástæðumar vom reyndar tvenns konar; Fólkið að flýja vestur yfir og þama var efnahagskerfi sem var lok- að og stjómað með reglugerðum. Eitt af markmiðunum var að matvæli skyldu vera mjög ódýr og fyrirmæh vora um að halda matarverðinu niðri. Þetta gerði það að verkum að V-Berhnarbúar sóttu matvæh sín yfir til A-Berlínar. Ég hafði áður far- ið með vinum mínum austur yfir að kaupa daglegt brauð í það htinn poka að þeir yrðu ekki stöðvaðir við landa- mærin. Hins vegar hlaut bygging múrsins að fela í sér ósigur. Einfaldlega vegna þess að með múmum var viðurkennt að þetta rígbundna efnahagskerfi gat ekki staðið sjálfstætt í samkeppni." Múrað upp í glugga í fyrstu var múrinn ekki voldugur, einungis gaddavírsgirðing, og tiltölu- lega auðvelt var að komast yfir hann. í Vísi þann 17. ágúst er sagt frá því að níu austur-þýskir, vopnaðir og einkennisklæddir menn hafi farið yfir múrinn um nóttina. Þeir afhentu skammbyssur sínar og og báðu um hæh sem póhtískir flóttamenn. Næstu vikur og mánuði var unnið að styrkingu múrsins með steypu- veggjum, skriðdrekagryfjum og raf- magnshindrunum. Þann 21. ágúst segir Vísir frá því að byijað sé að múra upp í aha glugga á húsum sem snera í vestur. Á fyrstu dögunum eftir að múrinn reis komust margir A-Þjóðveijar yfir til V-Berlínar. Þor- steinn hitti nokkra þeirra og segir frá því í greinum sínum: „Mér er minnisstæð ein fjölskylda sem kom vestur yfir og var með hjól- ið sitt og bamið á bögglaberanum. Þau bratust í gegn eftir að byrjað var að múra upp í glugga á húsum við girðinguna. Aht í einu varð þessi mikh ys og hópur af fólki vestan megin kom þeim til hjálpar og tók það inn í hópinn þegar hermennimir ætluðu að stöðva flóttann." í Vísi þann 14. ágúst er sagt frá Finmir þú fimm breytingai? 29 Mér þykir leiðinlegt að tllkynna þér að vlð kvefi elgum vlð ekkert ráð... Nafn:-------- Heimllisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. Elta stereoferðatæki með tvöföldu segulbandi að verð- mæti kr. 8.900,- 1. Elta útvarpsklukka að verömæti 3.500,- Vinningarnir eru úr Opus, Skipholti 7, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 29 c/o DV, pósthólf 5380, 125 ReyKjavík Sigurvegarar fyrir tuttug- ustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Sigrún Halldórsdóttir, Pólgötu 8,400 ísafirðl 2. Magnús Kristinsson, Gránufélagsgötu 41,600 Akureyri. Vinningamir veröa sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.