Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989. LífsstOI geimferðunum og þeim sem farnar hafa verið allt fram á síðustu ár. Fjölmörg tæki og tól geimfaranna eru til sýnis hér. Þar má nefna stjömukort sem ætlast var til aö geimfararnir í Mercuryflaugunum notuðu ef sjálfstýringin í farkosti þeirra bilaði, og búningur Alans Shepard, fyrsta bandaríska geim- farans, er inni í glerbúri, svo eitthvað sé nefnt. Úti við vegg stendur svo skotstóll úr Gemini geimfari sem all- ir geta sest í og gefið ímyndunarafl- inu lausan tauminn. Loks skal svo nefna tvö geimfór sem hanga neðan úr loftinu. Annars vegar er það Mercury-Atlas 9, eins manns farkostur sem fór út í geiminn 1963, og hins vegar Gqmini V, tveggja manna skip sem sveif umhverfis jörðu 1965. Það er eins með þessi tvö hylki og Mercury-Redstone flaugina utandyra; manni finnst næsta lygi- legt að þau hafi getað sviflð langt uppi í himinhvolfinu, svo ótrúlega frumstæð og lítt geimaldarleg eru þau í augum leikmannsins. En þau gerðu það nú samt. Við skulum ljúka þessari ferð um gestamiðstöðina með því að nefna tvennt sem vekur áreiðanlega mikla athygh yngri kynslóöarinnar: í fyrsta lagi stóra mynd af geimfara þar sem búið er að skera út andlitið svo gestir geti stungið eigin höfði í gatið og í öðru lagi nokkra alvöru geimfarahjálma sem heimilt er að máta. Þá er ótalinn tungljeppinn og ótalmargir aðrir skemmtllegir hlut- ir. Inn í helgidóminn í gestamiðstööinni eru afhentir stærsta, fyrir miðjum veggnum, er upplýst kort af jörðinni og lítil mynd af geimskutlunni sýnir stöðu hennar hveiju sinni á hringsólinu umhverfis jörðina. Til beggja handa eru svo aðrir minni skjáir þar sem birtast alls kyns tölulegar upplýsingar um geimskutluna og annað sem stjórn- endur á jörðinni verða að vita. Hver ferð geimskutlunnar um- hverfis jörðu tekur afjeins um 90 mínútur, á 28.000 kílómetra hraða á klukkustund, og því upplifir áhöfnin 16 sólaruppkomur og 16 sólsetur á þeim tíma sem jarðarbúar kalla einn sólarhring. í byggingu númer 9A eru eftirlík- ingar af geimskutlunni, í fullri stærð. Þar æfa tilvonandi áhafnir ýmsa þætti ferðarinnar, svo sem almenna bústjórn, þar með talda matargerð, notkun myndavéla, neyðarráðstaf- anir og sitthvað fleira. Aðgangur gesta er að vonum takmarkaöur, en þeir fá þó að fara upp í skutluna aft- anverða og kíkja frameftir henni. Geimfararnir eru vandir við að vinna í þyndarleysi ofan í stórri sundlaug, sem því núður er ekki til sýnis almenningi. Ekki verður kom- ist nær því að líkja eftir þyngdar- leysi á jörðu niðri. En geimfarar fá líka skammt af alvöruþyngdarleysi áður en þeir fá að fljúga upp í geim- inn. Þeir eru teknir í flugferð í sérút- búinni stórri þotu sem fer með þá upp í rúmlega 30 þúsund feta hæð og steypir sér síðan niður um rúm tíu þúsund fet. Geimfararnir upplifa þá þyngdarleysi í um hálfa mínútu og endasendast um alla véhna sem hefur verið bólstruö sérstaklega að innan vegna tilraunar þessarar, svo enginn meiði sig. Og já, margir þeirra Jörðin séð frá tunglinu og geimfari að störfum þar efra y. 4^ V- ■ >'- ■ * % S >á • ,' '■ i- ' \ Ferðir miðar til að komast inn í helgidóm- inn miðjan, sjálfa stjómstöðina, það- an sem mönnuðu geimferðunum er stjórnað. Það er eina byggingin þar sem menn verða að vera í fylgd leið- sögumanns og eru nokkrar skoðun- arferðir á dag. Hver ferð tekur um hálftíma. AUir hafa einhvern tíma séð mynd- ir frá stjómstöðinni í sjónvarpinu. Og vafalaust hafa flestir gert sér ein- hverja hugmynd um hvemig hún lít- ur út í raun og veru. „Hún er miklu minni en ég hélt,“ sagði Englendingur í hópnum þegar Linda leiösögumaður spurði gestina hvað þeim fyndist nú um dýrðina. Hann er ekki einn um að finnast það. í sakleysi sínu hafði maður - imyndað sér stjórnstöðina í risastóru herbergi jiar sem tugir manna væru sem límdif við stórkostleg tæki með þúsundum blikkandi ljósa. Ekki al- veg. í stjórnstöðinni eru ekki nema 18-25 manns á hverjum tíma þegar mannað geimfar er á lofti og bekkur- inn er fremur þröngt setinn. Stjórn- borðin eru meira að segja öll gamal- dags í útliti. Innvolsið er þó allt nýj- asta hátækni. Hvernig mætti annað hka vera? Það eina sem nálgast það sem mað- ur er vanur að sjá í geimvisindabíó- myndum eru risastórir skjáir á veggnum andspænis starfsmönnun- um og áhorfendunum. Á þeim kasta upp við aðfarirnar enda þotan kölluð „Vomit Comet“. Frostþurrkaður geimfaraís Ótalin er bygging númer 5 þar sem geymd eru tæki sem notuð voru til að þjálfa geimfarana sem dvöldu í geimstöðinni Skylab á 8. áratugnum. Þar eru ýmsir hiutar geimstöðvar- innar í fullri stærð, svo vel er hægt að gera sér grein fyrir vinnuum- hverfi íbúanna. Þeir höfðu sitt svefn- herbergi, baðherbergi með sturtu og eldhús þar sem þeir gátu sest niður til að borða. Áður urðu þeir þó að krækja fótunum í sérstakar ólar á gólfinu svo þeir svifu ekkiupp undir loft. Eins og á öllum ferðamannastöðum er minjagripaverslun í geimferða- miðstöðinni og þangað ættu allir að leggja leið sína. Þar er hægt að fá hefðbundna ’muni, svo sem blýanta, glös, skyrtuboli, límmiða og ótal- margt fleira tengt geimferðum. For- vitnilegustu hlutirnir eru þó án efa frostþurrkaður geimfáraís og frost- þurrkaðar geimfarairanskár. Ekki veit ég hvermg frönsku kartöflurnar bragðast, en ef ég væri geimfari myndi ég sleppa ísnum. Hvaö kostar að fljúga Ef flogið er með Flugleiðum til New York og þaðan til Houston kostar fargjaldið á milli 55 og 60 þúsund krónur fyrir manninn fram og til baka. Ef hins vegar er flogið með Arnarflugi til Amsterdam og þaðan til Houston kostar fargjaldið á milli 75 og 80 þúsund krónur fyrir mann- inn báðar leiðir. -gb/Houston UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.