Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 24
32 Fréttir FÍMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989. Fulltrúar Alþýðusambandsins og vinnuveitenda hittast í dag: Verðum að láta af ár- legum kollsteypum - og láta skynsemina ráða í komandi kjarasamningum, segir Þórarinn V. Þórarinsson FuUtrúar Alþýöusambands Is- lands og Vinnuveitendasambandsins hittust á sínum fyrsta fundi klukkan 10 í morgun. Á fundinum ætluöu full- trúar verkalýðshreyfingarinnar aö fara fram á aö kjarasamningavið- ræður hæfust nú þegar en einn mán- uður er þar til núverandi samningar renna út. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastj óri Vinnuveitenda- sambandsins, sagði í gær að kjara- samningar nú legðust ekki illa í sig. „Ég held að það sé meiri skilningur á því en nokkru sinni fyrr að það hafa allir mikinn hag af því að stefna til jafnvægis á næsta ári. Það er al- mennur skilningur á því að-ef verð- bólgan, sem stefnir á hraða niðurleið eftir áramótin, fer upp á ný fer það illa bæði meö fólk og fyrirtæki. Ég þykist vita að þess óskar enginn. Ég held líka að allir geri sér grein fyrir því að fyrirtækin eru svo illa á sig komin eignalega séð að þau þola ekki eina verðbólgukollsteypuna enn,“ sagði Þórarinn. Hann benti jafnframt á að ástandið á vinnumarkaðnum væri þannig að fólk mæti atvinnuna meira en verið hefði. Það er ekki lengur sjálfgefið að hafa atvinnu. Þess vegna sagðist hann telja að vinnumarkaðslegar og efnahagslegar forsendur væru með þeim hætti að það ætti að vera auð- veldara en oft áður að ná skynsam- legum kjarasamningum nú. Hann sagði það enda mikilvægara en oftast áður að láta nú skynsemina ráða. „Þetta kostar hins vegar það að menn horfist af meira raunsæi í augu við mögulegar breytingar en menn hafa tamið sér síðustu áratugina. Ef við ætlum að fara að lifa við lága verðbólgu, eins og nálægar þjóðir og eins og viö verðum að fara að gera, þá verðum við að tileinka okkur svipuð vinnubrögð og þær hvað kjarasamningum viðkemur. Þar eru menn að semja um 2 til 5 prósent kauphækkanir og á það þurfum við að fara að venja okkur í staðinn fyr- ir hinar árlegu kollsteypur sem við höfum verið að taka. Geri menn sér grein fyrir þessu er ég ekki svartsýnn á að kjarasamningar geti tekist inn- an skamms tíma,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. -S.dór Adolf Petersen, t.v., og Guðrún Birgisdóttir, skoðunarmenn, Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaeftirlitsins, og Ásgeir Þormóðsson, formaður Sambands íslenskra myndbandaleiga. DV-mynd Brynjar Gauti Nýtt veggspjald Kvikmyndaeftirlitsins: Vakin athygli á merki- miðum myndbanda Er húsbréfakerfið að mistakast?: Aðeins 57 um- sóknir á tveimur fyrstu vikunum - 6000 umsóknir liggja fyrir um lán hjá Húsnæðisstofnun Það hefur vakið athygli að aðeins 57 manns hefur sótt um húsbréfa- lán á þeim tf^imur vikmn sem liðnar eru síðan kerfið fór í gang. Á sama tíma liggja um 6 þúsund umsóknir mn húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Ýmsir fullyrða að þetta sýni að húsbréfakerfið muni mistakast. En hvað segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem allra manna harðast hefur barist fyrir því að koma húsbréfakerfinu á, inn þetta? „Ég held að það sé afar gott fyrir húsbréfakerfið að það fari hægt af stað og það var það sem menn von- uðu. Eg held að það hafi sýnt sig á þessum tveim vikum, sem liðnar eru síðan húsbréfakerfið fór í gang, að það ætli að ganga eftir sem menn vonuðu að kerfið mundi breyta hugsunargangi fólks í þá veru að það færi varlegar út í fjárfestingar á íbúðarhúsnæði og hugsaði sinn gang betur en margur hefur gert. Fólk athugar nú hvemig húsnæði það ræður við miðað við sína greiðslugetu. Ég held að einmitt þetta skýri það að ekki hafa fleiri en 57 sótt um húsbréfalán," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. Hún benti jafnframt á að fólk fengi ekki vitneskju frá Húsnæðis- stofnun fyrr en hálfum mánuði eft- ir að það sækir um hve stórt hús- næði það ræður við. Þá benti Jó- hanna á að í nóvember og desemb- er væri ævinlega mun minna um að vera á húsnæðismarkaðnum en aðra mánuði ársins. Því taldi hún ekkert óeðlilegt við það að ekki skyldu fleiri hafa leitað eftir hús- bréfaláni það sem af er en raun ber vitni. -S.dór Á veggspjaldi, sem Kvikmyndaeft- irlit ríkisins hefur látið gera, er vak- in athygli á merkimiðum eftirlitsins sem elga lögum samkvæmt að vera á öllum myndbandsspólum með leiknum kvikmyndum sem dreift er til leigu eða sölu. Merkimiðamir eiga að vekja athygli foreldra og starfs- fólks myndbandaleiga á efni þeirra myndbanda, sem eru til sölu eða leigu, og merkingu miðanna. Það ald- urstakmark, sem tilgreint er á spól- unum, á alltaf að gilda um afhend- ingu þeirra. Merkimiðar Kvikmyndaeftirlitsins eru í fjórum litum. Hvítur miði segir að myndbandið sé bamamynd en í henni séu atriði er gætu vakið ótta ungra bama. Grænn miði segir að myndbandið sé hæft til sýningar fyr- ir alla aldurshópa. Gulur miði segir að myndbandið sé ekki við hæfi bama yngri en 12 ára og loks er rauð- ur miði sem segir að myndbandið sé ekki við hæfi bama eða unglinga yngri en 16 ára. í fréttatilkynningu Kvikmyndaeft- irlitsins segir meðal annars: „Margir forráðamenn bama virðast hafa misst sjónar á því í þessari holskeflu myndefnis að það er nauðsynlegt að hafa með skynsámlegum hætti eftir- lit með því hvað bömin horfa á... Mat Kvikmyndaeftirlitsins á einstökum myndum er góð leiðbein- ing og gefur mikilsverðar upplýsing- ar um innihald myndanna." Bama- vemdarsjóður Knuds Knudsen styrkti gerð veggspjaldsins og Sam- band íslenskra myndbandaleiga tók að sér dreifinguna. -hlh Peningum stolið af blaðsöludreng Peningum var stolið af blaðsölu- dreng, sem var að selja DV, síðdegis í fyrradag. Að sögn drengsins kom piltur mjög snöggt að honum og hrifsaði peningana úr höndum hans þar sem hann stóð. Drengurinn gat ekki gefið nákvæma lýsingu á þjófn- um. Atburðurinn var tilkynntur til lögreglunnar í Reykjavík. -ÓTT Meiming Klarinettutríó Á Háskólatónleikum í gærdag komu fram klari- nettuleikaramir Sigurður I. Snorrason, Óskar Ingólfs- son og Kjartan Óskarsson ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur sópransöngkonu. Efnisskráin var tvíþætt, fyrst Svíta fyrir þrjú chal- umeau eftir Johann Christoph Graupner, en síðan Fimm sálmaforleikir J.S. Bachs, í útsetningu Harrison Birtwistle. Svíta Graupners er í sex þáttum, Ouverture, Air, Menuet, Gavotte, Sarabande og Echo. Hún er skrifuð fyrir þrjú chalumeau (sem er forveri klarinettunnar), en var hér leikin á klarinettu, bassethom og bassa- klarinettu. Samhæfni þeirra þremenninga vtir mjög góö og var flutningur svítunnar allur hinn vandaðasti. Sálmaforleikir Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng með klarinettutríó- inu í sálmaforleikjum J.S. Bachs. Þeir vom hér fluttir í útsetningu breska tónskáldsins Harrison Birtwistle frá 1973. Birtwistle er meðal helstu tónskálda sem nú Tóiílist Áskell Másson starfa á Bretlandseyjum og hefur hann samið verk í flestum formum, m.a. ópemr. Sálmaforleikimir sem hér vora fluttir em flestir vel þekktir, en þeir vom: „Durch Adams Fall ist ganz verderbt“, „Wer nur den Lieben Gott Lásst walten", „Christus der uns selig macht“, „Jesu, meine Zu- versicht“ og „Das alte Jahr vergangen ist“. Ólöf Kolbrún söng með þremenningunum í fyrsta, þriðja og síðasta sálmaforleiknum og var það í flesta staði góður og vel útfæröur flutningur. Þó bar nokkuð á víðu víbratói, þannig aö gaf í skyn nágrannatóna. Leikur klarinettuleikaranna var hnökralaus. Áskell Másson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.