Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 14
Frjálst, óháö dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Stundargrið Landsmenn kunna nú að fá frið frá gengislækkunum - en það verða aðeins stundargrið. Brátt mun að nýju sækja í sama farið. Vandinn er í raun óleystur þótt fryst- ingin sé í bili rekin með hagnaði. Bæði Þjóðhagsstofnun og fiskvinnslumenn sjálfir hafa komizt að þeirri niður- stöðu, þótt deilt sé um stærðargráðu. En margt kemur til, að þessi staða frystingarinnar mun ekki endast. Þjóðhagsstofnun segir, að frystingin sé nú rekin með fimm prósent hagnaði. Formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva telur, að frystingin sé rekin með 1-2 prósént hagnaði. Þá telur Þjóðh§igsstofnun, að söltunin sé rekin með þijú prósent tapi. Fiskvinnslumenn álíta tapið á söltuninni meira en þetta. Það sem breytt hefur stöð- unni er gengissig í sumar og haust. Gengi dollars hefur hækkað, og nýtur frystingin þess. Hins vegar hefur sölt- unin tapað á gengisbreytingunum, þar sem saltfiskurinn er greiddur með öðrum gjaldmiðh, samreiknuðum gjald- miðlum sjö þjóða. Það gengi hefur lækkað. Frystingin getur í bih fagnað velgengni, enda var tími th kominn. En margt ber að þeim brunni, að þetta breytist fljótt frystingunni til ihs. Ríkisstjórnin hafði heitið frystingunni, að staða henn- ar yrði þokkaleg í ár. Þetta ætti að hafa þýtt, að einhver hagnaður væri á frystingu, þegar á árið er htið. Frysting- in tapaði miklu síðasthðinn vetur. Það tap hefði ríkis- stjómin átt að sjá um að bæta upp, enda hlýtur að verða að ætlast th þess, að slíkur grundvaharatvinnuvegur sé rekinn að jafnaði með viðunandi hagnaði. En ríkis- stjómin hefúr ekki staðið við loforð sitt. Þvert á móti er umtalsvert tap á frystingu, þegar htið er á árið í hehd. Sem sagt hefur ekki tekizt að vinna upp það, sem fyrr hafði tapazt. Frystingin dregur á eftir sér skulda- hala. Þá er að skoða þær breytingar, sem brátt munu verða. Frystingin hefur fengið þrjú prósent verðbótagreiðslur. Þær eiga að faha niður um áramót, það er eftir mánuð. Þá gera sumir hagfræðingar ráð fyrir, að staða frysting- arinnar verði eftir það við núlhð. Það yrði ekki viðun- andi staða og ekki í samræmi við loforð stjórnarinnar. Og hvað gerist þá? Væntanlega verður gengislækkun th stuðnings frystingunni, auk þess sem söltunin er rekin með stöðugu tapi. Og fleira kemur th. Minnka á þorskkvótann á næsta ári. Hagfræðingar reyna að geta sér th um áhrif þess á stöðu frystingarinnar. Sumir þeirra telja, að niðurskurðurinn muni leiða th þess, að frystingin verði rekin með 4 prósent tapi. Það þýðir væntanlega enn meiri gengislækkun. Alhr þekkja afleiðingar gengislækkunar, th dæmis á verðbólgu. Vissulega er ekki á bætandi, meðan núver- andi stjórn ýtir í raun undir verðbólgu og viðskipta- haha við útlönd með fjármálastjóm sinni. Landsfeður hafa hins vegar oft reynt að komast hjá gengislækkun, þótt gengi krónunnar hafi í reynd verið falhð. Lands- feðurnir hafa þá falsað gengið og reynt að falsa verð- bólguna. Meira frelsi í þessum efnum er nauðsynlegt, þar sem markaðurinn réð ferðinni, framboð og eftir- spurn. En með öhum svoköhuðum millifærsluleiðum th að falsa gengið höfum við glöggt séð, að gengislækk- un er bezti kosturinn th að rétta hag útflutningsgreina. Stjómvöld hafa getað frestað gengislækkunum eitt- hvað, en slíkt hefur komið niður á arðsemi. Haukur Helgason FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989. Er rikisstjórnin fær um að taka allar þessar þýðingarmiklu ákvarðanir og leiða málin farsællega til lykta? Þingrof, kosningar og ný viðreisn: Gæti þetta gerst? Sviptingamar innan ríkisstjóm- arinnar aö undanfórnu hafa að vonum vakiö spumingar um fram- tíð stjómarsamstarfsins. Þeim íjölgar nú sem telja aö ósamkomu- lag stjómarflokkanna í veigamikl- um málum sé slíkt aö ekki verði komist hjá stjómarshtum sem hljóta aö leita til þingrofs og kosn- inga. Þó er því miður alls ekki hægt aö fullyrða að sú verði niður- staðan. Við eðlilegar aðstæður ættu næstu þingkosningar að verða eftir hálft annaö ár, þ.e. vorið 1991. Fyr- ir þann tíma, á næstu vikum og mánuðum, þurfa íslensk stjómvöld að taka, mikilvægar ákvarðanir sgm geteskipt sköpum um framtíð atvinnu- og efnahagslífs okkar; kannski em þetta einhverjar af- drifaríkustu ákvarðanir sem ís- lenskir stjómmálamenn hafa stað- ið frammi fyrir. Mál sem skipta sköpum Ríkisstjórnin þarf að gera upp við sig, hvort íslendingar eigi að taka þátt í formlegum viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. Sú afstaða þarf að liggja fyrir ekki seinna en 19. desember þegar utan- ríkisráðherrar aðildarríkja EFTA og EB koma saman til fundar. Vegna samþykktar landsfundar Alþýðubandalagsins á dögunum, þar sem lagst er gegn því að tekin verði ákvörðun um formlegar við- ræður á þessum fundi, er mikil- vægt að afstaða meirihluta Alþing- is til málsins komi fram fyrir fund- inn. Fullvíst má telja að utanríkisráð- herra pjóti stuðnings á Alþingi til að samþykkja þátttöku íslendinga í formlegum viðræðum EFTA og EB. Þegar viðræðunum lýkur, væntanlega á síðari hluta næsta árs, þarf ríkisstjómin að taka af- stöðu til niðurstöðu þeirra. Þá gæt- um við staðið frammi fyrir því að hrökkva eða stökkva, gerast aðilar að evrópsku efnahagssvæði eða einangrast. Þátttaka í evrópsku efnahags- svæði þýðir að laga þarf atvinnu- og viöskiptalíf okkar og fjármagns- markað aö frjálsræðisþróuninni á alþjóðavettvangi. Þá verður að hverfa frá þeirra hafta- og skömmt- unar- og handaflsstefnu félags- hyggjunnar sem nú er fylgt. Ríkisstjórnin þarf ennfremur að móta hið fyrsta sjálfstæða stefnu í væntanlegum tvíhliða viðræðum okkar við Evrópubandalagið. Og hún þarf að eiga frumkvæðið að þeim viðræðum. Þá þarf ríkisstjómin bráðlega að taka ákvörðun um það hvort hafist verður handa um uppbyggingu stóriðju og virkjun fallvatna í tengslum við það. Vanmegna ríkisstjórn Spumingin er: Er ríkisstjómin Kjallarinn Guðmundur Magnússon t sagnfræófngur fær um að taka allar þessar þýðing- armiklu ákvarðanir og leiða þessi mál farsællega til lykta? Hver og einn svari fyrir sig. Svar mitt er afdráttarlaust: Nei. Og ég hygg að innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar séu uppi efasemdir um aö hún ráði við þessi verkefni. Þar er hver höndin upp á mótí annarri svo sem opinberar deilur stjórnarhða síð- ustu daga um virðisaukaskatt, tekjuskatt, framtíð loðdýraræktar, varaflugvöll og stóriðju em til vitn- is um. Er það þá ekki fullkomið ábyrgö- arleysi að sitja áfram við slíkar aðstæður? Verða ekki leiðtogar rík- isstjómarinnar að horfast að í augu við það, að framtíðarhagsmunir þjóðarinnar em mikilvægari en ráðherrastólamir? Þetta eru sam- viskuspumingar sem ráðherrarnir verða að svara. Þingrof og kosningar Hver er æskilegasta framvinda mála á næstunni? Ég get ekki svar- að fyrir aðra en sjálfan mig. Best væri að stj órnarflokkarnir yrðu ásáttír um áð rjúfa þing og efna til kosninga. Þá getur nýr og sam- hentur meirihluti á Alþingi fljót- lega tekið á þessum mikilvægu úr- lausnarefnum af festu og ákveðni og tryggt er að framtíðarhagsmun- um þjóðarinnar verður ekki teflt í tvísýnu. Mér virðist eðlilegt að stjómin sæti áfram þar til kosningar hefðu farið fram. Þær gætu t.d. orðið í byrjun febrúar á næsta ári. í mínum huga leikur ekki vafi á því að úr slíkum kosningum kæmi Sjálfstæðisflokkurinn sterkastur út. Hann myndi vafalaust ekki ná meirihluta á Alþingi, en sennilega hafa nægan styrk til að mynda rík- isstjóm með einum öörum flokki. Það gætí orðið upphaf nýs hag- sældartímabils á íslandi. Ný viðreisn? Reynslan 'sýnir að ríkisstjórnir reyna að jafnaði að þrauka eins lengi og unnt er. Flokkshagsmunir eru einatt teknir fram yfir þjóðar- hagsmuni. Eitt af því sem dregur mjög úr líkum á því aö núverandi vinstri stjóm eigi frumkvæði að því að rjúfa þing og efna til kosninga er hið htla fýlgi stjórnarflokkanna í skoðanakönnunum. En fylgi flokka er sveiflukennt og á þessu gætí orðið breyting. Ef t.d. Alþýðuflokkurinn ættí frum- kvæði að stjórnarslitum með því að gera mikilvæg framfaramál (t.d. þátttöku í evrópsku efnahags- svæði, uppbyggingu stóriðju og varaflugvöh) að úrslitaatriði um frekari samvinnu gæti hann áreið- anlega snúið óhagstæðri fylgis- þróun sinni við. Margt bendir tíl þess, að Alþýðuflokkurinn sé að átta sig á því að það vom mikil mistök að taka þátt í myndun nú- verandi vinstri stjórnar. En æth hann að verða á ný trúverðugur kostur fyrir frjálslynda kjósendur þarf hann að leggja mikla vinnu í að gera upp við mistök sín. Þær raddir hafa heyrst að unnt væri að gera Alþýðuflokknum auð- veldara að hverfa úr núverandi stjórn með sérstöku samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn. Það sam- komulag gætí t.d. falist í því að flokkarnir gæfu út yfirlýsingu um það fyrir kosningar að þeir væru sammála um tiltekin höfuðverk- efni sem vinna þyrfti að á næstu mánuðum. í viðræðum um stjóm- armyndun yrðu möguleikar á sam- stjóm flokkanna um úrlausn þess- ara verkefna hið fyrsta sem kannað yrði. Þessi leið er sannarlega ekki ein- föld og auöfarin. En hún er að mörgu leyti spennandi og það á áreiðanlega hljómgrunn innan beggja flokkanna að láta á þetta reyna. Hvort til þess kemur sker reynslan ein úr um. Guðmundur Magnússon „Margt bendir til þess að Alþýðuflokk- urinn sé að átta sig á því að það voru mikil mistök að taka þátt í myndun núverandi vinstri stjórnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.