Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Qupperneq 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Frjáíst,óháð dagbíað
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989.
Komu að kraumandi tunnum
með sterkum áfengisfnyk
Um eitt þúsund lítrar af bruggi á
gerjunarstigi fundust í bíiskúr við
Grenimel í gær. Einnig fannst
verulegt magn af hráefni til áfrara-
haldandi bruggunar ásamt ýrasura
tækjum til áfengisfraraleiðslu. j
Áfenginu var öllu hellt niður.
Lögreglan haföi:vitneskju um að
mikil bruggstarfsemi færi fram í
bílskúmum. Allnokkur áfengis-
fnykur barst út úr honum. Að feng-
inni húsleitarheiraild hiá Saka-
dórai í gærraorgun var ráðist til
aðar gaus mikill áfengisfnykur á
móti lögreglumönnum. Komu þá
margar stórar plasttunnur í ljós og
kraumaði vel í þeim þegar að var
komið.
I bílskúmum fundust einnig
margir ruslapokar úttroðnir af
tóraura'sykurumbúðura - gifurlegt
magn af sykri hefur verið notað í
bílskúrnum. Sýni voru tekin af
áfenginu á staðnum til frekari
rannsóknar. Lögreglan leitaði aö
eiganda bruggsins í gær. Sá maður
hefur ekki komið áður við sögu
vegna slikra mála. Hann leígði bíi-
skúrimi en íbúar hússins, sem
bruggstaðurinn tilheyrir, tengjast
ekki bruggstarfseminni.
-ÓTT/sme
Hafskipsmáliö:
Hæstiréttur
hafnaði kröfunum
Hæstiréttur hafnaði kröfum verj-
enda í Hafskipsmálinu um að málinu
verði vísað frá dómi og kemst því að
sömu niðurstöðu og Sakadómur
Reykjavíkur. Hæstiréttur segir að af
gögnum málsins sé ljóst að sérstakur
saksóknari, Jónatan Þórmundsson,
hafl tekið sjálfstæða afstöðu til þess
hvernig rannsókn skuli haga. Hæsti-
réttur segir að það leiði því ekki til
frávísunar þó lögð hafi verið fram
gögn úr rannsókn sem framkvæmd
var undir stjóm Hallvarðs Einvarðs-
sonar. Hæstiréttur segir það ekki
skipta máli þótt Hallvarður hafi ekki
mátt gefa út ákærur í málinu.
Hafskipsmálið er því enn komið til
Sakadóms Reykjavíkur. Reikna má
með að efnisleg meðferö þess hefjist
fljótlega.
Það vom þrír hæstaréttardómarar
sem kváðu upp úrskurðinn, Guð-
mundur Jónsson, Hrafn Bragason og
ÞórVilhjálmsson. -sme
Nauðgarinn
ófundinn
Maðurinn, sem kærður var fyrir
að nauðga konu í Kópavogi í fyrri-
nótt, er enn ófundinn. Maðurinn var
grímuklæddur og vopnaður hnííi
þegar hann réðst að konunni. Vegna
grímunnar gat konan ekki gefið ná-
kvæmalýsinguámanninum. -sme
Bruggi úr mörgum tunnum var hellt niður í bílskúrnum þar sem það fannst. Eigandinn var ekki á staðnum en hann hafði leigt bilskúrinn til bruggstarfsem-
innar. DV-mynd S
LOKI
Hóflega drukkið vín
gleður mannsins
hjarta!
Veðrið um helgina:
Léttskýjað
um allt
land
Um helgina em horfur á vestan-
eða norðvestanstrekkingi og lít-
ils háttar éljum við noröur-
strönd-
ina, einkum á sunnudag. Annars
lítur út fyrir hæga breytilega átt
og léttskýjað um allt land. Frost
verður 0 til 10 stig, mest þó í inn-
sveitum.
Um alían heim
alla daga
ARNARFLÚG
KLM
Lágmúla 7, Austurstræti 22
<S“ 84477 & 623060
ÞROSTUR
68-50-60
VANIR MENN