Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989. DV Húsnæöismálastjóm lítur á sig sem ríki í ríkinu: Verið að endur- skoða stöðu stofnunarinnar - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Alvarlegur ágreiningur er uppi milli stjómar Húsnæðisstofnunar ríkisins og Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Eftir að stjóm Húsnæðisstofnunar felldi tillögu tun að hækka vexti af húsnæðislánum úr 3,5 prósent í 4,5 prósent á dögun- um lýsti Jóhanna því yfir að endur- skoða þyrfti valdssvið stjómar stofn- unarinnar. Stjómin svaraði fullum hálsi og sendi fast skot til baka. Jó- hanna Sigurðardóttir var spurð aö því hvort þama væri hafinn alvar- legur slagur og hvort hún mundi beita sér fyrir því að sjálfstæöi Hús- næðisstofnunar yrði endurskoðað eins og hún hefur sagt að nauðsyn- legt sé? „Ég hef sagt það áður að ég tel sjálf- stæði stjómar Húsnæðisstofnunar óeðliiega mikið í stjómkerfinu. Ég tel mjög brýnt að breyta því og draga úr þessu sjálfstæði. Það hafa einnig komið ábendingar frá Ríkisendur- skoðun um að það þurfi að fá skýr- ari línur í stjórnsýslulega stöðu stofnunarinnar. Ég er með í gangi vinnu við endurskoðun á þessu máh sem er um þaö bil að ljúka,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra. En hveiju svarar Jóhanna síðustu yfirlýsingu stjómar húsnæðismála- stjórnar? „Það er alveg ljóst að húsnæðis- málastjóm hefur ávallt litið á sig sem ríki í ríkinu eins og þessi síðasta orð- sending til mín ber með sér. Það sem mér þykir þó alvarlegast í þessari yfirlýsingu er að stjórnin misskilur greinilega hlutverk sitt sem stjórn- anda Húsnæðisstofnunar ríkisins vegna þess að hún lítur fyrst og fremst á það hlutverk sitt að vemda hiut lánþegans en ekki að passa upp á stöðu sjóðsins. Það tel ég vera mjög alvarlegt og er enn ein staðfestingin á því að nauðsyn ber til að endur- skoða stjómsýslulega stöðu stofnun- arinnar,“ sagði Jóhanna. Félagsmálaráöherra sagði að sjóð- ur Húsnæðisstofnunar þyldi ekki vaxtamismun sem væri á fjórða pró- sent eins og nú er. Jóhanna sagði ljóst að tvennt þyrftí að koma tíl, annaðhvort vaxtahækkun upp á eitt prósent eða aukið framlag úr ríkis- sjóði. Hún sagði að sá misskilngur hefði komið upp fyrr á árinu að Hús- næðisstofnun ætti inni sjóð í Seðla- banka. Þar væri um að ræða sjóð sem væri afar sveiflukenndur, stundum væri þar inni umtalsvert fé en stund- um ekki neitt. Það færi allt eftir því hvemig peningar koma inn frá líf- eyrissjóðunum og stofnunin þyrftí einnig að greiða til þeirra. Því er sjóð- urinn notaður tO að mæta þeim sveiflum. -S.dór Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins: Ummæli félagsmálaráðherra ekki stórmannleg - deilur ráðherra og stjómarmanna magnast „Skoðanir sínar byggja stjórnar- menn á því sem þeir telja satt. Allar ákvarðanir sínar byggja þeir á sann- færingu sinni fyrir því sem þeir, 1 Ijósi ábyrgðar sinnar, telja rétt. Þá sjaldan kemur til atkvæðagreiðslu í stjóm Húsnæðisstofnunar fer hún fram með lýðræðislegum hættí að lokinni rökræðu og mati stjórnar- manna á henni. Ásakanir um að annarleg sjónar- ihið ráði skoðunum og ákvörðunum stjórnarmanna em ósæmilegar. Yfir- lýsingar um nauðsyn endurskoðun- ar á stjómsýsulegri stöðu stofnunar- innar eru ekki stórmannlegar ef þær em byggðar á sárindum vegna ímyndaðrar óhlýðni við skoðanir valdsmanna.“ Svo segir í yfirlýsingu, sem sam- þykkt var í stjóm Húsnæðisstofnun- ar ríkisins, vegna ummæla félags- málaráöherra þess efnis aö nauðsyn- legt væri að endurskoða valdsvið stjórnar Húsnæðisstofnunar. Deilur milli félagsmálaráðherra og stjórnar stofnunarinnar risu þegar stjórn Húsnæðisstofnunar felldi til- lögur félagsmálaráðherra um vaxta- hækkun húsnæðislána úr 3,5 í 4,5 prósent, sem stjórnarformaðurinn bar upp á stjómarfundi. Þessar deil- ur hafa magnast mjög að undan- förnu. í yfirlýsingunni er fyrst rakin staða stjómarinnar og bent á að hún starfi sjálfstætt samkvæmt lögum sem Al- þingi hafi samþykkt. Til að undir- strika sjálfstæði stjórnar stofnunar- innar gagnvart ráðherra er hún þingkjörin aö meirihluta. Félags- málaráðherra skipar hins vegar 2 af 10 stjómarmönnum samkvæmt til- nefningu Alþýðusambandsins og einn samkvæmt tilnefningu Vinnu- veitendasambandsins. Þá er vitnað í álitsgerð Ráðgjafar- þjónustu Lagadeildar Háskóla ís- lands um stjómsýslulega stöðu stjómar Húsnæðisstofnunar. Þar er sjálfstæði stjórnarinnar staðfest. Bent er á að ábyrgð einstakra full- trúa Húsnæðisstofnunar sé fyrst og fremst fólgið í að tala máh umbjóð- endasinna. -S.dór í dag mælir Dagfari Ekki móðga Hæstarétt Stefán Valgeirsson hefur lagt fram fyrirspum á alþingi, hvers vegna áfengiskaup annarra heldur en Magnúsar Thoroddsen séu ekki tekin til rannsóknar. Þetta er sak- laus fyrirspum hjá Stefáni og raun- ar sjálfsögð, því almenningur vill vita sem mest um brennivínskaup ráðamanna. í málflutningnum í Hæstarétti hefur og komið í ljós að brennivínskaup forseta Hæstarétt- ar em í samræmi við hefðir og venjur í Hæstarétti og handhafar forsetavaldsins á íslandi láta þaö alltaf veröa sitt fyrsta verk, eftir að forseti íslands hverfur úr landi, að hringja upp í Áfengi og panta nokkra kassa af víni. Stefán Valgeirsson vill vita hvers vegna verið er aö ráðast að einum manni fyrir meint siðferðisbrot þegar þessi hegðan er alvanaleg hjá öðram ráðamönnum og dómurum. Ef þaö á að dæma Magnús Thor- oddsen fyrir að gera eins og hinir, þá hlýtur réttvísin einnig að ná yfir þá sem skapa fordæmið fyrir Magnús. Magnús mun hafa keypt 2160 flöskur en fyrrverandi forseti Sameinaðs þings gaf honum lítið eftir og keypti annað eins af flösk- um, þótt þess beri að geta að þau kaup fóm fram á lengri tíma. Fyrir liggur að þessar flöskur voru ekki keyptar vegna embættisins, enda hefur núverandi forseti ákveðið að kaupa alls enga flösku og það mundi hún ekki gera nema vegna þess að hún þarf ekki á áfenginu aö halda á vegum þingsins. Nú hafa handhafar forsetavaldsins ekki verið þekktír fyrir að drekka meira en góðu hófi gegnir í einka- lífinu og hafa því vaknað margar spurningar um það hvað verði um allt þetta vín. Þetta vill Stefán Valgeirsson fá að vita og leggur þar af leiðandi fram fyrirspum í þinginu. En þá bregður svo við að núverandi for- setí sameinaðs, Guðrún Helgadótt- ir, telur vafasamt að leyfa megi þessa fyrirspum. Guðrún segir að það geti verið móðgandi fyrir Hæstarétt að alþingi sé að fjalla um áfengismál á meðan dómurinn hef- ur brennivínskaupin til meðferðar. Það er rétt hjá Guðrúnu Helga- dóttur aö það er óviðeigandi að móðga svo virðulega stofnun sem Hæstarétt. Dómaramir gætu fariö í fýlu og annaðhvort hætt að kaupa brennivín eða haldið áfram að kaupa brennivín og Hæstiréttur gæti jafnvel hætt við að dæma í Magnúsarmálinu ef alþingi gerist svo ósvífið að tala um brennivíns- mál annarra dómara. í raun og vem vaknar sú spuming hvort al- þingi verði ekki jafnan að meta það og vega hvort einhver úti í þjóð- félaginu kunni að móðgast við það að alþingi taki mál hans til um- fjöllunar. Það er gott að hafa Guð- rúnu Helgadóttur sem forseta und- ir þessum kringumstæðum, því manneskjan er furðuglögg á það hvað geti móðgað menn úti í bæ og hvað ekki. Það er gott að hafa þingforseta sem neitar alþingis- mönnum um að leggja mál fyrir þingið sem kann að móðga virðu- lega borgara út í bæ. Ef forsetar handhafavalds kaupa nokkur hundmð flöskur af áfengi á sérkjömm og alþingismenn á borð við Stefán Valgeirsson vilja fá rannsókn á þeim kaupum er verið að óvirða þá sem kaupa brenniví- nið. Hæstaréttardómarar og forset- ar alþingis móðga engan og eru vammlausir menn þótt þeir kaupi vín á sérkjörum. Þeir bijóta ekki af sér, hvorki gagnvart lögum né siðferði. Alþingismennimir, sem dirfast að hreyfa þessum málum og vilja ræða um þau í sjálfu þing- inu, eru auðvitað skúrkamir í mál- inu. Það verður að taka af þeim málfrelsiö. Það verður að banna þeim aö minnast á svona viðkvæm mál. Guðrún Helgadóttir er klár á þessu, enda siðgæðisvörður númer eitt. Það er óneitanlega huggun í öllu því siðleysi, sem fram fer á alþingi með óviðeigandi fyrirspumum, aö Alþýðubandalagið og þingmenn þess skuli hafa tekið að sér að vernda mannorð sómakærra borg- ara í Hæstarétti og gera skýran greinarmun á málum sem geta valdið móðgun og ekki móðgun. Alþýðubandalagið og Guðrún Helgadóttur hafa pólitíska réttlæt- istilfinningu fyrir því að lýðræðið gangi ekki út í öfgar með móðgandi ummælum og illkvittnum fyrir- spumum. Þetta er svo sannarlega nýtt og betra Alþýðubandalag, sem heldur hlífiskildi yfir borgarastétt- inni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.