Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989. 15 „Þriðja heimsstyrjöldin“: Með hverjum stöndum við? Langþráður viðburður virðist skammt undan. Sérstakt ráðuneyti umhverfismála verður að öllum likíndum að veruleika á næsta ári. Maðurinn og Móðir Jörð Því ber auðvitað að fagna, en sá fögnuður er raunar blendinn af ýmsum ástæðum. Ýmislegt bendir nefnilega til þess að þrátt fyrir auk- inn skilning á mikilvægi umhverf- ismála þá dugi hann ekki til þess að gefa sérstöku umhverfisráðu- neýti nauðsynlegt vægi svo að það nái tilgangi sínum. Gamaldags hagfræðingar, fram- kvæmdafurstar og auðlindaeyðslu- seggir hafa enn ekki skilið að það er farið að síga á seinni hluta „þriðju heimsstyrj aldarinnar'', styrjaldar mannsins við Móður Jörð. Ef við ætlum ekki að tapa í þeirri styijöld dugir ekkert minna en hugarfarsbylting og aðgerðir í samræmi við það. Við þurfum að gera það upp við okkur með hveij- um við ætlum að standa. Tiltektar þörf Umhverfismál hafa frá upphafi skipað háan sess hjá kvennalista- konum. Við höfum jafnyel gælt við þá framtíðarsýn að íslendingar gætu orðið fyrimynd annarra þjóða um vemdun náttúmnnar og leið- andi í sókn til betra mannlífs í sátt við umhverfið. En skilningur og vilji þurfa auðvitað að vera fyrir hendi, og slík sókn verður að vera markviss og skipulögð til þess að skila árangri. Af nógu er að taka, þótt undar- lega margir vaði í þeirri villu að hér sé allt í sæmilegasta lagi. Alls staðar þarf að taka til hendinni á sviöi umhverfisverndar, í mengun: arvörnum, endurnýtingu og end- urvinnslu, skolphreinsun og skipu- lagsmálum, beitarstjómun og land- græðslu, vernd fiskistofan og stjórnun stofnstærða villtra dýra, í náttúrufriðun og náttúrufars- rannsóknum. Argasta öfugmæli Með tilliti til ástandsins í þessum efnum sætir furðu að ráðgjafa- nefnd forsætisráðherra um undir- KjaUarinn Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalista búning sérstaks kynningarátaks íslands á sviði markaðsmála skuh án nokkurs fyrirvara eða efasemda skrifa undir orð á borð við eftirfar- andi: „Miðaö við aðstæður er afar eðli- legt að íslendingar taki forýstu hvað varðar stjóm umhverfismála og landvernd og miðh öðrum þjóð- um af þekkingu sinni og reynslu." Þetta er ein af niðurstöðum Dox Ltd., nefndar þriggja Breta sem hingað voru fengnir th að „meta ástand og horfur á sviði viðskipta og ferðaþjónustu". Um skýrslu þeirra er reyndar sagt að hún sé ekki vísindaleg úttekt og em það augljóslega orð að sönnu því til- vitnuð orð þeirra eru í raun arg- asta öfugmæli. Fyrsta skrefið Við eigum enn langa leiö að því marki að geta verið öðmm til fyrir- myndar. Engin ástæða er þó tU þess að mikla fyrir sér erfiðleikana, heldur skUgreina vandann og hefj- ast handa af myndarskap svo að orð Bretanna geti orðið að áhríns- orðum. Náttúra landsins og lega þess á jarðarkringlunni leggja okk- ur aUt upp í hendurnar, við þurfum aðeins að nota vit okkar og þekk- ingu. Fyrsta skrefið og það stærsta og mikilvægasta er því að auka vit okkar og þekkingu. Sem betur fer virðist kandídat ríkisstjómarinnar í embætti um- hverfisráðherra hafa gert sér ein- hveija grein fyrir mikUvægi um- hverfisfræðslu, hefur e.t.v. kynnt sér tölögu Kvennahstans um það efni sem samþykkt var fyrir ári á Alþingi. Við hljótum að vona að hann verði þá til þess að hrinda henni í framkvæmd, aðrir hafa ekki gert það. Dæmigerð loðmulla Hitt er öllu verra að hvorki fyrr- nefndur kandídat né aðrir ráð- herrar virðast skilja algjöra nauð- syn þess, að umhverfisráðuneyti fái það vægi sem gerir þvi kleift að snúa vöm í sókn. Þetta marka ég m.a. af orðum kandídatsins á fundi Landverndar nýlega. Þar leyíði ég mér að minna á margþætt hlutverk hans í núver- andi ríkisstjóm, þar sem hann hef- ur m.a. það verkefni að móta at- vinnustefnu næstu ára hér á landi, og benti á þau augljósu sannindi að sjónarmið atvinnurekstrar og umhverfisverndar rekast oft á. í framhaldi af því beindi ég til hans þeirri samviskuspurningu með hveijum hann mundi standa þegar slíkir árekstrar yrðu. Svarið var dæmigert loðmullu- svar stjómmálamanns um bil beggja og annað eftir því. Með hverjum stöndum við? Þessi afstaða vekur ugg. Það er mín skoöun að umhverfisráðu- neyti þurfi að hafa sama vægi og fjármálaráðuneyti og eigi að geta sett stóhnn fyrir dymar ef um- hverfinu er ógnað. Annars nær það ekki tilgangi sínum. Það er verulegt áhyggjuefni hversu kærulausir og ábyrgðar- lausir ráðamenn eru gagnvart um- hverfismálum. Þeir fjalla um þau líkt og tískufyrirbrigði og af álíka mikihi alvöru og þekkingu eins og menninguna eða húsmóðurhlut- verkið. Þeir verða að fara að skilja að við emm í miðri þriðju heimsstyrjöld- inni eða jafnvel síðari hluta henn- ar, styijöld mannsins við náttúr- una. Það er okkar tap og þó fyrst og fremst afkomenda okkar ef við stöndum ekki með Móður Jörð. Kristín Halldórsdóttir „Gamaldags hagfræðingar, fram- kvæmdafurstar og auðlindaeyðslu- seggir hafa enn ekki skilið, að það er farið að síga á seinni hluta „þriðju heimsstyrj aldarinnar ‘ ‘, styrjaldar mannsins við Móður Jörð“. Hvað ef Svavari líkar ekki svarið? „Kæri ritstjóri DV. Sendu mér greinargerð um menningarstefnu blaðsins (ef hún er þá til ha, ha). Mundu að vera kurteis og svara skilmerkilega. Leyfi tíl dagblaðaútgáfu renna út um áramót, og við sjáum til hver fær endumýjað. Og hvemig var það, skuldið þið DV-menn ekki tvö þúsund krónur í menningarsjóð fjölmiðla? Það er alvarlegt mál og hefur áhrif á úthlutun leyfisins. Þinn einlægur Svavar Gestsson, félagi og menntamálaráðherra. ‘ ‘ Er möguleiki að ritstjóri DV fengi slíkt bréf einhvern tímann? Auð- vitað ekki. Hér ríkir tjáningar- frelsi. Menntamálaráðherra kemur ekkert við innihald íjölmiðla. Stjórnarskráin tryggir vernd þeirra gagnvart afskiptasemi stjómmálamanna. Eða hvað? Hvers vegna greinargerð? Hvers vegna sendir Svavar Gestsson útvarpsstöðvum í einka- eign bréf nýlega og óskar eftir greinargerð um menningarstefnu þeirra? Hvað á menntamálaráðherra við með menningarstefnu? Hvað ef menntamálaráðherra líkar ekki svörin? Hvað ef honum KjaUaiinn Ólafur Hauksson blaðamaður Svavar að gera ef hann verður ekki „ánægður“ með svörin? í nýjum drögum að útvarpslaga- frumvarpi á úthlutun útvarpsleyfa að falla undir menntamálaráð- herra í stað þess að vera í höndum útvarpsréttamefndar. Þá getur Svavar Gestsson tekið leyfin af þeim sem að hans mati eru ekki nógu „menningarlegir“. Eða ekki nógu kurteisir. Ógnvænleg staða Um næstu áramót renna öll út- varpsleyfi út. Það verður í valdi menntamálaráðherra að fram- lengja leyfin með reglugerð. Varla verður hann búinn að drusla nýja útvarpslagafrumvarpinu í gegn, frekar en fyrir síðustu áramót. Þessi staða er ógnvænleg. „Hvernig stendur á því að forsvars- menn þessara útvarpsstöðva ætla að svara beiðni Svavars Gestssonar? - Stöðvarnar þurfa í engu að svara menntamálaráðuneytinu. ‘ ‘ finnst stöðvamar ekki „menningarlegar"? Hvað nogu ætlar Menntamálaráðherra ætlar sér að geta gefið fjölmiðlum líf eða tek- ið þá af lífi. Hvemig stendur á að slíkur möguleiki er fyrir hendi í þessu þjóðfélagi árið 1989? Stöðvarnar koma Svavari ekki við Hvernig stendur á því að for- svarsmenn þessara útvarpsstöðva ætla að svara beiðni Svavars Gests- sonar? Stöðvamar þurfa í engu að svara menntamálaráðuneytinu. Þær heyra undir útvarpsréttar- nefnd. Svavari Gestssyni kemur ekkert við hverju þessar stöðvar útvarpa, ekki frekar en honum kemur við hvað aðrir íjölmiðlar gera. Reynsla útvarpsréttarnefndar er sú að mjög fáar kvartanir berast til hennar vegna stöðvanna. Ef eitt- hvað er, þá kvartar fólk undan málfari starfsmanna stöðvanna. Hvað hefur Svavar Gestsson gert með útvarpsstöðvum í einkaeign til að bæta málfar útvarpsmanna? Ekkert. Hins vegar hefur hann ausið fé í Ríkisútvarpið til að flytja þar skemmtiþætti um betra málfar. Úlfur í sauðargæru Hvað gengur Svavari Gestssyni tíl? Varla er það ást á útvarpsstöðv- um í einkaeign. Hann greiddi at- kvæði á móti frumvarpi um fijálst útvarp á Alþingi árið 1985. Svavar Gestsson er kommúnisti. Veturinn 1%2 sat hann í flokks- skóla austur-þýska koinmúnista- flokksins í Austur-Berlín og nam hin marxísku fræði. Hann er for- sjárhyggjumaður sem unir sér að- eins ef hann getur haft tögl og hagldir á öllu þjóðfélaginu. Hann er úlfur í sauðargæru. Hann vill ráða fyrir mig og fyrir þig. Hann bolar skólastjórum burt til að koma sínu fólki að. Hann lætur ráðuneyti sitt gefa út kynningarbækur um menning- armál til að útvega flokksvinum sínum bitlinga. Kynningarbók Svavars um bók- menntir hampar rétttrúuðum rit- höfundum meðan fijálslyndum er varpað út. Kommúnistinn Svavar Gestsson vill útvarpsstöðvum í einkaeign ekkert gott. Hann er aðeins að sýna þeim hver hefur valdið. Stöðvamar eiga ekki að svara honum. Allt annaö er viðurkenn- ing á því að valdafíkinn stjóm- gæslumaður eigi rétt á að hlutast til um efni fjölmiðla. Svavar Gestsson hefur ekki þann rétt. Ólafur Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.