Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 28
36 FÍMMTÚDAGUR 30. NÓVEMBER 1989. Andlát Ingibergur J. Jónsson frá Drangsnesi lést á Hrafnistu í ReyKjavík 28. nóv- ember. Anna K. Steinsdóttir, Kothúsum, Garöi, andaðist í Borgarspítalanum þann 29. nóvember. Jarðarfarir Hinrik Erlingsson, Breiöási 10, Garðabæ, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. des- ember kl. 13.30. Margrét Sigurðardóttir frá Skamm- beinsstöðum, sem lést 23. nóvember, verður jarösungin frá Fossvogs- kirkju fóstudaginn 1. desember kl. 15. * Útför Guðbjargar Hallgrímsdóttur, Garöastræti 47, fer fram frá Áskirkju fostudaginn 1. desember kl. 10.30 fyr- ir hádegi. Útfór Matthildar Guðmundsdóttur frá Noröfiröi, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfiröi, 24. nóvember, fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 1. desember kl. 10.30. Svanhildur Jóhanna Þorsteinsdóttir, verður jarðsungin frá Áskirkju, föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Jón Magnússon, fyrrv. forstjóri Raf- geyma hf., Arnarhrauni 47, Hafnar- firði, veröur jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfiröi fóstudaginn 1. desember nk. kl. 15. Jón Einarsson frá Berjanesi í Vest- . mannaeyjum, Haukshólum 3, er lést 27. nóvember, veröur jarösunginn frá Fella- og Hólakirkju fóstudaginn 1. desember kl. 16. Þórður Þ. Þórðarson, Kirkjubraut 16, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fóstudaginn 1. des- ember kl. 14. Gabriel Jónsson lést í bamaspítalan- um í Boston, Bandaríkjunum, þann 5. nóvember. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey. Magnús G. Jónsson lést 18. nóvem- her. Hann fæddist 23. desember 1908. Hann stundaði nám við Sorbonne háskólann í París, í Madrid og Róma- borg frá 1927-1933. Hann var löggilt- ur skjalaþýðandi í frönsku, spænsku og ítölsku, kenndi viö Menntaskól- ann í Reykjavík frá 1940-1973 og Há- skóla íslands frá 1942-1979. Yfirkenn- ari við Menntaskólann í Reykjavík var hann frá 1958 og dósent við Há- skóla íslands frá 1963. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Magnús- dóttir. Þau hjónin eignuðust tvo syni. Útför Magnúsar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Tónleikar Megas meðtónleika Fimmtudaginn 30. nóvember mun Megas halda tónleika í Stúdentakjallaranum við Hringbraut. Þessir tónleikar eru upphaf- ið að 1. des. fagnaði stúdenta í ár. Megas mun flytja nýtt og gamalt efni í bland. Aðgangseyri er mjög stillt í hóf eða sem Blömastofa FnÖfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík.'Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. nemur 500 kr. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hósanna ’89 tónleikar og tilbeiðsla Undanfarin ár hefur ný tónlist rutt sér til rúms innan kirkna Vesturlanda. Varð hún áberandi í kjölfar „Jesúsvakningar- innar“ og bar augljós einkenni hippa- tímans með fastari hrynjandi, gítarspili og léttum söng. Dagana 1. og 2. desember verður hátíð í Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, sem ber heitið „Hósanna ’89 - tónleikar og tilbeiðsla. Bæði kvöldin verða tónleikar, sem hefjast kl. 20.30 þar sem fjöldi þekktra og óþekktra tónlistar- manna kemur fram. Dagskráin verður mjög fjölbreytt og er leitast við að spanna sem víðast svið lofgjörðar- og tilbeiðslu- tónhstar. Laugardaginn 2. desember verða haldnir fyrirlestrar um textagerð, tilgang lofgjörðarinnar og hvemig hún fer fram. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Öll sem eitt - samstarf kristinna i Reykjavík, hefur skipulagt hátíðina. Útgáfutónleikar Bjartmars í kvöld, 30. nóvember, mun Bjartmar Guðlaugsson halda útgáfutónleika í Sjall- anum, Akureyri, vegna útkomu fimmtu sólóplötu hans, „Það er puð að vera strák- ur“. Það má teljast sjaldgæft að tónlistar- menn haldi útgáfutónleika sína utan Reykjavíkur. Bjartmar mun einnig árita nýju plötuna í Hljómdeild KEA og Hag- kaup á Akureyri í dag. Laugardaginn 2. desembér mun hann svo halda tónleika í Hótel Mælifelli á Sauðárkróki en áritun platna fer fram í Kaupfélagi Skagfirðinga fóstudaginn 1. desember. Tónleikar í Bústaöakirkju Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Bústaðakirkju fóstudag- inn 1. desember nk. kl. 18. Þetta em aðr- ir tónleikar hljómsveitarinnar á þessu starfsári og em á efnisskránni Forleikur að Rakaranum í Sevilla eftir Rossini og Sinfónía í g-moll eftir Mozart. Stjómandi hljómsveitarinnar er Ingvar Jónasson. Tónleikamir standa yfir í u.þ.b. klukku- stund og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestrar Fyrirlestur í Norræna húsinu Dr. Terttu Utriainen, lagaprófessor við Lapplandsháskóla í Rovaniemi og for- stöðumaður Norrænu lagastofnunar Lapplands-háskóla mun halda fyrirlestur í dag, 30. nóvember kl. 17.30 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Stefna Finna í refsi- rétti". Dr. Utriainen kemur til íslands í boði lagadeUdar Háskóla íslands og Nor- ræna hússins. Tilkyimingar Málverkauppboð í kvöld 24. málverkauppboð GaUerí Borgar í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar verður haldið í kvöld, 30. nóvember kl. 20.30 í Súlnasal, Hótel Sögu. Um 70 verk verða boðin upp eftir aUa helstu myndUstarmenn okkar, lifandi og látna. Myndimar em tU sýnis í Gallerí Borg í dag kl. 10-18. Móðir og barn: ný hjálpar- samtök opna fyrstu íbúð sína Hjálparsamtökin Móðir, og barn hafa nýlega hafiö starfsemi sína. Tilgangur samtakanna er að vinna á félagslegan hátt að velferð bamshafandi kvenna, ein- stæðra mæðra og barna þeirra, fyrst og fremst með húsnæðisaðstoð. Samtökin starfa sem sjálfseignarstofnun sam- kvæmt skipulagsskrá, sem staðfest hefur verið af forseta Islands með stjómarráðs- bréfi. í stjóm Móður og bams eiga sæti sex manns, þrjár konur og þrír karlar. í byrjun hefur verið ákveðið að starfsemi Móður og bams verði í leiguhúsnæði og koma þá bæði stakar einstaklingsíbúðir og sambýh tU greina. Fyrsta íbúðin var tekin á leigu um síðustu mánaðamót og hefur fyrsti skjólstæðingur samtakanna fengið það húsnæði. Unnið verður að því á næstunni að fá fleiri íbúðir á leigu á sanngjömum kjömm. AUt starf samtak- anna er unniö í sjálfboöavinnu. Stjóm Móður og bams mun á næstunni leita til almennings og stjómvalda um stuðning við þetta málefni. Áheit og gjafir ttl stofn- unarinnar em skattfrjáls. Húnvetningafélagið SpUuð verður félagsvist laugardaginn 2. desember kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Opip hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag. Kl. 14 fijáls spilamennska, kl. 19.30 félags- vist, kl. 21 dansað. Göngu-Hrólfur hittist nk. laugardag kl. 11 að Nóatúni 17. Fé- lagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 5. desember í Goðheimum kl. 20.30. Dag- skrá: Norrænt samstarf og lífeyrismál aldraðra. Félagið óskar eftir munum og Lausafjáruppboð Að kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. verða ýmsar vélar og tæki (alls 76 munir) í eigu Þorgeirs og Ellerts hf., seld á nauðungaruppboði, ef viðunandi boð fást, sem haldið verður að verkstæði Þorgeirs og Ellerts hf., Bakkatúni 26, Akranesi, fimmtudaginn 7. desember 1989 kl. 14.00. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akranesi kökum fyrir basar félagsins sem haldinn verður 9. desember kl. 13. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 28812. Ferðaþristurinn kominn á fulla ferð Nú er Ferðaþristurinn kominn á fulla ferð eftir noldcurt hlé en ágóði af starf- semi hans fer til að styrkja starfsemi Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss. Auk fastra vinninga á skafhluta miðans er dregið hálfsmánaðarlega um auka- vinninga á Rás 2, á fóstudagsmorgnum. Vinningshafar í síðasta útdrætti (17. nóv.) voru þessir: 1. Inga Dóra Guðmunds- dóttir, Eskihlíð 35, Rvk. Verslunarferð fyrir tvo til Glasgow. 2. Guðbjörn Steins- son, Iðnbúð 8, Garðabæ. Gisting á Hótel Örk. Kvöld- og morgunverður innifaldir. 3. Aðalheiður Ó. Guðbjömsdóttir, Kapla- skjólsvegi 57a, Rvk. Gisting á Hótel Örk. Kvöld- og morgunverður innifaldir. 4. Sigþór Hermannsson, Grænutungu 1, Kóp. íþróttagalli frá Henson. 5. Már Mic- helsson, Kambahraun 1, Hveragerði, íþróttagalli frá Henson. Fundir Félag eldri borgara Haldinn verður félagsfundur þriðjudag- inn 5. desember í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 20.30. Dagskrá: Norrænt samstarf og lifeyrismál aldraðra. Félagið óskar eftir munum og kökum fyrir basar félags- ins sem haldinn verður 9. desember kl. 13. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 28812. Meiming Stjörnumerkjamúsík Þeir Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Páll Ey- jólfsson gítarleikari efndu til tónleika í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar í fyrrakvöld. Á efnisskrá voru eingöngu ný og nýleg tónverk, en þau voru: r.Þögnin í þrumunni" eftir Svein Lúövík Björnsson, „Tierkreis" eftir Karlheinz Stockhausen, „Moby Dick“ eftir Toru Takemitsu og Serenaöa op. 71, nr.3 eftir Willy Burkhard. Frumflutningur Verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, „Þögnin í þrum- unni“ var frumflutt á þessum tónleikum. Sveinn hefur numið tónsmíöar hjá Atla Heimi Sveinssyni, en nýtur nú leiösagnar Þorsteins Haukssonar. Þetta verk Sveins er innhverf hugleiðing, þar sem viss áhersla virðist vera lögö á mótun melódískra lína. Verkiö er bæöi fallegt og vel unnið og var flutningur þess einnig góöur. Stærsta verk tónleikanna var „Tierkreis” - Lög stjör- numerkjanna tólf - eftir Stockhausen. Hér er um aö ræða verk, sem er mjög lauslega samið og er flytjend- um gefið mikið frjálsræöi varöandi alla framsetningu þess. Verkið er samið á árinu 1975 og má leika þaö á hvaöa hljóðfæri sem er, eitt eöa fleiri, eöa syngja þaö. Framsetning þeirra Kolbeins og Páls var áhugaverð og flutningur verksins var í einu oröi sagt frábær. Tónlist Áskell Másson Til sjávar Þáttur úr verki eftir japanska tónskáldiö Toru Ta- kemitsu var næstur á efnisskrá. Þátturinn heitir „Moby Dick“ og er það miðþáttur þessa þriggja þátta verks sem ber titilinn „Til sjávar“. Þetta einkar fíngeröa verk heföi veriö gaman aö heyra í heild sinni. Takemitsu er meöal merkustu núlifandi tónhöfunda, en af einhverjum ástæðum hafa verk hans varla heyrst hér. Nefna má þó þá ætlan Sinfóníuhijómsveitar íslands aö flytja gítarkonsert hans síöar á þessu starfsári. Þátturinn „Moby Dick“ var þokkalega leikinn og svo var einnig um síöasta verk tónleikanna, Serenöðu op. 71, nr. 3 eftir Willy Burkhard. Þessi serenaða var hins vegar fremur bragðdauf músík og tæplega hæfur endapunktur fyrir tónleikana. Þeir félagar léku eitt aukalag, en það var „Lítið lag“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson og var það skemmtilega flutt. Áskell Másson Eftirmæli um Guðmund Leikfélag Verslunarskólans, Allt milli hlmins og jarðar: LÁTTU EKKI DEIGAN SÍGA, GUDMUNDUR Höfundar: Edda Björgvinsdóttir og Hlin Agnarsdóttir Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Leikfélagiö meö langa nafniö, Allt milli himins og jarðar, hefur starfaö af miklu íjöri í Verslunarskólan- um á undanfórnum árum. Aö þessu sinn var ráðist til atlögu við verkefni sem geröi mikla lukku fyrir nokkrum árum, þegar Stúd- entaleikhúsið sýndi það. Þær Edda Björgvinsdóttir og Hlín Agnarsdóttir sömdu þá ævikróníku atvinnu- kvennamannsins Guðmundar og gerðu um leið grát- fyndna úttekt á stefnum og straumum í þjóðfélaginu á þeim 15-20 árum sem sagan spannar. Guðmundur er upp á sitt besta á árum hippatísku og stúdentamótmæla og hann hrífst alltaf jafninnilega þegar nýjar tískustefnur skjóta upp kollinum. Saga hans kristallast í kvennamálunum, því aö Guðmundur skiptir snyrtilega um lagskonur jafnoft og aðrir skipta um skó. Þær Edda og Hlín krydduðu ádeiluna á vel þekkta karlrembutakta með léttu gríni og margt hittir mæta- vel í mark enn í dag þó að annað sé búið að missa bitið. Þetta verkefni hentar leikhópnum prýðilega. Hann hefur grafíð upp tískufatnaö frá þeim tímum sem fjall- að er um og leikur við hvem sinn fmgur. Búningam- ir segja hálfa söguna og vekja margir kátínu við- staddra þó aö ekki sé lengra um liðið. Það sem helst var ábótavant hjá hópnum var fram- sögnin sem var ekki nógu skýr hjá sumum. Nemendur læra mikið af fijálsri leikstarfsemi í skólum og hluti af henni getur beinlinis talist nám. Þaö ætti að vera kappsmál þeim sem fyrir slíkri starfsemi standa að Leiklist Auður Eydal vanda málfar og framsögn þeirra sem leika og fá leið- sögn til þess.-'Þá voru lýti að villum í leikskrá. Ingimundur K. Guðmundsson leikur Guðmund sjálf- an og tekst furðuvel að gera þennan leiðindagaur bæði aðlaðandi og fráhrindandi í senn. Ingimundur á ekki í vanda með framsögnina og sýndi oft býsna ör- uggan leik. Gísh Marteinn Baldursson er sonur Guð- mundar, Garpur Snær, og var prýðilegur bæði sem leðurklæddur töffari og kornabarn í kerru en hann hefði þurft að tala skýrar. Stúlkurnar í lífí Guömundar eru jafnóhkar og þær eru margar og fyrst og fremst dæmigerðar fyrir ákveðna hópa. Af öðrum leikendum má nefna Árna Jón Eggertsson sem lék Hólmgeir og gerði margt nokk- uð vel. Þröstur Guðbjartsson leikstýrir hópnum og heil hljómsveit skólafélaga leikur með í sýningunni. Stund- um heíöi mátt draga úr hljómstyrknum en leikur þeirra var aö ööru leyti prýöilegur og setti mikinn svip á sýninguna. Þessi pistill er víst hálfgerð eftirmæli um Guðmund blessaðan því að sýningum er lokið að sinni. En efa- laust á hann eftir að skjóta upp koUinum einhvers staðar aftur því að enn er heflmikið eftir af honum. Guðmundur lætur ekki deigan síga. -AE FjöLmiðlar Stöðtvö Þaö var ánægjulegt, að Jón Óttar Ragnarsson skyldi fá norræn verð- laun fyrir framlag sitt til markaðs- mála, Stöð tvö hefúr verið sannkall- að kraftaverk, frá því að hún hóf starfsemi fyrir þremur árum. Þar sem aðrir hrukku, stukku þeir Jón Óttar, Ólafur H. Jónsson og Hans KristjánÁmason. Auðvitað eru skiptar skoðanir um frétta- ogdagskrárstefiiu Stöðvar tvö. Sjálfstæðismenn taka til dæmis eftir því, að fréttastofa hennar minntist ekki einu oröi á fund þeirra um hrun sósíaUsmans í Austur- Evrópu, en greindi í löngu máU og myndskreyttu frá andmælum nokk- urra vinstri kvenna við ráðstöfun húsnæðis Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Þeir muna líka, hvemig fréttastofan fór með Ragnar JúUussonforðum. Fram hefur komiö, að þeim Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi Schram finnast fréttir Stöövarinnar óvandaðar. Svo má lengi telja. Sumar kvikmy ndirnar, sem Stöð- in sýnir, eru ekki heldur mjög góö- ar, B- og C-myndir úr söfnum kvik- myndafélaganna bandarísku. En hvernig væri umhorfs, nyti Stöðvar tvö ekki við? Vfldu menn aöeins hafa eitt ríkissjónvarp, eina ríkisfréttastofu, einn ríkissannleik? Það er þjóðamauðsyn, að Stöð tvö blómgist og dafni. Vonandi tekst henni að treysta hag sinn með sölu hlutafjár. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.