Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 40
52 Smáauglýsingar - Sími 27022 Amazon árg. ’65. Af sérstökum ástæð- um er þessi gamli og virðulegi Volvo nú til sölu, nýsprautaður, ath., annar íylgir í varahluti. Tilboð óskast. Uppl. í síma 24143 í dag og á morgun. Audi 100 árg. '84 til sölu, ekinn 100 þús. km, m/topplúgu, vínrauður að lit. Einnig er til sölu mjög góður radarvari af Passport gerð. Uppl. í síma 688806. Range Rover Vogue '85 til sölu, ekinn 25 þús. km. Toppeintak, skipti á ódýr- ari ath. Nánari uppl. í símum 96-21430 og 96-26159. Bronco II XL, árg. '87. Dekurbíll. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Bílás, Akranesi. S. 93-12622 og 93-11836. Ford 150 pickup til sölu, yfirbyggður ’82, 6 cyl. Perkins turbo ca 150 ha., læstur að aftan. Uppl. í síma 98-34400. Helgi. Galant 2,0 GTi, 16 v., ’89, til sölu, cru- ise control, rafmagn í rúðum, speglum og sóllúgu, centrallæsingar, tölvu- stýrðir demparar, ABS, hiti í speglum, álfelgur. Uppl. í síma 673133. Til sölu Nissan pickup, árg. '88, ljós- grár. Uppl. í síma 674534 og 672932 eftir kl. 18. Volvo 85S, árg. 1978, til sölu, ekinn ca 100 þús. km á vél, í góðu ástandi. Nánari uppl. í símum 96-21430 og 96-26159. Sapporo GSR 2000 ’82, inníl. '87, til sölu, ekinn 97 þús. km, litur brúnn, álfelgur, skoðaður ’89, verð 350 þús. Góður staðgreiðsluafsláttur, ath. skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-84899. ■ Þjónusta Gröfuþjónusta, simi 985-25007. Til leigu í öll verk Cat. 428 traktors- grafa. Höfum einnig vörubíl. Leitið tilboða. Kvöldsímar 91-670260 og 641557. Svipmyndir urðu að Skyndimyndum Nafnaruglingur varð í frétt í DV fyrr í vikunni. Þar var verið að fjalla um dóm í máli sem Svipmyndir höfð- uðu gegn viðskiptaráðherra vegna auglýsingar. Svipmyndir unnu máhð og ríkissjóði var gert aö greiða birt- ingu og gerð auglýsingar Svipmynda. í fréttinni urðu þau leiðu mistök að Svipmyndir voru nefndar Skyndi- myndir. Viðkomandi eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. ■ ■■■■ k|umferðar er margra bol! t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móður okkar, Maríu Rögnvaldsdóttur, Bolungarvik. Börn og tengdabörn Andlát Guðjón Ingibergsson frá SandfeUi, Vestmannaeyjum, varð bráðkvadd- ur 16. nóvember. TOkyimingar Félag eldri borgara Opið hús i Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un, sunnudag. Kl. 14 fijálst spil og tatl, kl. 20 dansað. Muniö skáldakynninguna um Jón Trausta skáld nk. þriðjudag, 21. nóvember, kl. 15 að Rauðarárstíg 18. Haldinn verður basar og happdrætti sunnudaginn 10. desember í Goðheimum. Munum er hægt að koma á skrifstofu félagsins. Félagsvist Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík verður með félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, sunnudaginn 19. nóvember kl. 14.30 stundvíslega. Góð verðlaun, kaffi- veitingar. Allir velkomnir. Bókmenntagagnrýni á íslandi Sunnudaginn 19. nóvember kl. 15 gengst Torfhildur, félag bókmenntafræðinema við Háskóla íslands, fyrir málþingi um bókmenntagagnrýni á íslandi í stofu 101 í Odda. Framsöguræður flytja Jóhann Hjálmarsson gagnrýnandi og ljóðskáld, Guðrún Guðsteinsdóttir bókmennta- fræðingur, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Magnús Ásgeirsson nemi í bókmenntafræði. Að tramsöguerindum loknum er mælendaskrá opin. Aðgangur er öllum heimill og eru íslenskir lesendur hvattir til að mæta. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík 90 ára Sunnudaginn 19. nóvember eru liðin 90 ár frá því að Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík var stofnaður í Góðtemplara- húsinu í Reykjavík og 1. sunnudag í að- ventu eru Uðin 90 ár frá fyrstu guðs- þjónustu safnaðarins. Þessara tímamóta verður minnst hjá söfnuöinum nú um helgina og fyrstu helgi í desember. í dag kl. 18 verður helgistimd í kirkjunni. Leik- ið verður á orgel kirkjunnar í 20 mínútur fyrir athöfnina. Á sunnudeginum verður margþætt bamaguösþjónusta kl. 11 og kl. 17 verður sérstök hátíðardagskrá í kirkjunni. Athafnimar em öllum opnar. Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld verður í Þinghóli, Hamraborg 11,3. hæð, mánudaginn 20. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnir. Kvennadeild Rauða krossins heldur árlegan basar sinn í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, á morgun, sunnudag, kl. 14. Víðidalstungukirkja 100 ára í tilefhi 100 ára vígsluafmælis Víðidals- fimgukirkju í V-Húnavatnssýslu verður hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni á sunnu- dag kl. 14. Kirkjan var vigð þann 17. nóv- ember 1889 og eru því rétt 100 ár ffá vígslu hennar. Á eftir guðsþjónustunni verður boðið upp á kaffi í félagsheimilinu Víðihlíð í boði sóknamefndar. Átthagafélag Strandamanna verður með dansleik í Domus Medica í kvöld, 18. nóvember. Húsið opnað kl. 22. Litprentuð.kort frá Listasafni íslands Undanfama áratugi hefur Listasafn ís- lands látiö gera eftirprentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna í eigu safns- ins og em þau tilvalin sem jólakort. Nú em nýkomin út þijú litprentuð kort á tvöfaldan karton af eftirtöldum verkum: Öræfajökull, um 1960 eftir Jón Stefáns- son, Tvö SS í morgunleikfimi, 1976, eftir Magnús Kjartansson og Sumarnótt á Þingvöllum, 1931, eftir Jóhannes S. Kjarval. Kortin em mjög vönduð að allri gerð og em til sölu í Listasafni íslands, Fríkirkjuvegi 7, opið daglega milli kl. 11 og 17, nema mánudaga. Forsíðukeppni Hárs og fegurðar Forsíðukeppni tímaritsins Hárs og feg- urðar er nú lokið. Heiður Óttarsdóttir í Hár-Expo bar sigur úr býtum í þeirri keppni og í öðm sæti var Jón í Effect og í þriðja sæti var Hrafnhildur á hár- greiðslustofunni Aþenu. Verðlaun vom veitt af tímaritinu Hár & fegurð og heild- versluninni Heildinni sf. sem veitji verð- laun fyrir fyrstu þijú sætin til þess að styðja þátttakendur í keppninni og stuðla að því að fólk taki þátt í svona keppni. í nýútkomnu tímariti Hárs & fegurðar er myndefni frá forsíðukeppninni og tísku- efni frá þekktum tiskuhönnuðum, inn- lendum jafnt sem erlendum. En nú sténd- ur yfir kynning á hinni alþjóðlegu frees- tyle- og tískulínukeppni sem verður hald- in á Hótel íslandi 4. mars 1990. Stoð h/f eykur þjónustu sína Stoðtækjasmíðin Stoð h/f, sem hefur starfrækt þjónustu og smiði stoðtækja og hjálpartækja undanfarin sjö ár að Trönu- hrauni 6, Hafnarfirði, hefur nú aukið þjónustu sína með opnun mótttöku í Domus Medica, Egilsgötu, Reykjavik. Þar verður aðstaða til að sinna öllum beiðn- um um stoðtæki, svo sem spelkur, gervi- limi, sjúkraskó og innlegg. Einnig verður á boðstólum mikið úrval stuðningsum- búða, hitahlifa, teygjusokka og bakbelta. Einnig verður sinnt mátun á gervibijóst- um og bijóstahöldurum. Til að byrja með verður móttakan í Domus opin frá kl. 12-16 alla virka daga, en óbreytt starf- semi verður áfram að Trönuhrauni 6. Þein sem áhuga hafa á að kynna sér starf- semi Stoðar h/f betur er bent á að panta tíma í sima 652885. Trúnaðarbréf afhent Erique Alejandro Lopes Silva og sendi- Pjórir nýskipaðir sendiherrar athentu í fierra Þýska alþýðulýðveldisins, hr. dag forseta Islands trúnaðarbréf að við- Gúnther Schurath. Sendiherrarmr þáðu stöddum Jóni Sigurðssyni, viðskipta- og síðan boð forseta Islands í Ráðherrabú- iðnaðarráðherra, staðgengli utanrikis- staðnum ásamt fleiri gestum. Sendiherra ráðherra. Þeir eru: sendiherra Albaníu, Albamu hefur aðsetur í Stokkhólmi, en hr. Petrit Bushati, sendiherra Búigaríu, sendiherrar Búlgaríu, Chile og Þýska al- hr. Ognian Doynov, sendiherra Chile, hr. þýðulýðveldisins hafa aðsetur í Osló. Tombóla Nýlega héldu Ríta B. Þorsteinsdóttir og Erla Ingvarsdóttir tombólu til styrktar Tímaritið Þroskahjálp 5. tbl. 1989 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í þessu tölublaði kynnumst við leiklistar- og tón- listarstarfi fatlaðra og þvi hve miklum árangri er hægt að ná þegar saman fer einlægni og agi. Tónstofa Valgerðar er heimsótt og fylgst með þriggja ára snáða, í tónmeðferð (músik-þerapíu) og spjallað við Valgerði Jónsdóttur sem rekur stof- una. Einnig er rætt við Sigríði Eyþórs- dóttur um starf leikhópsins Perlunar. En stærstur hluti þessara tölublaðs er þó umijöllun um sjaldgæfan hrömunar- sjúkdóm (Batten). Fastir þættir em á sín- um stað s.s. bókakynning, af starfi sam- takanna og fleira. Tímaritiö Þroskahjálp kemur út sex sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og fæst í lausasölu í bóka- búðum, á blaðsölustööum og á skrifstofu Landssamtakanna að Nóatúni 17. Áskriftarsíminn er: 91-29901. Leikíangasjóöi skammtimavistunar lyrir fótluð böm að Skólagerði 6, Kópavogi. Alls söfnuðu þær kr. 1.136. Fundir Kynningar- og afmælis- fundur Al-Anon Sautján ára afmælis- og kynningarfund- ur Al-Anon verður haldin í dag, 18. nóv- ember, í Langholtskirkju og hefst kl. 20.30. Þar segja sögu sína AA-félagar. Allir velkomnir. Kvenféiag Breiðholts Fundur í kirkjunni þriðjudaginn 21. nóv- ember kl. 20.30. Gestur fundarins verður sr. Gísli Jónasson. Birna Kristjánsdóttir sýnir í Asmundarsal Bima Kristjánsdóttfr hefúr opnað þriðju einkasýningu sína í Ásmundarsal. A sýn- ingunni em nítján verk og er opið virka daga kl. 14-18 og um helgar kl. 14-19. Styrktarfélag vangefinna Stjóm Styrktarfélags vangefinna boðar til sameiginlegs fúndar með foreldr- um/forráðamönnum og starfsmönnum félagsins í Bjarkarási mánudaginn 20. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Magnús Kristinsson, formaður félagsins, greinir frá helstu verkefnum þess. 2. Asta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtak- anna Þroskaþjálpar, segir frá starfi sam- takanna. 3. Ema Einarsdóttir þroska- þjálfi gerir grein fyrir starfinu í íbúðum félagsins. 4. Kaffiveitingar. Fjölmennum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.